Morgunblaðið - 04.09.2003, Side 1
Saman á
siglingu
Nýir menn standa nú í brúnni
hjá Samskipum Viðskipti 2
Áfram
Ásgeir
Hinn hægláti trymbill Stuð-
manna með sólóplötu Fólk 48
Viðtöl um
dauðann
Læknir og listamaður rugla
saman reytum Listir 21
STOFNAÐ 1913 238. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
FRYSTITOGARINN Arnar
HU kom til heimahafnar á
Skagaströnd í gær með yfir 500
tonn af flökum sem þýðir að
skipið veiddi rúm 1.000 tonn af
fiski í veiðiferðinni. Eftir því
sem næst verður komist hefur
íslenskt fiskiskip aldrei komið
með meira af flökum í land eftir
eina veiðiferð.
Arnar HU hefur síðastliðnar
fimm vikur verið að veiðum á
Vestfjarðamiðum og hefur afl-
inn verið flakaður og frystur um
borð. Af aflanum voru um 708
tonn af ufsa og 281 tonn af
þorski. Áætlað verðmæti aflans
er um 112 milljónir króna. Þar af
nam verðmæti þorskhausa um
1,5 milljónum króna.
Óskar Þór Kristinsson, skip-
verji á Arnari HU, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær, að
aflabrögðin hefðu verið mjög
góð allan tímann. „Við vorum að
fá allt upp í 25 tonn í hali og þá
var ekki togað nema í nokkrar
mínútur.“
Óskar sagði skipverja að von-
um ánægða með aflann en við-
urkenndi að heldur hefði verið
farið að draga af mönnum undir
lokin. „Nú stendur til að setja
skipið í slipp og þá fá menn góð-
an tíma til að hvíla sig og safna
orku fyrir næstu veiðiferð.“
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Yfir 1.000
tonn í
veiðiferð
Aflaverðmætið
um 112 milljónir
Arnar HU frá Skagaströnd.
GUÐNI Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra bauð fulltrúum úr ung-
liðahreyfingum stjórnmálaflokk-
anna í sveitaferð um Suðurland í
gær til að kynna þeim nýjungar í
íslenskum landbúnaði. Hópurinn
lagði af stað í bítið frá Reykjavík
og kom rjóður í kinnum til baka
um kvöldmatarleytið, reynslunni
ríkari.
Á myndinni sést hvar Björn
„skógarbjörn“ Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Suðurlandsskóga,
hitar „skógarkaffi“ yfir opnum eldi
á Spóastöðum þar sem tilraunir
hafa verið gerðar með uppgræðslu
nytjaskóga.
Niels Árni Lund, skrifstofustjóri
í landbúnaðarráðuneytinu, hafði á
orði að hér á landi skorti „skógar-
menningu“ eins og tíðkast hjá ná-
grönnum okkar á Norðurlönd-
unum. Hvað gæti því verið betra
en að laga sér skógarkaffi yfir
opnum eldi úti í guðsgrænni nátt-
úrunni?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Má bjóða ykkur upp á skógarkaffi?“
Sjá landbúnað/4
SAMKVÆMT sex mánaða uppgjöri
Reykjavíkurborgar stefnir í að út-
gjöld til fjárhagsaðstoðar fari 191,5
milljónir fram úr fjárheimildum og
nemi 1,1 milljarði króna, samanborið
við 954 milljónir króna á síðasta ári.
Hækkunin milli ára nemur 17,1%.
Sex mánaða uppgjörið var kynnt á
fundi borgarráðs á þriðjudag og verð-
ur tekið fyrir í borgarstjórn í dag.
Í greinargerð fjármáladeildar
Reykjavíkurborgar segir að aukna
fjárhagsaðstoð megi annars vegar
Björk segir að atvinnuleysi hafi
aukist í borginni. „Við erum í meira
mæli en áður að greiða leikskólagjöld
fyrir barnmargar fjölskyldur og í
fleiri tilvikum er borgin að grípa inn í
vegna sérstakra erfiðleika eins og
skuldasöfnunar. Þetta og fleira til
skýrir aukna fjárhagsaðstoð,“ segir
Björk og vonar að með þeim flýti-
framkvæmdum sem ákveðið hafi ver-
ið að ráðast í á höfuðborgarsvæðinu
muni atvinnuástandið batna og þeim
fækka sem þurfi á aðstoð að halda.
hafi fjárhagsaðstoð til þeirra sem
verst eru settir stöðugt aukist og
vissulega sé sú þróun áhyggjuefni.
Endurskoða þurfi aðstoðina þannig
að þeim verst settu verði sinnt betur.
Þó sé ljóst að borgarsjóður þoli ekki
aukin útgjöld á sama tíma og skattfé
aukist ekki, m.a. vegna fjölgunar
einkahlutafélaga.
rekja til fjölgunar þeirra einstaklinga
sem fá aðstoð og hins vegar til hækk-
unar á viðmiði fjárhagsaðstoðar um
6% hjá einstaklingum og 2% hjá hjón-
um þann 1. júlí sl. Á síðasta ári nutu
3.198 heimili í borginni fjárhagsað-
stoðar.
Björk Vilhelmsdóttir, formaður fé-
lagsmálaráðs, segir að frá árinu 2001
Fjárhagsaðstoð borgar-
innar eykst um 17,1%
Þróunin frá 2001 áhyggjuefni,
segir formaður félagsmálaráðs
BANDARÍSKIR hermenn reyndu í
gær að afvopna vopnaðar lífvarða-
sveitir herskás sjítaklerks í Najaf í
Írak, Moqtada al-Sadrs, en urðu frá
að hverfa, að sögn fulltrúa Sadrs.
Bandaríkjamenn eru andvígir sjálf-
skipuðum liðssveitum af þessu tagi
vegna ólgunnar í landinu. Gerð var
skotárás á háttsettan klerk úr röðum
sjía-múslíma í Írak, Sayeed Ali al-
Waadi al-Musawi, á þriðjudagskvöld
en hann slapp naumlega.
Um tíu menn, sem höfðu komið sér
fyrir á húsþökum og í bílum, skutu á
klerkinn er hann var á leið til bæna í
einni af helgustu moskum Bagdad,
Khadimiya. Sayeed Ali sagðist í gær
telja að markmið árásarmanna hefði
verið að reyna að sá misklíð milli sjíta
og súnníta. Skotmennirnir hefðu
sennilega verið erlendir súnnítar úr
al-Qaeda-hryðjuverkasamtökunum
sem ættu samstarf við stuðnings-
menn Saddams Husseins, fyrrver-
andi forseta, sem er sjálfur súnníti.
„Við viljum að súnnítar og sjítar
standi saman en erlendir útsendarar
reyna að koma af stað misklíð í sam-
félaginu,“ sagði Sayeed Ali.
Ný bráðabirgðastjórn sór í gær
embættiseið í Bagdad en fram-
kvæmdaráð Íraks, skipað fulltrúum
helstu fylkinga, tilnefndi ráðherra í
hana. Bandaríkjamenn sögðust í gær
ætla að beita sér af alefli fyrir því að
öryggisráð Sameinuðu þjóðanna legði
blessun sína yfir alþjóðlegt friðar-
gæslulið í Írak undir forystu banda-
rísks yfirmanns. Einnig yrði í drögum
að nýrri ályktun tekið fram hvenær
stefnt væri að því að Írakar tækju
sjálfir við völdum í landi sínu.
Frakkar sögðu í gær að ný ályktun
yrði að kveða skýrt á um að írösk rík-
isstjórn, er nyti alþjóðlegrar viður-
kenningar, tæki sem fyrst við. Ljóst
þykir að næstu daga verði mikið um
þreifingar bak við tjöldin í aðalstöðv-
um SÞ um drögin.
Sjítar í Írak vilja þjóðarsamstöðu með súnnítum
Erlendir útsendarar
sagðir sá sundrungu
Bagdad, Najaf, Washington. AFP, AP.
Bush/27
EINN af vinsælustu
barnaþáttunum í
Bandaríkjunum síð-
ustu áratugina er
kenndur við Sesam-
stræti og brúðurnar
Big Bird, Elmo og fé-
lagar þeirra eru í há-
vegum hafðar. Banda-
ríski landherinn
kostar að hluta fyr-
irtækið sem framleiðir þættina sem
nú eru sýndir í um 120 löndum, að
sögn fréttavefjar BBC.
Talsmenn utanríkisráðuneytisins
í Washington eru áfjáðir í að berjast
gegn andúðinni sem Bandaríkin
sæta víða í múslímalöndum. „Mjúka
valdið“ svonefnda, jákvæð áhrif sem
bandarísk afþreyingarframleiðsla
hefur um allan heim, er mótvægi
gegn útbreiddri tortryggni og hat-
ursfullum áróðri þar sem Banda-
ríkjamenn eru sagðir
vera froðufellandi
vígamenn og fantar,
heimsvaldasinnar sem
engu eiri. Bandarísk
og vestræn gildi laum-
ast oft inn í vitund ar-
abískra barna sem sitja
límd við skjáinn þegar
Sesam-stræti er á dag-
skránni, kapítalismi
jafnt sem kvenfrelsi. Reynt er að
auka skilning milli Ísraela og Palest-
ínumanna með því að bæta inn í
þættina gyðinga- og arababrúðum.
Hermenn sem yfirheyrðu íraska
fanga virðast ekki hafa verið alveg
með á nótunum þegar þeir reyndu
að buga fangana og fá þá til að leysa
frá skjóðunni. Ein aðferðin var að
neyða þá til að hlusta í sífellu á
kynningarlag Sesam-strætis og
græjurnar voru hafðar í botni.
Sesam-stræti nýtist
sem áróðursvopn