Morgunblaðið - 04.09.2003, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 04.09.2003, Qupperneq 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 33 hlæjandi saman í skemmtiferð á Spáni. Já, elsku besti pabbi, það er margs að minnast og allar þessar minningar eru minn fjársjóður og hann geymi ég um ókomin ár. Síðustu árin varstu orðinn mikið veikari en við gerðum okkur grein fyrir og lýsa orð læknissins því best þegar hann sagði að umbúðirnar hefðu verið svo flottar og það eru orð að sönnu því þú varst glæsilegur fram á síðasta dag. Elsku hjartans pabbi minn, það er sárt að kveðja, en ég vil þakka þér með öllu hjarta mínu fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig alla tíð og ég veit að þú tekur á móti mér brosandi þegar minn tími kemur. Hvíldu í guðs friði. Þín dóttir Erna. Elsku pabbi. Á löngu lífskeiði er margs að minnast, og oft erfitt að taka ein- hverjar sérstakar stundir fram fyrir aðrar. Samt stendur uppi nú sá allt of stutti tími sem ég eyddi með þér og mömmu í sumarparadísinni ykk- ar á Spáni í sumar. Paradís, þar sem þú naust þín aldeilis í blóma og aldingarðinum þínum, ávallt lagandi, dyttandi að og setjandi niður eitthvað gullfallegt og dásamlegt. Paradís, þar sem allir höfðu unun af að koma í og heimsækja ykkur mömmu. Það fólk kom aldeilis ekki að tómum „kofanum“. Þarna var töfrað fram allskyns trakteringar og góðgæti á augabragði og það oft á dag. Já, paradís sem þú hefðir átt að njóta miklu miklu meir og lengur elsku pabbi minn eftir allar glæsi- legu breytingarnar sem þú sást um í vor og þér var einum lagið á að framkvæma. Þrátt fyrir veikindi fórstu út í vor og sást til þess að allar framkvæmd- ir yrðu rétt gerðar og klárar áður en þú fékkst flestalla litlu augasteinana þína, barnabörn og barnabarnabarn í heimsókn stuttu síðar. Eins og ég þá njóta þau þess að hafa verið með afa þessar stuttu stundir, syngjandi og trallandi á sjó og landi. Afa sem þekkti næstum hverja þúfu og vík á Costa Blanca ströndinni, svo gaman þótti honum að ferðast um, skoða og kanna eitt- hvað nýtt, helst á hverjum degi. Eftir að þú komst heim í júlí, þá vildir þú koma þessari miklu aðgerð frá, svo þú gætir farið að stússast og hlaupa um eins og þín var von og vísa. En því miður þá var þetta bara allt, allt of seint. Hjartað, fullt af ást og örlæti, væntumþykju, hamingju og gleði gat bara ekki meir. Stundin sem mamma og við systkinin áttum með þér á gjörgæslunni síðustu and- artökin í lífi þínu, elsku pabbi minn, líða okkur aldrei úr minni. Þú varst svo sterkur alla tíð og barðist til síðustu mínútu, en þarna varðst þú bara að fá hvíld og frið. Elsku pabbi, þetta eru bara fáein fátækleg orð af óteljandi sem ég vildi skrifa um þig, allt hitt á 40 ára lífsleiðinni á ég sjálfur, geymi vel og hlúi að. Og þó ég vilji ekki vera eigingjarn þá öfunda ég alla þá sem hópast í kring um þig núna, því þeir fá að njóta þeirra dásemda á himnum að smakka allar Hnallþórurnar, stríðs- terturnar, „Sigga“-brauðtertustræt- isvagnana og hvað þetta allt nú heit- ir, elsku kallinn minn. Hvíldu þig vel, þú átt það svo sannarlega skilið elsku pabbi minn, Þinn sonur Ingi. Elsku hjartans pabbi minn, ekki hvarflaði það að mér þegar ég heim- sótti þig á spítalann daginn fyrir að- gerðina að komið væri að kveðju- stundinni. Ég hélt að svona stór og stæðilegur maður sem bar sig jafn- vel og þú ættir alveg að geta komist í gegnum þetta eins og allt annað sem þú gerðir. En hvernig gat ég vitað að þú værir svona mikið veikur eins og átti eftir að koma í ljós? Þú slóst bara á létta strengi eins og alltaf og þótt ég hefði óttast um þig þá sást þú til þess að ég kvaddi þig brosandi. Þannig varst þú alltaf, stutt í glettnina og spaugið og um- hugað um vellíðan okkar. Þér var alltaf mikið í mun að fjöl- skyldan kæmi saman á heimili ykk- ar mömmu til skrafs og ráðagerða enda er það svo enn í dag að ég tala um að fara „heim“ þegar ég fer inní Álfheima. Sjálfum leið þér best þeg- ar við vörum öll saman komin „heima“ í einhverri af fjölmörgu veislunum sem þið mamma höfðuð skipulagt og séð um allan undirbún- ing á og þessar veislur voru alltaf glæsilegar og sýndu handbragð listamannsins í þér. Ég mun ætíð búa að öllu því sem þú kenndir mér um lífið sjálft, sorg- ina, gleðina, baráttuna og það að vernda þá sem manni þykir vænt um. Þú hefur fyrir löngu gefið mér það veganesti sem sérhver mann- eskja þarf á lífsleiðinni og fyrir það mun ég vera þér þakklát alla tíð. Elsku pabbi, í mínum huga varst þú miðpunkturinn í öllu, glæsilegur höfðingi og leiðtogi sem stóðst upp úr mannhafinu svo eftir þér var tek- ið. Ég mun ætíð geyma í minning- unni umhyggjusemi, væntumþykju og rausnarskap þinn, í því varstu góð fyrirmynd fyrir okkur öll. Ég mun alltaf sakna þín vegna þess hvernig maður þú varst og þó að sorgin virðist óyfirstíganleg núna þá veit ég að þú átt eftir að gleðja mig í sérhvert skipti sem ég hugsa til þín. Guð geymi þig, elsku pabbi minn. Þín Berglind (Beddý). Í dag kveð ég elskulegan tengda- föður minn Sigurð Ragnar Ingi- mundarson. Siggi, eins og þú varst jafnan kall- aður, varst ekki bara tengdapabbi minn heldur líka einn minn besti vinur. Þegar ég lít til baka og rifja upp allar þær stundir sem við vor- um saman við ýmsar framkvæmdir á verslunarhúsnæði þínu í Álfheim- um, svo sem smíðar, múrverk, mál- un, flísa- eða dúklagnir, get ég ekki annað en þakkað fyrir að hafa fengið að njóta samveru þinnar og lær- dóms. Öll þau verk sem ráðist var í, stór sem smá, vannstu af svo mikl- um krafti, fagmennsku og ósérhlífni að unun var að fylgjast með og mað- ur velti oft fyrir sér hvaðan allt þetta þrek og kraftur kom, því oft er við höfðum unnið saman við múr- brot og aðra erfiðisvinnu langt fram á kvöld og ég var að niðurlotum kominn endaðir þú á því að þrífa allt hátt og lágt því þú gast aldrei í ró farið nema allt væri snyrtilegt og vel frá gengið. Er við Anna eignuðumst okkar fyrsta heimili í Skipasundi áttir þú hvað mestan þátt í því að innrétta það með okkur, rétta af gólf, smíða skápa og eldhúsinnréttingu, mála, parket- og teppaleggja. Þetta vannst þú eins og alltaf af ánægju og gleði því þú varst maður fram- kvæmda. Svona get ég haldið áfram lengi vel, en læt hér staðar numið við aðeins brot af því sem þú gerðir fyrir okkur Önnu. Að lokum vil ég þakka þér Siggi minn allar þær stundir sem við áttum saman, oftast í galsa og grallaraskap, því það var svo stutt í þinn skemmtilega húmor. Hvíl í friði. Megi Guð blessa þig og fjölskyld- una alla, elsku Dóra mín. Þinn Konráð. Á æskuárum mínum átti ég oft viðskipti við hávaxinn mann með hár sem hann sveiflaði aftur á hnakkann. Ég man að það gustaði oft um kallinn þegar hann kom inní sjoppuna þegar við strákarnir vor- um að kaupa góðgæti af dætrum hans. Ég bar óttablandna virðingu fyrir þessum manni enda ekki annað hægt því hann var bæði fumlaus og ákveðinn í fasi. Sigurður var líka töffari eins og við orðuðum það enda fékk hann viðurnefnið „Siggi Holly- wood“ hjá okkur strákunum vegna þess að hann var alltaf svo flottur í tauinu. Fáir einstaklingar eru jafn- samofnir minningunni úr Lang- holtshverfinu og hann Sigurður. Raunveruleg kynni mín af honum hófust hins vegar ekki fyrr en fyrir örfáum árum. Okkur varð strax vel til vina og áttum við oft langar sam- ræður þar sem ýmiskonar málefni voru rædd og oftar en ekki tengdust þau fjölskyldunni en honum var mjög umhugað um velferð hennar. Hann sagði mér frá lífshlaupi sínu og hvernig hann hafði sigrast á erf- iðleikum sem að honum höfðu steðj- að. Hann sagði mér líka frá því þeg- ar hann kom inní Álfheimana með tvær hendur tómar til að taka grunninn að húsinu sem seinna varð bæði heimili hans og vinnustaður. Það eina sem hann átti við upphaf þeirrar byggingar var áræðni, dug- ur og eiginkona sem stóð við bakið á honum. Sigurður var listamaður og að auki lærður bókbindari. Hann hafði mikla ánægju af því að sýna mér bækur sem hann hafði bundið inn í skinnband og sú ánægja var gagn- kvæm enda eru bækurnar fagrir gripir. Blýantsteikningarnar hans sýna svo ekki verður um villst að stórgerðar hendur geta dregið fínar línur ef þolinmæði og listfengi eru fyrir hendi. Ég hef misst vin sem var mér kær og þrátt fyrir að við hefðum ekki þekkst lengi þá kenndi þessi vinur minn mér meira en margir sem ég hef þekkt alla ævi. Eftirlifandi eiginkonu Sigurðar, Dóru Maríu, og ættingjum öllum færi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi minninguna um einstakan mann. Atli Sigurðarson.  Fleiri minningargreinar um Sig- urð R. Ingimundarson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við and- lát og útför ástkærrar móður okkar, tengda- móður og ömmu, JÓHÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Hellissandi, Austurgerði 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á deild K1, Landspítala, Landakoti, fyrir alúð og góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Ellert Róbertsson, Bryndís Theódórsdóttir, Guðbjörg Róbertsdóttir, Jósavin Helgason, Birna Róbertsdóttir, Birgir Róbertsson og barnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem veittu okkur hjálp og sýndu okkur samúð og vinarhug í veikindum og við andlát INGUNNAR GUÐLAUGSDÓTTUR, Bjarkargrund 14, Akranesi. Brandur Sigurjónsson, Guðlaugur Þór Brandsson, Margrét Brandsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jóhannes Guðlaugsson, Magnea Guðlaugsdóttir, Sturla Guðlaugsson, Þórður Guðlaugsson og Jófríður María Guðlaugsdóttir. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við and- lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, YNGVA GUÐMUNDSSONAR fyrrv. rafmagnseftirlitsmanns, Hlíf II, Ísafirði. Sérstakar þakkir til alls hjúkrunarfólks og lækna sem önnuðust hann í veikindunum. Sigrún Einarsdóttir, Þuríður Yngvadóttir, Guðmundur Jónsson, Auður Yngvadóttir, Einar Á. Yngvason, Emelía Þórðardóttir og barnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ODDGEIRS SIGURBERGS JÚLÍUSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Vesturbæjar í Skógarbæ. Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg Bryndís Sigfúsdóttir, Ágúst Gunnar Oddgeirsson, Sigrún Júlía Oddgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til ykkar allra, sem sýnduð okk- ur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS JÓNSSONAR fyrrv. verkstjóra hjá Eimskip, Austurbyggð 17, Akureyri. Sérstakar þakkir til heimilisfólks og starfsfólks á dvalarheimilinu Hlíð. Guðný Jónsdóttir, Knútur Óskarsson, Oddný H. Jónsdóttir, Jón H. Lárusson, Karla H. Karlsdóttir, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.