Morgunblaðið - 04.09.2003, Side 36

Morgunblaðið - 04.09.2003, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG er íslenskur ríkisborgari en ekki þegn neins valds og valdníðsla er mér ekki að skapi. Samskipti ríkisborgara og rík- isvaldsins og ríkisstofnana er með ýmsum hætti og oftast góð sem betur fer. Stundum fer þó svo að borgarar lenda í samskiptum við oflátunga í ríkiskerfinu eða þá að viðkomandi ríkisstarfsmenn séu vegna valds síns firrtir veruleika hins almenna borgara og lifi í þeim heimi að sköpunarverkið sé þeirra og þeim einum ætlað. Það eru sam- skipti við þessa sjúku einstaklinga sem eru borgurum oft erfið vegna þess ótta sem þeir ná að skapa í kringum sig í krafti valdsins. Þýsk- ir ríkisborgarar voru t.a.m. geltir fyrir það eitt að vera ekki andlega heilbrigðir á fjórða og fimmta ára- tug síðustu aldar. Margir fræði- menn og rithöfundar hafa reynt að lýsa embættismönnum og valdhöf- um, má þar nefna Friedrik von Hayek og George Orwell Íslenska löggjafarvaldið hefur með lögum um Umboðsmann Al- þingis reynt að gefa íslenskum rík- isborgurum færi á að verja sig fyr- ir yfirgangi ríkiskerfisins og mun það hafa tekist nokkuð vel til þessa. Lög eru vel til þess fallin að tryggja öryggi og velferð manna og njóta íslenskir ríkisborgarar þess í flestum tilfellum en því má ekki gleyma að lög eru einnig tæki í höndum yfirvalda til að hygla sér og sínum jafnt efnalega sem í áhrifum. Lög og völd eru ætíð háð stað og stund en eru ekki nátt- úrulögmál svo það er skylda hvers ríkisborgara að veita valdhöfum aðhald öllum tiltækum löglegum ráðum vilji hann halda rétti sínum. Íslenskir ríkisborgarar mega gera allt sem þá langar til nema það sé bannað með lögum en íslensk yf- irvöld og stofnanir mega ekkert gera nema að það sé leyft með lög- um. KRISTINN KORT BJÖRNSSON, Tómasarhaga 21. Íslenskur ríkisborgari Frá Kristni Kort Björnssyni MAGNEA Guðmundsdóttir, mark- aðsstjóri Bláa lónsins hf., skrifaði grein sem birtist í Velvakanda ný- lega þar sem hún lýsti þeirri skoð- un forsvarsmanna Bláa lónsins að ekki væri raunhæft að bera saman verðskrá Bláa lónsins og sund- lauga. Raunhæfara væri að bera verðskrá Bláa lónsins saman við verðskrá annarra heilsulinda og nefnir þar m.a. Sögu, heilsu & spa. Hún segir m.a. að gestir Bláa lónsins komi þangað til að slaka á og njóta „fjölbreyttrar heilsulind- arþjónustu“. Bláa lónið er vissulega einstakt á heimsvísu vegna heilsubætandi eiginleika jarðsjávarins og gestirn- ir sækja staðinn til að slaka á og njóta vellíðunar. Hins vegar býður Bláa lónið ekki upp á fjölbreytta heilsulind- arþjónustu og þess vegna er ekki raunhæft að bera verðskrána sam- an við verðskrá Sögu, heilsu & spa. Saga, heilsa & spa er heilsu- miðstöð á Nýbýlavegi 24, Kópa- vogi, sannkölluð heilsulind. Þar er boðið upp á þjónustu lækna, hjúkr- unarfræðinga, sjúkraþjálfara, nuddara, næringarfræðinga, sál- fræðinga o.fl. sérfræðinga. Í heilsumiðstöðinni er sundlaug, gufa og heitur pottur, þar er boðið upp á fjölbreyttar nudd- og spa- meðferðir, heilsurækt og hvers konar dekur í fallegu og afslöpp- uðu umhverfi. Gestir geta fengið lífsstílsráðgjöf og fagfólk fylgir þeim eftir til að tryggja góðan ár- angur. Fjöldi námskeiða og fyr- irlestra er í boði. Saga, heilsa & spa býður einnig upp á heilsuvernd í fyrirtækjum. Þjónustan er margþætt og sérsnið- in fyrir hvert fyrirtæki, s.s. lækn- isfræðileg ráðgjöf, áhættumat, heilsufarseftirlit, inflúensubólu- setningar, úttekt á vinnustöðvum, sjúkraþjálfun, axlanudd á vinnu- staðnum, aðstoð við mótun heilsu- stefnu og skipulagningu á heilsu- viku. Að þessu sögðu ætti að vera ljóst að Saga, heilsa & spa er sann- kölluð heilsulind með fjölbreytta þjónustu, þar sem hugsað er um líkama og sál í fallegu og afslöpp- uðu umhverfi. Ekki er rétt af for- svarsmönnum Bláa lónsins að bera sig saman við okkar fyrirtæki enn sem komið er hvað sem síðar verð- ur. Það er okkar einlægi ásetn- ingur að reka heilsulind á heims- mælikvarða með fjölbreytta þjónustu. Velkomin í heilsumiðstöð Sögu, heilsu & spa … „því að hver dagur er dýrmætur“. EVA ÁSRÚN ALBERTSDÓTTIR, sölu- og markaðsstjóri Sögu, heilsu & spa ehf. www.sagaheilsa.is Saga, heilsa & spa – heilsumiðstöð Frá Evu Ásrúnu Albertsdóttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.