Morgunblaðið - 27.09.2003, Page 45
hann kvaddi mig alltaf með sömu
orðunum: „Mundu að vera góður við
hana mömmu þína og bróður þinn.“
Seinustu árin hitti ég afa eiginlega
bara á jólunum og það er fallegasta
minningin sem ég á, þegar við sátum
saman í sófanum og hann sagði mér
sögur á meðan amma og mamma eld-
uðu matinn. Afi var nefnilega algjört
jólabarn og þegar hann sýndi mér
nýjasta jólaskrautið sitt, sem oftast
var upptrekkjanlegur jólasveinn sem
gerði einhverjar kúnstir, ljómaði
hann allur af barnslegri gleði og
hlýju, hlýju sem kom frá hjartanu og
smitaði alla í kringum hann.
Einar Sigurðsson.
Elsku afi. Manstu þegar ég var lít-
ill og lá á maganum á þér og þú sagð-
ir mér sögur og varst með epli og hníf
og gafst mér með þér? Þegar þú áttir
heima á Ásaveginum og lyftir mér
upp og leyfðir mér að hanga á bit-
anum í stofunni? Það er svo ósann-
gjarnt að góður og skemmtilegur
maður þurfi að fara svona snemma úr
lífi mínu en mundu, þú munt alltaf
eiga stóran sess í hjartanu mínu. Afi,
þú ert átrúnaðargoðið mitt. Þegar ég
eldist vil ég vera nákvæm eftirmynd
af þér, af því að það geislaði af þér
ánægja og hressleiki. Manstu þegar
við bjuggum til lóðina heima hjá þér
á Nýjabæjarbrautinni, húsinu sem
þú bjóst til með þínum eigin hönd-
um? Manstu þegar við máluðum hús-
þakið heima hjá þér á Nýjó og vorum
svaka töffarar, berir að ofan í sól og
blíðu? Það var svo gaman hjá okkur
og ég fékk að heyra fullt af sögum og
svo bakaðir þú handa mér jólaköku,
þetta eru langbestu kökurnar í öllum
heiminum. Það er gott að tala við þig,
þú talar við mig sem jafningja og læt-
ur ekki eins og þú vitir miklu betur
en ég en samt veit ég að þú veist allt
miklu betur en ég. Manstu þegar þið
amma fóruð með okkur í sumarfrí?
Það voru skemmtilegustu fríin sem
ég hef farið í. Manstu í sumar þegar
við vorum að gera við slökkvibílinn
og þú leyfðir mér að keyra hann og
það sýndi mér að þú treystir mér full-
komlega? Þetta er svo ósanngjarnt,
það þekktu allir Vestmannaeyingar
þig og það er umtalað hve skemmti-
legur og hress þú varst. Addi afi, þú
ert maðurinn sem ég lít upp til og
mun alltaf gera það. Ég ætla að spila
allt næsta sumar fyrir þig og gera allt
sem ég get til að koma inná hjá
meistaraflokki fyrir þig af því að ég
veit að þig langar svo mikið að sjá
mig þar að spila fótbolta með meist-
araflokki ÍBV. Ef það gerist þá lít ég
upp til himins og veifa þér, ég geri
allt mitt besta fyrir þig, elsku afi
minn.
Amma, þú hefur misst besta afa í
öllum heiminum eins og við öll.
Kær kveðja.
Þinn
Adólf.
Nú hefur aldeilis breyst lífið hér á
Selalæk. Hann afi á Nýjó er dáinn og
mikið skarð höggvið í okkar hvers-
dagslíf. Við erum þó þakklát fyrir allt
sem hann gaf okkur. Sögurnar um
afa í sveitinni, Trygg, Neró, Krulla,
Ljómalind og öll hin dýrin. Lögin öll
sem hann söng af svo mikilli innlifun.
Ótrúlegar mannlífslýsingar. Ráð við
hverjum vanda. Óendanlega gæsku,
gleði og hamingju. Allt þetta litaði líf
okkar fögrum litum. Við þökkum
honum afa fyrir að vera svona góður
afi og allar dásamlegu minningarnar
sem munu lifa í hjarta okkar um alla
eilífð.
Elísa, Magnús, Halla Þór-
dís, Anna Vigdís, Benóný
Sigurður og Elín Elfa.
Hann Guð er búinn að ákveða að
taka sér smá frí og þurfti hann bestu
manneskjuna á jarðríki til að taka við
af sér á meðan og þá kemur enginn
annar til greina en hann afi minn. Ég
man hvernig það var að koma í heim-
sókn til hans og ömmu og fá að kúra á
bumbunni hans, hún var alltaf svo
mjúk og manni fannst þetta vera
öruggasti staður í heimi. Hann var
alltaf svo góður og yndislegur við
alla. Ég man þegar hann kom seinast
í heimsókn, hann var svo ánægður
enda á leiðinni í sumarbústað með
ömmu, svo tók kvöldið enda og ég
kvaddi hann en mér datt aldrei í hug
að ég væri að kveðja hann í seinasta
sinn. Nú er hann dáinn en ekki farinn
því ég held í minningar um hann í
hjarta mínu og hann verður ætíð þar.
Nú kveð ég besta afa í heimi með
sorg í hjarta. Ég mun aldrei gleyma
honum elsku afa mínum. Ástarkveðj-
ur.
Gyða Lind.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 45
Fleiri minningargreinar um
Elías Baldvinsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Vesturbær —
„amma“ óskast!
Amma óskast fyrir 15 mánaða blíðan strák 5—6
tíma á dag. Uppl. í síma 864 2211.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður haldið á þeim
sjálfum miðvikudaginn 1. október 2003 sem hér segir:
Árbæjarkantur 3, þingl. eig. Útgerðarfélagið Fell ehf., gerðarbeiðend-
ur Byggðastofnun og Sjóvá Almennar tryggingar hf., kl. 14.00.
Hólsvegur 6, þingl. eig. Gunnar Sigurðsson og Hlédís Sigurb. Hálf-
dánardóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, kl. 14.30.
Sýslumaðurinn í Bolungarvík,
26. september 2003.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Borgarbraut
2, Stykkishólmi, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Akrar, Snæfellsbæ, þingl. eig. Ólína Gunnlaugsdóttir, gerðarbeiðandi
innheimtumaður ríkissjóðs, fimmtudaginn 2. október 2003 kl. 14:00.
Borgarbraut 6, 0201, Grundarfirði, þingl. eig. Þorsteinn Bjarki Ólafs-
son, gerðarbeiðandi Sparisjóður Hafnarfjarðar, fimmtudaginn
2. október 2003 kl. 14:00.
Búðir, hótel, Snæfellsbæ, þingl. eig. Hótel Búðir ehf., gerðarbeiðend-
ur Ferðamálasjóður, Gestur Ólafur Auðunsson og Icelandair ehf.,
fimmtudaginn 2. október 2003 kl. 14:00.
Ennisbraut 6, Snæfellsbæ, þingl. eig. Margaret Mary Byrne, gerðar-
beiðandi Kreditkort hf., fimmtudaginn 2. október 2003 kl. 14:00.
Fjöruhús, Brekkubæjarlandi, Snæfellsbæ, þingl. eig. Ólína Gunn-
laugsdóttir, gerðarbeiðandi innheimtumaður ríkissjóðs, fimmtudag-
inn 2. október 2003 kl. 14:00.
Grundarbraut 4, Snæfellsbæ, þingl. eig. Nóntindur ehf, gerðarbeið-
endur Landvélar ehf., Rafmagnsveitur ríkisins, Reykjavík, Sameinaði
lífeyrissjóðurinn, Set ehf., Snæfellsbær, Söfnunarsjóður lífeyrisrétt-
inda og Tryggingamiðstöðin hf., fimmtudaginn 2. október 2003
kl. 14:00.
Grundargata 21, Grundarfirði, þingl. eig. Trausti G. Björgvinsson,
gerðarbeiðendur innheimtumaður ríkissjóðs og Íbúðalánasjóður,
fimmtudaginn 2. október 2003 kl. 14:00.
Grundargata 69, 0201, Grundarfirði, þingl. eig. Rögnvaldur Bjarna-
son, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 2. október
2003 kl. 14:00.
Íbúðarhús að Ytri-Skógum, Kolbeinsstaðahreppi, þingl. eig. Benedikt
Hákon Ingvarsson, gerðarbeiðandi Lögreglustjóraskrifstofa, fimmtu-
daginn 2. október 2003 kl. 14:00.
Naustabúð 8, Snæfellsbæ, þingl. eig. Dís Aðalsteinsdóttir, gerðar-
beiðendur Hegas ehf., Kreditkort hf. og Sjóvá-Almennar tryggingar
hf., fimmtudaginn 2. október 2003 kl. 14:00.
Ólafsbraut 66, 0101, Snæfellsbæ, þingl. eig. Dariusz Wasiewicz og
Katarzyna Wioletta Rawluszko, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður,
fimmtudaginn 2. október 2003 kl. 14:00.
Skólastígur 26, Stykkishólmi, þingl. eig. Guðmundur Ágústsson,
gerðarbeiðandi Ferðamálasjóður, fimmtudaginn 2. október 2003
kl. 14:00.
Smiðjustígur 3, 15,1% efri hæðar, Stykkishólmi, þingl. eig. Erlar
Jón Kristjánsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verkfræðinga,
fimmtudaginn 2. október 2003 kl. 14:00.
Snoppuvegur 4, 0103, Snæfellsbæ, þingl. eig. Eddi ehf., gerðarbeið-
endur innheimtumaður ríkissjóðs og Ker hf., fimmtudaginn 2. október
2003 kl. 14:00.
Snoppuvegur 4, 0104, Snæfellsbæ, þingl. eig. Eddi ehf., gerðarbeið-
andi innheimtumaður ríkissjóðs, fimmtudaginn 2. október 2003
kl. 14:00.
Snoppuvegur 6, 0102, hluti, Snæfellsbæ, þingl. eig. Útgerðarfélagið
Víglundur ehf., gerðarbeiðendur innheimtumaður ríkissjóðs og
Ker hf., fimmtudaginn 2. október 2003 kl. 14:00.
Sólvellir 5, Grundarfirði, þingl. eig. KB Bílprýði ehf., gerðarbeiðendur
Byggðastofnun, Grundarfjarðarbær og Söfnunarsjóður lífeyrisrétt-
inda, fimmtudaginn 2. október 2003 kl. 14:00.
Túnberg, Snæfellsbæ, þingl. eig. Davíð Óli Axelsson og Guðrún
Hallfríður Elíasdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn
2. október 2003 kl. 14:00.
Sýslumaður Snæfellinga,
26. september 2003.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Strandgötu
52, Eskifirði, sem hér segir á eftirfarandi eign:
Austurvegur 7, Reyðarfirði (217-7395), þingl. eig. Árdís Guðborg
Aðalsteinsdóttir og Guðmundur Karl Bóasson, gerðarbeiðendur
Íbúðalánasjóður, Lífeyrissjóður Austurlands og sýslumaðurinn á
Eskifirði, miðvikudaginn 1. október 2003 kl. 10:00.
Borgarland 24, Djúpavogi (217-9407), þingl. eig. Guðlaugur Harðar-
son, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 1. október
2003 kl. 10:00.
Donna SU 55, skipaskr.nr. 1175, þingl. eig. Selnes ehf., gerðarbeið-
endur Hafnarfjarðarhöfn og Sigurður Marjón Ólafsson, miðvikudag-
inn 1. október 2003 kl. 10:00.
Guðmundur Þór SU 121, skipaskr.nr. 2045, þingl. eig. Gylfi Þór Eiðs-
son, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Eskifirði, miðvikudaginn
1. október 2003 kl. 10:00.
Heiðmörk 5, Stöðvarfirði (217-8342), þingl. eig. Sigurlaug Helgadóttir,
gerðarbeiðandi Hampiðjan hf., miðvikudaginn 1. október 2003
kl. 10:00.
Kirkjustígur 1 A, Eskifirði , þingl. eig. Stefán Óskarsson og Sigurður
Kristjánsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn
1. október 2003 kl. 10:00.
Skólabraut 10, Stöðvarfirði (217-8437), þingl. eig. SMS-Samskipti
með síma ehf., gerðarbeiðendur Byggðastofnun og sýslumaðurinn
á Eskifirði, miðvikudaginn 1. október 2003 kl. 10:00.
Steinar 4, Djúpavogi ( 217-9372 ), þingl. eig. Sigurður Anton Stefáns-
son og Bergþóra Stefánsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður
og Sparisjóður Hornafjarðar/nágr., miðvikudaginn 1. október 2003
kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á Eskifirði,
26. september 2003.
TILKYNNINGAR
Félag hjartasjúklinga
á Reykjavíkursvæðinu
minnir á hjartagönguna
frá Perlunni á morgun
sunnudag kl. 14.
A
ug
l.
Þó
rh
ild
ar
12
70
.1
17
SMÁAUGLÝSINGAR
DULSPEKI
Miðill sem svarar þér í dag.
Hringdu og fáðu einkalestur og
svör við vandamálum í starfi
eða einkalífi í síma 001 352 624
1720.
FÉLAGSLÍF
28. sept. Kjölur, 785 m.
Gengið frá Brúsastöðum í Þing-
vallasveit að gömlu réttunum í
Hvalfirði. Leiðin er u.þ.b. 17—18
km og göngutími um 6—7
klst.Fararstjóri er Tómas Þröstur
Rögnvaldsson. Brottför frá BSÍ
kl. 10:30. Verð 1.900/2.300 kr.
1. okt. Útivistarræktin —
Búrfellsgjá. Brottför frá gömlu
Toppstöðinni (stóra brúna hús-
inu) í Elliðaárdalnum kl. 18:30.
Allir eru velkomnir í Útivistar-
ræktina – ekkert þátttökugjald.
Þetta er síðasta miðvikudags-
ganga Útivistarræktarinnar í ár.
2.—5. okt. Norður fyrir Hofs-
jökul — jeppaferð. Brottför kl.
20:00 frá Geysi. Verð á bíl kr.
3.900/4.500 og kr. 4.500 fyrir
gistingu. Fararstjóri er Guðrún
Inga Bjarnadóttir.
6. okt. Myndakvöld.
Nánari upplýsingar á
www.utivist.is
Dagsferð sunnudaginn 28.
september kl. 10. Hellisheiði
— Kolviðarhóll. Farið verður
frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni
6. Gengið verður frá Kambabrún
að Kolviðarhól. Verð kr. 1.700/
1.900.
Í dag kl. 14-18 Biblíukennsla út
frá trúargreinum Hjálpræðis-
hersins fyrir alla hermenn, sam-
herja, heimilasambandssystur
og hjálparflokkskonur. Kennari
er kafteinn Bente Gundersen.
Lækningasamkoma
Sunnudaginn 28. september
kl. 20.00 í Suðurhlíðarskóla,
Suðurhlíð 36, 105 Reykjavík.
Andrew Pearkes frá Englandi
predikar og biður fyrir sjúkum.
Mikil lofgjörð.
Allir hjartanlega velkomnir.
Upplýsingar í síma 564 4303.
Vineyard christian
fellowship international.