Morgunblaðið - 17.10.2003, Síða 53

Morgunblaðið - 17.10.2003, Síða 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 53  FORRÁÐAMENN enska úrvals- deildarliðsins Newcastle eru afar ósáttir við að Craig Bellamy skuli snúa enn og aftur til liðsins meiddur eftir landsleik með liði Wales. Bobby Robson segir að Bellamy hafi farið í fimm aðgerðir á hné á undanförnum misserum og telur Robson að leik- maðurinn þoli ekki álagið sem fylgir því að leika með Newcastle og Wales.  JAN Frode Andersen, sem hefur verið fremstur í flokki norskra íþróttamanna sem stunda tennis sem atvinnu undanfarin misseri, segir í viðtali við Verdens Gang í gær að margir kollegar hans hafi óhreint mjöl í pokahorninu.  ANDERSEN segir að hann hafi margoft orðið vitni að því að leikmenn leggi peninga undir eigin viðureignir – og veðji á að þeir tapi sjálfir. Að sjálfsögðu hefur það gengið eftir. „Ég hef séð leikmann sem var meiddur leggja fé undir að hann mundi tapa. Ég sagði við hann að það væri ómerkilegt að gera slíkt. En það er lítið hægt að gera í slíkum tilfellum.“ Samkvæmt heimildum blaðsins hefur slíkt viðgengist lengi en nú muni vera uppi áform sem komi í veg fyrir slíkt. FÓLK Í viðtali við Sky-fréttastofuna segirArnór Guðjohnsen, umboðsmað- ur þeirra, að þeir muni dvelja í viku- tíma og að þeim tíma liðnum verði málin rædd við forráðamenn liðsins. Það hefur staðið lengi til að Veigar Páll færi til liðsins, en frá því var greint í byrjun september en í kjöl- farið fengu forráðamenn enska liðs- ins fregnir af öðrum áhugaverðum leikmanni frá fyrrum fyrirliða Bolt- on-liðsins. Meðmæli frá Guðna Arnór segir ennfremur að Guðni Bergsson, fyrrverandi fyrirliði liðs- ins, hafi mælt með því að leikmenn- irnir færu til Bolton og komið málinu í þann farveg. „Þeir hafa að mestu leikið á Ís- landi og við verðum að bíða og sjá hvernig þeim reiðir af,“ segir Arnór og bætir því við að mörg félög hafi sýnt Veigari Páli áhuga, flest frá Noregi. Leikmaðurinn hefur meiri áhuga á því að reyna fyrir sér í Eng- landi. Samningur Veigar Páls við KR rennur út um áramótin, en Kristján er samningsbundinn KR til ársins 2005. Arnór segir að íslenska fé- lagsliðið geri ekki óraunhæfar kröf- ur um verð á Kristjáni komi það til umræðu að semja við hann. Veigar var um tíma á mála hjá norska liðinu Strömsgodset en náði sér ekki á strik hjá liðinu vegna meiðsla en Kristján þekkir ensku knattspyrnuna vel því hann var um þriggja ára skeið í herbúðum Stoke City og lék með unglinga og varaliði félagsins. Arnór er spenntur VEIGAR Páll Gunnarsson, sóknarleikmaður, og varnarmaðurinn Kristján Örn Sigurðsson, leikmenn Íslandsmeistaraliðs KR og landsliðsins, dvelja þessa dagana í Bolton við æfingar með úrvals- deildarliðinu. Umboðsmaður þeirra, Arnór Guðjohnsen, er með í förinni en þeir Veigar og Kristján voru báðir í íslenska landsliðs- hópnum gegn Þjóðverjum í Hamborg sl. laugardag og kom Veigar Páll við sögu í þeim leik.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.