Morgunblaðið - 17.10.2003, Side 55

Morgunblaðið - 17.10.2003, Side 55
Í KVÖLD treður fönksveitin Jagú- ar upp í Þjóðleikhúskjallaranum lauslega eftir miðnættið. Það hefur margt verið á seyði hjá sveitinni undanfarin misseri og upplýsir Samúel J. Samúelsson, söngvari og básúnuleik- ari, blaðamann um það helsta. „Við erum að taka upp plötu núna, sem er sú þriðja. Hún kemur þó ekki út fyrr en eftir áramót. Við tökum upp í æfingahús- næðinu okkar sem er líka hljóðver. Við erum líka nýkomn- ir frá Englandi þar sem við spil- uðum á Jazz Cafe í London og í Leeds á klúbbi sem heitir HiFi. Okkur var vel tekið og má í raun segja að allt hafi orðið vitlaust.“ Þetta ferðalag Jagúarsins var m.a. til að kynna tólftommu sem nýverið kom út á vegum Freestyle kynningardiska og auglýsingar. Svo áttuðum við okkur á því að maður ætti kannski að setja skemmtunina frekar á oddinn.“ Sammi segir að það sé þó snið- ugt fyrir unga og upprennandi tónlistarmenn sem vilja koma sér á framfæri að vera með kynning- ardiska á sér og símanúmer og slíkt. En fyrst og fremst þó að hafa spilagleðina með sér.              ! " #$  %&   ''     ! " # $ # $ %&'%() *  * +  , " -$  . ,     0+  12345 6  6 %(0 7 ( 89   ":;   6 !9 %( &  ')(   3<  %=>??   5 8 @6  ! #  $ A + ! * + @ +>  B   !C 6   #$  >:    '$  > (5  " > "    ! )D #  "  E"$ + -FG > .  >08      !  !" ,8 6                    >C(>C( 8 + H &  +I (   ! (< !@+ $      % (  >0J"  Jagúar kynnir nýtt efni á Airwaves Fönkboltinn rúllar Jagúar, hrynheit að vanda. www.icelandairwaves.com arnart@mbl.is Records. Þar er að finna lögin „That’s Your Problem Baby“ , „Sumargyðjan“ og „Battle of Funk“. Öll eru þau tekin af ann- arri plötu Jagúar frá 2001, Get The Funk Out. „Svo er „Sumargyðjan“ líka á safnplötu sem kom út í Japan fyrir stuttu,“ segir Samúel eða Sammi. „Platan heitir Miss Lounge Universe – Scand- inavia og inniheldur skandinavíska kokkteil- tónlist! Það má segja að boltinn hafi byrjað að rúlla hjá okkur í fyrra, þegar við fórum í fyrsta skipti út til Bretlands að spila.“ Þá er nýr saxófónleikari geng- inn til liðs við sveitina, Ástrali að nafni Daniel Rourke sem er bú- settur hérlendis. „Meginuppistaðan í því sem við berum á borð í kvöld er nýtt, óút- gefið efni. Ég man að þegar við spiluðum fyrst á Airwaves fyrir fjórum árum síðan þá vorum við hlaupandi út um allan bæ með FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 55 hollywood.is og Kringlukráin í kvöld Jana Geirs tekur á móti gestum ásamt fleiri gömlum og góðum andlitum frá liðnum tíma, Í minningu um Hollywood - gefur Kahlúa heppnum gestum gjöf. Tilboð verður á Black Russian, White Russian og Becks. Villi Ástráðs og co þeyta skífum í diskótekinu - „Tíðaranda diskótískusýning“ Leikhúsgestir, munið nýjan og spennandi matseðil KVÖLDIÐ á Gauknum lofar mjög góðu. Spennandi að sjá Maus og Brain Police, þeir fyrrnefndu skiluðu líklega sinni bestu plötu á ferlinum í vor og von er á nýrri og langþráðri plötu frá þeim síð- arnefndu í haust. Af erlendu böndunum eru Tv on the Radio algjört skylduáhorf, mjög spenn- andi band frá New York og hinir bresku Audio Bullys ættu sömu- leiðis að vera hverrar mínútu virði. Föstudags- og laugardags- kvöld eru mjög þétt og „stór“ kvöld og mikið að sjá. Ef klónun væri orðin að veruleika þyrfti eiginlega eitt eintak af manni að vera allan tímann á Nasa. Það verður sérstaklega gaman að sjá hvernig drullurokk The Kills á eftir að virka þar. Kvöldið á Grand Rokk er meira blandað en forvitnilegt að sjá hvað ung- sveitin Búdrýgindi hefur verið að bauka undanfarið og 200.000 naglbítar eru ferskir um þessar mundir með Hjartagullið sitt. Á Vídalín verða m.a. Lokbrá, sem vöktu athygli á liðnum Mús- íktilraunum, Mike Pollock með sólósett og Moody Company, sem er sólóverkefni Krumma Björg- vins, söngvara Mínus. Í Þjóðleikhúskjallaranum munu Jagúar kynna efni af þriðju skífu sinni sem er í vinnslu um þessar mundir. Tvö athyglisverð hipp hopp atriði verða þar líka á dagskrá. Hinn grænfingraði Móri og Skytturnar frá Akureyri sem eru með breiðskífu í farvatninu. Þá er verðugt að kanna Jóhann Jóhannsson sem verður í Hall- grímskirkju kl. 17.00 ásamt Eþoskvartettinum og Matthíasi M.D. Hemstock. Á Kapital verður mikið raf- og dansstuð. Octal, Biogen, Frank Murder og Ruxpin eru allt kunnir íslenskir tæknólistamenn og svo verða þeir gusgusfélagar, Presid- ent Bongo og Buckmaster þarna líka með sitt einstaka „hús“-fjör. Harðkjarnaþyrstir geta svo kíkt á Ellefuna þar sem Molesting Mr. Bob, Andlát og Snafu verða m.a. Föstudags-Airwaves

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.