Morgunblaðið - 30.10.2003, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
30. október 2003
Spjaldadælur
Einfaldar, tvöfaldar, þrefaldar
Stærðir: 6 - 227 cm3/sn.
T6 240 bar, T7 300 bar
Spilverk ehf.
Skemmuvegi 8, 200 Kópavogi,
sími. 544 5600, fax. 544 5301
Útflutningur á ferskum fiskflökum
með flugi, merkingar á fiski og eldis-
þorskur frá Grundarfirði til Grimsby
Landiðogmiðin
Sérblað um sjávarútveg
úrverinu
ÚTFLUTNINGUR Skota á laxi til Banda-
ríkjanna hefur aukizt töluvert á síðustu mán-
uðum. Þeir gera þó ekki ráð fyrir langtíma
landvinningum á markaðnum vestan hafs.
Framkvæmdastjóri samtaka skozku fram-
leiðendanna, Scottish Quality Salmon, Brian
Simpson, segir í samtali við fréttavefinn
IntraFish, að salan til Bandaríkjanna hafi
gengið vel, en rétt sé að ganga hægt um gleð-
innar dyr, því markaðurinn geti breytzt mjög
snögglega og bendir á að gengi gjaldmiðla
geti ráðið úrslit-
um. Einnig hafi
Chilemenn átt í
erfiðleikum með
gæði og afhendingar og
það hafi komið Skotum til
góða.
„Við ættum ekkert að vera að blekkja okk-
ur. Chilemenn munu endurheimta forystu
sína á þessum markaði, því hann er þeim svo
gríðarlega mikilvægur. Ég veit ekki betur en
skozkir út-
flytjendur séu
að hagnast af
sölu sinni
vestur um haf
eins og er. Þeir eru engu
að síður að horfa í kringum sig því
hlutirnir eru fljótir að breytast,“ segir Simp-
son.
Vegna þess hugsa skozku framleiðendurnir
fyrst og fremst um að víkka út markaði sína í
Evrópu, en útiloka ekki markaðssókn í
Bandaríkjunum og Austurlöndum fjær.
Simpson segir ennfremur að ítök norskra
framleiðenda í skozka laxeldinu hjálpi því að
sækja inn á aðra markaði eins og Japan. Eftir
því sem alþjóðavæðingin aukist í laxeldinu
aukizt aðgangur fleiri framleiðenda að hinu
alþjóðlega söluneti sem Norðmenn hafi byggt
upp. Því sé það nú orðinn raunhæfur kostur
fyrir skozka framleiðendur að leita með fram-
leiðslu sína til Japans.
Skotar selja lax til Bandaríkjanna
VILJIR þú fá gott verð fyrir
fiskinn þinn á Spáni eða í Frakk-
landi skaltu fyrir alla muni ekki
segja að hann sé norskur. Þetta er
ráðlegging Carls Johans Pett-
ersen, sem undanfarin tíu ár hefur
verið að selja saltfisk frá norska
framleiðandanum West Fish til
þessara landa. Hann ætlar í fram-
tíðinni ekki að nota norsku merk-
inguna, heldur selja fiskinn sem
merkjavöru án þess að flagga
norska upprunanum.
Ekkert stenzt
Norðmenn hafa slæmt orð á sér á
saltfiskmörkuðum þessara landa
og er skýringin sú að kaupendur
fá sjaldnast það sem þeim hafði
verið lofað, hvorki gæðin, stærðin
og magnið stenzt. Þar fyrir utan
passar vertíðin í Noregi illa við
helztu neyzlutímabilin, en þegar
föstunni er lokið og það dregur úr
fiskátinu, hefst vertíðin í Noregi.
„Kaupendur á þessum slóðum
borga glaðir 135 krónum meira
fyrir fiskinn frá Færeyjum en fisk-
inn frá mér,“ segir Pettersen í
samtali við norska sjávarútvegs-
blaðið Fiskaren. „Þess vegna reyn-
um við hjá West Fish að vinna
fiskinn á sama hátt og Færeying-
arnir gera. Draumur minn er að
komast í samvinnu við 5 til 7 fram-
leiðendur í Noregi þar sem við
myndum selja fiskinn undir sam-
eiginlegu merki og tryggja gæðin
og bæta afhendinguna.“
Ekki nógu stór
Pettersen segir að reynslan sýni
að það sé ekki hægt að þjóna þeim
mörkuðum, sem hæsta verðið
borgi, með fiski frá Noregi, alla
vega ekki fyrr en eldisþorskurinn
komi til sögunnar. Hann segir að
þrátt fyrir að hafa verið með
ágætis fisk, gangi dæmið ekki upp,
meðal annars vegna þess að fisk-
urinn sé ekki nógu stór. Á vissum
tímabilum sé þó hægt að fá fisk
frá Lofóten og Vesteraalen, sem
geti keppt við íslenzka og fær-
eyska fiskinn í lit og þykkt, en
staðreyndin sé einfaldlega sú, að
það sé ókostur að vera norskur í
saltfisksölunni. Nú séu það aðrir
framleiðendur sem þjóni þessum
mörkuðum og fái bezta verðið fyr-
ir fiskinn, en það leiði til verri
samkeppnisstöðu norskra fram-
leiðenda, sem eigi mjög erfitt með
að ná endum saman í rekstrinum
vegna hás hráefnisverðs.
Það þurfi samvinnu og markaðs-
hugsun frá veiðum til sölu. Sjó-
mennirnir verði að koma með úr-
vals fisk að landi og þeir verði að
vita hvað það er sem markaðurinn
vill frá. Það þurfi fiskverkafólkið
líka að vita. Þá sé nauðsynlegt að
vera í föstum viðskiptum við kaup-
endur og kappkosta að uppfylla
óskir þeirra. Þeir sem vinni þann-
ig muni verða ofan á, hinir sitji
eftir.
Ókostur að
vera norskur
ENN hafa ekki verið gerðir
samningar um sölu á saltsíld á yf-
irstandandi vertíð og hefur lang-
stærsti hluti þeirrar síldar sem unn-
inn er til manneldis verið frystur.
Útlit er fyrir umtalsverða lækkun á
síldarafurðum á vertíðinni, einkum
vegna lágs verðs á norskri síld. Síld-
arsöltun hefur þó verið hafin hjá
framleiðendum á Djúpavogi og Fá-
skrúðsfirði.
Teitur Gylfason, sölustjóri upp-
sjávarafurða hjá SÍF, segir stöðuna
á saltsíldarmörkuðum afar við-
kvæma um þessar mundir. Ekki hafi
enn verið gerðir neinir umtalsverðir
samningar um sölu á saltsíld, enda
hafi verðhugmyndir kaupenda lækk-
að verulega frá því í fyrra. „Við eig-
um í viðræðum við saltsíldarkaup-
endur í Skandinavíu. Þeir hafa
fengið mjög ódýra saltsíld frá Nor-
egi í haust, enda hafa Norðmenn
lækkað lágmarks hráefnisverð á síld
til manneldis því staða framleiðenda
þar var orðin mjög slæm. Verðið var
því lækkað til að framleiðendur
gætu aukið framlegð í vinnslunni.
En svo virðist sem framleiðendurnir
hafi nýtt lægra hráefnisverð til að
lækka afurðaverðið út á markaðinn.
Vinnslan getur því varla haft meira
út úr framleiðslunni nú en þegar
hráefnisverðið var hærra.“
Teitur segir að verð á frosinni síld
hafi einnig lækkað nokkuð frá því í
fyrra og ekki bæti út skák að er-
lendir gjaldmiðlar séu veikari gagn-
vart íslensku krónunni. Auk þess sé
sú síld sem nú veiðist fremur smá.
„Það hefur engu að síður verið góð
sala á frosinni síld en verðið hefur
ekki verið til að hrópa húrra fyrir,“
segir Teitur.
Stemmning á Fáskrúðsfirði
Þrátt fyrir að ekki hafi verið gerðir
sölusamningar um teljandi magn af
saltsíld á vertíðinni, hefur verið sölt-
uð síld á bæði Djúpavogi og Fá-
skrúðsfirði síðustu vikur. Að sögn
Gísla Jónatanssonar, framkvæmda-
stjóra Loðnuvinnslunnar á Fá-
skrúðsfirði, er nú þegar búið að
salta um 10 þúsund tunnur af síld,
þar af um 7 þúsund tunnur af flök-
um. Þá sé einnig verið að flaka og
frysta síld hjá fyrirtækinu, enda bú-
ið að taka á móti nærri 6 þúsund
tonnum á vertíðinni. „Við viljum
helst bæði frysta síldina og salta til
að halda okkur inni á mörkuðunum,
jafnvel þó verðið hafi lækkað. Hér
hefur svo sannarlega ríkt síldar-
stemmning og allir sem vettlingi
geta valdið komið og unnið í síldinni.
Reyndar vantar okkur fólk í vinnsl-
una og höfum þurft að kalla til
skólafólk í vinnu um helgar,“ segir
Gísli.
Prýðisveiði er enn á síldarmiðun-
um fyrir austan land og landa skipin
nánast daglega afla til vinnslu. Sam-
kvæmt upplýsingum Samtaka fisk-
vinnslustöðva hafa nú borist tæp 30
þúsund tonn af síld á land á vertíð-
inni og hefur nærri helmingur aflans
farið til manneldisvinnslu.
Enn ósamið um
sölu á saltsíld
Útlit fyrir verðlækkun vegna ódýrrar síldar frá Noregi
Morgunblaðið/Sigurður Mar
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B
Bankaútibú í þínu fyrirtæki
Fyrirtækjabanki Landsbankans
Þú stundar öll bankaviðskipti fyrirtækisins á einfaldan og þægilegan
hátt á Netinu – hvenær sem þér hentar.
Í Fyrirtækjabanka Landsbankans býðst þér m.a. að:
• Framkvæma allar almennar bankaaðgerðir (millifæra, sækja yfirlit, greiða reikninga o.s.frv.).
• Safna greiðslum saman í greiðslubunka sem hægt er að greiða strax eða geyma til úrvinnslu síðar.
• Framkvæma greiðslur með því að senda inn greiðsluskrár úr t.d. bókhaldsforritum.
• Stofna og fella niður innheimtukröfur.
• Greiða erlenda reikninga (SWIFT).
Nánari upplýsingar um Fyrirtækjabankann getur þú fengið í næsta útibúi Landsbankans,
í Þjónustuveri bankans í síma 560 6000 eða á vefsetri bankans, www.landsbanki.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
LB
I
22
05
1
08
/2
00
3
ALÞJÓÐAVÆÐING reikningsskila með
tilkomu nýrra alþjóðlegra reikningsskila-
staðla á EES-svæðinu er afar mikilvæg ís-
lenskum fyrirtækjum, að mati Þórðar Frið-
jónssonar forstjóra Kauphallar Íslands.
„Þetta er nokkuð sem við þurfum að gera
og eigum að gera vel. Við eigum að vera
framsækin í hugsun, gera þetta fljótt og vel
og vera í hópi þeirra þjóða sem gera þetta
best, sem er kannski helmingur þjóðanna á
Evrópska efnahagssvæðinu. Einhverjar
þjóðir verða með seinni skipunum með sam-
hæfingu og aðlögun. Við eigum ekki að vera
í þeirra hópi,“ segir Þórður.
Fyrirtækjasamstæðum sem eru með
hlutabréf sín skráð í kauphöllum innan
EES-svæðisins verður skylt, samkvæmt til-
skipun Evrópusambandsins, að birta
samstæðureikningsskil sín samkvæmt al-
þjóðlegum reikningsskilastöðlum frá 1. jan-
úar 2005. Þórður segir þó vera síðustu for-
vöð að koma saman efnahagsreikningi 1.
janúar 2004 til samræmis við alþjóðlegu
reikningsskilastaðlana til að fjárhæðir í
reikningsskilum 2005 verði samanburðar-
hæfar við árið 2004.
Eftirspurnin mun aukast
Hann telur tvímælalaust að alþjóðlegu
reikningsskilin verði til mikilla bóta.
„Ástæðan er einföld. Það er verið að gera
mælikvarða á afkomu fyrirtækja á öllu Evr-
ópska efnahagssvæðinu sambærilega. Þann-
ig geta fjárfestar á öllu þessu svæði skoðað
og metið fyrirtæki á grundvelli samskonar
upplýsinga og á grundvelli samskonar mæl-
inga og í trausti þess að um sambærilega
meðferð talna sé að ræða. Fyrir fyrirtækin á
íslenskum markaði er þetta afar brýnt og
mun væntanlega leiða til þess að eftirspurn
eftir hlutabréfum í umræddum fyrirtækjum
mun aukast, þar sem verður mun breiðari
aðgangur og áhugi á slíkum fyrirtækjum.“
Þórður sér enga galla á hinum nýju reikn-
ingsskilaaðferðum sem staðlarnir boða. „Það
eru engin rök sem mæla gegn þessu. Ef við
skoðum þetta í sögulegu ljósi þá vorum við
framan af síðustu öld með grunnreiknings-
skil sem höfðu það að markmiði að fullnægja
skattyfirvöldum. Síðar var tekin upp flóknari
aðferð til að ná betur utan um raunverulega
afkomu og stöðu fyrirtækis með svoköll-
uðum verðbólgureikningsskilum. Núna erum
við einfaldlega byrjuð á næsta ferli í þróun-
inni sem er alþjóðavæðing reikningsskila.“
Hann segir enga ástæðu að óttast það að
fyrirtæki grípi til þess að afskrá hlutabréf
sín af markaði til þess að komast hjá upp-
töku staðlanna. „Það er auðvitað ekki búið
að ganga nákvæmlega frá því hvort þetta
muni ná til minnstu fyrirtækjanna líka, sem
ekki eru með samstæðureikningsskil. Þetta
ætti því ekki að breyta ýkja miklu fyrir þau.
Reyndar eru mjög fá fyrirtæki í Kauphöll-
inni sem ekki gera samstæðureikningsskil.
Stóru félögin sem eru þungamiðjan í mark-
aðnum þurfa hvort sem er að fullnægja þess-
um kröfum. Fyrirtæki sem vilja láta taka sig
alvarlega á markaði hér heima og á alþjóð-
legum markaði þurfa að uppfylla staðlana.“
Frumvarp í undirbúningi
Sigurður Þórðarson, formaður Reiknings-
skilaráðs, segir stefnt að því að frumvarp til
laga um innleiðingu alþjóðlegu reiknings-
skilastaðlanna hér á landi verði lagt fyrir Al-
þingi ekki síðar en næsta haust. „Auðvitað
væri ákjósanlegast ef hægt væri að afgreiða
þessi lög á vorþingi næstkomandi til þess að
gefa mönnum tækifæri á að undirbúa sig.“
Hann segir að vinna við þýðingu alþjóð-
legu staðlanna sé hafin. Í kjölfarið sé gert
ráð fyrir að endurskoðunarskrifstofur taki
að sér að yfirfara drögin til að tryggja sam-
ræmi hins faglega þáttar málsins. „Það mun
því nokkuð stór hópur vinna að því að koma
þessu í gegn.“
Gildissvið laganna segir Sigurður annan
lið í þessu verkefni. Það er hvort alþjóða-
reikningsskilastaðlarnir skuli ná til annarra
fyrirtækja en skylt er og hverju þurfi að
breyta í núgildandi lögum um ársreikninga
vegna þessa máls.
„Bæði Norðmenn og Svíar hafa unnið mik-
ið í þessu og fara ekki sömu leiðina. Í Sví-
þjóð geta fyrirtækin valið hvort þau nota al-
þjóðastaðlana eða viðkomandi ársreikn-
ingalög, en það verður að vera annað hvort.
En í Noregi eiga einungis þau fyrirtæki sem
eru skyldug til að taka upp staðlana að gera
það. Hin fara eftir ársreikningalögum þar í
landi. Það má ætla að með þessu vilji þeir
vernda smærri fyrirtækin gagnvart íþyngj-
andi vinnu við gerð reikningsskilanna,“ segir
Sigurður og telur samræmingu reiknings-
skilanna nauðsynlega.
„Eigum að vera í hópi þeirra
þjóða sem gera þetta best“
Forstjóri Kauphallarinnar segir alþjóðavæðingu reikningsskila afar mikilvæga og muni auka eftirspurn eftir hlutabréfum
í íslenskum fyrirtækjum. Lagafrumvarp um innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla hér á landi er í undirbúningi.
Morgunblaðið/Sverrir
Þórður Friðjónsson
Nýjar/B8
Sigurður Þórðarson
VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS
S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I
Ársfundur FME
Aukið gegnsæi Fjármálaeftirlitsins 6
Kínamúrar fyrirtækja
Virka kínamúrar fjármálafyrirtækjanna? 10
NÝJAR UPPGJÖRSAÐFERÐIR
HJÁ SKRÁÐUM FÉLÖGUM
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Þjónustan 31
Erlent 14/15 Viðhorf 32
Heima 16 Kirkjustarf 49
Höfuðborgin 17 Minningar 34/37
Akureyri 18 Dans 38
Suðurnes 19 Bréf 40/41
Austurland 20 Dagbók 42/43
Landið 21 Sport 44/47
Daglegt líf 22/23 Fólk 48/53
Listir 24/26 Bíó 50/53
Umræðan 26/33 Ljósvakamiðlar 54
Forystugrein 28 Veður 55
* * *
ÓVENJUMIKIÐ fjör hefur verið í
norðurljósunum undanfarna daga,
eða öllu heldur undanfarin kvöld.
Stafar ljósagangurinn af útstreymi
rafagna frá sólinni ýmist vegna
sólblossa eða viðvarandi strauma.
Mikill óróleiki hefur verið af raf-
agnaútstreyminu að undanförnu,
þótt sólgosið stóra í fyrradag hafi
samt ekki kallað fram hinn mikla
ljósagang, sem komið hafði fram
mun fyrr.
Hvað sem líður fræðilegum
vangaveltum um norðurljósin
heilla þau íbúa á norðlægum slóð-
um og gesti þeirra og er sann-
arlega hægt að líta á þau sem
björtu hliðina á dimmum vetrum.
Þessi mynd var tekin af norður-
ljósunum við Úlfarsfell á miðnætti
í fyrrakvöld.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Norðurljósin allt upp lýsa
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær Neyðarlínuna til að
greiða konu sem var vaktstjóri
1,1 milljón króna í skaðabætur og
250 þúsund krónur í miskabætur
fyrir brot á jafnréttislögum þeg-
ar gengið var framhjá henni í
ráðningu í stöðu varðstjóra árið
2000. Þrír karlar, sem störfuðu
við hlið konunnar sem vaktstjór-
ar, fengu hins vegar ráðningu
sem varðstjórar. Á sama tíma var
konunni sagt upp störfum sem
vaktstjóri og hún færð í starf al-
menns neyðarvarðar.
Af hálfu Neyðarlínunnar var
verðleikum eins karlsins haldið
fram en dómurinn taldi ekki sýnt
að karlinn hefði verið hæfari en
konan til að gegna stöðu varð-
stjóra með vísun til menntunar
hennar og starfs sem lögreglu-
manns en þó öðru fremur fjög-
urra ára reynslu hennar sem
vaktstjóra. Hitt varðaði þó meiru
að umsókn konunnar var um
varðstjórastöðuna, ótilgreint, en
ekki einungis um stöðu varð-
stjóra. Taldi dómurinn að Neyð-
arlínan hefði á engan hátt sýnt
fram á verðleika eða hæfni þeirra
sem hlutu hinar stöðurnar. Málið
dæmdi Sigurður H. Stefánsson
héraðsdómari. Lögmaður kon-
unnar var Guðmundur B. Ólafs-
son hdl. Guðrún Birgisdóttir hdl.
flutti málið fyrir Neyðarlínuna.
Neyðarlínan
braut jafn-
réttislög
STJÓRNENDUR Landvers ehf.
segjast vera að athuga hvort kjúk-
lingabúið Móar hafi forkaupsrétt að
húsnæði afurðastöðvar sinnar sem
Landver hefur selt Ferskum kjötvör-
um hf. Lögmaður Móa telur að fyr-
irtækið hafi þessi réttindi samkvæmt
leigusamningi en var í gær neitað um
að sjá kaupsamninginn.
Tilkynnt var í fyrradag að Landver
hefði selt Ferskum kjötvörum hf.
húsnæði Móastöðvarinnar í Mos-
fellsbæ og að fyrirtækið fengi hús-
næðið afhent um miðjan nóvember.
Jafnframt kom fram að Móar teldu
sig hafa leigusamning til 2007 og for-
kaupsrétt að húsnæðinu.
Sigmundur Hannesson, lögmaður
Móa, segir að félagið hafi þrjátíu daga
til að ganga inn í kaup Ferskra kjöt-
vara á húsinu. Ef öflugur aðili gengi
til liðs við félagið í þeirri fjárhagslegu
endurskipulagningu sem nú stæði yf-
ir gætu kaup á húsinu verið liður í
henni. Hann furðaði sig á því að hafa
fengið neitun við því að sjá þann
kaupsamning sem sagt hefur verið
frá að gerður hafi verið um húsið.
Úlfar Örn Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Landvers ehf., segir að
þessum sjónarmiðum hafi verið kom-
ið á framfæri við sig og hafi lögmanni
félagsins verið falið að fara yfir málið.
Telur hann að afstaða fyrirtækisins
muni liggja ljós fyrir eftir fáa daga og
fyrr verði samningurinn ekki afhent-
ur enda efni hans trúnaðarmál milli
kaupanda og seljanda.
Liður í baráttu á markaðnum
Sigmundur segir að kaupin á húsi
afurðastöðvar Móa séu liður í barátt-
unni á kjötmarkaðnum. Verið sé að
kaupa eignina til að hætta slátrun.
Því kalli kaup Ferskra kjötvara fram
þá spurningu hvort menn vilji að Slát-
urfélag Suðurlands verði eitt á kjúk-
lingamarkaðnum eða ekki. Með þessu
er Sigmundur að vísa til þess að Slát-
urfélag Suðurlands á Ferskar kjöt-
vörur ehf. með Stjörnugrís. SS á jafn-
framt Reykjagarð sem er stór
kjúklingaframleiðandi og á stórt
kjúklingasláturhús á Hellu.
Í gær var tekin fyrir í Héraðsdómi
Reykjavíkur beiðni fjögurra lífeyris-
sjóða um gjaldþrotaskipti á búi Móa.
Dómari frestaði málinu um viku en
búist er við að fljótlega falli úrskurður
Hæstaréttar um höfnun Héraðsdóms
á nauðasamningum Móa.
Öryggisgæslufyrirtæki er með
vakt allan sólarhringinn við Móastöð-
ina í Mosfellsbæ. Helgi Sigurðsson,
lögmaður Kaupþings Búnaðarbanka,
staðfestir að það sé á vegum bankans.
Segir hann að bankinn og dótturfyr-
irtæki hans, Lýsing, eigi mikið af
tækjum í húsinu og veð í ýmsum
lausafjármunum. Segir hann ekkert
sérstakt tilefni til þessarar gæslu.
Það sé alkunna að þegar fyrirtæki
eigi í greiðsluerfiðleikum geti ýmis-
legt hent og það hafi ekki áður komið
fyrir að bankinn hafi farið þessa leið
til að reyna að tryggja hagsmuni sína.
Landver athugar kröfur Móa um forkaupsrétt
Fá ekki að sjá kaupsamning
VÖRUBÍLSTJÓRI á þrítugsaldri
bjargaðist með undraverðum hætti í
gærmorgun þegar 40–50 tonna
trukkur hans valt fram af 10 metra
háum vegkanti á vegarspottanum
frá Kárahnjúkavegi að brúnni yfir
Jökulsá á Dal. Segir hann að beltin
hafi bjargað sér og hversu fast hann
hélt sér í stýrið þegar trukkurinn
valt. Á eftir honum var rúta með
rúmenskum starfsmönnum.
Trukkurinn er svokölluð „Bú-
kolla“ og rann út af veginum í hálku
að sögn bílstjórans. Fór bíllinn rúm-
lega eina veltu og endaði stýrishúsið
á hliðinni og afturhlutinn sömuleiðis,
þó ekki á sömu hliðinni, enda snerist
upp á bílinn í miðjunni. „Ég komst
sjálfur út og vankaðist ekkert, þrátt
fyrir allan gauraganginn,“ sagði bíl-
stjórinn. „Ég drap strax á vélinni,
skreið út og sló út rafmagninu á höf-
uðrofa. Ég fór upp í rútu til Rúmen-
anna og síðan skutlaði vinnufélagi
minn mér á heilsugæslustöðina.“
Slapp
ómeiddur
þegar „Bú-
kolla“ valt
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær Dana um tvítugt í árs
fangelsi fyrir að smygla 9,7 kg af
kannabis til landsins í júní sl.
Hálfþrítugur íslenskur samverka-
maður hans var dæmdur í 8 mán-
aða fangelsi.
Daninn játaði að hafa tekist á
hendur fyrir annan eða aðra að
smygla efninu hingað til lands.
Var hinn síðarnefndi dæmdur
fyrir að hafa átt þátt í innflutningi
fíkniefnanna með því að hafa veitt
meðákærða liðsinni, m.a. með því
að útvega honum heimilisfang og
símanúmer hjá farmflytjanda
sendingarinnar ytra og aðstoða
hann við að útvega sér gistingu á
hóteli. Sömuleiðis játaði Íslending-
urinn, sem búsettur er í Danmörku,
sekt sína en hann átti einnig að fá
þóknun fyrir framlag sitt. Á hann
að baki nokkurn sakaferil en hefur
þó ekki áður gerst sekur um fíkni-
lagabrot. Rauf hann með brotinu
skilorð 30 daga fangelsisdóms fyrir
fjársvik frá í október 2001 og var sá
dómur dæmdur upp nú og mann-
inum gerð refsing í einu lagi.
Pétur Guðgeirsson héraðsdóm-
ari dæmdi málið. Verjandi Danans
var Einar Þ. Sverrisson hdl. og
verjandi meðákærða Bjarni
Hauksson hdl. Málið sótti Kolbrún
Sævarsdóttir saksóknari hjá ríkis-
saksóknara.
Dæmdir í fangelsi
fyrir smygl á 9,7 kg
af kannabis
LEIÐTOGI FELLDUR
Iain Duncan Smith var í gær felld-
ur sem leiðtogi breska Íhaldsflokks-
ins þegar meirihluti þingmanna
flokksins lýsti yfir vantrausti á hann.
David Davis, sem var talinn myndu
sækjast eftir leiðtogaembættinu,
lýsti í gær yfir stuðningi við Michael
Howard og það gerðu einnig fleiri
frammámenn í flokknum. Telja sum-
ir, að samkomulag sé um, að Howard
verði einn í kjöri og því sjálfkjörinn.
Minnka hættu á svikum
Forstjóri Fjármálaeftirlitsins,
Páll Pálsson, sagði á ársfundi stofn-
unarinnar í gær að mikilvægt væri
að styrkja umgjörð og aðhald um
verðbréfamarkaðinn, t.d. með því að
takmarka hættu á innherjasvikum,
markaðsmisnotkun og brotum á
upplýsingaskyldu.
Betri afkoma deCODE
Tekjur deCODE, móðurfélags Ís-
lenskrar erfðagreiningar, jukust á
þriðja fjórðungi ársins og tapið
minnkaði verulega frá sama tíma í
fyrra. Aukning tekna nam 42% og
minnkaði tapið um rúmar 80 millj-
ónir dollara.
Bjartar horfur
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í
Reykjanesbæ, telur að þrátt fyrir
talsvert atvinnuleysi á Suðurnesjum
í dag séu horfur í atvinnumálum á
svæðinu almennt bjartar. Millj-
arðaframkvæmdir séu framundan í
tengslum við virkjanir og stálpípu-
verksmiðju.
2.500 tonn af hör
Horfur eru á að höruppskeran í ár
verði á bilinu 2.000 til 2.500 tonn.
Vinnu við að ná uppskerunni af ökr-
unum er að ljúka, á svæði sem nem-
ur um 400 hekturum. Fyrirtækið
Feyging sér um að vinna hörinn og
að sögn framkvæmdastjórans er
hörinn vel þroskaður og í góðu
standi. Úr hör er unnið lín sem síðan
er m.a. notað til teppagerðar.
Handtöku mótmælt?
Rússneska blaðið Vedemostí flutti
þá frétt í gær, að Alexander Volosh-
ín hefði sagt af sér sem skrif-
stofustjóri í Kreml til að mótmæla
handtöku Míkhaíls Khodorkovskís,
auðugasta manns Rússlands og for-
stjóra Yukos, stærsta olíufyrirtækis
landsins.