Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 11 LANDSSAMBAND veiðifélaga er ósammála því mati landbúnaðar- ráðuneytisins að staðfesting bráða- birgðalaga um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði auki ekki hættu á því að sjúk- dómar berist til lands- ins í framtíðinni. Óðinn Sigþórsson, formaður sambandsins, segir ljóst að þá verði menn að innleiða reglur Evr- ópusambandsins um sjúkdómavarnir og það muni fela í sér mun lakari varnir gagnvart sjúkdómum en verið hefur með innflutn- ingsbanni til þessa. Óðinn segir að með þessu séu menn að stefna í hættu miklum hagsmunum veiðirétt- areigenda. „Það hefur einnig verið talað um að það verði erfitt eða ómögulegt að flytja inn lifandi lax en ég er alveg á önd- verðri skoðun. Í bráðabirgðalög- unum er einmitt gert ráð fyrir að það verði heimilt að nota erlend seiðaflutningaskip sem áður var bannað. Af hverju skyldu menn vera að leiða slíkt í lög ef hug- myndin er ekki sú að opna fyrir flutning á lifandi laxi milli landa?“ Óðinn fullyrðir að forsendan fyrir setningu bráðabirgðalaganna hafi verið sú að útflutningur á laxa- hrognum til Skotlands og Írlands hafi verið bannaður. Í ágústlok hafi hann numið um 6,3 milljónum króna frá því bráðabirgðalögin voru sett í lok júní. „Af hverju skyldu bráðabirgðalögin hafa verið sett? Jú, það var gert af því að skv. lög- um ESB, sem við höfum nú gleypt með húð og hári með bráðabirgða- lögum ríkisstjórnarinnar, fékk Ís- land ekki viðurkenningu um ástand sjúkdóma í laxi frá þeim svæðum sem flytja átti hrogn út til, þ.e. Skotlands og Írlands. Þessu er auð- vitað erfitt að trúa þar sem við telj- um okkur vita, m.a. af orðum dýra- læknis fisksjúkdóma, að hér sé ástandið miklu betra en annars staðar.“ Óðinn segir að þurft hafi að fá staðfestingu frá Brüssel á því hvert sjúkdómaástand laxa væri hér á landi áður en að útflutningur hrogna til áðurnefndra landa varð heimill. „Orðum eða vottorðum dýralæknis fisksjúk- dóma höfðu einfald- lega ekkert gildi út fyrir landsteinana. Um markaðssetningu á eldisdýrum varð að fara eftir reglum sem gilda á EES svæðinu og svo mun verða í fram- tíðinni. Fráleitar fullyrðingar fisk- sjúkdómalæknis um annað breyta engu þar um.“ Mun minni vernd með yfirtöku laga ESB Óðinn segir að lög ESB sem tek- in hafi verið yfir með bráðabirgða- lögunum kveði á um að heimilt sé að flytja hrogn og lifandi fisk á frjálsan hátt milli svæða, sem fram- kvæmdastjórn ESB hafi viðurkennt að séu laus við tiltekinn fisksjúk- dóm. „Innflutningur er ekki frjáls af svæði með tiltekinn fisksjúkdóm til svæðis sem hefur hlotið viður- kenningu fyrir að vera laust við sjúkdóminn. Það fer hins vegar eft- ir mati þeirra í Brüssel en ekki ein- staka lands eða svæðis hvaða sjúk- dómar teljast það hættulegir að falla undir þess flokkun. Nú hefur okkur verið tjáð af dýralækni fisk- sjúkdóma að Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hafi viðurkennt eftir- litsreglur okkar með veirusjúkdóm- unum IHN og VHS í laxi, sem eru miklir skaðvaldar komist þeir í líf- ríkið og jafnframt á því að þessir sjúkdómar finnist ekki hjá okkur. Eftir þeirri reglu sem ég nefndi áð- an mega engin önnur svæði innan EES flytja inn til okkar en þau sem hafa jafngóða viðurkenningu og við. En,“ leggur Óðinn áherslu á, „þar sem reglurnar eru gagnkvæmar getum við ekki hafnað innflutningi frá svæðum með jafngóða viður- kenningu á forsendum um sjúk- dóma. Þannig að aðrir sjúkdómar sem kunna að vera á þessu svæðum geta þá borist hingað.“ Óðinn segir að Noregur hafi ásamt fleiri svæðum innan EES fengið viðurkenningu á að vera laus við þessa tvo sjúkdóma auk viður- kenndra svæða innan Skotlands og Írlands sem hafi verið Íslendingum lokuð áður en ESA veitti viður- kenningu sína. „Á fundum okkar með dýralækni fisksjúkdóma hefur komið fram að hann teldi okkur þurfa að fá viðurkenningu frá Brüssel á í það minnsta fimm hættulegum sjúkdómum í laxfiskum til að tryggja okkar góða sjúkdóma- stöðu sem margoft hefur verið fjallað um. Nú höfum við fengið við- urkenningu fyrir tveimur sjúkdóm- um, en hvar er viðurkenningin fyrir hinum þremur? Það er því ómögulegt að fallast á þær fullyrðingar dýralæknisins að ekkert hafi breyst með setningu bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar. Að halda því blákalt fram að af- nám banns við innflutningi á lifandi laxi auki ekki hættu á að sjúkdómar berist til landsins eins og dýralækn- irinn gerir er náttúrlega málflutn- ingur sem dæmir sig best sjálfur. Landssamband veiðifélaga hefur lagt mikla fjármuni og vinnu í að kanna þessi mál. Lagaprófessorinn Stefán Már Stefánsson hefur bent á að undanþága er í tilskipun ESB til að vernda innlenda dýrastofna í lög- um. Þar hafa menn því svigrúm sem þeir eiga að nota.“ Lakari vernd fyrir íslenska laxinn Óðinn Sigþórsson segir ekki rétt að afnám banns við innflutningi á lifandi laxi auki ekki hættu á að sjúkdómar berist hingað. Óðinn Sigþórsson STJÓRN Myndstefs ákvað að verja sömu upphæð til styrkja til mynd- höfunda á þessu starfsári og í fyrra eða 6,5 milljónum króna. Um er að ræða verkefna- og ferðastyrki. Alls sóttu 96 myndhöfundar og stofnanir tengdar myndlist um styrki, og út- hlutunarnefnd veitti 20 styrki, 10 styrki að upphæð kr. 200.000 og 10 styrki að upphæð kr. 300.000. Styrkjunum var úthlutað við at- höfn í húsakynnum Sambands ís- lenskra myndlistarmanna í gær. Stjórn Myndstefs ákveður á hverju ári heildarupphæð styrkja og hversu marga styrki skuli veita, en úthlutunarnefnd sér síðan alfarið um að fara yfir umsóknir og tekur ákvarðanir um hverjir umsækjenda hljóti styrkina. Af hálfu úthlutunar- nefndar hefur komið fram að valið er mjög erfitt, fjölmargar verðugar um- sóknir fengu ekki styrki og fjöldi umsókna staðfesti líka þörf fyrir meira fjármagn til styrkja til ein- staklinga sem eru að vinna að metn- aðarfullum verkefnum. 20 verkefni styrkt Eftirtaldir aðilar hlutu verkefna- styrki að upphæð kr. 300.000: Egill Sæbjörnsson vegna þátttöku í Bethanien–international Studio Programme 2004. Guðrún Kristjáns- dóttir vegna hreyfi- og hljóðmynda- verkanna Hreyfimyndir af landi. Gallerí Hlemmur/Þóra Þórisdóttir vegna þýðingar efnis á heimasíðu gallerísins yfir á ensku. Huginn Þór Arason vegna kynningar á samsýn- ingu 11 listamanna. Ilmur Stefáns- dóttir vegna hönnunar og gerðar leikmuna í leiksýningu. Íslensk graf- ík vegna sýningarverkefnis fé- lagsmanna GÍF. Kristín Ragna Gunnarsdóttir vegna Völuspár – myndabókar fyrir börn. Markús Þór Andrésson og Ragnheiður Gests- dóttir vegna gerðar heimildarmynd- ar um íslenska samtímalist. Sigrún og Ólöf Einarsdætur vegna sýning- arhalds í Kaupmannahöfn haustið 2004. Eftirtaldir aðilar hlutu verkefna- styrki að upphæð 200.000 kr: Guðrún Einarsdóttir vegna þriggja sýninga. Halldór Baldursson vegna myndskreytinga í bókina Sög- ur af dýrum. Ólöf Nordal vegna gerðar myndverks. Rebekka Rán Samper vegna bókarinnar Edda barnanna. Rúrí vegna gerðar lista- verksins Archive – endangered wat- ers fyrir Feneyjatvíæringinn 2003. Snævarr Guðmundsson vegna ljós- myndaverkefnis um norðurljósin í formi bókar. Verksmiðjan Spid- erspoon/ Hulda Rós Guðnadóttir vegna heimildarmyndaverkefnisins Maður/kona. Kristinn G. Harðarson vegna bókarútgáfu/listaverks. Mar- isa Navarro Arason vegna ljós- myndaverkefnisins um hafið. Þór- unn María Jónsdóttir vegna vinnslu á leikmynd/vídeóverki fyrir tónleika. Myndstef úthlutar styrkjum að upphæð 6,5 milljónir Morgunblaðið/Jim Smart Tuttugu myndhöfundar fengu í gær verkefna- og ferðastyrki sem Myndstef úthlutaði en alls sóttu 96 um. „EKKI er um að ræða verkefna- styrki á þessu sviði, hvorki frá ríki né sveitarfélögum, og er það úr takt við hástemmdar menningar- yfirlýsingar á tyllidögum,“ segir í fréttatilkynningu sem Myndstef sendi frá sér í tilefni af styrkveit- ingunni. „Athygli hafa vakið afrek mynd- listarmannsins Ólafs Elíassonar á alþjóðavettvangi með dyggum stuðningi danskra menningarmála- yfirvalda á sama tíma og ekkert bólar á framkvæmdum við stofnun kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar sem þó hefur verið í undirbúningi hjá stjórnvöldum í tvö ár – engar niðurstöður og ekk- ert fjármagn á fjárlögum. Nú hef- ur menntamálaráðuneytið sagt upp samvinnu við samtök mynd- höfunda um rekstur Upplýsinga- miðstöðvar myndlistar, og er þar með að leggja hana niður eftir 10 ára starf um næstu áramót. Tveir mánuðir eru til stefnu. Það er sá tími sem menntamálaráðuneytið hefur til að koma á fót nýrri kynn- ingarmiðstöð fyrir íslenska mynd- list sem m.a. tekur yfir rekstur gagnagrunns upplýsingamið- stöðvar myndlistar. Fyrirheit nægja ekki, það eru verkin sem tala. Land, þjóð og listir ættu að vera einkunnarorð í framsókn og útrás á sviði menningar og lista,“ segir í fréttatilkynningunni. Úr takt við yfirlýsingar FÉLÖGIN sem mynda Flóabandalagið og Starfs- greinasambandið ætla að standa sameiginlega að stefnumörkun í komandi kjarasamningum. Þessir tveir aðilar munu hins veg- ar vera hvor með sína samninganefnd. Sameigin- leg samninganefnd verður þó í viðræðunum við ríkið, en sú nefnd stefnir að því að gera einn kjarasamning við ríkisvaldið í stað 14. Halldór Björnsson, for- maður Starfsgreinasam- bandsins, segir að félögin leggi áherslu á stöðugleika í efnahagsmálum og lága verðbólgu. „Við teljum að framundan séu nokkuð bjartir tímar í efnahags- málum þjóðarinnar og það megi bú- ast við auknum hagvexti næstu 2–3 árin, en að það geti síðan eitthvað dregið úr honum. Það ætti að gefa okkur færi á því að auka kaupmátt- inn. Við teljum að það sé skynsam- legt að semja til lengri tíma því að við teljum, og vísum þar til reynslu af síðustu tveimur samningum, að lengri samningur gefi launafólki færi á að semja um meiri kaupmátt en í styttri samningum. Jafnframt ætti það að tryggja meiri stöðugleika og þannig færi til meiri framtíðarupp- byggingar. Við leggjum hins vegar áherslu á að viðunandi launahækkanir og við- unandi tryggingarákvæði eru for- senda þess að mögulegt sé að semja til lengri tíma,“ sagði Halldór. Kjarasamningarnir renna út um næstu áramót og sagði Halldór að Starfsgreinasambandið og Flóa- bandalagið stefna að því að leggja fram kaupkröfur í lok nóvember. Hann sagði að félögin legðu áherslu á að samningar gengju hratt fyrir sig og að stefnt yrði að því að ljúka þeim fyrir áramót. „Við viljum láta reyna á það hvort við náum saman við viðsemjendur okkar og ætlum ekki að vera að liggja yfir því ef það kemur í ljós að það gengur ekki. Þá munum við skoða þær aðgerðir sem við teljum vænlegar til að koma samningum í höfn,“ sagði Halldór. Halldór sagði að félögin legðu mikla áherslu á starfsmenntun og vildu tryggja starfsmenntasjóðina í sessi og tryggja fjármögnun þeirra. Einn samning við ríkið Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar á Akureyri, sem er í for- ystu fyrir nefnd sem mun semja við ríkið, sagði að félögin væru með 14 kjarasamninga við ríkið. Þau vildu gera einn samning við ríkið. Jafn- framt yrði lögð höfuðáhersla á að jafna réttindi félaga í Starfsgreina- sambandinu sem starfa hjá ríkinu og félaga í BSRB. Munur væri í rétt- inda- og lífeyrismálum en einnig hvað varðar launataxta. „Við erum mjög ákveðin að ná þessu fram,“ sagði Björn. Sigurður Bessason, formaður Efl- ingar, tók undir þetta á blaðamanna- fundi í gær og ítrekaði það sem hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ekki yrði staðið upp frá samningum fyrr en búið sé að jafna þennan mun á réttindum. Ætla að standa sameiginlega að stefnumótun Morgunblaðið/Þorkell Sigurður Bessason og Halldór Björnsson kynna málin á blaðamannafundi í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.