Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 43
STJÖRNUSPÁ Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir vandvirkni, stefnufestu og eljusemi. Á þessu ári muntu ljúka níu ára kafla í lífi þínu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert einstaklega kærulaus í dag og ættir því alls ekki að ræða sameiginlegar eignir eða skyldur. Farðu varlega í að samþykkja nokkuð. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þetta er ekki góður dagur til að tala við yfirmann þinn eða annan yfirboðara. Þú átt erf- itt með að standa á þínu auk þess sem það er hætt við mis- skilningi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þetta gæti orðið erfiður dag- ur í vinnunni. Það er hætt við samskiptaörðugleikum og jafnvel svikum. Taktu öllu sem sagt er með fyrirvara. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þér hættir til draumóra og óraunsæis í dag. Þetta getur gert þig ófullnægða/n og ósátta/n við líf þitt. Reyndu að hrista það af þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er hætt við því að sam- skipti þín við fjölskylduna gangi brösuglega í dag. Forð- astu að ræða mikilvæg mál- efni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það mun líklega koma upp einhvers konar ruglingur í vinnunni. Þú gætir jafnvel freistast til að segja ósatt til að forðast óþægindi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þig langar til að kaupa eitt- hvað fallegt í dag. Hugsaðu málið til morguns. Það eru mestar líkur á að þú kaupir köttinn í sekknum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú átt erfitt með að sjá hlut- ina í skýru ljósi í dag og því er hætt við ruglingi og mis- skilningi. Forðastu mik- ilvægar samræður við fjöl- skylduna. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þig langar til að fræðast um trúmál og heimspeki í dag. Þú hefur þörf fyrir að læra eitthvað nýtt og því ertu op- in/n fyrir nýjum hug- myndum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú sérð hlutina ekki nógu skýrt og ættir því að forðast viðræður um viðskipti og fjármál í dag. Frestaðu ónauðsynlegum innkaupum til morguns. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ættir ekki að kynna hug- myndir þínar fyrir yfirmanni þínum í dag. Það er hætt við misskilningi sem mun koma sér illa fyrir þig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert óvenju draumlynd/ur og óraunsæ/r í dag og ættir því að forðast viðræður um mikilvæg viðskipti. Notaðu daginn til að hugsa um eitt- hvað allt annað. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 43 DAGBÓK STJARNA Dimmt var orðið hér í heimi, hvergi grillti í neina skímu, allt var tómt og enginn geisli, ekkert birti dauðans grímu. Ástir voru allar gleymdar, allt var bæði dautt og grafið, en í fjarska ómur dimmur út við kletta – það var hafið. Hafið, sem í faðmi felur forna, liðna sæludaga, allir dóu út í myrkrið, af þeim gengur lítil saga. – – – Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal LJÓÐABROT ÞÓTT ekkert sé öruggt í þessum heimi og allt sé ef- anum markað, þá treysta nú flestir náttúrulögmál- unum. Hlutirnir falla til jarðar, en ekki til himins. Skárra væri það nú. Eins er það við spilaborðið. Það er, fjandinn hafi það, fjög- urra slaga virði að eiga ÁDG10 í trompi á eftir kóngnum. Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ K73 ♥ ÁD ♦ G987 ♣K762 Vestur Austur ♠ -- ♠ ÁDG10 ♥ 10975 ♥ G43 ♦ K106432 ♦ ÁD5 ♣954 ♣G108 Suður ♠ 986542 ♥ K862 ♦ -- ♣ÁD3 Þetta er eitt af spilum helgarinnar, þar sem hin tólf útvöldu pör héldu áfram baráttunni um Jap- ansferðina. Á einu borðinu voru Erlendur Jónsson og Sveinn Rúnar Eiríksson í NS gegn Ljósbrá Baldurs- dóttur og Matthíasi Þor- valdssyni: Vestur Norður Austur Suður Ljósbrá Sveinn Matthías Erlendur -- -- -- 1 spaði Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu Pass 4 spaðar Dobl Pass Pass Pass Matthías trúði varla heppni sinni: Andstæðing- arnir voru komnir í fjóra spaða og hann átti ÁDG10 í tromplitnum og ÁD í sögð- um hliðarlit blinds. Hann doblaði og Ljósbrá kom út með tígul. Það voru von- brigði að suður skyldi trompa tígulásinn, en á hinn bóginn var ánægju- legt að sjá spaðakónginn í borðinu. Erlendur spilaði spaða og lét lítið úr blindum þeg- ar Ljósbrá henti tígli. Lauf kom til baka og Erlendur lét nú trompið eiga sig og sneri sér að hliðarlitunum. Hann tók þrjá slagi á þá báða og notaði samgang- inn til að trompa tígul tvisvar í viðbót. Austur varð að fylgja lit alla leið og átti nú ekkert eftir nema ÁDG í trompi. Í þriggja spila endastöðu var blind- ur inni með Kx í spaða og einn tígul. Erlendur spilaði tígli, sem Matthías varð að trompa og gefa blindum síðasta slaginn á spaða- kóng. Tíu slagir. Nei, það er ekkert öruggt í þessum heimi og alls ekki við spilaborðið. Þar snýr stundum allt á hvolfi. E.s. Á öðru borði varð Aron Þorfinnsson sagnhafi í fjórum spöðum redobluð- um. Hann var heitur að vinna geimið, en ákvað að reyna að trompa fjórða tíg- ulinn. Austur gat þá stung- ið frá og losað sig út úr spilinu án þess að gefa slag. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 g6 6. Rc3 Bg7 7. Bg2 0-0 8. Rf3 d6 9. 0-0 He8 10. Rd2 a6 11. a4 Rbd7 12. e4 Dc7 13. He1 Re5 14. Bf1 c4 15. Dc2 Dc5 16. Rd1 Bg4 17. Kg2 Dc8 18. a5 Bh3+ 19. Kh1 Bxf1 20. Hxf1 Dh3 21. f3 Staðan kom upp í fyrri hluta Íslandsmóts skák- félaga sem lauk fyrir skömmu í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Hannes Hlífar Stefánsson (2.567) hafði svart gegn Kristjáni Eð- varðssyni (2.253). 21. ... Rxd5! 22. Rf2 22. exd5 gekk ekki upp vegna 22. ... Rxf3! 23. Rxf3 Dxf1+ og svartur vinnur. Í framhaldinu verð- ur svartur sælu peði yfir. 22. ... Re3 23. Rxh3 Rxc2 24. Ha4 d5 25. exd5 Re3 26. Hg1 Rxd5 27. Rxc4 Rxf3 28. Hf1 Had8 29. Ha3 Rd4 30. Bg5 Hd7 31. Hd3 Hc8 32. Re3 Rb4 33. Hc3 Rdc6 34. Hb3 Hd3 35. Hxd3 Rxd3 36. Rd5 og hvít- ur féll á tíma um leið. 2. umferð Mjólkurskákmóts- ins hefst í dag á Hótel Sel- fossi. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 30. október, er áttræð Lilja Þorleifsdóttir, Mýrargötu 18, Neskaupstað. Lilja var gift Ólafi Eiríkssyni vél- stjóra sem lést 1974. Í tilefni þessara tímamóta tekur Lilja á móti vinum og ætt- ingjum í Sigfúsarhúsi, húsi aldraðra í Neskaupstað, laugardaginn 1. nóvember nk. frá kl. 15–18. Þessar duglegu stúlkur úr Hafnarfirði söfnuðu 12.321 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær eru, neðri röð frá vinstri: Guðrún Helga Guðbjartsdóttir, Fanney Ósk Sverr- isdóttir, Þórdís Gyða Guðbjartsdóttir og Ýr Ingólfsdóttir. Efri röð frá vinstri: Rakel Rún Halldórsdóttir, Björk Guð- mundsdóttir, Stella Bryndís Guðbjörnsdóttir, Bryndís I. Einarsdóttir og Sunna Rós Guðbjörnsdóttir. Á myndina vantar Margréti Hjörleifsdóttur. HLUTAVELTA Morgunmaturinn myndi bragðast miklu betur ef þú létir klippa þig! Í 12 ár Hausttilboð Sérmerkt Handklæði & flíshúfur Flíspeysur, flísteppi, o.fl. Fáið sendan myndalista Myndsaumur Reykjavíkurvegur 62 220 Hafnarfjörður Sími 565 0488 www.myndsaumur.is Fitulausa pannan ® Smiðjuvegi 11, gul gata, Kóp., sími 568 2770. Opið kl. 9-17 mán.-fös. Dönsk gæðavara - einstök ending  Glerkeramik húð  Steiking án feiti  Maturinn brennur ekki við  Þolir allt að 260° hita í ofni Steikar- og grillpönnur og pottar 10% staðgreiðslu afsláttur dagana 30. okt.-5. nóv. Hverafold 1-3 • Torgið • Grafarvogi • Sími 577 4949 Opnunartími: Frá kl. 11-18 mánud.-föstud. og frá kl. 12-16 laugard. Torginu, Grafarvogi Rýmum fyrir jólavörunum Dagana 30.-31. okt. og 1.-3. nóv. borðútsala á völdum vörum Verð: 1.000 krónur 1.500 krónur 2.000 krónur Tilvalið til jólagjafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.