Morgunblaðið - 30.10.2003, Side 23

Morgunblaðið - 30.10.2003, Side 23
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 23 MIKIÐ hefur verið um tilboð á svínakjöti að undanförnu og gefur Sigurður Gíslason, aðstoðaryfir- kokkur á veitingastaðnum Vox, Hóteli Nordica, lesendum þrjár einfaldar uppskriftir þar sem svín er í aðalhlutverki. Uppskriftirnar eru miðaðar við sex manns. Svínakjöt í kúbverskum kryddlegi 2 kg bóglæri eða innralæri 250 g brúnn sykur (helst muscowado sykur) 4 læmur (lime) 3 stk. stjörnuanís 5 stk. kardimommur 4 hvítlauksgeirar ½ rauð eldpaprika (chile) ½ græn eldpaprika 9 negulnaglar ½ negulstöng, eða 1 msk. negull 100 ml olía að eigin vali ½ stilkur sítrónugras (lemongrass) 1 msk. kóríanderfræ Lime-ávextirnir eru skafnir og safinn kreistur úr. Safinn og börk- urinn er settur í matvinnsluvél, ásamt kryddinu. Segir Sigurður ekki skipta meginmáli að eiga allt kryddið og vel hægt að sleppa 1–2 tegundum án þess að illa fari. Þeg- ar lögurinn er tilbúinn er honum makað á vöðvann og hann síðan bakaður í ofnskúffu við lágan hita, 140–150 gráður. Lengd eldunartíma fer eftir þyngd lærisins, en ef miðað er við 2 kíló er hann um það bil 2½ tími. Mælt er með því að smyrja kryddleginum yfir nokkrum sinnum meðan á steikingu stendur. Einnig er hægt að leyfa kjötinu að liggja í kryddleginum yfir dag og nótt, að hans sögn. Sem meðlæti stingur Sigurður upp á góðu klettasalati. Kryddleg- inum er hellt úr ofnskúffunni og balsam-ediki og ólífuolíu bætt sam- an við. Að því búnu má nota hann sem sósu með kjötinu og yfir sal- atið. „Þetta er létt og einfalt með frísk andi bragði og alger óþarfi að bera fram kartöflur eða annað með- læti. Þessi réttur er í algeru uppá- haldi hjá mér og reyni ég að elda hann að minnsta kosti einu sinni í mánuði,“ segir hann. Svínalundir með hnetuskorpu Lundir 100 g hnetur að eigin vali, þrjár tegundir (helst saltaðar pistasíur með) 200 g smjör 100 g brauðrasp Lundirnar eru brúnaðar rólega á pönnu og síðan þaktar með hnetu- maukinu. Að því búnu eru þær bak- aðar í ofni við 150 gráður. Tekur um það bil 20 mínútur fyrir lundina að eldast, að Sigurðar sögn. Hrá- efnið í skorpuna er sett í blandara, fyrst hneturnar, síðan smjörið og loks raspið. Brauðraspið er notað til þess að þykkja og því má bæta við þar til maukið er passlega þykkt. Með þessu má bera fram bakaða kartöflu og hvítlaukssósu. „Það þarf ekki sósu með kjötinu en vel hægt að bera fram rifsberja- sósu eða létta brúna sósu, ef fólk vill.“ Að síðustu gefur Sigurður upp- skrift að súpu. Hvítbaunasúpa með reyktu svínakjöti 200 g útvatnaðar hvítar baunir 150–200 g rifinn parmesan-ostur 3 hvítlauksgeirar kjúklingakraftur afgangur af reyktu svínakjöti Baunirnar eru mauksoðnar í vatni með kjúklingakrafti og hvít- lauknum. Rifnum parmesan-osti bætt saman við. Kryddað til. „Það þarf að passa að hafa súp- una ekki of salta þar sem kjötið er bragðmikið. Þessi súpa er sniðug lausn daginn eftir svínakjötsveislu og hægt að skera afganga niður og setja út í súpuna. Magn kjöts fer eftir smekk og mér þykir mjög gott að bæta rifnum parmesan ofan á súpuna og hella örlitlu af ólífuolíu yfir,“ segir Sigurður Gíslason að síðustu. Einfaldir kjötréttir fyrir heimilið Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurður Gíslason aðstoðaryfirkokkur heldur mikið upp á svínakjöt í kúbverskum kryddlegi.  UPPSKRIFTIR Létt og einfalt með frísk- andi tóni. FIMMTUDAGS- TILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 Dömu ökklaskór St. 36-45 Litur: Svartur Verð áður 3.995 Verð nú 2.495 NÝTT Í HYGEU KRINGLUNNI Sérfræðingur Kanebo veitir faglega ráðgjöf fimmtudag, föstudag og laugardag í Hygeu Kringlunni. Allir viðskiptavinir fá fallega gjöf. Spennandi nýjungar og húðgreiningartölva Kanebo. Kringlunni INTERNATIONAL www.thjodmenning.is Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.