Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. H AGIR og líðan ung- menna sem ekki stunda nám við fram- haldsskóla eru síðri en jafnaldra þeirra sem eru í framhaldsskóla. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um nið- urstöður rannsókna þar sem fé- lagsleg staða ungmenna utan fram- haldsskóla er borin saman við jafnaldra þeirra í framhaldsskólum. Áfengis- og vímuvarnarráð, Íþrótta- og tómstundaráð, Rauði kross Íslands og Félagsþjónustan í Rekjavík stóðu saman að rannsókn- unum ásamt Rannsóknum & grein- ingu sem jafnframt sáu um fram- kvæmd. Markmið rannsóknanna var að skoða aðstæður fólks á aldrinum 16–19 ára sem ekki er í framhalds- skóla og bera þær saman við að- stæður þeirra sem eru í námi. Sér- staklega voru skoðuð tengsl þessara hópa við fjölskyldur og skóla, þátttöku þeirra í skipulögðu tómstundastarfi, líðan þeirra og vímuefnaneysla. Í niðurstöðunum kemur fram að ungmenni utan skóla skortir frekar tengsl við skólann, fjölskylduna, vinnumarkaðinn og jafningjahóp- inn. Ungmenni í þessum hópi eiga oft við námserfiðleika að stríða en líkur benda til þess að það megi að nokkru leyti rekja til bágborinna fé- lagslegra aðstæðna. Þannig hafa tæplega 29% þeirra sem ekki stunda nám orðið fyrir einelti í grunnskóla. Á bilinu 16–31% þeirra sem ekki eru í skóla líður oft eða nær alltaf illa í skóla en sambærilegt hlutfall fyrir skólafólk er 3–7%. Þarna er því verulegur munur á. Að auki virðist sem um þriðjungi utanskólafólks leiðist námið á móti fimmtungi framhaldsskólanema. Þó nokkur munur er á strákum og stelpum í þessu samhengi en strákum virðist þykja námið leiðin- legra og líða verr í skólanum. Vandinn á oft rætur að rekja til heimilanna Margir sérfræðinganna sem rætt var við voru sammála um að vanda- ir búa ekki við þann stuðnin atlæti sem er nauðsynle njóta velgengni í námi,“ skýrslunni. Viðtöl við ungmenni ut haldsskóla renndu stoðu málin mætti oft rekja til heimilanna fremur en skólanna. Besta lausnin væri því fólgin í því að foreldrar sinntu börnum sínum betur en að auki væri gott ef skólinn og foreldr- ar gætu starfað náið saman. „Marg- Ný rannsókn á félagslegri stöðu ungmen Skortir frekar fjölskyldu og Svandís Nína Jónsdóttir, hjá Rannsóknum & greiningu, kynnti nið NÝ LEIÐARLJÓS LEIKFÉLAGS REYKJAVÍKUR Mikill styr hefur staðið um málefniLeikfélags Reykjavíkur á þessuári, eins og reyndar hefur gerst áður í sögu þess. Enda er ofur eðlilegt að lýðræðislegar umræður eigi sér stað um alla þá menningarstarfsemi sem myndar burðarstoðir í samfélaginu, ekki síst þeg- ar hún stendur á jafn gömlum og merki- legum grunni og starfsemi þessa tiltekna félags. Í kjölfar ágreinings sem kom fram á aðalfundi Leikfélags Reykjavíkur í sumar var brugðið á það ráð að skipa þau Mörtu Nordal, Pál Baldvin Baldvinsson og Berg Þór Ingólfsson í sáttanefnd, sem starfaði ásamt þeim Theodór Júlíussyni og Ellert Ingimundarsyni að breytingum á tillögum sem lagðar voru fram á fyrr- nefndum aðalfundi. Eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær hefur nú verið samþykkt að félagið verði opnað öllu áhugafólki um leiklist og leikhúsrekstur. Jafnframt hafa nú verið samþykktar breytingar að tillögum sem fram komu á aðalfundinum í júní og er niðurstaðan sú að stjórnarmönnum félagsins verður fjölgað úr þremur í fimm, en tveir þeirra geta verið starfsmenn félagsins. Með þessum breytingum er tryggt að raddir starfsmanna „heyrist á stjórnar- fundum“, eins og Marta Nordal orðaði það í blaðinu í gær, sem er vitaskuld mik- ils virði – bæði með tilliti til sögu félagsins og út frá faglegum sjónarmiðum. Um leið hefur verið komið í veg fyrir að starfs- menn félagsins taki ákvarðanir sem bein- línis snerta hagsmuni þeirra sjálfra eða samstarfsmanna í leikhúsinu, en það var einn helsti veikleikinn í stjórnkerfi fé- lagsins eins og það var er starfsmenn voru sjálfir meirihluti stjórnarinnar. Þeir sem helst fundu þessum nýju hug- myndum um starfsemi félagsins eitthvað til foráttu óttuðust umfram annað að vald listamannanna yfir stofnuninni myndi minnka og hættan á að það yrði markaðs- hyggju að bráð ykist. En eins og Marta bendir á er markaðshyggja þegar til stað- ar í leikhúsinu, og rök sáttanefndarinnar eru að meginstarf stjórnar sé „að sam- þykkja fjárhagsáætlanir, [hún eigi] ekki að vera að vasast í verkefnavali, enda ræður hún leikhússtjóra og fram- kvæmdastjóra til að sjá um þá hluti“. Með þessum breytingum á starfshátt- um Leikfélags Reykjavíkur hefur verið stigið stórt skref fram á við sem er í anda nýrra tíma og í samræmi við það starfs- umhverfi sem félagið þarf að laga sig að. Meðlimir Leikfélags Reykjavíkur mega ekki vera „of [hræddir] við lýðræðið“, þeim ber að taka þetta skef óttalaust, eins og Marta Nordal bendir á. Í leiðara hér í sumar var bent á að með þessum aðgerð- um geti „sterkur hópur fólks sem hefur engra annarra hagsmuna að gæta en að efla þetta gamla menningarfélag á ný“ látið til sín taka „vegna áhuga á leiklist og vegna áhuga á sögu félagsins“. Það er vonandi að þessi tímamót marki með þeim hætti þau straumhvörf er verða styrkur þessa merka félags um ókomna tíð og að allir velunnarar þess, innan Borgarleik- hússins sem utan, sameinist nú um að gera veg þess sem mestan. LEIÐTOGARAUNIR ÍHALDSFLOKKSINS Ósigur Iains Duncans Smiths, leiðtogabreska Íhaldsflokksins, í atkvæða- greiðslu meðal þingmanna flokksins var skýr og kom fáum á óvart. Á þeim rúmu tveimur árum sem liðin eru frá leiðtoga- kjörinu hefur Duncan Smith legið undir stöðugu ámæli og sætt óvægnum árásum samflokksmanna. Þegar þeir Duncan Smith og Tony Blair tókust á í síðasta skipti í breska þinginu á þriðjudag í hefðbundnum fyr- irspurnartíma forsætisráðherrans stóðst einn þingmanna Verkamannaflokksins ekki mátið og spurði Blair hvort hann hefði í hyggju að leggja til að rýtings- stungur í bakið yrðu bannaðar. Svaraði forsætisráðherrann því til að sér virtist sem slíkum afbrotum færi fjölgandi. Blair hefur sjálfur þurft að takast á við vaxandi óánægju innan eigin raða, ekki síst vegna stríðsins í Írak. Margt bendir til að óeiningin innan Íhaldsflokksins muni hins vegar tryggja að hann leiði Verkamannaflokkinn til þriðja kosninga- sigursins í röð í næstu kosningum. Íhaldsflokkurinn sem fór með stjórn Bretlands í tæpa tvo áratugi í lok síðustu aldar hefur átt við stöðugan forystuvanda að stríða allt frá því að Margaret Thatch- er var vikið úr embætti í nóvember árið 1990. Hún hafði þá gegnt embætti for- sætisráðherra samfellt lengur en nokkur annar breskur stjórnmálamaður um 150 ára skeið. Engum þeirra sem síðan hefur gegnt embætti leiðtoga í Íhaldsflokknum, þeim John Major, William Hague og Iain Duncan Smith, hefur tekist að verða sam- einingartákn í augum flokksmanna, hvað þá bresku þjóðarinnar. Óeininguna í Íhaldsflokknum, sem stundum hefur mátt líkja við eins konar sjálfseyðingarhvöt, má að hluta til rekja til deilna um málefni en flokkurinn hefur verið klofinn í afstöðu sinni til Evrópu- sambandsins um áratuga skeið. Nú er hins vegar svo komið að flokkurinn sam- anstendur af ósamstæðum fylkingum er að hluta til fylkja sér um menn og að hluta um málefni. Íhaldsflokkurinn beið afhroð í síðustu tvennum þingkosningum og ef fram fer sem horfir er ekki útilokað að hann fái færri þingmenn kjörna en Frjálslyndir demókratar í næstu kosningum. Ósigur Duncans Smiths veitir flokkn- um ákveðið tækifæri til að ná vopnum sín- um áður en haldið verður í næstu kosn- ingabaráttu. Mikill meirihluti þingmanna flokksins virðist hafa verið þeirrar skoð- unar að flokkurinn ætti ekki möguleika á sigri með Duncan Smith í forystuhlut- verki. Það veikir hins vegar stöðu þing- flokksins að hann var kjörinn beinni kosningu af flokksmönnum fyrstur leið- toga. Þá var það einstaklega ógeðfellt að sjá ýmsa fjárhagslega bakhjarla Íhalds- flokksins dregna fram í umfjöllun breskra sjónvarpsstöðva bæði til þess að hvetja til breytinga og til að fagna nið- urstöðunni. Það er óhugnanleg þróun ef þeir sem leggja fram peninga til starf- semi flokka eiga að hafa meira að segja um forystu þeirra en aðrir. Íhaldsflokkurinn gegnir mikilvægu hlutverki í bresku stjórnmálalífi. Í kerfi er byggist á einmenningskjördæmum og þar með yfirleitt meirihlutastjórn eins stjórnmálaflokks er mikilvægt að til stað- ar sé öflugt mótvægi er veitt getur sitj- andi stjórn þá málefnalegu viðspyrnu sem lýðræðinu er nauðsynleg. Verka- mannaflokkurinn átti við svipaðan vanda að stríða um stund á níunda áratugnum en náði sér á strik jafnt hvað varðar menn sem málefni. Nú reynir á hvort Íhalds- flokknum tekst að ná samstöðu um nýjan leiðtoga. Þrátt fyrir að leiðtoga flokksins hafi verið vikið úr embætti blasir hins vegar enginn augljós arftaki við er sam- einað getur flokkinn og eflt á nýjan leik. VERULEGUR munur er á andlegri líðan ungmenna eftir því hvort þau eru í framhaldsskóla eða ekki að því er fram kemur í niðurstöðum rannsókna meðal 16–19 ára ungmenna á Íslandi. Utanskólafólk er mun líklegra en framhalds- skólanemar til þess að segja andlega heilsu sína vera sæmilega eða lélega. Það er jafnframt líklegra til að hafa verið leitt, hafa grátið eða langað til að gráta og 36% þeirra hafa verið einmana nýlega á móti 17% framhaldsskólanema. Þarn samban margþ áður en Þá v haldssk framha ungme sæmile haldssk Andleg líðan lakari me ungmenna sem ekki er ÞEGAR ég bjó í Kína var ómögulegtað skrifa svona bók,“ segir kín-verska blaða- og útvarpskonanXinran um bók sína Dætur Kína – Bældar raddir, sársaukafulla frásögn á lífi kvenna í Kína eftir daga Maós sem vakið hef- ur athygli víða um heim. „Eftir að ég hins vegar flutti til London 1997 fór ég að lesa bækur sem skrifaðar voru af Kínverjum sem yfirgefið höfðu landið og þá leitaði hugur minn til alls þess fjölda kínverskra kvenna sem ég hafði tekið viðtöl við og ekki áttu færi á að segja sögu sína. Mér varð oft hugsað til þeirra og hvort ég gæti ekki rofið smágat á múrinn sem umlykur Kína og þannig aukið skilning fólks á lífi fólksins í landinu. Það tók hins vegar steininn úr þegar til „Ég og kveð þetta æ „Ég va um hva þessum þær sö hlutirn Þannig því þes ari yfir reglun ing sem látið st Fyri stúlkun velta kj sér. „É raun ei komst Xinran unarsk t.d. ekk aftur o milli bo þeirra Bóki Xinran margra Hún se ið á óva gengar mín kom ítalskur nemandi dag einn með stóran sögu- doðrant, ritaðan af kín- verskum fræðimanni, og spurði mig hvort það væri satt sem stæði í bókinni að kínverskar konur þökk- uðu aldrei fyrir sig, lykt- uðu ekki vel, væru lit- og smekklausar, auk þess sem þær skorti tilfinn- ingasemi. Ég var orðlaus á þessari lýsingu, í mannkynssögubók skrif- aðri af samlanda mínum, og ákvað í framhaldi að skrifa mína eigin bók því ég veit vel hversu gefandi kínverskar konur eru.“ Hjálparbeiðnin Dætur Kína byggist á viðtölum sem Xinr- an tók við um 200 konur á árunum 1989–97 er hún starfaði sem þáttastjórnandi við kín- verska útvarpsstöð þar sem hún m.a. fjallaði um hagi kvenna í landinu. Upptökin að þeim þáttum má rekja til bréfs sem hún fékk frá dreng nokkrum í þorpi einu á landsbyggð- inni. Þar sagði frá skelfilegum örlögum stúlku sem hafði nauðug verið færð í hjóna- band með örkumla manni um sextugt sem hlekkjaði hana þungum járnhlekkjum svo hún gæti ekki strokið. Enginn þorpsbúa gerði neitt í málinu og því leitaði drengurinn á laun til þáttastjórnandans eftir hjálp. Að rjúfa gat á m Xinran Lífskjör kvenna í Kína er viðfangsefni blaða- og út- varpskonunnar Xinran, sem stödd er á Íslandi til að kynna bók sína, Dætur Kína. Anna Sigríður Ein- arsdóttir ræddi við hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.