Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK  ALAN Smith, leikmaður Leeds, kastaði flösku í höfuð stuðnings- manns liðsins í leikslok viðureignar Leeds og Manchester United í deilda- bikarnum í knattspyrnu í fyrrakvöld. Fyrir vikið á hann yfir höfði sér að vera kallaður á teppið hjá lögregl- unni, en stuðningsmaðurinn sem varð fyrir flöskunni meiddist á höfði. Reiknað er með að hann kæri atvikið til lögreglu. Smith hefur beðið við- komandi afsökunar á framkomu sinni.  CHRIS Perry líkar vel vistin hjá Charlton en þar hefur hann verið í láni frá Tottenham síðustu vikur. Lánssamningur félaganna rennur út um mánaðamótin en Perry segist óska þess helst af öllu að samningur verði framlengdur og hann verði áfram í herbúðum Charlton.  HOLLENSKI landsliðsmaðurinn Giovanni van Bronckhorst, sem Ars- enal lánaði til Barcelona út þetta keppnistímabil, hefur trú á því að hann fái annað tækifæri hjá Arsenal næsta keppnistímabil – þegar hann kemur á ný til Highbury.  MARK Bosnich, fyrrverandi mark- vörður Manchester United, Chelsea og Aston Villa, var handtekinn í gær- kvöldi í Lundúnum eftir að hafði ráð- ist á og barið fyrrverandi sambýlis- konu sína, Sophie Anderton, fyrirsætu, í íbúð hennar. Bosnich var leystur í haldi í gærmorgun gegn tryggingu. Bosnich hefur ekki leikið knattspyrnu í hart nær eitt ár en hann var undir lok síðasta árs leystur undan samningi hjá Chelsea eftir að hafa fallið á lyfjaprófi en í því kom fram að hann hafði neytt kókaíns. Hann var dæmdur í níu mánaða keppnisbann en því lauk í september sl. Frá þeim tíma hefur ekkert félag haft áhuga á að fá Ástralann í sínar raðir.  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, hefur hug á að kaupa tvo sóknarleikmenn til að styrkja lið sitt. Daily Record sagði frá því í gær að einn af þeim leikmönnum sem Wenger er með augastað á sé þýski landsliðsmaðurinn Miroslav Klose, 25 ára fyrirliði Kaiserslautern. Þýska liðið á í fjárhagserfiðleikum og væri það mikil búbót fyrir það ef 3,5 millj. punda fengist fyrir Klose.  THIERRY Henry hefur skorað níu af 20 mörkum Arsenal í vetur, Sylv- ain Wiltord hefur sett tvö mörk, en þeir Dennis Bergkamp og Kanu hafa ekki náð að setja knöttinn í netið. Klose er mjög sterkur skallamaður – hann hefur skorað 24 mörk í 56 deild- arleikjum fyrir Kaiserslautern og 15 mörk í 29 landsleikjum Þýskalands.  HINN sóknarleikmaðurinn sem hefur verið orðaður við Arsenal er Samuel Eto’o, landsliðsmaður Kam- erún, hjá Real Mallorka, sem Weng- er er spenntur fyrir. „Ég hef verið hér lengi, en sá tími rennur upp að ég skipti um lið,“ sagði Eto’o við Sport- inglife. PHIL Jackson, þjálfari Los Ang- eles Lakers í NBA-deildinni í körfuknattleik í Bandaríkjunum, sektaði í gær Kobe Bryant. Ástæðan voru ummæli kappans um Shaquille O’Neal á þriðjudag- inn, daginn fyrir fyrsta leik liðs- ins í deildinni á þessari leiktíð. Ekki fylgir sögunni hversu há sektin er. Á æfingu á mánudeg- inum tilkynnti þjálfarinn að leik- menn skyldu ekki ræða mál liðs- ins við fjölmiðla en Bryant ræddi þau við ESPN síðar þann dag og því var hann sektaður. Í viðtalinu sagði Bryant að Shaq væri barna- legur, sjálfselskur, feitur, af- brýðisamur og hegðaði sér ekki sem atvinnumaður. Daginn áður hafði Shaq látið einhver orð falla um Bryant og sagt að hann yrði að leika meira fyrir liðið, ekki vera jafn eigingjarn og raun bæri vitni. Eftir leikinn við Dallas sögðu þeir félagar að þeir hefðu sjatlað málin og nú væri stefnan sett á fjórða titilinn á fimm árum. Það kom forráðamönnum LA á óvart að Bryant skyldi ekki leika með gegn Dallas en þar á bæ töldu menn hann leikfæran. Hann sagði hins vegar í áðurnefndu viðtali að hann treysti hnénu ekki í fullan leik strax og ætlaði því ekki að spila. Þjálfarinn var ekki sáttur við að frétta þetta í út- varpsviðtali. Þjálfari LA Lakers sektar Kobe Bryant Okkur langaði að bjóða íbúumkörfubolta- og bítlabæjarins upp á aukna spennu og skemmtun í vetur. Auk þess tók- um við eftir því að vegna skipulags- breytinga er íslenska karlalandsliðið verk- efnalaust og fannst okkur tilvalið að reyna að halda merki Íslands á lofti í Evrópu,“ segir Hrannar við Morgun- blaðið. Alþjóða körfuknattleikssamband- ið, FIBA, hefur sett á laggirnar tvær nýjar Evrópukeppnir, Evrópudeild- ina (FIBA Europe League) og Bik- arkeppni Evrópu (FIBA Europe Cup) og mun Keflavík taka þátt í þeirri síðarnefndu. „Við ákváðum að nota tækifærið og taka þátt í Bikarkeppninni, sér í lagi þar sem um riðlakeppni er að ræða og við sáum fram á a.m.k. sex leiki, þar af þrjá á heimavelli.“ En Hrannar tekur það fram að mikil vinna liggi að baki því að taka þátt í slíkri keppni. „Keppni sem þessi er því miður ekki bara tóm hamingja, svona fyr- irfram, því hún er ansi kostnaðarsöm, a.m.k. til að byrja með. Kostnaðurinn er þríþættur. Í fyrsta lagi er um 250 þúsund. kr. þátt- tökugjald, í öðru lagi þurfum við að kosta ferðir okkar á leikstaði og í þriðja lagi þurfum við að sjá um fæði og gistingu fyrir andstæðinga okkar ásamt ferða- og launakostnaði dóm- ara. Stjórnin mat kostnaðinn á um tæpar fjórar milljónir, en um helm- ingur þess er vegna ferðalaga. Þessi kostnaður er augljóslega hrein viðbót við annan rekstrarkostnað deildar- innar. Leikmenn axla ábyrgð Það var okkar mat að til að brúa kostnaðinn yrðu leikmenn að vera duglegir við fjáröflun, enda erum við áhugamenn í faginu og leikmenn taka þátt í starfinu af heilum hug. Því var gerður samningur við leikmenn og þjálfara um að þeir sem færu í ferð- irnar yrðu sjálfir gerðir ábyrgir fyrir „eigin“ kostnaði, en stjórnin myndi sjá um restina. Leikmenn brugðust vel við kallinu, enda spenntir fyrir þátttökunni. Í kjölfarið fór af stað mikil fjáröflun sem enn er í gangi. Leikmenn hafa sinnt fjáröflunarhlut- verki sínu vel og selt ýmsan varning t.d. margar rúllur af klósettpappír. Þeir hafa grillað reiðinnar býsn af pylsum, selt ljósadót og meira að segja unnið jarðvegsvinnu í roki og rigningu síðla sumars! Fjáröflunin hefur gengið vel og þegar þetta er skrifað vantar ein- göngu um 300 þús. kr. upp í ferða- kostnað. Stjórnin hefur heldur ekki setið auðum höndum og hefur gengið rösklega til verka við að kynna keppnina og undirbúa komu gest- anna. Eini óvissuþátturinn sem enn er fyrir hendi er áhorfendafjöldinn, en ef aðsókn verður góð á heimaleik- ina munu tekjur örugglega duga fyrir öllum kostnaði. Ef aðsókn verður mjög góð gæti keppnin meira að segja skilað hagnaði.“ Liðin sem Keflavík mætir eru Ov- arense og Madeira frá Portúgal og franska liðið HTV. Hrannar telur að franska liðið sé líklegt til þess að verða í efsta sæti riðilsins. „Andstæðingar okkar í keppninni koma frá Portúgal og Frakklandi. Frá Frakklandi kemur HTV frá borginni Toulon við frönsku rív- íeruna. HTV er sem stendur um miðja deildina, en hún er ein sú sterk- asta í Evrópu, hrein atvinnumanna- deild á fremsta mælikvarða.“ Ágætir möguleikar gegn liðunum frá Portúgal „Gera má ráð fyrir að franska liðið sé hið sterkasta í riðlinum, enda eru Frakkar stórveldi í Evrópukörfunni. Portúgalarnir ættu að liggja nær okkur í getu og vonumst við eftir því að geta jafnvel unnið annað eða bæði portúgölsku liðin. Það mun duga okk- ur að lenda í þriðja sæti riðilsins til að komast í átta liða úrslit Vesturdeild- arinnar, þannig að heimaleikirnir gegn portúgölsku liðunum, Madeira og Ovarense, verða lykilleikir í bar- áttunni.“ Fyrsti leikurinn er einmitt heima- leikur gegn Ovarense sem er hið sterkara af portúgölsku félögunum. Leikurinn verður í Keflavík miðviku- daginn 5. nóvember kl. 19.15. Og tel- ur Hrannar að hraður leikstíll Kefl- víkinga muni koma Ovaranse á óvart. Leikstíll Keflavíkur á eftir að koma á óvart „Eins og venjulega þegar íslensk lið etja kappi við lið frá stærri þjóðum má reikna með því að töluverður hæðarmunur verði, okkur í óhag. En við höfum reyndar styrkt lið okkar með tveimur hávöxnum Bandaríkja- mönnum, þeim Derrick Allen og Nick Bradford, og reynum þannig að standa uppi í hárinu á andstæðingum okkar. Möguleikar okkar munu þó líkleg- ast felast í því að leika þann bolta sem skilað hefur hvað bestum árangri til Keflavíkur á liðnum árum, en það eru grimmar pressuvarnir, mikill hraði og góð hittni úr 3ja stiga skotum. Sá leikstíll er nokkuð frábrugðinn því sem margar Evrópuþjóðir leika, en oft er leikurinn hægari með meiri áherslu á skipulag og hörku undir körfunum. Vonandi tekst okkur að koma á óvart og stela einum eða tveimur heimasigrum,“ segir Hrann- ar Hólm. Morgunblaðið/Jim Smart Guðjón Skúlason, annar þjálfari Keflavíkurliðsins, ræðir við sína menn. Leikmenn Keflavíkur hafa staðið í ströngu við fjármögnum á Evrópuævintýri Höldum merki Íslands á lofti KÖRFUKNATTLEIKSLIÐ Keflavíkur í karlaflokki verður í eldlínunni í bikarkeppni Evrópu á næstu vikum en íslenskt félagslið hefur ekki tekið keppt á þeim vettvangi undanfarin ár – ekki síðan að Keflavík og Njarðvík léku saman undir merkjum ÍBR árið 1999. Hrannar Hólm, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, segir að stjórn félagsins hafi talið að um rökrétt framhald væri að ræða eftir glæsta leiktíð í fyrra þar sem félagið varð Íslands- og bikarmeistari með yfirburðum. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson  5. nóv. Keflavík – Ovarense  13. nóv. Toulon – Keflavík  21. nóv. Keflavík – Madeira  10. des. Keflavík – Toulon  16. des. Ovarense – Keflavík  18. des. Madeira – Keflavík Leikirnir  Alls taka 54 félög þátt í Evrópubikarkeppn- inni.  Leikið í fjórum deildum norður, suður, vestur og austur.  Keflavík er í vest- urdeild, en alls eru fjórir riðlar í þeirri deild.  Riðlakeppnin er leikin í nóvember og des- ember.  Eftir riðlakeppnina er úrslitakeppni í hverri deild, en 8 lið komast í úrslitakeppn- ivesturdeildar  8 liða úrslitin vesturdeildar verða leikin frá 20. til 28. janúar en úr þessum riðli munu líklegast komast 3 lið áfram.  Að lokum leika fjögur lið úr hverri deild um eitt laust sæti í undanúrslitum keppninnar. Fyrirkomulagið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.