Morgunblaðið - 30.10.2003, Side 17

Morgunblaðið - 30.10.2003, Side 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 17 Frönsk undirföt Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. undirfataverslun Síðumúla 3 fyrir fjölskylduna KRINGLAN  SMÁRALIND HALLÓ KRAK KAR - ÉG H EITI BOMM SI DAGANA 30. OKTÓBER TIL 5. NÓVEMBER ERU KRAKKADAGAR Í STEINARI WAAGE BOMMSI ER MÆTTUR AFTUR MEÐ SKÍRTEININ SÍN OG NÚ VEITIR HANN ÖLLUM KRÖKKUM 10% AFSLÁTT AF NÝJUM SKÓM. (Hann heldur líka áfram að gefa Barnaspítala Hringsins 100 krónur af hverju seldu barnaskópari) Komið með gömlu skírteinin ykkar og við bætum í þau afsláttarstimplum sem eru komnir í þau nýju! -10% -10% -10% Kjarvalsstöðum | Fjórða sýningin í röð myndlistarsýninga Listar án landamæra, sem haldnar eru í norð- ursal Kjarvalsstaða, verður opnuð kl. 17 í dag, fimmtudag. Um er að ræða sýningu á samvinnuverkum Karls Guðmundssonar og Rósu Kristínar Júlíusdóttur og markar hún upphaf listahátíðar Listar án landamæra sem stendur í eina viku. Karl Guðmundsson (Kalli) stund- aði nám á barna- og unglinga- námskeiðum í Myndlistaskólanum á Akureyri í fimm ár og í nokkur ár hefur hann komið á vinnustofu Rósu Kristínar Júlíusdóttur til náms og leiks. Rósa Kristín útskrifaðist úr málunardeild Listaakademíunnar í Bologna á Ítalíu árið 1972. Hún kenndi við Myndlistaskólann á Ak- ureyri frá árinu 1980 til ársins 2000. Síðastliðið vor lauk Rósa Kristín meistaraprófsnámi frá Háskólanum á Akureyri en rannsóknarverkefni hennar fjallar um mat ungmenna á gildi listar í lífi sínu út frá tilgátu um mótun sjálfkenndar eða frá- sagnarsjálfs. Hún er lektor í mynd- listarkennslu við Háskólann á Ak- ureyri og stundakennari við Listaháskóla Íslands. Rósa Kristín hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis. Karl og Rósa Kristín hafa haldið tvær sýningar í Samlaginu listhús á Akureyri, árið 2000 og 2002 en hin síðari var einnig sett upp á Sauð- árkróki. Samvinna þeirra fer fram á tvo vegu; í fyrsta lagi „lánar“ Rósa Kristín Kalla stuðning við hönd hans þegar hann málar eða teiknar og þá á hann alfarið einn hugmynd- irnar að þeim verkum. Hins vegar vinna þau sameiginleg verk, textíl- verk þar sem Kalli málar á bómull, striga eða silki en Rósa Kristín tek- ur síðan við og setur undir efnið vatt eða stopp og bak, vattstingur síðan verkið eða saumar út í það. Eitt slíkt verk er á sýningunni á Kjarvals- stöðum en á henni eru fyrst og fremst máluð verk eftir Kalla, en hann kýs yfirleitt að mála á „óprepareraðan“ striga. Einnig verður verk þar sem teflt er saman máluðum myndum Kalla og saum- uðum myndum Rósu Kristínar. Sýningin stendur til 9. nóvember. Aðrir viðburðir á hátíðinni Föstudagur Myndlistarsýningar í Borg- arbókasafni – Aðalsafni, Kringlu- safni, Foldasafni og Gerðubergi. Myndlistar- og handverkssýn- ingar í Bankastræti 5. Sýningin er opin kl. 14–18 til 3. nóv. Laugardagur kl. 14 Fyrirlestur Karls Guðmunds- sonar og Rósu Kristínar Júlíus- dóttur á Kjarvalsstöðum. Mánudagur kl. 13–15 Opið hús í Ásgarði, Bjarkarási og hæfingastöðinni í Keflavík. Vinnu- stofur opnar daglega til 5. nóv- ember. Þriðjudagur kl. 20 Leiklist í Nýja sal Borgarleik- hússins. Perlan, Leikfélag Sólheima og leikhópar frá Ásgarði, Borg- arholtsskóla og Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Miðvikudagur kl. 20 Tónleikar í Salnum í Kópavogi. Meðal þeirra sem koma fram eru Plútó og Egill Ólafsson, Blikandi stjörnur, Rokkhundarnir, Hryn- sveitin, M&M dúettinn og KK og Bjöllukór Tónstofu Valgerðar. Listahátíð í eina viku Rósa K. Júlíusdóttir og Karl Guðmundsson vinna hér saman að listaverki. List án landamæra á Kjarvalsstöðum Reykjavík | Sjálfstæðismenn í íþrótta- og tómstundaráði Reykja- víkur telja rétt að styrkja Bretta- félag Reykjavíkur um 200 þúsund krónur til að bæta öryggismál þar sem félagið hefur aðstöðu. Segja þeir félagið hið eina sinnar tegundar á höfuðborgarsvæðinu og þjóni íþróttaiðkendum á línuskautum, hjólabrettum, BMX-hjólum og fleiru. Einnig er vilji til að skoða hvort unnt sé að styrkja félagið til að taka á leigu stærra og hentugra hús- næði sem því stendur til boða í sama húsi við Seljaveg. Brettafélag Reykjavíkur hefur einnig óskað eftir stuðningi til að ráða starfsmann á launum. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi ráðsins.    Betri brettaaðstöðu Umferðarljós | Á morgun, föstu- dag, klukkan 14.00 verður kveikt á nýjum umferðarljósum á gatnamót- um Langholtsvegar og Álfheima. Þangað til verða ljósin látin blikka á gulu ljósi. Ökumenn eru beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi á meðan. Hafnarfirði | Kynningarfundur á deiliskipulagi fyrir Hleina að Langeyrarmölum var haldinn í síð- ustu viku. Á fundinum var kynnt tillaga að breytingu á deiliskipu- lagi svæðisins vegna Eyrartjarnar. Að sögn fréttavefjar Hafnarfjarðar lögðu samtökin Eyrartjörn í Hafn- arfirði fram fyrir bæjaryfirvöld til- lögu að 48 íbúða byggingu fyrir fólk 60 ára og eldri. Húsin eiga að rísa á lóð sem samtökin hafa feng- ið vilyrði fyrir við Herjólfsgötu. Íbúðirnar eru hannaðar út frá þörfum eldri borgara og verður margskonar öryggisbúnaður í íbúðunum auk þess sem bílakjall- ari verður í húsunum. Mikilvægt er talið að hin nýja byggð falli að því byggðamynstri sem er í gamla vesturbænum. Í tillögunni er unnið með brött þök og reynt er að brjóta hvert hús upp í minni ein- ingar með stórum lóðréttum gler- flötum, útbyggingum og kvistum. Húsin verða að sögn hin vönd- uðustu, einangruð að utan og klædd álplötum, ýmis sléttum eða báruðum. Langeyrarmalirnar eru taldar góðar til búsetu og í könnun sem gerð var meðal eldri íbúa bæj- arins kom í ljós mikill áhugi fyrir búsetu á mölunum. Auk þess er þar talið um spennandi kost að ræða vegna nálægðar við sjó og miðbæ og gott útsýni til allra átta. Nýjar íbúðir fyrir eldri borgara Morgunblaðið/Jim Smart Fyrirhugað byggingasvæði við Herjólfsgötu er nálægt miðbænum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.