Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2003næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ I. Það var í október 1965 að við hjónin héldum frá Schipholflugvelli við Amsterdam áleiðis til Kastrup- flugvallar við Kaup- mannahöfn. Ætl- uðum að heimsækja Júlíönu, föðursystur mína, í Nyhavn 20 þar í borg en hún var þá orðin mjög heilsulítil og dó árið eftir í apríl 1966. Júlla tók okkar ágætavel og bauð okkur til kvöldverðar. Að máltíð lokinni segi ég við hana: „Það hef- ur víst farið fram hjá þér, að við Halldóra gengum í hjónaband í fyrra, en okkur hefur ekki borist nein brúðkaupsgjöf frá þér ennþá. Þarna í horninu hjá þér er falleg mynd af þér eftir Jón Stefánsson. Væri það ekki tilvalin brúðkaups- gjöf?“ „Þetta er ekki ég,“ svarar Júlla og ef ég gef ykkur hana, þá megið þið ekki hengja hana upp á vegg, fyrr en ég er dauð.“ Ég lofa öllu fögru að uppfylla þetta skil- yrði og leggjum við á stað með myndina óinnpakkaða áleiðis til Pension Askestad í Store Kong- ensgade 21, sem er stutt frá Ny- havn. Styttum okkur leið yfir brúna yfir á „den uartige side“ af Nyhavn, þar sem allar knæpurnar voru með misjafnt orð á sér, þótt rólegt væri þar upp úr hádegi og fram undir kvöld. Fyrir framan eina knæpuna ávarpaði einn róninn mig og spurði: „Þorið þið að ganga með Renoir í gegnum Nyhavn um hábjartan daginn?“ Ég taldi það allt í lagi, því fjörið byrjaði ekki hér fyrr en dimma tæki. Komumst við klakklaust með myndina á Pensionat okkar. II. Á árunum 1947–8 dvaldi ég meira og minna hjá Júllu frænku, ýmist í Nyhavn 20 eða úti á Sjá- landi, þar sem hún átti sumarhús í Horneby 65. Sumarið 1947 var annað heitasta sumar er komið hafði á 20. öldinni, aðeins 1911 var heitara. Að læknisráði stundaði ég daglega sund í Eyrarsundi, en sól- böð á milli. Hafði lagaskruddur mínar með niður á strönd og las ákaft milli sundspretta. Heitasta daginn komst hitinn upp í 35,9°, en það var 29. júní 1947. Voru þá fluttir 100 menn með „hedeslag“ á Ríkisspítalann. Sænskur maður hafði brugðið sér með ferjunni frá Malmö yfir til Khafnar og gekk þegar inn á rakarastofu og bað um rakstur. Sápar nú rakari andlit Svíans vel og lengi, er búinn að raka annan kjammann, þegar hann fellur niður örendur af hitaslagi. Varð Svíanum svo mikið um þetta, að hann hljóp út á götu skildi jakkann með öllum skilríkjum eftir og hefir ekki vitjað þeirra enn. Ég var orðinn svo sólbrunninn, að mig sakaði ekki. Svo brúnn var ég orð- inn eftir þetta sumar, að þegar við félagi minn úr lagadeildinni, Kjart- an Jónsson (1925–1990), létum mynda okkur við Gefiongosbrunn- inn og hann fer síðan til Stokk- hólms á vit unnustu sinnar, Þor- bjargar Pétursdóttur, f. 1928, sem bjó þar hjá systur sinni, Sigríði (1919–1994), er gift var Lars Faa- berg, yfirsiglingafræðingi hjá SAS, þá spyr Lars: „Hvaða þelþökki maður er með þér á myndinni?“ og Kjartan svarar: „Þetta er Prinsinn af Puerto Rico.“ III. En hvernig manneskja var Júl- íana Sveinsdóttir? Hún átti allan skalann, frá mestu blíðu til skap- ofsa, sem aðeins mátti líkja við brimið, þegar það lemur Heima- klett hvað harðast. Skilnaður for- eldra hennar, þegar hún var aðeins tíu ára gömul, særði hana sári, sem aldrei greri. Hún var því alltaf einhleyp, hjónaband var henni fjarlægt, ekki hættandi á það. Fljótlega fór henni að ganga vel á listabrautinni, sérstaklega eftir að listheimur Ítalíu opnaðist henni ár- ið 1926. En velgengni fylgir ætíð öfund og í baksölum Charlotten- borgar mátti stundum heyra: „Den fattige fiskepige fra Vest- mannaöerne på æresvæggen.“ – Það þótti þeim hneyksli flestum hinna dönsku listamanna, þó átti hún fjölda vina úr þeim hóp, t.d. Elof Risebye og Ebbu Carstensen. IV. En nú fór Elli kerling að herja á hana, sjúkdómar, svefnleysi, ein- manaleiki, en aldrei fataðist henni á listabrautinni, á öllum sýningum fékk hún hina bestu dóma. En að halda sér á toppnum til síðustu stundar var ekki átakalaust. Að lokum þraut heilsuna alveg. Eilífar spítalalegur. Loks reyndi hún að flytjast til Íslands, keypti íbúð í Sporðagrunni 11, en allt kom fyrir ekki. Allt of seint að snúa heim. Hún sneri aftur og dó í Kaup- mannahöfn 17. apríl 1966. V. En hvaða mynd lýsir Júlíönu Sveinsdóttur best? A) Sjálfsmyndir hennar? b) Mynd Jóns Stefánssonar? C) Ljósmyndir? Persónulega þykir mér vænst um mynd Jóns Stefánssonar, nema vera skyldi minningin um ljúfa, hjálpsama, starfsama frænku, sem ætíð mun eiga sinn vissa stað í heimi minninganna. Blessuð sé minning hennar. VI. Sýningunni í Listasafni Íslands, sem nú stendur yfir, lýkur sunnu- daginn 2. nóvember nk. Skora ég enn á alla listunnendur að láta þessa sýningu ekki framhjá sér fara. Það getur verið erfitt að ná saman myndum á slíka sýningu síðar á öldinni. Þetta er ekki ég Eftir Leif Sveinsson Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. Mynd Jóns Stefánssonar af Júlíönu Sveinsdóttur. Í Morgunblaðinu 19. októ- ber sl. birtist aldeilis ágæt samantekt Árna Snæv- arrs, verðandi friðar- gæsluliða, á aðstæðum verkamanna við Kárahnjúkavirkj- un. Þar kemur m.a. fram að um þessar mundir vinna nú sex hundr- uð manns frá 27 þjóðlöndum við þessar dýrustu framkvæmdir Ís- landssögunnar. Mun þeim senn fjölga í allt að tólf hundruð. Árni ræddi m.a. við einn af æðstu yfirmönnum ítalska verk- takafyrirtækisins Impregilo, Ítal- ann Roberto Velo. Kemur fram að Velo hefur unnið hjá Impregilo síð- an 1975 en aldrei á Ítalíu. Fram kom einnig að Velo er fimmtugur að aldri og kvæntur konu frá Panama. „Laukrétt, ég kynntist henni í gegn- um störf Impregilo í hennar landi,“ segir Velo í viðtali við Árna. Bætir Árni því við að ef marka megi fyrri reynslu Ítalanna megi búast við því að þeir nemi einhverja austfirska mey á brott. „80% Impregilo-mannanna eru kvæntir konum sem þeir hafa kynnst erlendis,“ segir Velo síðan. Þessar upplýsingar vöktu at- hygli mína. Og ýmsar spurningar vöknuðu í kjölfarið: skyldu íbúar á Austurlandi líka hafa rekið augun í þetta? Verður eitthvert „ástand“ í tengslum við framkvæmdirnar?! Það gefur auga leið að þegar sex hundruð (senn tólf hundruð) er- lendir karlar flytja til svæðis eins og Austurlands (á Egilsstöðum og nærliggjandi dreifbýli búa skv. íbúaskrá Hagstofunnar nú um 2.800 manns) má vænta einhverra félagslegra árekstra, árekstra er snúa að samskiptum erlendu verkamannanna uppi í fjalli og fólksins niðri á Héraði. Útlending- anna og Íslendinganna. Á milli „okkar“ og „þeirra“. Þar þarf ekki endilega að koma til neitt „ástand“ eins og við á Ís- landi skiljum það orð í sögulegu samhengi. Einhverjar vísbendingar eru um að til slíkra árekstra sé þegar farið að koma. Í frétt Morgunblaðsins 15. september er t.d. sagt frá því að til mikilla slagsmála og óláta hafi komið við Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum aðfaranótt sunnu- dagsins 14. september, þar sem haldið hafði verið diskótek. Í frétt blaðsins segir síðan: „Eitt skiptið kom hún að þar sem hópur manna lét höggin dynja á Ítala sem þar var og var veist að lögreglu er hún kom honum undan. Var Ítalanum forðað af vettvangi í lögreglubíl.“ Nú getur undirritaður að vísu ekki fullyrt hvort fórnarlamb bar- smíðanna, umræddur Ítali, er starfsmaður ofan úr Kára- hnjúkavirkjun. Ekki er þó óeðli- legt að álykta sem svo. Eru slags- mál sem þessi víst ekki einsdæmi. Heimildarmenn fyrir austan segja mér að hópur starfsmanna Impregilo komi jafnan niður af há- lendinu á laugardagskvöldum til að gera sér glaðan dag á Egilsstöðum – og/eða á sunnudagseftir- miðdögum en þá sitja þeir gjarnan drykklanga stund á Cafe Nielsen. Eru yfirmenn Impregilo að vísu sagðir gera sitt besta til að koma í veg fyrir að of margir haldi niður til byggða. Þeir vilja fyrirbyggja öll vandræði. Ekki er um marga kosti að velja á laugardagskvöldunum: menn geta brugðið sér á ball á Hótel Valaskjálf eða heimsótt krárnar tvær, Nielsen og KHB. Óhjá- kvæmilega eiga þessir menn þar samskipti við heimafólk. Eftir því sem næst verður kom- ist eru engin dæmi um að þessir menn hafi hagað sér illa í þessum bæjarferðum, a.m.k. ekki þannig að til sérstakra tíðinda geti talist. Þessir menn vinna erfiðisvinnu, þeir eru lúnir og vilja gjarnan fá sér einn öl eða svo. Kannski spjalla við kvenfólkið. Stundum verða þeir fullir. Þetta er ekki í frásögur fær- andi. Það er ekki nema lógískt að mennirnir uppi á fjalli vilji komast úr einangruninni, þegar til þess gefst tækifæri. En þrátt fyrir að ekki hafi komið til alvarlegra árekstra má greina að undir niðri hafa þrátt fyrir allt sumir áhyggjur af þessum fé- lagslega þætti: þessum vinkli sem snýr að samskiptum útlending- anna og heimamannanna. Sum- partinn er sjálfsagt um fordóma að ræða – en sumpartinn er sjálfsagt eðlilegt að menn vaki yfir stöðu mála. Augljóst er að sumar mæður (og feður) ungra stúlkna hafa sér- stakar áhyggjur. Þetta staðfestir sagan af balli sem haldið var á Hót- eli Valaskjálf 3. október sl. Þetta föstudagskvöld var haldið ung- lingaball en á laugardagskvöldinu var ball fyrir fullorðna, átján ára og eldri. Auglýsing sem birtist í tengslum við ballið greindi ekki sérstaklega á milli unglingaballsins og ballsins sem haldið var á laugardeginum. Voru í auglýsingunni kynntir til sögu reykvísku diskótekararnir, sem héldu ballið. Undir nöfnum þeirra stóð: „Sveittar og sexý gógó-gellur (erótísk leikföng). Djöfullegur fordrykkur í boði klukkan eitt.“ Aðgreiningin á milli atburðanna tveggja var óskýr á auglýsingunni, þ.e. álykta mátti að „skemmti- atriðin“ sem boðuð voru á auglýs- ingunni myndu einnig vera í boði á föstudeginum. „Það táknaði það bara að það fór allt á annan end- ann,“ segir heimildarmaður minn. Þarna væri augsýnilega verið að stuðla að vændi. Aðrir lásu út úr auglýsingunni að þarna væri verið að falbjóða ungar austfirskar stúlkur „þessum kynhungruðu karlmönnum uppi í fjalli“, eins og einhver áhyggjufull móðir mun hafa tekið til orða. Málið olli mikl- um úlfaþyt og var ákveðið að senda félagsmálafulltrúa bæjaryfirlda á staðinn á föstudeginum til að fylgj- ast með því að allt færi vel fram. Lögreglan var jafnframt með við- búnað. Auðvitað var um hysteríu að ræða og ekki kom til neinna vand- ræða: verkamennirnir koma nefni- lega ekki niður af hálendi á föstu- dagskvöldum, eins og áður kom fram. Þessi uppákoma staðfestir hins vegar að í félagsfræðilegum skilningi verður afar áhugavert að fylgjast með framgangi mála. Ástand á Austurlandi? Það gefur auga leið að þegar sex hundruð (senn tólf hundruð) erlendir karlar flytja til svæðis eins og Austur- lands […] má vænta einhverra félagslegra árekstra […] VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is SÚ ákvörðun fráfarandi stjórn- ar Heimdallar, undir forystu Magnúsar Þórs Gylfasonar, að fresta afgreiðslu nýskráninga fyrir aðalfund félagsins, sem haldinn var hinn 1. október síð- astliðinn, hefur vakið þónokkra um- ræðu undanfarið. Mest hefur þar borið á stóryrtum yfirlýsingum framboðs Bolla Thor- oddsen og hans stuðningsmanna. Gífuryrðin hafa ekki verið spöruð, en minna hefur borið á málefna- legum málflutningi. Það verður að segjast eins og er að árásirnar gegn félaginu, og Magnúsi Þór persónulega, hafa verið einkar ómaklegar. Laugardaginn 25. október birti Magnús Þór ítarlega grein í Morgunblaðinu um málið, þar sem farið er á skilmerkilegan hátt yfir aðdraganda og nið- urstöðu málsins. Þessi grein er holl lesning öllum þeim sem vilja kynna sér staðreyndir málsins, sem því miður hafa verið lítt áber- andi í málflutningi þeirra sem hafa gagnrýnt Magnús Þór og hans stjórn hvað mest að und- anförnu. Ekki hefur staðið á viðbrögðum stuðningsmanna Bolla Thoroddsen við grein Magnúsar Þórs, en strax á laugardeginum birtist hörð gagnrýni á greinina á vefritinu deiglan.com, sem hefur jafnan ver- ið fyrst til að birta allar þær ótrú- legu ásakanir sem bornar hafa verið á Magnús Þór og fleiri. Í þetta skiptið hefjast ásakanirnar á útúrsnúningi úr grein Magnúsar: „Hver hefði viljað bera ábyrgð á því að hafa hleypt hundruðum manna inn í félagið daginn fyrir aðalfund.“ Þessi stórmerkilegu ummæli Magnúsar Þórs Gylfason- ar, fyrrverandi formanns Heim- dallar, var að finna í Morg- unblaðinu þann 25. október 2003.“ Þeir sem hafa lesið grein Magn- úsar Þórs vita hins vegar mætavel að setningin í fullri lengd hljóðar svo: „Hver hefði viljað bera ábyrgð á því að hafa hleypt hundruðum manna inn í félagið daginn fyrir aðalfund, sem vildu ekki vera þar, þar á meðal trúnaðarmenn í ung- liðahreyfingum Samfylking- arinnar, Framsóknarflokksins og VG, en hefðu engu að síður mætt til að velja forystu í félaginu og líklega haft veruleg áhrif á at- kvæðamagn annars frambjóðand- ans?“ En Deiglan var ekki hætt að hagræða sannleikanum. Annarri tilvitnun var skellt fram og hneykslan pistlahöfundar Deigl- unnar er augljós: „Ljóst er að ungt fólk var með skipulegum hætti hvatt til að skrá sig í félagið, taka þátt í kosning- unni á aðalfundinum.“, segir fyrr- verandi formaður félagsins jafn- framt eins og um stóralvarlegt mál sé að ræða.“ Setningin í grein Magnúsar var hins vegar: „Ljóst er að ungt fólk var með skipulegum hætti hvatt til að skrá sig í félagið, taka þátt í kosning- unni á aðalfundinum og yrði svo skráð úr félaginu aftur um leið og aðalfundi lyki.“ Maður hlýtur að spyrja sig; hversu langt er fólk eiginlega tilbúið að teygja sig til að koma höggi á Magnús Þór? Það er at- hyglisvert að ekki er minnst einu orði á allar þær staðreyndir sem Magnús Þór tiltekur í grein sinni, svo sem eins og hvernig smala átti hundruðum fólks á ólöglegan hátt inn í félagið, og að meðal þeirra sem smalað var hafi verið for- ystumenn í ungliðahreyfingum allra hinna stóru flokkanna! Er virkilega ekkert athugavert við það að fólk sem ekki styður Sjálf- stæðisflokkinn, þar á meðal stjórnarmenn og aðrir trún- aðarmenn í ungliðahreyfingum Samfylkingar, Framsóknar og Vinstri-Grænna mæti á aðalfund Heimdallar og taki þátt í að kjósa þar stjórn félagsins? Er ekkert at- hugavert við það að fólk sem er beinlínis að vinna gegn hags- munum Sjálfstæðisflokksins og Heimdallar kjósi þar fólk til for- ystu? Þetta er ekki bara al- gjörlega siðlaust heldur er hér um gróf brot á lögum og reglum Heimdallar að ræða. Maður hlýtur að spyrja sig hversu góðan málstað þeir hafa að verja, sem grípa ávallt til órök- studdra gífuryrða og útúrsnún- inga, en forðast allar staðreyndir sem heitan eldinn? Allavega ekki nógu góðan til þess að þeir treysti sér til að verja sinn málstað á málefnalegan hátt. Óboðlegur málflutningur Deiglunnar Eftir Hjörleif Pálsson Höfundur situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna og í stjórn Félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 294. tölublað (30.10.2003)
https://timarit.is/issue/251785

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

294. tölublað (30.10.2003)

Aðgerðir: