Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 47 Alltaf á laugardögum Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 500 kr.* Almennt verð er 1.689 kr. Pantanafrestur er til kl. 12.00 á föstudögum. *5 línur; tilboðið gildir til 31. desember 2003. Hafðu samband! Auglýsingadeild Morgunblaðsins, sími 569 1111 eða augl@mbl.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 21 22 0 0 9/ 20 03 FIFA, Alþjóðaknattspyrnu- sambandið, hefur komist að þeirri niðurstöðu að gömul sýni úr lyfja- prófum leikmanna úr röðum FIFA verði ekki könnuð á ný í kjölfarið á tilkomu hins nýja steralyfs, THG. Talsmenn FIFA segja að laga- legar ástæður séu fyrir ákvörðun sinni. Lögfræðingar FIFA telja sig ekki hafa heimild til þess að skoða sýnin. FIFA fundaði í gær í Sviss þar sem tekin verður ákvörðun um hvort FIFA tekur upp sömu reglur hvað lyfjaeftirlit varðar og eru í gildi hjá alþjóðaólympíunefndinni, IOC. Hins vegar getur FIFA lítið að- hafst vegna THG þar sem öll lyfja- próf á þeirra vegum eru eyðilögð eftir 30 daga. FIFA mun bíða átekta RIO Ferdinand varnarmaður Man- chester United og enska landsliðs- ins var í gær ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir að mæta ekki í lyfjapróf sem hann var boðaður í þann 23. september síð- astliðinn. Ferdinand bar við að hann hefði gleymt að mæta í lyfja- prófið þar sem hann stóð í flutn- ingum en hann gekkst undir lyfja- prófið 36 klukkustundum síðar og stóðst það. Ferdinand hefur tveggja vikna frest til að svara ákærunni en lík- legt þykir að mati sérfræðinga sem enskir fjölmiðlar ræddu við í gær að refsing Rio Ferdinands verði fjársekt en ekki keppnisbann. Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, fylgist grannt með málinu en það hefur þrýst á enska knatt- spyrnusambandið að taka hart á málinu en hámarksrefsing fyrir mál af þessum toga getur orðið tveggja ára bann. Ferdinand ákærður Evrópumeistarar Svía í handknatt-leik karla lögðu Þjóðverja, 30:25, í fyrsta leiknum í risabikarkeppninni, Supercup, sem hófst í Leipzig í Þýska- landi í gær. Svíar höfðu undirtökin nær allan tímann. Þeir höfðu tveggja marka forskot í hálfleik, 16:14, en Þjóðverjum tókst að jafna metin í 17:17 en Svíar með Marcus Alhm í broddi fylkingar voru sterkari á enda- sprettinum og fögnuðu sigri fyrir framan 3.300 áhorfendur sem fylgdust með leiknum í Leipzig. Ahlm, sem leikur með Kiel, var markahæstur í liði Svía með 9 mörk og Martin Boqvist skoraði 4. Gömlu brýn- in Magnus Wislander og Staffan Ols- son voru í liði Svía, Wislander skoraði eitt mark og Olsson tvö. Christian Schwarzer línumaðurinn sterki hjá Lemgo var atkvæðamestur í liði Þjóðverja með 6 mörk og félagi hans liði Lemgo, Florian Kehrmann, skoraði 4. Rússar eru þriðja liðið í A-riðli en þeir áttu frí í gær. Í B-riðli báru heims- meistarar Króata sigurorð af Frökk- um, 23:22. Blazenko Lakovic var at- kvæðamestur í liði Króata með 5 mörk en hjá Frökkum var Jarome Fernand- ez leikmaður Barcelona markahæstur með 9 mörk. Spánverjar eru þriðja lið- ið í B-riðli. Þá lögðu Danir lið Ungverja, 35:29, í æfingaleik í Silkeborg, Sören Stryger leikmaður Flensburg í Þýskalandi skoraði 10 mörk fyri Dani og þeir Lars Krohg Jeppesen og Lasse Boesen 4 hver en Richard Mezei skoraði 7 fyrir Ungverja. Morgunblaðið/Sverrir Ramune Pekarskyte skoraði 10 mörk fyrir Hauka í leik liðsins gegn Fram í 8 liða úrslitum bikar- keppni kvenna, SS-bikarkeppninni, í gærkvöldi. Hér fer hún framhjá Elísu Ósk Viðarsdóttur úr liði Fram. Harpa Melsted fylgist með álengdar en Haukar höfðu betur, 30:20. FH og ÍBV tryggðu sér einnig sæti í undanúrslitum í gærkvöldi. FH vann Fylki/ÍR 28:15 og ÍBV lagði Stjörnuna í Eyjum 28:24. FH 2 og Grótta/KR leika í kvöld í Kaplakrika um sæti í undanúrslitunum. Svíar skelltu Þjóðverjum í Leipzig Í GÆRKVÖLDI var dregið til fjórðu umferðar í ensku deild- arbikarkeppninni í knattspyrnu. Eiður Smári Guðjohnsen og fé- lagar hans í Chelsea drógust á móti Reading, liði Ívars Ingi- marssonar, á heimavelli og Wolv- es, sem Jóhannes Karl Guð- jónsson leikur með, sækir Arsenal heim á Highbury, en fastlega má reikna með að Ólafur Ingi Skúlason verði áfram í leik- mannahópi Arsenal í keppninni. Drátturinn varð annars þessi: Aston Villa – Crystal Palace Reading – Chelsea Tottenham – Manch. City Southampton – Portsmouth Liverpool – Bolton WBA – Manch. Utd. Arsenal – Wolves Middlesbrough – Everton Ívar mætir Eiði Smára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.