Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 37 ✝ Jósef EinarMarkússon húsa- smíðameistari fædd- ist á Sæbóli í Aðalvík hinn 12. nóvember 1923. Hann lést á heimili sínu í Kópa- vogi 21. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Markús Kristján Finnbjörns- son, útgerðarmaður í Aðalvík, f. 3.3. 1885, d. 11. 3. 1972, og Herborg Árna- dóttir húsfreyja, f. 30.4. 1885, d. 15.1. 1934. Systkini Jósefs eru: Marta, f. 1.1. 1909; Kristín, f. 10.12. 1912, d. 31.3. 1997; Jón Tómas, f. 30.11. 1915, d. 11.3. 1989; Ingileif Guð- björg, f. 23.4. 1918, d. 8.8. 1976; Áslaug Sigríður, f. 1.8. 1921, d. 31.1. 1993; og Sigurður, f. 1.11. 1927. Jósef var tekinn í fóstur á fyrsta ári af hjónunum Kristjönu Benediktu Jósefsdóttur, f. 23.12. 1898, d. 18.5. 1975, húsfreyju, og Betúel Jóni Betúelssyni, f. 17.4. 1897, d. 6.3. 1980, bónda á Görðum í Aðalvík. Jósef á fimm yngri upp- eldissystkini. Þau eru: Anna, f. 14.12. 1924, d. 24.9. 2003; Ingi- björg, f. 27.2. 1926; Margrét Dóróthea, f. 14.5. 1928, d. 17.4. 1958. Þeirra börn eru Jóhanna og Kristjana. 5) Arndís Sveina, f. 23.3. 1958, sambýlismaður hennar er Sverrir Geirmundsson, f. 26.8. 1952. Börn hennar með Lárusi Jónssyni eru Unnur og Andrés. 6) Markús Betúel, f. 16.12. 1969, kvæntur Aðalheiði Lilju Úlfars- dóttur, f. 1.2. 1979. Þeirra barn er Karítas Kristel. Í þessum systkina- hópi er einnig talin bróðurdóttir Magneu, Arndís Björg Smáradótt- ir, f. 27.11. 1957. Sambýlismaður hennar er Gísli Georgsson, f. 27.12. 1954. Barn hennar með Jóni Þresti Hlíðberg er Smári. Jósef ólst upp á Görðum í Að- alvík við almenn sveitastörf. Strax á fermingaraldri fór hann til sjós. Í fyrstu var hann á bátum frá Að- alvík og Ísafirði en um nítján ára aldur fór hann til Vestmannaeyja og stundaði þar sjómennsku. Á stríðsárunum sigldi hann meðal annars fjölda ferða til Englands með Helga frá Vestmannaeyjum. Jósef fluttist síðar til Reykjavíkur og vann ýmis verkamannastörf. Um þrítugt hóf Jósef nám í húsasmíði og lauk meistaranámi í þeirri iðn. Hann vann lengi við húsasmíðar í Hafnarfirði og síðar til fjölda ára hjá Trésmíðaverk- stæði Reykjavíkurborgar. Þar fékkst hann meðal annars við end- urgerð gamalla húsa á vegum Reykjavíkurborgar svo sem Við- eyjarstofu og á Árbæjarsafni. Útför Jósefs fer fram frá Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 1999; Betúel, f. 6.7. 1930; og Sturla Jósef Beck, f. 27.5. 1932, d. 4.8. 1997. Fyrri kona Jósefs var Guðrún Þorgeirs- dóttir. Sonur þeirra var Þorgeir Sturla, f. 2.9. 1944, d. 19.11. 1971. Sonur Þorgeirs Sturlu með Hildi Dagsdóttur er Víðir. Börn hans eru Hildur Ósk og Þorgeir Sturla. Jósef og Guð- rún skildu. Hinn 15. nóvember 1952 kvæntist Jósef Magneu Bjarneyju Sigurjónsdóttur, f. 21.6. 1930, d. 13. nóvember 2001. Börn þeirra eru: 1) Arnar, f. 30.4. 1951, kvæntur Margréti Tómasdóttur, f. 6.12. 1950. Sonur Arnars með Þóru Sigurþórsdóttur er Sigur- þór. Börn hans eru Amalía Arna og Róbert Daði. 2) Hrafnhildur Rebekka, f. 23.8. 1952, gift Þorleifi Thorlacius Finnssyni, f. 25.3. 1951. Þeirra börn eru Una og Auður. 3) Helga Jóhanna, f. 26.2. 1954, gift Guðna Marís Guðmundssyni, f. 1.4. 1947. Þeirra börn eru Berglind Björk, Guðrún Magnea og Sóley Rut. 4) Jósef Smári, f. 27.9. 1955, kvæntur Elin Jeppesen, f. 28.10. Elskulegur tengdafaðir minn er látinn, saddur lífdaga. Síðustu fjór- tán árin hefur hann átt við veikindi að stríða sem hafa reynst honum erfið. Ég átti samleið með honum í rúm tuttugu og sex ár. Mér er minnisstætt þegar verið var að byggja húsið á Görðum í Að- alvík, það er byggt á gamla grunn- inum á æskuheimili hans. Sumarið 1980 var farið með fyrsta efnið, verkfæri og kost. Steinhúsið feng- um við lánað sem samastað og var það þannig þar til hægt var að gista og elda á Görðum. Mikil vinna var að flytja allt efni úr fjörunni og upp að Görðum, allt á fótinn. Mannskapnum var skipt í hópa, flutningshóp og hreinsunarhóp, því nóg var að hreinsa, hvönn og annan gróður ásamt ýmsu öðru. Svo sáu systurnar úr Görðum og tengda- móðir mín um matseld. Jósef húsasmíðameistari var í broddi fylkingar við allt sem við- kom byggingunni. Þarna í heima- högum kynntist ég honum vel, hann var ljómandi af gleði og ánægju að vera kominn heim. Þannig var það alltaf þegar talað var um Aðalvík. Húsið á Görðum var byggt á tveimur sumrum, síðan var innréttað eldhús og tvö her- bergi niðri og stofa uppi. „Húsið á hólnum“ var líka byggt og þar var snyrtiaðstaða, sem nú er búið að flytja inn í viðbyggingu. Þetta var mjög skemmtilegur tími, hver og einn hafði sitt verk að vinna undir öruggri stjórn meist- arans. Hangs og slór var ekki í boði, hér var mikið verk að vinna. Í lok hvers vinnudags sátum við tvö saman og þú sagðir mér hvað hafði verið unnið um daginn og ég skrif- aði vinnudagbók. Þannig að allt er til skrifað um byggingu og fram- kvæmdir á Görðum. Við yngra fólk- ið sváfum í tjöldum en eldra fólkið í Steinhúsinu. Að hafa fengið að taka þátt í byggingu þessa draumastað- ar eru forréttindi. Jósef, takk fyrir mig, þarna varst þú alltaf svo glað- ur og ánægður, þú varst heima. Við Addi fengum aðra dellu, sem þú skildir ekki, þegar búið var að byggja húsið. Við eignuðumst jeppa og ferðuðumst um hálendi Ís- lands í nokkur sumur. Svo fengum við okkur tjaldvagn og í kjölfarið veiðidellu. Þannig að við fórum ekki í Aðalvík í ein tíu til tólf ár en erum nú aftur komin á það stig að fara í Aðalvík. Eftir að Maggý dó fyrir tæpum tveimur árum fór Addi til þín á hverjum degi fram að því að við vorum að komast í tímaþröng með flutninga í Grafarholt. Eftir það kom hann við þegar hann var á ferðinni og við komum til þín í há- degi á laugardögum. Núna undan- farna mánuði hafið þið pabbi komið í mat á fimmtudagskvöldum. Svo þegar klukkan fór að nálgast átta var það fastur liður að þú spurðir: „Á að gista hérna?“ Þeir verða tómlegri þessir fimmtudagar í framtíðinni. Í maí á þessu ári fórum við til Danmerkur í ferminguna hennar Kristjönu, dóttur Smára. Þú varst þar í hálfan mánuð en við í fjóra daga. Mikið voru það ánægjulegar stundir og gaman að hafa verið með þér í þessari ferð. Þú hefðir orðið áttræður hinn 12. nóvember nk. og var búið að ákveða að halda afmælið heima hjá okkur Adda, fyrir börnin þín og fjölskyldur, systkini og maka. Því miður verður ekki af þeirri gleði- stund. Þakka þér, elsku Jósef, fyrir allt sem þú hefur verið mér. Hvíldu í friði. Þín tengdadóttir, Margrét. JÓSEF EINAR MARKÚSSON Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT EINARSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, áður Einigrund 28, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstu- daginn 31. október kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á dvalarheimilið Höfða. Valgerður Guðleifsdóttir, Júlíus Heiðar, Einar Guðleifsson, Sigrún Rafnsdóttir, Sólrún Guðleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra, ÁSTA MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR, sem lést fimmtudaginn 23. október, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun, föstu- daginn 31. október, kl. 13.30. Björg Kjartansdóttir, Freysteinn G. Jónsson, Magnús Þórðarson, Þórður Áskell Magnússon, Dóra Henriksdóttir, Ásta Bjarnadóttir. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTINS FRIÐBJÖRNS ÁSGEIRSSONAR (Dengsa), Hringbraut 128C, Keflavík, áður til heimilis á Ísafirði. Sérstakar þakkir til allra stúlknanna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Kiwanismanna í Keflavík og Ísafirði og Einars í Merkiprenti í Keflavík. Lína Þóra Gestsdóttir, Páll Þór Kristinsson, Ólafía Halldórsdóttir, Ásgeir Haraldur Kristinsson, Julie Kristinsson, Ingibjörg Lára Kristinsdóttir, Per Kristinsson, Ásta Guðríður Kristinsdóttir, Friðbert Jón Kristjánsson, Kristinn Þór Kristinsson, Hafrún Ebba Gestsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURLÍNAR ÁGÚSTSDÓTTUR, Hringbraut 15, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks St. Jósefsspítala Hafnarfirði, hjúkrunarþjónustu Karitasar og deildar 11G á Landspítala við Hringbraut. Gústaf Magnússon, Jóna Þórunn Vernharðsdóttir, Alfreð Guðmundsson, May R. Opina, Lilja Ágústa Guðmundsdóttir, Ingólfur Sverrisson, Guðmundur Gunnar Guðmundsson, Steinunn Jónsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Ragnheiður Birna Kristjánsdóttir, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, Atli Þór Ólason, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GARÐAR JÓNSSON fv. skógarvörður, Hlaðavöllum 8, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugar- daginn 1. nóvember kl. 11.00 Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að láta líknarfélög njóta þess. Móeiður Helgadóttir, Anna Garðarsdóttir, Þorvarður Örnólfsson, Helgi Garðarsson, Kristín Ólafsdóttir, Haukur Garðarsson, Ragnhildur Guðrún Guðmundsdóttir og barnabörnin. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA R. KRISTJÁNSDÓTTIR frá Ísafirði, Kaplaskjólsvegi 29, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 23. október, verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 31. októ- ber kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarfélög. Kristján Jóhannsson, Elísabet Stefánsdóttir, Anna J. Hedegaard, John Hedegaard, Droplaug Jóhannsdóttir, Elín Jóhannsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Sigurður J. Jóhannsson, Kristín G. Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Kærar þakkir og kveðjur til allra, sem hafa sýnt okkur samhug við andlát og útför sambýlis- konu minnar, móður, tengdamóður, dóttur, systur og mágkonu, ÞORGERÐAR SIGURÐARDÓTTUR myndlistarmanns, sem lést þriðjudaginn 4. október á Land- spítalanum Hringbraut. Ólafur H. Torfason, Jón Gunnar Gylfason, Solveig Edda Vilhjálmsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Aðalbjörg Halldórsdóttir, Steinunn S. Sigurðardóttir, Ingólfur S. Ingólfsson, Halldór Sigurðsson, Ester Hjartardóttir, Guðmundur Sigurðsson, Sigrún Kristjánsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Bragi Guðmundsson. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.