Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 15 ÞEGAR Moses Watson, fjórtán ára piltur í Líberíu, fær martröð hleyp- ur hann frá fremstu víglínu og fær byssukúlu í magann. „Allar garn- irnar fara úr mér,“ segir Moses lág- um rómi og horfir á gólfið. „Ég dó. Ég bið Guð að fyrirgefa mér.“ Moses, eins og þúsundir annarra barna, á nú í sálarstríði vegna þess sem hann gerði og sá í borgara- styrjöldinni í Líberíu þegar full- orðnir stjórnarhermenn létu hann neyta maríjúana og krakks og neyddu hann til að berjast með vél- byssu sem var stærri en hann sjálf- ur. Og hann veit ekki hvað verður um hann næst. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna segja að allt að 10.000 börn hafi barist í stríðinu sem stóð í þrjú ár og var lokahrinan í fjórtán ára átökum sem kostuðu yfir 200.000 manns lífið. Sumir í hernum frá fimm ára aldri Líberíumenn vonast til þess að geta byggt landið upp að nýju nú þegar Charles Taylor, fyrrverandi forseti og stríðsherra, er í útlegð í Nígeríu. Gyude Bryant verður leið- togi landsins fram að kosningum árið 2005 og innan skamms verður friðargæsluliðið þar hið fjölmenn- asta í heiminum á vegum Samein- uðu þjóðanna, skipað alls 15.000 hermönnum. Endurhæfing barn- anna, sem börðust í stríðinu, er að- eins eitt af fjölmörgum verkefnum sem takast þarf á við. Yngstu börn- in eiga að ganga í skóla sem ráðgert er að hefji starfsemi 3. nóvember, um leið og þeir fá nægar birgðir af námsgögnum. Mörg barnanna eru mjög ung þar sem sum þeirra voru aðeins fimm ára þegar þau voru tekin í her Charles Taylors. Drengjahersveit- irnar voru í miklum metum hjá yf- irmönnum hersins vegna skilyrðis- lausrar hlýðni þeirra og grimmdar sem rekja má til þess að börnin voru of ung til að gera sér grein fyr- ir þjáningum annarra og gera greinarmun á réttu og röngu. „Sum barnanna hafa verið svo lengi í hernum að þau þurfa sér- staka athygli,“ sagði Cyrille Niam- eogo, starfsmaður Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Monróvíu, höfuðborg Líberíu. Hann bætti þó við að fáir gætu hjálpað börnunum þar sem ekki væri algengt að fólk sérhæfði sig í því að aðstoða her- menn á barnsaldri. Moses býr nú með 22 öðrum fyrr- verandi hermönnum og fimmtán börnum sem fundust á götunum, en þau eru öll á aldrinum 11 til 18 ára. Líberísk hjálparstofnun rekur heimili þeirra, með hjálp alþjóð- legra samtaka, í lágreistu og stein- steyptu húsi við moldarveg á bak við útimarkað í einu úthverfa Monróvíu. Þar fá börnin máltíðir og þeim er kennt að lesa og skrifa. Drengirnir leika knattspyrnu í bakgarði heimilisins og börn sem búa í nágrenninu safnast saman við hliðarlínurnar. Þau halda á sykur- reyr, þykjast hleypa af vélbyssum á drengina og hlaupa síðan flissandi í burtu. „Þetta eru ekki erfiðir strákar, heldur börn sem eiga við erfiðleika að hetja og þarfnast hjálpar,“ sagði Allen Lincoln, starfsmaður líber- ískrar hjálparstofnunar. Hún að- stoðar einnig piltana við að hefja nám í trésmíði, bílaviðgerðum eða múraraiðn. Með kýrhorn sér til verndar Moses er frá grannríkinu Síerra Leóne og líberískir hermenn tóku hann til fanga við landamærin þeg- ar hann var tíu ára. „Í fyrstu var ég hræddur,“ sagði hann um fyrsta bardagann sem hann tók þátt í. „En þegar ég sá vin minn hefja skothríð varð ég hugrakkur. Ég var hug- rakkur maður.“ Hann segist eitt sinn hafa þurft að hörfa með vinum sínum en yf- irmaður þeirra hafi skotið að þeim og neytt þá til að halda áfram að berjast. Einn af bestu vinum Moses beið bana þegar þeir gengu hlið við hlið á vígvellinum. „Hann var skotinn í magann,“ sagði hann. „Maginn sprakk.“ Moses fann kýrhorn og taldi að í því byggi töframáttur sem myndi vernda hann á vígvellinum. Hann fyllist allt í einu eldmóði þegar hann segir frá kýrhorninu, stendur upp og sýnir hvernig hann veifaði því til að bægja frá sér sprengjum. „Ég tók þær upp og kastaði þeim til baka.“ Moses hefur ekki séð móður sína í fjögur ár og veit ekki hvort hún er enn á lífi. Hann vill fara heim til sín en óttast að uppreisnarmenn í grennd við Monróvíu nái honum. Reynt að hjálpa börn- um sem börð- ust í Líberíu Monróvíu. AP. AP Moses Watson, fjórtán ára fyrrverandi hermaður (fyrir miðju), leikur við vini sína á heimili fyrir börn sem börðust í stríðinu í Líberíu. Hann hefur ekki séð móður sína í fjögur ár og veit ekki hvort hún er enn á lífi. ’ Hermenn létuhann neyta eitur- lyfja og neyddu til að berjast með byssu sem var stærri en hann sjálfur. ‘ VÍSINDAMENN segja að gasský, sem myndaðist við mikið sólgos í gær, hafi borist til jarðar og valdið miklum segulstormi sem síðan hafi dvínað snögglega. Olli stormurinn miklum truflunum í segulsviði jarð- ar, en vegna þess að skilyrði voru hagstæð vöruðu þær truflanir ekki lengi. Norðurljós sáust víða á jörð- inni í nótt. „Það stefnir beint á okkur eins og flutningalest,“ sagði John Kohl, stjarneðlisfræðingur við Harvard- Smithsonian-stjarneðlisfræðimið- stöðina í Cambridge í Massachus- etts. „Þau gerast ekki öflugri.“ Við sólgos þeytast gas og hlaðnar eindir út í geiminn frá sólkórón- unni, sem er ysta lag lofthjúps sól- arinnar. Fólki stafar ekki hætta af sólgosum, en þau geta slegið út raf- veitukerfum. Fyrst var varað við þessu í síð- ustu viku þegar stjörnufræðingar komu auga á annað gos á sólinni, en nokkru síðar sáu þeir nýtt sól- blettasafn vera að myndast annars staðar á sólinni. Skömmu fyrir klukkan 11 á þriðjudag sáu stjörnu- fræðingar þriðja stærsta sólgos sem greinst hefur frá því byrjað var að fylgjast reglulega með sólinni fyrir aldarfjórðungi. Þetta var öfl- ugasta sprenging sem mælst hefur frá árinu 2001, en sú sprenging var sú öflugasta frá árinu 1989. Mikil umbrot eru á yfirborði sól- arinnar um þessar mundir og margir stórir sólblettir sjást þar. Búist er við fleiri sólgosum og trufl- unum af þessum sökum á næstunni. Búist við fleiri sól- gosum Denver. AP.                                                    !" """  #$%&'( % )%(*+& ,& -.+/-)'&' 0      1$..*23'% 1/4&(4% '(*'%        .'-/+(      -                              -      5  6   7     ,                       8 """     !             "     #  $ %     % !         -   9      &! "    $ '  ()* ( (+ ( (, ( -. - .  (    #        6  #         7       :             FJÖLMIÐLAR í Þýskalandi telja að svo geti farið að mál ákæruvaldsins gegn fjórum hryðjuverkamönnum í hópi í Hamborg, sem sagður er hafa tekið þátt í að undirbúa árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001, tap- ist. Ástæðan er meint ósamkvæmni í framburði vitna, sem saksóknarar hafa leitt fram, og ákærunni sjálfri. Einn liðsmanna Hamborgarhóps- ins, Marókkómaðurinn Mounir el Motassadeq, var dæmdur sekur þeg- ar í febrúar. Mennirnir eru í ákæru- skjalinu sakaðir um að hafa árið 1999 skipulagt ásamt öðrum árásirnar á Bandaríkin og veitt nokkrum af til- ræðismönnunum 19, þ. á m. Mo- hammed Atta, margvíslega aðstoð. Hafi undirbúningur hafist áður en liðsmenn hópsins fóru í þjálfunar- búðir al-Qaeda í Afganistan í árslok 1999. Vitnisburður Fromms En yfirmaður þýsku leyniþjónust- unnar, Heinz Fromm, sagði í yfir- heyrslum á föstudag að liðsmenn Hamborgarhópsins hefðu ekki flækst í undirbúning tilræðisins fyrr en í ferðinni til Afganistan. Verjandi Abdelghanis Mzoudis, Marokkómanns sem er sakaður um að hafa hjálpað Hamborgarhópnum, fór þegar fram á að honum yrði sleppt úr haldi. „Saksóknarar sam- bandslýðveldisins hafa byggt mál- sókn sína á því að árásin [11. sept- ember] hafi verið skipulögð árið 1999 í Hamborg og sé það rangt hvaða hald er þá í hinum ákærunum gegn Mzoudi?“ spurði verjandinn, Guel Pinar. Beiðni hans var samt hafnað og sögðu dómarar að eftir sem áður lægi Mzoudi undir sterkum grun um að hafa árum saman verið í nánu sambandi við hryðjuverkahópinn. Sérfræðingur segir enga ósamkvæmni á ferð Tímaritið Der Spiegel segir að umrædd ósamkvæmni sanni alls ekki að þeir el Motassadeq og Mzoudi séu saklausir. En hins vegar geti nú orðið erfiðara en ella að sanna sekt þeirra og fá þá dæmda. Kai Hirschmann, sérfræðingur í bar- áttu gegn hryðjuverkum, er á öðru máli og segir að ekki sé í reynd um neina ósamkvæmni að ræða. Þótt sakborningarnir hafi fengið fyrir- mæli í Afganistan síðla árs 1999 af- sanni það alls ekki staðhæfingar sak- sóknara um að mennirnir hafi um sumarið þegar myndað al-Qaeda- hóp sem hafi haft að markmiði að ráðast á Bandaríkin. Máli gegn al- Qaeda-liðum klúðrað? Bent á ósamkvæmni í ákærum gegn hryðjuverkamönnum í Hamborg Berlín. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.