Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 51 Nýr og betri Sýnd kl. 6, 8 og 10  Kvikmyndir.com Skonrokk FM909 HJ MBL „Snilldarverk“ HK DV „Brjálæðisleg Kvikmynd“ www .regnboginn.is Hverfisgötu  551 9000 BRJÁLUÐ BÍÓUPPLIFUN! Sýnd kl. 6, 8.30 og 11. B.i. 16. „Frábær mynd“ Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 12. Stórkostlegur vestri frá Kevin Costner leikstjóra DANSAR VIÐ ÚLFA Sýnd kl. 6, 8 og 10.  ÞÞ FBL Yfir 15000 gestir TOPP MYNDINÁ ÍSLANDI! Ein magnaðasta heimildarmynd seinni ára! ÞÞ FBL  HK DV  DV  Kvikmyndir.com  SV MBL  HK. DV SKONROKK 90.9  Kvikmyndir.isi i .i  SV MBL . OPEN RANGE www.laugarasbio.is 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Sýnd kl. 6. Bara sýnd um helgar Sýnd kl. 6. Með ísl tali Miða verð kr. 50 0 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. OPEN RANGE  Kvikmyndir.com Skonrokk FM909 HJ MBL „Snilldarverk“ HK DV „Brjálæðisleg Kvikmynd“ BRJÁLUÐ BÍÓUPPLIFUN! „Frábær mynd“  ÞÞ FBL TOPP MYNDINÁ ÍSLANDI!  DV  Kvikmyndir.com Stórkostlegur vestri frá Kevin Costner leikstjóra DANSAR VIÐ ÚLFA Yfir 15000 gestir Stærsta grínmynd ársins! FORSÝNING Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 12. Forsýnd í kvöld kl. 10. Miðasala opnar kl. 17.00. Tryggðu þér miða í tíma! Þú deyrð úr hlátri enn og aftur! Stærsta október opnun allra tíma í USA!  ARI Í ÖGRI: Óskar Einarsson trúba- dor föstudag.  ÁRNAGARÐUR: Heimild- armyndahátíð Gagnauga: Fimmtudagur, kl. 19:30 What I’ve learned about US foreign policy. Sýnd í stofu 301. 200 kr. inn. www.- gagnauga.net.  ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dansleikur með hljómsveitinni Þúsöld laugardag kl. 23. Patreksfirðingar fjölmenna.  BIG BEN, Jafnaseli: Idol-partí föstu- dag. Dúettinn Handverk laugardag.  BORG, Grímsnesi: Guðrún Gunn- arsdóttir syngur lög af plötu sinni Óður til Ellýjar laugardag.  BFR, Seljavegi 2: Brettamót á fimmtudag. Hefst kl. 18. Keppt í tveim- ur flokkum, 15 ára og yngri og eldri.  BÚÁLFURINN, Hólagarði, Breið- holti: Hermann Ingi jr. föstudag.  CACTUS, Grindavík: Gilitrutt föstu- dag.  CAFE CENTRAL, Pósthússtræti 17: Ragnheiður Gröndal og hljómsveit fimmtudag.  CAFÉ DILLON: Dj. Eiki föstudag.  CATALÍNA: Halli Reynis föstudag.  CELTIC CROSS: Garðar Garðars föstudag.  DE BOOMKIKKER, Hafnarstræti: The GIG: Palindrome, Oblivious og Indega fimmtudag. The GIG: New Zeyland group föstudag.  FELIX: Fyndnasti maður Íslands fimmtudag, úrslit. Keppendur er Júlíus Júlíusson,Taffeta Starwod, Birgir Búa- son, Gísli Pétur Hinriksson. Bjarni töframaður er kynnir. Heiðursdómari Sveppi. Hefst kl. 22. 500 kr. inn. Atli skemmtanalögga föstudag. Dj. Valdi laugardag.  FJÖRUKRÁIN: Hilmar Sverrisson föstudag.  GAUKUR Á STÖNG: Kung Fú föstudag. Í svörtum fötum laugardag. Epic leikur Eagles-dagskrá sunnudag kl. 22 til 00.  GLAUMBAR: Einar Ágúst og Gunni Óla úr Skímó trúbbast fimmtudag til 23. Þór Bæring seinna um kvöldið. Þór Bæring föstudag.  GRANDROKK: Stefnumót Und- irtóna fimmtudag kl. 22. Coral, Day- sleeper. Útgáfutónleikar Miðness föstudag kl. 23. Megas+Súkkat- =Megasukk laugardag kl. 23.  GRÆNI HATTURINN, Akureyri: Úlfar föstudag.  HITT HÚSIÐ: Fimmtudagsforleikur á Loftinu fimmtudag kl. 20. Fram koma Changer, Days of our Lifes, Heroglymur og Brothers Majere.  HLAÐVARP- INN: Vændi er of- beldi. Tónleikar til styrktar baráttu fimmtudag kl. 20. KK, Heiða, Didda, Þórunn Lár- usdóttir, Freydís Kristófersdóttir, Ólöf Arnalds, Sig- varður Ari Huld- arsson, Félagar í Femínistafélagi Ís- lands. Aðgangs- eyrir 500 eða 1.000 kr.  HLÉGARÐUR, Mosfellsbæ: Diskódansleikur með The Hefners laugardag.  HRESSINGARSKÁLINN: Hrekkja- vökupartí, garðurinn opinn föstudag. Kiddi Bigfoot sér um stuð. Red Square partí laugardag. Eldlistamaðurinn Viktor og Kiddi Bigfoot.  HVERFISBARINN: Ari og Gunni fimmtudag. Dj. Villi föstudag. Atli skemmtanalögga laugardag.  HVÍTA HÚSIÐ, Selfossi: Á móti sól laugardag. Kung fú tekur einnig nokk- ur lög.  HÖLLIN, Vestmannaeyjum: Stuð- menn og Halli og Laddi laugardag.  IÐNÓ: Raftónlistarveisla ársins laugardag. Gridrecords com kynnir listamennina Dada Pogrom (Ísland, Clever & Smart (Ísland), Dj. Lansiv- ayla (Finnland), M31 (Bandaríkin), Dj. Deluxe (Ísland), Misscock (Þýskaland) og Vindva Mei (Ísland/Danmörk).  KAFFI DUUS, Keflavík: Traffic föstudag.  KAFFI LIST: Tríó Jóels Pálssonar fimmtudag.  KAFFI-LÆKUR,: Loftur Guðna, Sigga Guðna og Páll Rósinkranz föstu- dag.  KAFFI STRÆTÓ: Dúettinn Tú og ég föstudag.  KRÁIN, Laugavegi 73: Djass- hljómsveitin Vancouver Burning fimmtudag. Rokkhrekkjavaka með plötusnúð föstudag. Blúshljómsveitin Blues Express laugardag.  KRINGLUKRÁIN: Eyjólfur Kristjánsson og Íslands eina von föstu- dag.  KRISTJÁN X, Hellu: Gilitrutt laug- ardag.  LEIKHÚSKJALLARINN: Johnny Dee föstudag.  NASA VIÐ AUSTURVÖLL: Út- gáfuhátíð Smekkleysu fimmtudag kl. 21. Fram koma Maus, Mínus, Dr. Gunni, Kimono og Einar Örn Bene- diktsson. Miðaverð 1.000 kr. Sálin hans Jóns míns föstudag. Páll Óskar stýrir hrekkjavökupartíi laugardag.  ODD-VITINN, Akureyri: Karókí- stjörnukvöld föstudag. Kaffibrúsakarl- arnir og Dansleikur með Geirmundi Valtýs laugardag.  OPUS 7, Hafnarstræti 7: Brynjar Már heldur uppi Ibiza-stuði föstudag. R&B stuð og diskó laugardag.  PAKKHÚSIÐ, Selfossi: Smack fimmtudag.  PLAYERS-SPORT BAR, Kópavogi: Á móti sól föstudag. Spútnik laug- ardag.  SALURINN, Kópavogi: Rússíbanar á TÍBRÁ-tónleikum föstudag.  SENJOR-INN: Dj. Gummó föstudag. Dj. B. Ruff laugardag.  SHOOTERS, Engihjalla 8, Kópa- vogi: Viðar Jónsson alla helgina.  SJALLINN, Akureyri: Sjallinn fagn- ar 40 ára stórafmæli föstudag. Írafár föstudag. Hljómar laugardag. Hátíð- armatseðill. Sendiherra Akureyrar í Reykjavík, Sigmundur Ernir Rún- arsson, er veislustjóri.  STÚDENTAKJALLARINN: Opnar aftur eftir breytingar föstudag. Mikið framundan, tónleikahald o.fl.  VÍDALÍN: Dj. Sóley, Dj. Lilja, Dj. Guðný föstudag. FráAtilÖ KK leikur ásamt fleirum á tón- leikum á Hlaðvarp- anum í kvöld sem bera yfirskriftina Vændi er ofbeldi. Tónleikar Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Alan Sparhawk Alan Sparhawk, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Low, kom fram einn með gítar. Seinni hluta tónleikanna naut hann aðstoðar Þráins Óskarssonar (org- el) og Kjartans Braga Bjarnasonar (ásláttur). Hudson Wayne hitaði upp. Mánudagurinn 27. október. EINHVERRA hluta vegna er Al- an Sparhawk, Low-liði, á ferðalagi um þessar mundir, einn með gít- arinn. Hér á landi er hann að sjálf- sögðu aufúsu- gestur en Low hafa haldið hér tvenna tónleika, sem báðir heppn- uðust með af- brigðum vel. Hudson Wayne hitaði upp, en sveitin leikur blöndu af nýbylgju og jaðarsveita- tónlist og á að baki tvær plötur. Útfærsla sveitarinnar á þung- lyndislegu, rólegu sveita/nýbylgju- rokki er alveg að gera sig og ber síðari plata þeirra félaga, I’m a Fox, því glöggt vitni. Samleikur þeirra félaga er sannfærandi og einlægur og söngrödd Þráins Óskarssonar – sem einnig leikur á bassa og semur lögin – er ljúf og falleg, bassa- baritónn sem minnir helst á Nick Cave eða Stuart Staples úr Tind- ersticks. Tvö síðustu lögin voru spáný og mér sýnist á öllu að sveitin sé á mjög farsælli siglingu. Sparhawk byrjaði einn með gít- arinn. Stemningin var svipuð og á tónleikum Low; ofurróleg lög, und- urblíðar melódíur, undurfallegur söngur. Fólk þorði varla að anda á meðan hann spilaði. Tónlist Low – og þar með Sparhawks en hann semur flest lög sveitarinnar og flutti mörg þeirra þetta kvöldið – er sannarlega einstök. Í dag er sveitin hiklaust fremst hinna svokölluðu „slow-core“ (hægkjarna?) sveita, þar sem einkennið er hljóðlát, hægstreym, íburðarlaus og niður- strípuð tónlist. „Slow-core“ er fín- asti merkimiði enda tónlistin þvert á innhald „hard-core“ tónlistar þar sem hraðinn er dagsskipunin. Hafnarhúsið var troðfullt og orð- spor Sparhawk greinilega útbreitt. Þeir Þráinn og Kjartan (úr Kimono) stóðu svo sína plikt glæsilega í síð- ari helmingi tónleikanna. Hvernig Sparhawk nær fram þessum dáleið- andi áhrifum, þannig að þér finnst eins og þú sért í messu þegar hann leikur, er hreinasta snilld. Hann vinnur frábærlega með þögnina, þ.e. bilið á milli tóna og hljóma, og und- arlega þægileg spenna myndast í loftinu vegna þessa. Hér var á ferðinni hrein og heið- arleg sköpun sem hreif alla við- stadda með sér. Virkilega vel heppnað kvöld. Algjör þögn er best … en góður hávaði er góður líka. Ærandi þögn Sparhawk er líka góð. Eiginlega frábær. Arnar Eggert Thoroddsen Tónlist Algjör þögn er best … JAMIE Oliver fær hér koss á kinn frá eigin- konu sinni Jules eftir að hafa veitt viðtöku MBE- orðunni úr hendi Elísabetar Eng- landsdrottningar í gær. Þessi 28 ára gamli sjónvarps- kokkur er hvað kunnastur fyrir þætti sína Kokkur án klæða (Naked Chef). Oliver hlaut orðuna fyrir að hafa tekið að sér að þjálfa 15 atvinnulaus ungmenni upp í að verða kokkar á veitingastað hans Fif- teen í Lundúnum en afraksturinn af því má ein- mitt sjá í þáttunum Eldhús Jamies sem eru á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöldum. Drottning heiðrar klæðlausa kokkinn KL. 18.00 í kvöld verður kvik- myndahátíð til heiðurs Jacques Tati opnuð með myndinni Ring- ulreið eða Playtime frá árinu 1967. Hátíðin er á vegum Kvik- myndasafns Íslands, Háskóla- bíós, Filmunds, Alliance Franç- aise og Eff og verða fjórar myndir þessa franska leikstjóra sýndar. Auk Ringulreiðar verða myndirnar Hátíðisdagur (Jour de fête, 1949), Frændi (Mon Oncle, 1958) og Fjörugir frídag- ar (Les Vacances de Monsieur Hulot, 1953). Hátíðin stendur til 10. nóvember. Jacques Tati er einn af virt- ustu – og vinsælustu – leik- stjórum og leikurum Frakka. Í myndum sínum einbeitti hann sér að galsafengnu gríni; í anda Buster Keaton og Chaplin en líkt grínspeki sinni, sem notast m.a. mikið við umhverfishljóð til að undirstrika brandarann. Ekki er mikið um setningar í myndum Tati og sumar þeirra eru á vissan hátt þöglar. Áðurnefndur Hulot kom fyrst fram í Fjörugir frídag- ar árið 1953 og var hún tilnefnd til Óskarsverðlauna. Í gegnum Hulot veltir Tati vöngum yfir firringu nútímalífs og hinni miklu tæknivæðingu sem umleik- ur samtímann. Tati er í dag tal- inn meistari þess forms sem hann lagði sig eftir, það er galsagrínið, og eftir því sem leið á ferilinn urðu myndir hans æ flóknari og atriðin úthugsaðri. Myndin sem kom á eftir Fjörugir frídagar, Frændi, fékk svo Óskarinn árið 1958 sem besta erlenda myndin. Ringulreið kom svo ekki fyrr en níu árum síðar, mynd sem marg- ir telja vera hans bestu. Hins veg- ar mistókst hún markaðslega séð. Síðasta Hulot-myndin, Um- ferðaröngveiti (Trafic) frá 1971 „floppaði“ einnig. Áhrif Tati á nútíma grínmynd- ir eru töluverðar, sérstaklega á franska grínmyndagerð, þar sem andi hans lifir einkar góðu lífi. og í myndum þess síðarnefnda er oftar en ekki dýpri undiralda í myndunum. Á ferlinum gerði hann ekki nema níu myndir í fullri lengd, þá fyrstu árið 1932 en hina síðustu árið 1974. Í fjór- um þeirra er Tati í hlutverki hrakfallabálksins Hulot sem þrátt fyrir vinsamlega meiningu nær iðulega að setja allt á annan endann. Þrjár Hulot-myndir eru sýndar á hátíðinni. Tati fæddist árið 1908 og lést árið 1982. Hann hóf ferilinn í leikhúsum sem látbragðsleikari en ferill hans sem leikstjóri og leikari tók ekki kipp fyrr en með myndinni Hátíðisdagur. Þar hófst hann handa við að skerpa á Jacques Tati-hátíð hefst í kvöld í Háskólabíói Spésnilld Tatis Sýningatímar hátíðarinnar verða auglýstir nánar hér í blaðinu. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu Alliance franç- aise (af.ismennt.is).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.