Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR breskir ævintýramenn luku í gær þriðja áfanga tilraunar til að ljúka fyrstir manna sjö maraþon- hlaupum í sjö heimsálfum á sjö dögum. Sir Ranulph Fiennes og Mike Strout höfðu þegar hlaupið á Falk- landseyjum og í Chile þegar þeir luku þriðja maraþonhlaupinu í Sydney í Ástralíu. Þeir ætla síðan að hlaupa í Singapúr, London, Kaíró og New York. Tvímenningarnir þurfa að ljúka hverju maraþonhlaupi innan sex klukkustunda til að hafa nægan tíma til ferðalaganna. Gert er ráð fyrir því að hlaupinu í London ljúki síðdegis á morgun. Þaðan fara þeir með flugvél til Kaíró og eftir að hafa hlaupið þar er gert ráð fyrir því að þeir ljúki síðasta maraþon- hlaupinu í New York á sunnudag. Þeir ætluðu að hlaupa fyrst í Suðurskautslandinu en vegna hríð- arbyls og bilunar í flugvél þeirra þurfti fyrsta hlaupið að fara fram á Falklandseyjum. Sir Ranulph Fiennes er 59 ára og gekkst nýlega undir hjarta- skurðaðgerð. Markmiðið með hlaupunum er að afla fjár fyrir Hjartastofnun Bretlands. Sir Ranulph er frændi leikar- anna Ralphs og Josephs Fiennes. Honum var eitt sinn lýst sem „mesta núlifandi landkönnuði heims“ í heimsmetabók Guinness. Hann hefur farið í meira en 30 leiðangra, fór meðal annars í fyrstu siglinguna umhverfis heim- skautin. Hlaupa sjö mara- þon á sjö dögum Sydney. AP. Reuters Sir Ranulph Fiennes (t.v.) og Mike Stroud hefja þriðja maraþonhlaup sitt af sjö við óperuhúsið í Sydney. TVEIR bandarískir hermenn létu lífið í gær þegar sprengja sprakk þar sem menninrir voru í bílalest skammt norðan við Bagdad í Írak. Talsmaður Bandaríkjahers sagði að at- burðurinn hefði orðið við Balad sem er um 75 kílómetra norð- austan við höfuðborgina og því á svæði sem oft er nefnt „súnníta-þríhyrningurinn“ en þar hafa hermenn oft orðið fyr- ir árásum. Vilja banna höfuðklút SAMBANDSRÍKIÐ Baden- Württemberg í Þýskalandi vill að bannað verði með lögum að múslímastúlkur beri höfuð- klúta í skólastofum. Áður hafði hæstiréttur Þýskalands úr- skurðað að ekki mætti meina múslímakennara í Baden- Württemberg að bera slíkan klút í starfi á þeirri forsendu að engin lög bönnuðu það. Sam- bandsríkið ákvað í gær að leggja til lög gegn klútunum á þeirri forsendu að ekki væri um að ræða hömlur á trúfrelsi. „Saga höfuðklútsins hefur alltaf verið saga pólitísks tákns,“ sagði Annette Schavan, ráðherra kennslumála í sam- bandsríkinu. Dauða- dómur fyrir sarín-árás JAPANSKUR dómstóll dæmdi í gær háttsettan mann í sér- trúarflokknum Æðri sannleik- ur Aum til dauða fyrir að hafa átt þátt í myrða 12 menn í árás á jarðlestarstöð í Tókýó árið 1995 og fleiri glæpi. Beitt var baneitruðu sarín-gasi í árásinni og slösuðust hundruð manna í árásinni auk þeirra sem dóu. Sakborningurinn heitir Tom- omasa Nakagawa, hann er fyrrverandi læknir og sagður hægri hönd stofnanda safnað- arins, Shoko Asahara. Strontium gert upptækt LEYNIÞJÓNUSTUMENN í Lettlandi gerðu í liðinni viku upptækt geislavirkt efni og hef- ur komið í ljós að um strontium er að ræða. Strontium er m.a. notað við læknisfræðilegar rannsóknir. Ekki hefur verið upplýst neitt um magn efnisins en fjórir menn í rannsókna- stofu háskólans í Riga hafa ver- ið handteknir í tengslum við málið. Hægt er að nota stronti- um til að búa til svonefndar „skítugar sprengjur“ en þá er notað annars vegar hefðbundið sprengiefni, hins vegar geisla- virkt efni, í sprengjuna. Margir óttast að hermdarverkamenn muni einhvern tíma nota sprengjur af þessu tagi til að valda skelfingu á fjölförnum stöðum. Geislavirknin gæti gert hús og fleiri mannvirki ónothæf um margra ára skeið. STUTT Mann- fall við Bagdad Tomomasa Nakagawa FREGNIR hermdu í gær að Alex- ander Voloshín hefði sagt af sér sem skrifstofustjóri Kremlar til að mót- mæla handtöku Míkhaíls Khod- orkovskís, auðugasta manns Rúss- lands og forstjóra Yukos, stærsta olíufyrirtækis landsins. Rússneska viðskiptadagblaðið Vedomostí sagði að Vladímír Pútín forseti hefði fallist á afsagnarbeiðni Voloshíns á þriðjudagskvöld eftir nokkurra klukkustunda fund með helstu ráðgjöfum sínum í Kreml. Talsmenn forsetans vildu ekkert segja um málið og viðskiptadagblað- ið Kommersant sagði að afsögnin yrði ekki tilkynnt formlega fyrr en eftirmaður Voloshíns yrði skipaður. Rússnesku blöðin sögðu að Vol- oshín hefði afhent forsetanum af- sagnarbréf á laugardag, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Khodorkovskí var handtekinn á flug- velli í Síberíu, fluttur í fangelsi í Moskvu og ákærður fyrir stórfelld skattsvik. Annar eða þriðji valdamesti maðurinn Voloshín, sem er 47 ára, var einnig skrifstofustjóri Kremlar í forsetatíð Borís Jeltsíns, sem sagði af sér 31. desember 1999. Hann er einn af fáum samstarfsmönnum Jeltsíns sem hafa haldið embættum sínum í forsetatíð Pútíns. Voloshín fer fyrir „Fjölskyldunni“ svokölluðu, hópi fyrrverandi sam- starfsmanna Jeltsíns sem hafa átt í valdabaráttu við svokallaða „síl- ovíkí“-klíku embættismanna sem störfuðu áður fyrir leyniþjónustuna KGB í Sankti Pétursborg eins og Pútín. Handtaka Khodorkovskís þykir benda til þess að „sílovík- arnar“ hafi haft betur í þeirri bar- áttu. Voloshín er álitinn þriðji æðsti embættis- maður Rúss- lands, á eftir Pút- ín og Míkhaíl Kasjanov for- sætisráðherra. Sumir telja þó að Voloshín hafi í raun verið valdameiri en Kasjanov og tekið flestar ákvarð- anirnar í viðkvæmum pólitískum málefnum fyrir hönd forsetans. Voloshín er álitinn öflugur bak- hjarl rússneskra stórfyrirtækja, svo sem olíurisans Yukos. Hann hefur einnig þótt standa sig vel í því að miðla málum í deilum hinna ýmsu fylkinga í stjórninni og afla mikil- vægustu umbótatillögum hennar stuðnings á þinginu. Vestrænir sérfræðingar í málefn- um Rússlands sögðu að afsagnar- beiðni Voloshíns væri til marks um vaxandi pólitískt umrót fyrir þing- kosningar í Rússlandi 7. desember. „Að því gefnu að afsögn Voloshíns verði staðfest sýnir hún hversu al- varlega stjórnmálakreppu Pútín hef- ur uppskorið með þeirri ákvörðun sinni að leysa pólitíska vandamálið í tengslum við Khodorkovskí með að- ferðum KGB,“ sagði í fréttaskýringu greiningardeildar fjárfestingarfyrir- tækisins United Financial Group. Aðalvísitala kauphallarinnar í Moskvu lækkaði um 10% á mánudag eftir handtöku Khodorkovskís, hækkaði um 4,9% á þriðjudag en lækkaði um rúm 4% í gær. Skrifstofustjóri Pútíns sagður hafa sagt af sér Moskvu. AFP. Alexander Voloshín LÖGREGLAN í Ósló sendi smáskilaboð (SMS) í farsíma u.þ.b. fimmtán þúsund ung- menna um helgina í því skyni að ýta úr vör átaki gegn glæpum í höfuðborginni. Skila- boðin voru send fólki á aldrinum 20 til 35 ára sl. laugardag en rannsóknir hafa leitt í ljós að hlut- fallslega flestar líkams- árásir eiga sér stað á laug- ardagskvöldum og eru fórnarlömbin gjarnan fólk á þess- um aldri. Í skilaboðum lögreglunnar sagði: „Þið sem eruð ung og hyggist fara út á lífið í kvöld, varið ykkur á vasaþjófum og því að verða fórnarlömb líkamsárása. Verið varkár, passið upp á veskið, far- símann og vini ykkar. Góða skemmtun. Óslóar- lögreglan.“ Þetta átak lögregl- unnar vakti athygli en Stein Hustad, lög- reglustjóri í Ósló, seg- ir að færri líkams- árásir hafi átt sér stað síðastliðið laugardagskvöld en oft áður. Hann viðurkenndi þó að erfitt væri að fullyrða að herferð lögreglunnar hefði þar skipt sköpum. Átak gegn glæpum í Noregi Lögreglan sendi 15.000 SMS-boð Ósló. AFP. ELLEFU rússneskum námamönn- um var í gær bjargað eftir að þeir höfðu verið innilokaðir í námugöng- um á um 800 metra dýpi síðan síð- degis á fimmtudaginn. Alls voru 13 lokaðir niðri í námunni, en einn var látinn þegar björgunarmönnum hafði tekist að grafa um 60 metra löng göng úr nærliggjandi námu og komast þannig til mannanna. Eins var saknað í gær og hann talinn af. Slysið varð í Zapadnaja-námunni í Novosjakhtínsk í suðurhluta Rúss- lands. Alls var þá 71 maður að störf- um í námunni, en 25 tókst að komast upp á yfirborðið af eigin rammleik og 33 var bjargað á laugardaginn. Vonir um að tækist að bjarga mönn- unum 13 voru teknar að dofna, en súrefni í göngunum var orðið af skornum skammti og stöðugt rann þangað vatn. Um svipað leyti og björgunar- aðgerðum var að ljúka í Zapadnaja varð öflug sprenging í námu í aust- urhluta Rússlands, í Prímorje- héraði, og létust fimm námamenn og fjórir slösuðust, þar af tveir alvar- lega. Orsök sprengingarinnar er tal- in vera að metangas hafði safnast fyrir í námugöngum á um 750 m dýpi. 11 náma- mönnum bjargað Novosjakhtínsk. AFP. AP Einn námumannanna sem bjargað var úr nokkurra daga prísund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.