Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 21
Húsavík | Karlakórinn Hreimur úr Þingeyjarsýslu heldur í söngför suð- ur yfir heiðar nú í vikunni. Kórinn mun byrja á því að taka upp nokkur lög í Fella- og Hólakirkju, síðan er ætlunin að velja úr þeim ásamt upp- tökum sem kórinn á fyrir til að setja á geisladisk sem koma mun út fyrir jól. Þeir Hreimsmenn munu síðan halda tvenna tónleika, þá fyrri í Sel- fosskirkju föstudaginn 31. október kl. 21 og þá síðari daginn eftir í Fella- og Hólakirkju kl. 16. Að sögn Baldurs Baldvinssonar, formann Hreims, er dagskrá tón- leikanna afar fjölbreytt, boðið verður upp á einsöng, tvísöng og undirleik á harmónikku, gítar og bassa auk píanós. Gestasöngvari tónleikanna verður baritónsöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson, stjórnandi Ró- bert Faulkner og aðalundirleikari kona hans, Juliet Faulkner. Baldur segir starf kórsins vera öfl- ugt, vetrarstarfið hófst þann 29. sept- ember sl. og er æft tvisvar í viku. Auk þessarar söngferðar suður mun Hreimur sækja Skagfirðinga heim og syngja á tónleikum í Miðgarði laug- ardaginn 15. nóvember kl. 21. Ljósmynd/Pétur Jónasson Karlakórinn Hreimur ásamt þeim hjónum Robert og Juliet Faulkner. Karlakórinn Hreimur í söngför LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 21 Borgarnesi | Fulltrúar Sparisjóðs Mýrasýslu komu færandi hendi í grunnskólann nýlega. Þær Guðrún Daníelsdóttir og Steinunn Ásta Guðmundsdóttir færðu öllum nemendum skólans sundtöskur og klukkur í stofurnar að auki. Ennfremur fékk sérkennsludeild skól- ans tvær tölvur til eignar. Gjafirnar eru veittar í tilefni af 90 ára afmæli Sparisjóðsins. Á myndinni afhendir Steinunn Ásta nem- endum sundtöskur. Morgunblaðið/Guðrún Vala Komu færandi hendi í skólann RSH.isDalvegi 16b • 201 KópavogurSími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Talstö›var VERSLUN • VERKSTÆ‹I Radíófljónusta Sigga Har›ar Allar ger›ir talstö›va Áratuga reynsla w w w .d es ig n. is © 20 03 #7 BLÁA LÓNI‹ ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com HVERS VEGNA ÍSLAND? 40 ÁSTÆ‹UR 11 VE‹RI‹ Hafíssafn | Á fundi menningar- og safnanefndar Blönduósbæjar hinn 23. október sl. var kynnt hugmynd Þórs Jakobssonar, veðurfræðings, um að setja upp hafíssafn á Blönduósi þar sem hafísinn sé mjög tengdur sögu bæjarins. Búið er að hengja upp myndir í anddyri Húnakaups þar sem hugmyndin er kynnt. Sá möguleiki er nú í skoðun hvort Hildebrantshús sé ekki hentugur staður fyrir safnið. Menningar- og safnanefnd leggur til að hugað verði að þessu verkefni við gerð fjárhagsáætlunar og að mögu- leikar verði skoðaðir á opinberum styrkjum til verkefnisins. Nefndin telur mikilvægt að vel verði haldið á málum ef ákveðið verður að fara í verkefnið sem sé mjög spennandi en gæti verið talsvert kostnaðarsamt.    Lýsistankar stækkaðir Morgunblaðið/Líney Þórshöfn | Lýsistankarnir við loðnuverksmiðjuna á Þórshöfn hafa á síðustu dögum hækkað töluvert því flokkur manna vinnur nú við að stækka þá, bæði fastir starfsmenn verksmiðjunnar og aðkomnir. Tönkunum er lyft með stórum tjökkum og viðbótin síðan logsoðin við þá. Eftir stækkun rúmar stærri tankurinn um 3.200 tonn af lýsi en sá minni 800 tonn og næsta skref er svo að gera varnarþró í kringum tank- ana og uppfylla þannig staðla um umhverfisvernd. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.