Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 Brautryðjandi í lægra lyfjaverði. Gerðu verðsamanburð! Í GRASAGARÐINUM í Laugardal í Reykjavík eru hinar svonefndu tjarnargæsir tíðir gestir og ganga þar í um- hverfi sem hefur nú tekið á sig kuldalega vetrarmynd, ekki síst í kvöldhúminu. Að sögn Jóhanns Óla Hilmars- sonar fuglafræðings hafa þessar gæsir aðlagast borgar- lífinu og hafa langflestar vetrarsetu hér. Sumar munu þó vera að tygja sig til brottferðar til suðlægari heim- kynna. Jóhann Óli segir að stofninn telji um 500 fugla sem aðallega verpi í Heiðmörk og á Álftanesi. Hvort þess- ar tvær ætla sér að dvelja í borginni í vetur skal ósagt lát- ið en það var að minnsta kosti ekkert fararsnið á þeim er ljósmyndari var á ferð í Grasagarðinum. Morgunblaðið/Kristinn Gæsagangur í Grasagarði FORSTJÓRI Fjármálaeftirlitsins, Páll Gunnar Pálsson, segir mikilvægt að Fjármálaeftirlitið beiti sér í því að styrkja umgjörð og aðhald um verðbréfamarkaðinn, meðal annars með fyrir- byggjandi aðgerðum. Þetta kom fram í erindi Páls Gunnars á ársfundi Fjármálaeftirlitsins í gær. Að sögn Páls Gunnars miðast fyrirbyggjandi aðgerðir að því að takmarka hættu á innherja- svikum, markaðsmisnotkun og brotum á upp- lýsingaskyldu. Á síðustu árum hefur Fjármála- eftirlitið lagt hart að útgefendum skráðra verðbréfa að skapa hjá sér umgjörð um starf sitt á verðbréfamarkaði sem m.a. á að takmarka verulega hættu á innherjasvikum ef rétt er á málum haldið. „Treglega hefur gengið að koma þessari umgjörð á hjá öllum útgefendum skráðra verðbréfa og hefur Fjármálaeftirlitið þurft að beita dagsektum í því skyni. Fjármála- eftirlitið hefur í nokkrum tilvikum haft afskipti af félögum sem ekki hafa náð að festa þessa fyr- irbyggjandi umgjörð nægilega í sessi. Dæmi um það eru viðskipti fruminnherja stuttu fyrir birt- ingu uppgjöra,“ segir Páll Gunnar. Þessar aðgerðir eru að mati Fjármálaeftir- litsins að skila sér hægt og bítandi. Þær eiga að skila sér m.a. í því að málum sem Fjármálaeft- irlitið vísar til ríkislögreglustjóra ætti að fara fækkandi. Hann sagði að brot myndu fremur lúta að því að ferli við meðferð innherjaupplýs- inga hefði ekki verið fylgt, svo sem því að gera grein fyrir tímabundnum innherjum. Af 17 mál- um í þessum málaflokki sem tekin voru til ít- arlegrar athugunar frá miðju ári 2002 til miðs árs 2003 hefur engu máli verið vísað til ríkislög- reglustjóra. Tveimur málum er þó ólokið. Í sjö tilvikum voru hins vegar gerðar athugasemdir og úrbóta krafist. Í sumum þeirra tilvika hefði Fjármálaeftirlitið að sögn Páls Gunnars að öll- um líkindum beitt stjórnvaldssektum, hefðu þá verið fyrir hendi heimildir sem komu nýjar inn í lög um verðbréfaviðskipti hinn 1. júlí sl. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins telur að auka þurfi aðhald með verðbréfamarkaði Nauðsynlegt að takmarka hættu á innherjasvikum  Aukið/B6  Innherji/B16 Morgunblaðið/Jim Smart Af ársfundi Fjármálaeftirlitsins í gær. STEFNT er að því að ná upp upp- skeru á um 400 hekturum af hör í haust, en vinnu við að ná uppsker- unni af ökrunum er að ljúka. Þórð- ur Hilmarsson, framkvæmdastjóri Feygingar, en það fyrirtæki sér um að vinna hörinn, segir að hörinn sé vel þroskaður og í góðu standi. Vel hafi gengið að ná uppskerunni í hús, en veður síðustu daga hafi þó tafið vinnuna. Með svokallaðri feygingu er unn- ið lín úr hörnum. Línið er m.a. not- að til að búa til mottur og teppi í bíla og tilraunir hafa verið gerðar með að nota það í plastiðnaði. Þórður segir að horfur séu á að uppskeran í ár verði 2.000–2.500 tonn. Hör hafi í sumar verið rækt- aður á um 400 hekturum en um 100 hekturum í fyrrasumar. Þetta sé þriðja sumarið sem hörrækt sé stunduð á vegum Feygingar. Hann segir að menn séu að læra á þessa ræktun, en eitthvað sé þó um að hún skili ekki tilætluðum árangri. Hann segist eiga von á að 85–90% af ökrunum skili þeim árangri sem að var stefnt. Verktakar vinna nú að uppskeru með sérstökum vélum. Ekki er um hefðbundinn uppskurð að ræða því að hörplöntunni er kippt upp úr moldinni með rótum. „Við erum núna að undirbúa af- kastaaukningu í verksmiðju okkar í Þorlákshöfn og við gerum ráð fyrir að fara af stað á fyrstu mánuðum næsta árs í full afköst. Til þess þurfum við að fjárfesta í viðbót- arbúnaði,“ sagði Þórður. Stærstu hluthafar í Feygingu ehf. eru Orkuveita Reykjavíkur, sveitarfélagið Ölfus, Íslensk ný- sköpun ehf., Iðntæknistofnun Ís- lands og Rannsóknastofnun land- búnaðarins. Aðrir hluthafar eru m.a. Hitaveita Suðurnesja, Hita- veita Þorlákshafnar og Frum- kvöðull, félag um áhættufjárfesting- ar Burðaráss. Horfur á að höruppskera verði 2.000–2.500 tonn Hörinn er vel þroskaður og í góðu standi NÚ eru síðustu forvöð að koma saman efnahagsreikningi 1. jan- úar 2004 til samræmis við alþjóð- legu reikningsskilastaðlana til þess að fjárhæðir í reikningsskil- um 2005 verði samanburðarhæfar við árið 2004. Þetta segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, en samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins verða teknir upp alþjóðlegir reikningsskila- staðlar á Evrópska efnahags- svæðinu 1. janúar 2005. Fyrirtækjum með samstæðu- reikningsskil sem eru skráð í kauphöllum á EES er skylt að birta reikningsskil sín samkvæmt stöðlunum frá þeim tíma og að sögn Þórðar á það við um flest fyrirtæki sem skráð eru í Kaup- höll Íslands, en þau eru um fjöru- tíu. Össur hf. birti í síðastliðinni viku fyrsta uppgjörið sem unnið er í samræmi við alþjóðlegu reikningsskilastaðlana og hefur samstæðan nú þegar samræmt reikningsskil allra dótturfyrir- tækja sinna um allan heim. Hins vegar munu nokkuð margar skráðar fyrirtækjasamstæður eiga talsvert langt í land og sum- ar jafnvel ekki enn hafa hafið undirbúning fyrir innleiðingu staðlanna, samkvæmt upplýsing- um sem Morgunblaðið aflaði sér. Vinna við frumvarp að hefjast Vinna við að þýða staðlana yfir á íslensku er nýhafin og í kjölfarið munu endurskoðunarskrifstofur væntanlega taka að sér að sam- ræma þá á faglegum grunni. Einnig hefur fjármálaráðuneytið ákveðið að skipa vinnuhóp sem ætlað er að fjalla um hvort al- þjóðastaðlarnir skuli ná til ann- arra fyrirtækja en skylt er og hverju þurfi að breyta í núgild- andi lögum um ársreikninga vegna þessa máls. Nýir reiknings- skilastaðlar undir- búnir vegna EES  Eigum að vera/B1, B8–9 ALLT stefnir í að útflutningur á ferskum fiskflökum með flugi frá Íslandi verði meiri á þessu ári en nokkru sinni fyrr. Útflutningur á ferskum flökum með flugi hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum ár- um. Á síðasta ári var meira flutt út af fersk- um flökum en nokkru sinni fyrr, alls 13.561 tonn, og ekkert bendir til að dragi úr út- flutningnum á þessu ári. Á fyrstu átta mán- uðum ársins voru flutt út 9.262 tonn af ferskum flökum á erlenda markaði, að verð- mæti ríflega 5.413 milljónir króna. Það er um 6% aukning í magni talið frá sama tíma síðasta árs en verðmætið hefur hins vegar dregist lítilsháttar saman. Hafa ber í huga að haustmánuðirnir eru jafnan sá tími sem hvað mest er flutt út af ferskum fiski. Að sögn Níelsar Rafns Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra Tross ehf. í Sandgerði, hefur verið óvenju góð spurn eftir ferskum flökum á síðustu tveimur mánuðum og því stefnir í að útflutningur ferskra flaka verði meiri á þessu ári en nokkru sinni fyrr. Meira út af „flugfiski“  Styrkurinn/C2–C3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.