Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði í umræðum um ut- anríksimál á þingi Norðurlandaráðs í gær að í ljósi stækkunar Evrópu- sambandsins (ESB) væri mikilvæg- ara nú en nokkru sinni fyrr að halda uppi góðum samskiptum milli Ís- lands, Noregs og hinna Norður- landanna þriggja, þ.e. Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands, sem væru aðilar að ESB. „Stækkun ESB hefur óhjákvæmilega í för með sér breyt- ingar á skipulagi og vinnu ESB. Í ljósi þess er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr að halda uppi öfl- ugum upplýsingasamskiptum milli Íslands og Noregs annars vegar og Danmerkur, Finnlands og Svíþjóðar hins vegar,“ sagði hann. Stofnanir ESB hafa breyst Halldór sagði ennfremur að samn- ingurinn um Evrópska efnahags- svæðið væri byggður á aðstæðum sem hefðu verið við lýði í Evrópu fyr- ir tíu árum. Síðan þá hefðu stofnanir ESB breyst og enn frekar breyting- ar væru fyrirsjáanlegar á næstunni. Ítrekaði hann að í því ljósi væru góð samskipti Norðurlandanna enn mik- ilvægari en áður. Halldór vék í ræðu sinni einnig að svonefndum Kankún-fundi Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar, en hann fór fram um miðjan síðasta mánuð. Var á fundinum stefnt að því að marka ákveðinn áfanga í svonefndum Doha- viðræðum um frekara frelsi í heims- viðskiptum. Vonbrigði í Kankún Halldór sagði að fundurinn hefði valdið miklum vonbrigðum. „Í upp- hafi fundarins var álitið að árangur myndi nást [í samningalotunni], sem út af fyrir sig þjónaði ekki hagsmun- um okkar í landbúnaði, en við verð- um að viðurkenna að staða þróun- arlandanna krefst þess að alþjóða- samfélagið finni lausnir sem þau geta sætt sig við. Það getur verið mikilvægt að við á Norðurlöndunum eigum frumkvæði að raunverulegu samráði milli norðurs og suðurs,“ sagði Halldór. Halldór Ásgrímsson á þingi Norðurlandaráðs Samstarf mikilvægara í ljósi stækkunar ESB Ljósmynd/Lennart Perlenhem Halldór Ásgrímsson BJÖRN Bjarnason, dómsmálaráð- herra og formaður Þingvallanefnd- ar, segir ekki rétt að bannað sé að sigla á Þingvallavatni. Hins vegar hafi verið leitast við að sætta þá sem hafi áhuga á að sigla á vatninu og þá sem vilji veiða í því. Finna þurfi jafn- vægi á milli þessara ólíku hagsmuna og um það snúist málið. Haraldur Örn Ólafsson, lögfræð- ingur, sagði í Morgunblaðinu í gær að landverðir í þjóðgarðinum hefðu meinað honum að sigla á kajak á Þingvallavatni í sumar. Vitnaði hann til ákvæða í vatnalögum um rétt manna til að ferðast um vötn og dró í efa að reglur Þingvallanefndar um siglingar á vatninu stæðust þau. Björn segir Þingvallanefnd vilja finna jafnvægi á milli þessara hags- muna og bátafólk megi ekki sigla þar sem stangveiðimenn eru að veiðum. „Ef talið er að starfsfólk þjóðgarðs- ins sé að ganga of langt í því að gæta veiðisvæðisins þá er það álitamál. En það er ekki verið að banna fólki að vera á vatninu. Ef þörf er á að op- inberir aðilar greiði úr slíkum deilum þá verður að finna meðalhófið í því.“ Leyfilegt að sigla á vatninu STEINGRÍMUR Þormóðsson, lögmaður Ferskra afurða á Hvammstanga, hefur kært kyrrsetningu afurða Ferskra afurða til Héraðsdóms Norður- lands vestra. Hann segir að eðlilegar skýringar séu á því að kjötbirgðir fyrirtækisins séu nú minni en þær voru í lok ágúst þegar birgðir voru síðast taldar. Kristinn Hallgrímsson lög- maður, sem gætir hagsmuna Kaupþings-Búnaðarbanka í máli Ferskra afurða, sagði í Morgunblaðinu í gær að talning hefði leitt í ljós að kjötbirgðir fyrirtækisins væru 164 tonn og verðmæti þeirra væri um 24 milljónir. Niðurstaða talningar í lok ágúst hefði verið að fyr- irtækið ætti 228 tonn af kjöti að verðmæti 66 milljónir. Mikil sala fram að greiðslustöðvun Steingrímur sagði að þó að það væri rétt sem kæmi fram í fréttinni að lítil sala hefði átt sér stað eftir að Ferskar afurð- ir fengu greiðslustöðvun yrði að hafa í huga að fyrirtækið hefði ekki fengið greiðslustöðv- un fyrr en 23. september, en talning hefði farið fram 30. ágúst. Í september, fram að þeim tíma sem fyrirtækið fékk greiðslustöðvun, hefði verið mikil sala hjá félaginu og því væri ekkert óeðlilegt við þessar tölur. Steingrímur sagði að for- ráðamönnum Ferskra afurða hefði ekki verið gefið færi á að vera viðstaddir talninguna, en hún hefði verið unnin af mats- mönnum frá Sölufélagi A-Hún- vetninga, sem væri samkeppn- isaðili Ferskra afurða. Kærir kyrr- setningu afurða HÚSAFRIÐUNARNEFND hefur samþykkt að kanna hvort efni séu til að leggja til friðun Austurbæjarbíós við menntamálaráðherra. Að mati Magnúsar Skúlasonar, forstöðumanns húsafriðunarnefnd- ar, hefur húsið umtalsvert varð- veislugildi. „Það var búið að skrifa bréf til skipulags- og bygginga- nefndar Reykjavíkurborgar í ágúst þar sem áhersla var lögð á varð- veislugildi hússins. Því bréfi var ekki svarað fyrr en í gær. Í bréfinu var bent á að þetta hús hefur bæði menningarsögulegt gildi og gildi fyr- ir umhverfi sitt. Þar var um leið lagt til að Reykjavíkurborg reyndi að tryggja varðveislu hússins.“ Magnús segist furða sig á þeim andsvörum að ekki sé hægt að finna grundvöll fyrir rekstri hússins. „Ef það á að fara eftir þeim forsendum hvort eitthvað ber sig eða ekki væri kannski hægt að rífa Borgarleikhús- ið strax. Það er sambærilegt sem dæmi. Nefndin telur áform um nið- urrif hússins alvarlegt mál og vill skoða það nánar. Hlutverk húsafriðunarnefndar er að gæta að byggingararfleifð þjóð- arinnar og þá er sama hvort hús eru byggð fyrir eða eftir 1918. Það skipt- ir ekki máli hvenær hús eru byggð þegar kemur að mati á varðveislu- gildi. Fyrir ári kom líka fram það álit frá borgarminjaverði að það bæri að vernda þetta hús. Það barst okkur hins vegar ekki, það týndist einhvers staðar á leiðinni afrit sem við áttum að fá. Ef það hefði komið í hendur okkar fyrr hefðum við tekið afstöðu í málinu mun fyrr.“ Erfiðar rekstrar- aðstæður bíóhúss Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og formaður skipulags- og bygginga- nefndar, ítrekar að Reykjavíkurborg sé ekki beinn aðili að málinu að því leyti að borgin á ekki húsið. „Það liggur fyrir umsókn eiganda hússins um niðurrif og byggingu íbúða. Það hefur auðvitað verið ágreiningur um menningarsögulegt gildi hússins og ef húsafriðunarnefnd telur að húsið hafi menningarsögulegt gildi hlýtur það að snúa að eigendunum og ríkinu sem felur í sér skuldbindingar fyrir þessa aðila. Það eru skuldbindingar sem borgin hefur hingað til ekki ver- ið tilbúin að taka. Það stendur ekki til af hálfu borgaryfirvalda að kaupa húsið og reka þar bíó eða tónlistarsal því við ætlum ekki að vera í sam- keppni við einkaaðila.“ Steinunn segir það vera upp á nú- verandi eiganda komið hvaða starf- semi tekur við verði niðurrif hússins ekki leyft en telur mjög mikilvægt að ásýnd hússins verði löguð. „Þarna hafa menn verið að reyna að halda úti bíó- og tónlistarstarfsemi í ára- tugi. Síðustu aðilar sem reyndu að halda úti bíórekstri í húsinu gáfust upp, ástæður voru ýmsar, meðal annars bílastæðamál og breyttar að- stæður á kvikmyndahúsamarkaði. Ég er þeirrar skoðunar að það sé mjög æskilegt að fá íbúðarhúsnæði á þessum stað og þessu svæði því það er lykilatriði fyrir miðborgina að fjölga íbúum.“ Hugmyndir um friðun Austurbæjarbíós Húsafriðunarnefnd vill kanna málið nánar FYRSTA eintakið af bókinni um Harry Potter og Fönix-regluna var afhent í Eymundsson síðdegis í gær. Lucienne Claudette Jantjies, sem er frá Namibíu, kom þá að sækja eintakið sitt sem hún hafði pantað í forsölu og tekur hér við því úr hendi Sigrúnar Hermannsdóttur í Eymundsson. Lucienne hefur búið hér í fjögur og hefur náð góðum tökum á íslenskunni. Formleg sala á bókinni, sem er sú fimmta í röðinni um Harry Potter og félaga hans, hefst í bókaversl- unum hér á landi laugardaginn 1. nóvember kl. 11.11. Að sögn Snæ- björns Arngrímssonar, útgáfu- stjóra Bjarts, komu 15 þúsund ein- tök af bókinni til landsins í tólf feta löngum gámi sem opnaður var í gær með viðhöfn. Fyrst til að fá Fönix- regluna Morgunblaðið/Ómar VINNUBRÖGÐ fráfarandi stjórnar Heimdallar í aðdraganda síðasta að- alfundar félagsins eru hörmuð í ályktun sem stjórn Varðar, fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík, samþykkti á fundi í fyrrakvöld. Öll félög sjálfstæðisflokks í borginni eiga aðild að fulltrúaráðinu. Tillagan var samþykkt samhljóða en þrír sátu hjá. Fráfarandi stjórn Heimdallar, fé- lags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, frestaði að samþykkja inntöku yfir þúsund nýrra félaga daginn fyrir aðalfund félagsins sem haldinn var 1. október síðastliðinn. Á fundinum átti að kjósa nýja stjórn og höfðu tveir menn boðið sig fram í for- mannskjöri Boðið velkomið í hópinn Í ályktun Varðar segir: „Það er skoðun stjórnarinnar að ofangreind- ar aðgerðir samræmist ekki þeim lýðræðislegu vinnubrögðum sem eiga að gilda í starfi flokksfélaganna í Reykjavík. Stjórn Fulltrúaráðsins í Reykja- vík býður þetta unga fólk (sem ósk- aði inngöngu í Heimdall fyrir síðasta aðalfund) hjartanlega velkomið í hóp sjálfstæðismanna í borginni og skor- ar á stjórn Heimdallar að veita þeim undanbragðalaust inngöngu eins og ætíð hefur tíðkast í félagsstarfi í Sjálfstæðisflokknum.“ Vörður harmar vinnubrögð Heimdallar SEX varaþingmenn tóku sæti á Al- þingi í upphafi þingfundar sl. þriðju- dag. Þar með sitja ellefu varaþing- menn á Alþingi um þessar mundir. Hlutfall varaþingmanna á Alþingi er því tæp 7%. Árni Steinar Jóhannsson, vara- þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, tók í gær sæti fyrir Jón Bjarnason, Ásgeir Friðgeirsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, tók sæti fyrir Þórunni Sveinbjarn- ardóttur, Ásta Möller, varaþingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, tók sæti fyr- ir Guðlaug Þór Þórðarson, Brynja Magnúsdóttir, varaþingmaður Sam- fylkingarinnar, tók sæti fyrir Björg- vin G. Sigurðsson, Einar Karl Har- aldsson, varaþingmaður Samfylk- ingarinnar, tók sæti fyrir Mörð Árnason og Lára Margrét Ragnars- dóttir, varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins, tók sæti fyrir Sólveigu Pétursdóttur. Fyrir á Alþingi sitja varaþing- mennirnir Guðjón Ólafur Jónsson, Framsóknarflokki, Kjartan Ólafs- son, Sjálfstæðisflokki, Sigurlín Mar- grét Sigurðardóttir, Frjálslynda flokknum, Sigurrós Þorgrímsdóttir, Sjálfstæðisflokki og Þórarinn E. Sveinsson, Framsóknarflokki. Hlutfall varaþing- manna 7%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.