Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ EINELTI meðal barna og unglinga – ráð- leggingar til foreldra, er bæklingur sem verið er að dreifa til foreldra barna í 45 grunn- skólum landsins um þessar mundir. Skólarnir 45 taka allir þátt í eineltisáætlun sem byggð er á hugmyndum og rannsóknum Dans Olweusar. Áætluninni verður formlega lokið í þessum skólum næsta vor en fljótlega verður auglýst eftir umsóknum frá öðrum skólum sem vilja taka áætlunina upp í sínu starfi. Áætlunin er samstarfsverkefni menntamála- ráðuneytisins, Samtaka sveitarfélaga, Kenn- arasambands Íslands, Heimilis og skóla og með sérstökum stuðningi Kennaraháskóla Ís- lands. Verkefnið hófst í 45 grunnskólum haustið 2002 og í kjölfarið var gerð einelt- iskönnun meðal 4.–10. bekkinga í nóvember sama ár. Sambærileg könnun verður gerð í nóvember á þessu ári og fæst þá samanburð- ur og mat á árangri verkefnisins. Helmingur grunnskólabarna mun fylgja kerfinu á næsta ári Skólarnir eru um tvö ár að aðlagast og kynnast verkefninu í gegnum fræðslu en eftir það er litið svo á að þeir geti verið sjálfbærir hvað varðar framkvæmd eineltisáætlunar Olweusar. Þorlákur Helgason, sem hefur umsjón með áætluninni, sagði á kynningarfundi í gær að eftir þann tíma hafi allir starfsmenn skól- anna, í fimmtán manna teymum sem hittast reglulega á tímabilinu, farið í gegnum einelt- isáætlunina og það námsefni sem henni fylgir. „Þetta er langstærsta símenntunarverkefni á Íslandi,“ segir Þorlákur. „Í því hafa tekið þátt þrjú þúsund starfsmenn, 14 þúsund nemend- ur og nú um 30 þúsund foreldrar.“ Á næsta ári, þegar nýir skólar bætast í hóp þeirra sem ætla að taka upp áætlun Olweus- ar, má ætla að um helmingur allra grunn- skólanemenda á Íslandi séu komnir í verk- efnið. Þegar hafa stjórnendur um 40 skóla lýst yfir áhuga á að taka þátt í verkefninu að ári. Allir vinna saman að settu marki Í haust hefur farið af stað meiri vinna við eineltisáætlunina inn í bekkjunum. Með út- gáfu bæklingsins er svo komið að því að fá foreldrana með afgerandi hætti að áætluninni en þeir hafa þegar fengið margs konar fræðslu varðandi eineltismálin í skólunum. Þorlákur segir bæklinginn nokkurs konar brú milli skólanna og heimilanna í eineltis- áætluninni. „Í honum er farið yfir samvinnu við skóla og foreldra, um að þeir séu á varð- bergi um eineltismálin.“ Aðstandendur verkefnisins lögðu á fund- inum í gær áherslu á mikilvægi þess að að baki áætlun Olweusar liggja margra ára rannsóknir á einelti. „Það gefur verkefninu mikið vægi að það sé byggt á rannsóknum,“ segir Kristín Magnúsdóttir, verkefnisstjóri í Austurbæjarskóla, Melaskóla og Vesturbæj- arskóla. Hún tekur undir með öðrum aðstand- endum verkefnisins að árangur þess sé nú þegar sýnilegur, t.d. hvað varðar breyttan og bættan skólabrag. „Áætlunin felst mikið í því að allir starfsmennirnir hafa verið að fræð- ast,“ segir Kristín. „Maður finnur að það er breytt andrúmsloft í skólunum. Það eru allir miklu meira á verði og að fylgjast með.“ Kristín segir mikilvægt að hafa nú fengið bæklinginn svo að þeir geti orðið virkir þátt- takendur í áætluninni. Bæklingurinn verður á næstunni kynntur foreldrum sérstaklega innan hvers bekkjar þeirra 45 skóla sem taka þátt í áætluninni. Foreldrar nemenda í 45 grunnskólum landsins fá bækling um eineltisáætlun Olweusar SAMKOMULAG er milli selj- enda íbúðarhúsnæðis og fast- eignasala hvernig sýna á eignir sem fasteignasalar hafa lykla að. Fari seljandi fram á að fasteigna- sali fari með hugsanlegum kaup- endum og sýni þeim fasteignina er því framfylgt. En standi íbúðir aftur á móti tómar er oft heimilað að fasteignasalar láni lykla að þeim en þá er það talin góð venja að menn kvitti fyrir móttöku á lyklum. Þetta segir Magnús Einarsson, framkvæmdastjóri Félags fast- eignasala, en sagt var í frétt Morgunblaðsins í gær frá stuldi á fartölvu úr íbúð sem fólk hafði þá nýlega fengið afhenta. Þar var sagt að ókunnugur maður hefði farið inn íbúðina á sunnudaginn en hið rétta er að atvikið átti sér stað á mánudag. Magnús segir atvik eins og Morgunblaðið greindi frá vera al- gera undantekningu. „Það er al- ger undantekning að svona vandamál hafi komið upp og það hefur ekki verið kvartað til Fé- lags fasteignasala vegna slíkra mála.“ Magnús segir það vera góða venju, sem yfirleitt sé viðhöfð, að menn kvitti fyrir móttöku á lykl- unum þannig að það liggi fyrir hverjir hafi skoðað fasteignina og þá sé auk þess auðveldara að ná lyklunum aftur. „Ég hygg að þetta sé almennt vinnuregla hjá fasteignasölum.“ Góð venja að láta kvitta fyrir lykli TJÓNANEFND vátryggingafélag- anna álítur að starfsmaður Nanoq í Kringlunni, sem hælbrotnaði við fall úr í klifursúlunni við verslunina í janúar 2002, eigi að fá helming tjónsins bættan. Vinnueftirlit ríkis- ins komst að því að ein klifurfestan hefði verið laus með þeim afleiðing- um að klifrarinn datt í gólfið er hann greip um hana. Tjónanefndin segir í áliti sínu að klifraranum hafi verið ljós sú hætta sem fylgdi því að klifra upp vegginn með þeim hætti sem hann gerði og viðurkenndi hann að hafa fengið áminningu vegna glæfralegs klifurs í veggnum. Samt sem áður fékk hann bætur þar sem ekki var sýnt fram á að hann hefði fengið viðhlít- andi leiðbeiningar við klifur á veggnum. Ekki lá heldur fyrir hvaða öryggisreglur giltu fyrir starfsmenn auk þess sem handfestan hefði verið laus. Þótti því rétt að hann fengi tjónið bætt að hálfu en bæri hálfa sök sjálfur. Fær bætur vegna slyss í klifursúlu Í BÆKLINGNUM Einelti meðal barna og unglinga – Ráðleggingar til foreldra, setur Dan Olweus, sem rannsakað hefur einelti í áratugi á Norðurlöndum, fram þrjár skýrar reglur um einelti sem geta reynst foreldrum vel:  Við leggum ekki aðra í einelti.  Við eigum að aðstoða þá nemendur sem verða fyrir einelti.  Við eigum líka að vera með nemendum sem auðveldlega verða einir. Í bæklingnum kemur fram mikilvægi þess að kennarar og foreldrar leggist á eitt við að bregðast við einelti, og taki ábyrgð á því að fylgjast með því sem gerist í nemendahópn- um. Reglur gegn einelti Brú milli skóla og heimila Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorlákur Helgason, umsjónarmaður Olweusaráætlunarinnar, kynnti foreldrabæklinginn. DAGSTOFA á göngudeild Klepps- spítala fyrir sjúklinga sem þjást af langvinnum geðsjúkdómum var opn- uð í gær. Í það athvarf getur fólk leitað um leið og það sækir þjónustu göngudeildar og fjölbreytta aðstoð starfsfólks. Boðið verður upp á kaffi, hægt verður að kíkja í dagblöðin og spjalla við gesti og gangandi. Kristófer Þorleifsson, sérfræð- ingur á göngudeild, sagði í tilefni opnunarinnar, að þetta væri lítið skref af mörgum til að koma til móts við skjólstæðinga deildarinnar. Þarna gætu þeir komið á eigin for- sendum án allra skilmála. Oft væru þetta einangraðir einstaklingar sem kysu að sækja ekki þjónustu ann- arra aðila en væri samt sem áður mikilvægt að hlúa að. Guðlaug Sveinbjörnsdóttir, deild- arstjóri, hefur staðið í ströngu við að koma þessari aðstöðu upp ásamt Guðríði Þorleifsdóttur verkefna- stjóra. Hún segir að unnið hafi verið að því síðast liðin misseri að bæta aðstöðu sjúklinga. Á hverjum degi komi á milli 20 og 30 einstaklingar á göngudeildina til að fá stuðning og eftirfylgd í framhaldsmeðferð. Slík þjónusta sé þessum einstaklingum mikilvæg og geri þeim kleift að lifa sínu lífi utan stofnana. Kristófer sagði að vel hefði tekist til og vonaðist hann til að þetta kæmi að góðum notum. Séra Birgir Ás- geirsson mælti nokkur vel valin orð af þessu tilefni og var efst í huga þakklæti til allra sem lögðu hönd á plóginn. Fjöldi gesta var viðstaddur opnunina og bauð Halldór Kolbeins- son, yfirlæknir, alla velkomna. Dagstofa á Klepps- spítala opnuð Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðríður Þorleifsdóttir, Kristófer Þorleifsson, Guðlaug Sveinbjörnsdóttir og Halldór Kolbeinsson þegar dagstofa fyrir sjúklinga sem þjást af langvinnum geðsjúkdómum var opnuð í gærdag. Bak við þau má sjá Birgi Ásgeirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.