Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 26
Halldór Magnússon í hlutverki sínu. ÞAÐ er engin tilviljun að Kontrabassinn nýtur jafn mikilla vinsælda meðal leikhúsfólks og raun ber vitni. Þetta er einstaklega vel skrifaður einleikur og gefur lið- tækum leikurum gott tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Höfund- urinn, Patrick Süskind, er þekkt- astur fyrir skáldsöguna Ilminn er kom fyrst fyrir sjónir almennings í heimalandinu 1985, sló í gegn hér sem annars staðar er hún var gefin út á íslensku 1987 og hefur verið endurprentuð nokkrum sinnum. Einnig hafa komið út eftir hann í íslenskri þýðingu skáldsögurnar Dúfan (1989) og Sagan af herra Sommer (1998). Kontrabassinn hefur verið leik- inn tvisvar af atvinnuleikurum hér á landi – 1988 af Árna Pétri Guð- jónssyni á vegum Frú Emilíu í leikstjórn Guðjóns Pedersen og 2001 af Ellerti Ingimundarsyni á vegum Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu í leikstjórn Kjartans Ragnarssonar. Annars kom einleikurinn fyrst fram á sjón- arsviðið í München 1981 og hefur síðan verið sýndur vítt og breitt um heiminn. Verkið er klukkustundarlangur einþáttungur og eintal flutt af kontrabassaleikara í íbúð sinni meðan hann drepur tímann þar til hann þarf að spila á tónleikum kvöldsins. Süskind semur verk sín gjarnan um einfara og er kontra- bassaleikarinn í vissum skilningi frummynd annarra slíkra persóna hans. Vandamál þessa tónlistar- manns er í því fólgið að hann er óánægður með stöðu sína í lífinu, þau þröngu mörk og takmörkuðu tækifæri sem hljóðfæri hans gefur honum til að sýna hæfileika sína sem tónlistarmaður og nær algjör- lega félagslega einangrun sína. Samt kemur berlega í ljós í text- anum að ákveðnir þættir í per- sónuleika hans – takmörkuð fé- lagsleg greind, vöntun á sjálfstrausti, lítill sjálfsagi og nei- kvæðni – koma í veg fyrir að hann geti notið eðlilegra samskipta við annað fólk. Það kemur skýrast fram í frásögninni af ástinni sem hann ber til Söru hvað lítið hann hefur að gefa. Draumórar hans ná aðeins til þess möguleika að fá að njóta ásta með henni en honum dettur aldrei í hug að ef svo ólík- lega vildi til að hann hreppti prímadonnuna þyrfti hann að leggja eitthvað á sig til að halda henni. Merkilegasti þáttur þessarar uppfærslu Leikfélags Hafnarfjarð- ar á leikritinu er hve þessi þáttur er skýr. Leikstjórn Gunnars B. Guðmundssonar og leikur Halldórs Magnússonar virðist ganga út frá því að bregða upp mynd af manni sem er ekki mjög aðlaðandi í hátt- um. Í niðurnjörvuðu lífi hans er ekki pláss fyrir neinn sálufélaga, nema ef vera skyldi hljóðfærið sem tekur svo mikið rými í íbúðinni og lífi hans. Stanslaust bjórþamb hans er góð aðferð til að skýra óraunsæ- ið sem einkennir hve hann er hug- fanginn af söngkonunni Söru og neikvæðni hans í hvívetna. Lausnin er því að kontrabassaleikarinn drekki til að fylla upp í tómið í lífi sínu og afbera einmanaleikann. Leikmyndin er mjög skemmti- lega samansett enda áhorfendum algerlega komið inn á persónuna svo þeir geti upplifað þrengslin í íbúðinni af eigin raun. Nálægðin verður mikil; gott dæmi er að þeg- ar leikarinn setur á sig rakspíra yfirgnæfir lyktin allt annað áreiti á skilningarvit áhorfandans um stund. Í þessari uppsetningu kjósa aðstandendurnir að láta leikarann beina orðum sínum mest beint til áhorfenda, stundum til hljóðfær- isins en oft snýr hann sér að gull- fiski í íláti á ískápnum. Gullfisk- urinn, sem í verkinu er látinn heita Sara eftir sópransöngkonunni, er leikinn af Depli sem stendur sig frábærlega. Samskipti leikarans við hann er ágætis uppbrot á ein- hæfninni sem iðulega fylgir formi einleiksins, en eru samt svolítið á skjön við persónu sem hefur svo lítið að gefa af sér. Halldór Magnússon stendur sig mjög vel í erfiðu hlutverki. Hann hefur textann á hreinu og vinnur trúnað áhorfenda algjörlega. Það er kannski þeim mun meira afrek þegar tekið er tillit til þess hve fá okkar myndu nenna að gefa sig að svona persónu ef við fyrirhittum hana í raun og veru. Síðasta sýningin er í kvöld, fimmtudagskvöld, svo hvetja verð- ur þá sem vilja kynnast þessum einmana hljóðfæraleikara til að bregðast skjótt við og heimsækja hann í Hafnarfjörðinn. LEIKLIST Leikfélag Hafnarfjarðar Höfundur: Patrick Süskind. Þýðing: Haf- liði Arngrímsson og Kjartan Óskarsson. Leikstjóri: Gunnar B. Guðmundsson. Leikmynd og ljós: Gunnar B. Guðmunds- son og Hilmar Karl Arnarson. Leikarar: Halldór Magnússon og Depill. Fimmtudagur 23. október. KONTRABASSALEIKARINN Sveinn Haraldsson Einn UMRÆÐAN 26 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í ÞINGBYRJUN lagði Kolbrún Halldórsdóttir alþm. ásamt 13 öðrum kynsystrum sínum úr öllum flokkum, utan Sjálfstæðis- flokks, fram frv. til laga um vændi. Ný- mælið í lögunum er sótt í smiðju sænskra femínista og gerir ráð fyrir því að refsa körlum fyrir að kaupa blíðu kvenna, vegna þess að konur eru í þessu samhengi fórn- arlömb í hinum femíníska skilningi. Refsiþröskuldurinn er að vísu lægri í sænsku lögunum, en ráð er fyrir gert í íslenska frumvarpinu. Morgun- blaðið, sem alla tuttugustu öldina stóð í framvarðasveit þeirra sem háðu harða baráttu fyrir frjálsu og opnu þjóðfélagi, hefur nú valið sér það hlutskipti að ganga í björg með þeim sem vilja leggja fjötra á, og refsa fyrir mannlega háttsemi og val, sem á engan hátt getur skaðað sam- félagið sem heild. Þessi afstaða blaðsins er söguleg, vegna þess að í fyrsta skipti lýsir það yfir stuðningi við frumvarp, sem enginn sjálfstæð- ismaður treystir sér til að styðja. Mansal er fyrirlitlegt fyrirbæri og í hugtakinu felst nauðung, sem varð- ar við lög í öllum vestrænum löndum. En á milli mansals og vændis er ekk- ert samasemmerki. Sá sem hefur verið seldur mansali þarf alls ekki endilega að stunda vændi. Fórn- arlamb mansals gæti þess vegna unnið láglaunastörf á Vesturlöndum, eða í námu í þriðjaheimslandi. En mansalshugtakið kann að vera flókn- ara en lögfræðin gerir ráð fyrir og ekki er rúm til að ræða hér. II. Femínisminn hefur, ekki ólíkt hin- um vísindalega sósíalisma, ríka til- hneigingu til að sveipa sig ljóma aka- demíu og fræða, en í fræðunum stendur ekki steinn yfir steini og Mogginn fellur í þá gryfju að éta upp alla þvæluna, ekki ósvipað og margur ágætur menntamaðurinn gerði með sósíalismann á tuttugustu öldinni. Athyglisverð er til dæmis eftirfar- andi fullyrðing í forustugrein blaðs- ins 14. okt. sl., sem bar yfirskriftina „Gegn vændi“: „Þær [vændiskon- urnar] koma yfirleitt úr sárri fátækt, iðulega frá ríkjum Austur-Evrópu. Flestar koma frá Moldóvu.“ Mér er það hulin ráðgáta hvaðan þessi speki Mbl. er komin, nema þá að hún sé úr femínískum rannsóknarfræðum. Hvaðan skyldu vændiskonur Vestur- Evrópu hafa komið áður en járn- tjaldið féll? Í öllu falli komu þær ekki frá fátæktarbælum Austur-Evrópu eða Moldóvu og það veit Mogginn blaða best. III. Það er rétt hjá Mbl. að vændi verð- ur ekki upprætt í einni svipan, en sú nálgun blaðsins að líkja því við þrælahald nútímans er vafasöm, ef ekki beinlínis röng (þessi vitleysa er að vísu fengin úr greinargerð frum- varpsins). Vændið á sér langa sögu í mannheimum og víst er að sitthvað er vændi og vændi. Ritstjóra Mbl. væri fróðlegt að kynna sér fyrir- bærið í samhengi sögunnar. Til dæmis er athyglisverð lýsing á hlut- verki vændiskonunnar í bók hins kunna austurríska skálds Stefans Zweig (1881–1942) Veröld sem var. (Mér skilst að þetta sé ein af uppá- haldsbókum Ingibjargar Sólrúnar fyrrum borgarstjóra og víst er bókin góð.) Hinn rauði þráður í röksemda- færslu hinna femínísku grillufangara er sá, að vændiskonur séu neyddar til starfans; þær séu fórnarlömb mellu- dólga og því sé rétt að refsa þeim sem vill greiða fyrir blíðu kvenna og draga þannig úr eftirspurninni, jafn- vel þótt sá karl sem í hlut á eigi eng- an annan kost til að njóta kynferð- islegra blíðuhóta, en að greiða fyrir. Vilji samfélagið í alvöru koma böndum yfir hinn viðurstyggilega mansalsþátt vændisins virðist skyn- samlegast að lögleiða vændið, líkt og mörg ríki hafa gert. Þannig er hægt að koma við virku eftirliti með starf- seminni og leggja til atlögu við þá sem ekki starfa eftir réttri leikreglu. Boð og bönn samfélagsins um val fólks, smekk þess, lifnaðarhætti og neysluvenjur verða jafnan að teljast varasöm og um þetta atriði höfum við þekkt dæmi úr sögunni, sem eru bannlögin svokölluðu, þar sem fólki var með lögum meinað að neyta áfengis árum saman, en hafði á sama tíma alla anga úti til að njóta veig- anna og afleiðingin varð stórkostlega skipulögð glæpa- og undirheima- starfsemi (þetta er leiðin sem Svíar hafa valið varðandi vændið og vilja troða upp á aðrar þjóðir). Sú tilhneig- ing stjórnmálamanna að gera mann- lega háttsemi refsiverða, sem þeim er ekki þóknanleg er hættuleg og tekur frá fólki þá áreynslu að taka sjálft siðferðislega afstöðu. Ég vil ekki búa í þjóðfélagi, þar sem stjórn- málamenn hafa tekið allar ákvarð- anir fyrir mig að viðlagðri refsingu ef út af er brugðið um neysluvenjur mínar. Það er augljóst að ekki er hægt að lögfesta bindindi, skírlífi eða megrun. IV. Í svokallaðri vændisskýrslu, sem nokkuð hefur verið hampað, er því haldið fram að skipulegt vændi teng- ist nektardansstöðum. Skýrslan var unnin af tveimur femínistum, sem nálguðust „rannsóknarverkefnið ekki ósvipað og andskotinn túlkar biblíuna. Ósannaðar fullyrðingar af þessu tagi gagnvart frjálsri atvinnu- starfsemi eru fráleitar og til þess fallnar að skaða og koma óorði á starfsemina, enda hafa fjölmiðlar orðið til þess að smjatta á „rannsókn- arniðurstöðunum. Ég man ekki bet- ur en að farið hefði fram vönduð og nákvæm lögreglurannsókn vegna meints vændis í tengslum við nekt- ardansstaði fyrir fáum árum og nið- urstöður þeirrar rannsóknar orðið tilefni til niðurfellingar málsins. En í þessu efni, sem mörgum öðrum, helgar tilgangurinn meðalið. Fræði- mennirnir (les femínistarnir) nota þá gamalkunnu aðferð að klína sökum á menn í þeim tilgangi að láta þá bera þær af sér. Vinnubrögðum af þessu tagi verður að linna, en taka þess í stað upp málefnalega umræðu um flókið álitamál í samtíð okkar. Mogginn gengur í björg ráðstjórnarhugarfarsins Eftir Gústaf Níelsson Höfundur annast sérverkefni fyrir skemmtistaðinn Bohem. Í KJÖLFAR undangenginnar um- ræðu um læknamistök og þraut- argöngu þeirra er verða fyrir mistök- um heilbrigðisstarfsmanna rita ég þessa grein. Ég vil til að byrja með koma þeirri ósk minni opinberlega á framfæri við heilbrigðisráðherra og forsætisráðherra að þeir verði undir engum kringumstæðum við ósk land- læknis um fjárveitingu til þess að koma á laggirnar nefnd til þess að rannsaka meint mistök heilbrigð- isstarfsmanna. Það má a.m.k. ekki verða í líkingu við það sem land- læknir hefur upplýst við fjölmiðla að hans hugmynd um skipun nefnd- arinnar sé. Hans hugmynd hljómar nefnilega ótrúlega líkt því ástandi sem nú er, þ.e. engin rannsókn er framkvæmd á því sem aflaga fer, að- eins látið í það skína að landlæknir eða samstarfsmenn hans séu að rann- saka meint mistök sem hugsanlega vinir, vandamenn, skólafélagar eða a.m.k. starfsfélagar þeirra hafi orðið uppvísir að. Það er látið í það skína að verið sé að rannsaka mál með það að leið- arljósi að upplýsa og komast að nið- urstöðu um það hvort mistök hafi ver- ið gerð, til dæmis þegar læknar eru kærðir vegna mistaka og jafnvel hafa leitt fólk til dauða. Það sem í raun gerist er fyrst og fremst það að land- læknir kallar eftir greinargerð, ann- ars vegar frá þeim er kærir og hins vegar frá þeim er gerði mistökin eða yfirmanni hans. Síðan horfir emb- ættið á tvær greinargerðir, sem tekur alllangan tíma og gefur svo út álit sitt sem að venju er byggt á greinargerð starfsbróður þeirra og venjulega hljóðar upp á það að farið hafi verið eftir öllum settum reglum, hugs- anlega megi eitthvað bæta í framtíð- inni. Jafnvel þótt aumur kærandinn geri athugasemd við greinargerð lækn- isins og bendi landlækni á heilbrigð- isstarfsmann sem geti staðfest að læknirinn sé að greina rangt frá, þá reynir landlæknir ekki svo mikið sem að eyða símtali á viðkomandi eða óska eftir staðfestingu á því sem haldið er fram um rangfærslu. Landlæknir sendir gjarnan gögnin til umsagnar þriðja aðila, t.d. íslensks læknis er starfar á Norðurlöndunum. Viðkomandi læknir fær greinargerð kærandans og greinargerð læknis eða enn betur prófessors sem er yf- irmaður læknisins er var valdur að dauðsfalli. Landlæknir byggir síðan álit sitt á umsögn þessa erlendis starfandi læknis, sem kærandinn fær ekki einu sinni að vita hver er, t.d. hvort hann sé lærlingur prófessorins, sonur hans eða samstarfsmaður, nú eða tengdur lækninum sem valdur er að dauðsfalli. Er þetta nú líklegt til að virka eða vekja traust eða er bara verið að draga auman almúgann á asnaeyrunum til að hann sætti sig betur við sinn hörmulega missi? Læknar brjóta lög Þegar dauðsfall verður á heilbrigð- isstofnun sem hugsanlega má rekja til óhappatilviks, slyss eða mistaka ber læknum að tilkynna það strax til lögreglu sem væntanlega myndi þá kanna hvort ástæða væri til skýrslu- töku af þeim er að málinu koma. Þetta kemur skýrt fram í læknalög- um, (18 gr. laga nr. 53/1988), og lög- um um dánarvottorð, (3. gr. laga nr. 61/1998). Ef farið væri eftir þessum lögum sem eiga sérstaklega við um tilfelli sem þessi þá væri öllu haldið til haga, strax eftir að atburðir gerast. Þá myndu málin ganga fljótt fyrir sig og strax yrðu til greinargóðar skýrslur frá þeim sem best geta lýst hvað gerðist. En þarna kjósa læknar og m.a. yfirmenn LSH að brjóta lög með sína eigin hagsmuni að leið- arljósi en á kostnað þess er verður fyrir mistökum læknis. Þetta virðist vera gert með velþóknun og vitund landlæknis. Nei, við þurfum ekki á að halda nefnd sem yrði skipuð læknum sem ættu að skoða mistök ættingja sinna, vina og/eða starfsfélaga. Læknar þurfa bara að hætta að brjóta lög, láta lögreglu um að rannsaka alvar- legri málin, s.s. dauðsföll en umboðs- maður sjúklinga getur með örlítilli hjálp annast kvartanir og leiðbein- ingar. Þá þyrfti landlæknir að fá eitt stöðugildi góðs lögfræðings sem tæki faglega á kvörtunum sjúklinga sem hugsanlega hefur verið brotið á en hafa lifað það af. Það sjá það allir, nema kannski læknar, að það gengur ekki að láta lækna rannsaka sjálfa sig. Það væri áhugavert að fá svar við eftirfarandi spurningum: Hvað eru mörg dauðsföll sem verða á LSH tilkynnt til lögreglu? Hvað hafa margir læknar misst starf sitt sem hafa oftar en einu sinni verið kærðir til landlæknis? Hljóta kærur til landlæknis vegna dauðsfalla ekki forgang? Ef læknir fær á sig meira en eina kæru til landlæknis, er ekki vert að grandskoða slík tilfelli hvort lækn- irinn er starfi sínu vaxinn? Ég hef sjálfur kært lækni sem varð valdur að dauða sonar míns. Læknir þessi hefur margsinnis verið kærður til landlæknis vegna mistaka sinna en ekki virðast samstarfsmenn lækn- isins né landlæknir sjá ástæðu til að gera neitt í máli hans. Læknar rannsaki ekki meint læknamistök Eftir Helga Magnús Hermannsson Höfundur er framkvæmdastjóri. LISTIR Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Íbúðin er 6 herbergja 191 fm auk þess gott stæði í lokuðu bílskýli. Fjögur góð svefnherbergi, tvær stofur, eldhús með sérsmíðaðri innréttingu og vönduðum tækjum, þvottahús í íbúðinni og tvennar svalir. Góð staðsetning. Verð aðeins kr. 20,5 milljónir. GLÆSIÍBÚÐ I BRYGGJUHVERFINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.