Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 38
R A Ð A U G L Ý S I N G A R NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Aðalstræti 19, efsta hæð, Þingeyri, þingl. eig. Jaroslaw Piotr Winiecki, gerðarbeiðendur Ísafjarðarbær, Lögmenn Suðurlandi ehf., sýslumað- urinn á Selfossi og Tryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 3. nóvem- ber 2003 kl. 11:50. Fjarðargata 16, Þingeyri, þingl. eig. Kristín Auður Elíasdóttir, gerðar- beiðendur Íbúðalánasjóður og Tannlæknastofa Viðars Konr ehf., mánudaginn 3. nóvember 2003 kl. 12:20. Hafraholt 36, Ísafirði, þingl. eig. Eggert Jónsson, gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands höfuðstöðvar, mánudaginn 3. nóvember 2003 kl. 10:00. Íbúðarhús að Gerðhömrum, Ísafjarðarbæ, þingl. eig. Finnbogi Krist- jánsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 og Sparisjóður Vestfirðinga, mánudaginn 3. nóvember 2003 kl. 13:10. Móholt 2, Ísafirði, þingl. eig. Pálmi Sævaldur Stefánsson og Helena Rakel Árnadóttir, gerðarbeiðendur Byggðastofnun, Íbúðalánasjóður og Landsbanki Íslands höfuðstöðvar, mánudaginn 3. nóvember 2003 kl. 10:20. Ólafstún 4, Flateyri, þingl. eig. Bjarni Harðarson, gerðarbeiðendur Radíómiðun hf. og Vélasalan ehf., mánudaginn 3. nóvember 2003 kl. 14:30. Ólafstún 6, Flateyri, þingl. eig. Páll Sigurður Önundarson, gerðarbeið- endur Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda og Vátryggingafélag Íslands hf., mánudaginn 3. nóvember 2003 kl. 14:45. Sætún 8, Suðureyri, þingl. eig. Margrét Hildur Eiðsdóttir og Jón Arnar Gestsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Íslandsbanki hf., útibú 556, mánudaginn 3. nóvember 2003 kl. 15:30. Vífilsmýrar l og ll, Mosvallahreppi, Ísafjarðarbæ, þingl. eig. Einar Örn Björnsson, gerðarbeiðandi Ísafjarðarbær, mánudaginn 3. nóvem- ber 2003 kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 29. október 2003. Ólafur Hallgrímsson, fulltrúi. TILKYNNINGAR Bókavinir Opið til kl. 21 í kvöld. Full búð af bókum. Kaffi og kruðerí. Gvendur dúllari — alltaf góður Klapparstíg 35, s. 511 1925 SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Fimmtudagur 30. okt. 2003 Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Mikill söngur og vitnisburðir. Predikun Þórir Haraldsson. Föstudagur 31. okt. 2003 Opinn AA-fundur kl. 20:00. Þriðjudagur 4. nóv. 2003 UNGSAM kl. 19:00. Uppbyggileg þjálfun fyrir ungt fólk í bata. www.samhjalp.is I.O.O.F. 5  18410308  9*0 Í kvöld kl. 20.00 Lofgjörðarsamkoma. Umsjón Gestaheimilið. Allir hjartanlega velkomnir. Landsst. 6003103019 VIII Mh I.O.O.F. 11  18410308½  38 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ OKTÓBERMÓT Dansíþróttasambands Ís- lands fór fram laugardaginn 25. október sl. Þetta mót var með nýju sniði. Einungis var keppt í flokkum sem keppa með frjálsri aðferð og var hugmyndin sú að halda stutta keppni þar sem hægt væri að eiga skemmtilega stund og sjá það besta í dansheiminum á Íslandi í dag. Staðsetn- ingin var einnig óvanaleg þar sem keppnin fór fram í Ými, tónlistarhúsi Karlakórs Reykjavík- ur. Keppt var í báðum greinum samkvæmis- dansins og voru veitt verðlaun í hvorri grein fyr- ir sig. Sú nýjung var í skráningu á keppnina að keppendur skráðu sig ekki fyrirfram í keppnina heldur fór skráning fram á staðnum og voru það 19 pör sem mættu til leiks. Eitthvað vantaði af pörum í keppnina vegna veikinda. Yngsti hópurinn sem tók þátt í mótinu er hóp- urinn Unglingar I (12–13 ára). Í fyrsta sæti í standarddönsum voru Karl Bernburg og Ása Karen Jónsdóttir. Þau sýndu meiri snerpu í dansinum en áður og dönsuðu vel saman. Þetta er það besta sem ég hef séð til þeirra. Að mínu mati voru þau öruggir sigurvegarar. Í öðru sæti voru Aðalsteinn Kjartansson og Edda Guðrún Gísladóttir. Þarna eru kraftmiklir dansarar á ferð en stundum finnst mér krafturinn of mikill á kostnað fágunar. Þau ættu einnig að slaka meira á hnjám til þess að mynda ekki of mikið bil á milli þeirra. Í suður-amerískum dönsum sigruðu þau Aðalsteinn og Edda Guðrún. Þau hafa eins og í standarddönsunum mjög kraftmikinn stíl sem grípur augað og gefa sig öll í dansinn. Mér finnst að Aðalsteinn mætti nota gólfið betur og að hann sé svolítið í lausu lofti. Í öðru sæti voru Karl og Ása Karen. Þau eru með allt annan dansstíl en sigurvegararnir. Þau eru hægari en eru með meiri útgeislun. Þau eru greinilega ánægð með hvort annað og hefði að mínu mati sigurinn getað fallið þeim í skaut. Fjölmennasti hópurinn í keppninni var hópur Unglinga II (14–15 ára). Þar er jafnan mjög hörð keppni og oft mjótt á munum á milli para. Sig- urvegarar í standarddönsum voru Þorleifur Ein- arsson og Ásta Bjarnadóttir. Mér fannst þau ekki ná fram því besta í sínum dansi í undan- úrslitum. Þorleifur missir vinstri handlegginn of mikið fram. Í úrslitum náðu þau sér betur á strik og dönsuðu mikið betur. Í öðru sæti voru Arnar Georgsson og Tinna Pétursdóttir. Þau hafa lengdina með sér til þess að mynda fallegar línur og sýna góða mýkt. Það er gaman að geta þess að þau fóru til Noregs fyrr í mánuðinum og tóku þar þátt í opnu alþjóðlegu móti í standard- dönsum. Þar fóru þau með sigur af hólmi. Í suð- ur-amerískum dönsum sigruðu einnig Þorleifur og Ásta. Þau voru öruggir sigurvegarar og eru þrepi ofar en hinir dansararnir í þessari grein. Í öðru sæti voru Björn Einar Björnsson og Sóley Emilsdóttir. Ég held að fyrirfram hafi þau ekki átt von á þessum úrslitum. Þau hafa tekið mikl- um framförum undanfarið ár. Þau hefðu getað sýnt meira öryggi en líklega kemur það eftir þessi úrslit. Í flokki Ungmenna (16–18 ára) skráði sig ein- ungis eitt par til keppni í standarddönsum. Það voru þau Jón Þór Jónsson og Laufey Karlsdótt- ir. Þau eru vaxandi dansarar. Þegar ég horfði á þau dansa þá fannst mér eins og það væri tölu- verður hæðarmismunur á þeim. Það er ekki reyndin heldur þarf Laufey að rétta betur úr sér og þá sérstaklega bakinu. Í suður-amerískum dönsum fóru með sigur af hólmi Björn Vignir Magnússon og Björg Halldórsdóttir. Þetta er besti dans sem þau hafa dansað á danskeppni. Þau sýndu aukna gleði á dansgólfinu og eru greinilega í uppsveiflu. Í öðru sæti höfnuðu Lár- us Þór Jóhannsson og Sigrún Tinna Gunnars- dóttir. Þau eru nýtt par á þessum vettvangi og er það fagnaðarefni þegar pör bætast í hópinn. Dansloturnar þeirra eru aðallega samsettar af grunnsporum en á þeim byggjum við dansinn og næsta skref hjá þeim er væntanlega að byggja sig áfram upp. Vonandi eigum við eftir að sjá meira frá þeim í framtíðinni. Í flokki Fullorðinna skráði sig einungis eitt par og kepptu þau bara í suður-amerískum dönsum. Það voru þau Ísak Halldórsson Nguyen og Helga Dögg Helgadóttir. Þau eru frábærir dansarar en mér fannst eitthvað vanta hjá þeim á þessari keppni. Það var eins og þau væru að dansa einungis fyrir sig en ekki aðra í húsinu. Kannski var þetta vegna þess að þeim var ekki veitt nein keppni en það á ekki að hafa áhrif hjá jafn vönum dönsurum og þeim. Elsti hópurinn sem keppti á mótinu er flokkur Seniora (35 ára og eldri). Þar fóru með sigur af hólmi í báðum greinum þau Björn Sveinsson og Bergþóra María Bergþórsdóttir. Þau höfðu sem fyrr töluverða yfirburði í báðum greinum. Í standarddönsum voru Jón Eiríksson og Ragn- hildur Sandholt í 2. sæti. Þau sýndu ágætis dans en Jón mætti rétta betur úr sér. Í suður-amer- ísku dönsunum voru það Eggert Claessen og Sigrún Kjartansdóttir sem höfnuðu í öðru sæti. Þau voru fjörug að vanda á gólfinu og Eggert er farinn að rétta betur úr sér sem gerir hann sterkari á gólfinu. Það er alltaf gaman að breyta til og tel ég að Mótanefnd Dansíþróttasambands Íslands hafi tekist vel til með þetta mót. Dómarar keppn- innar voru að þessu sinni allir íslenskir dans- kennarar með próf frá Dansráði Íslands. Það voru þau Heiðar Ástvaldsson, Unnur Berglind Guðmundsdóttir, Gerður Harpa Kjartansdóttir, Ingibjörg Róbertsdóttir, Logi Vígþórsson, Hulda Hallsdóttir og Hólmfríður Þorvaldsdóttir. Næsta dansmót vetrarins verður Lottómót sem haldið er af Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar hinn 8. nóvember í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Síðan mun Dansíþróttasamband Íslands standa fyrir öðru móti með sama sniði og nýafstaðið mót, Nóvembermót Dansíþróttasam- bands Íslands hinn 23. nóvember í Ými, tónlist- arhúsi Karlakórs Reykjavíkur. Úrslit keppninnar voru eftirfarandi: Unglingar I standarddansar Karl Bernburg – Ása Karen Jónsdóttir, ÍR Aðalsteinn Kjartanss. – Edda G. Gíslad., ÍR Alexander Mateev – Erla B. Kristjánsd., ÍR Unglingar I suður-amerískir dansar Aðalsteinn Kjartanss. – Edda G. Gíslad., ÍR Karl Bernburg – Ása Karen Jónsdóttir, ÍR Alexander Mateev – Erla B. Kristjánsd., ÍR Valdimar Kristjánss. – Hanna M. Óskarsd., Gulltoppi Unglingar II standarddansar Þorleifur Einarsson – Ásta Bjarnadóttir, ÍR Arnar Georgsson – Tinna Pétursdóttir, ÍR Baldur K. Eyjólfss. – Anna K. Vilbergsd., ÍR Stefán Claessen – María Carrasco, ÍR Björn E. Björnss. – Sóley Emilsd., Hvönn Björn I. Björnss. – Ásta B. Magnúsd., Gulltoppi Unglingar II suður-amerískir dansar Þorleifur Einarsson – Ásta Bjarnadóttir, ÍR Björn E. Björnss. – Sóley Emilsd., Hvönn Baldur K. Eyjólfss. – Anna K. Vilbergsd., ÍR Stefán Claessen – María Carrasco, ÍR Björn I. Björnss. – Ásta B. Magnúsd., Gulltoppi Jón E. Gottskálkss. – Elín H. Jónsd., ÍR Fannar H. Rúnarss. – Lilja Guðmundsd., Gulltoppi Ungmenni standarddansar Jón Þór Jónsson – Laufey Karlsdóttir, ÍR Ungmenni suður-amerískir dansar Björn V. Magnúss. – Björg Halldórsd., Gulltoppi Lárus Þ. Jóhannss. – Sigrún T. Gunnarsd., ÍR Fullorðnir suður-amerískir dansar Ísak Halldórss. Nguyen – Helga D. Helgad., Hvönn Seniorar standarddansar Björn Sveinss. – Bergþóra M. Bergþórsd., DÍH Jón Eiríksson – Ragnhildur Sandholt, Gulltoppi Seniorar suður-amerískir dansar Björn Sveinss. – Bergþóra M. Bergþórsd., DÍH Eggert Claessen – Sigrún Kjartansd., ÍR Jón Eiríksson – Ragnhildur Sandholt, Gulltoppi Hægt er að sjá nánari upplýsingar um úrslit á heimasíðu Dansíþróttasambands Íslands sem er www.danssport.is. Dansað í tónlist- arhúsi Keppendur sem tóku þátt í Októbermótinu. DANS Ýmir, tónlistarhús Karlakórs Reykjavíkur OKTÓBERMÓT Í 5 OG 5 DÖNSUM Laugardaginn 25. október fór fram Októbermót Dansíþróttasambands Íslands. Kara Arngrímsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.