Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elskulegur faðir minn, sonur, bróðir okkar og mágur, GUNNAR HJÖRTUR BJÖRGVINSSON frá Patreksfirði, lést á hjúkrunarheimili Farsunds í Noregi þriðjudaginn 28. október. Guðrún Rósa Gunnarsdóttir, Rósa Hjartardóttir, Elfar Högnason, Sigurlaug Valdís Jóhannsdóttir, Helena Högnadóttir, Ólafur Árni Torfason, Hugrún Högnadóttir, Víkingur Andrew Erlendsson. Móðir okkar, CARLA INGEBORG HALLDÓRSSON, síðast til heimilis í Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykjavík, lést laugardaginn 18. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Halldór Sigmundsson, Anna Sigmundsdóttir og aðrir aðstandendur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og móðursystir, ESTHER JÓNSDÓTTIR, lést í Ogden, Utah, í Bandaríkjunum, mánudag- inn 27. október. Bálför fer fram í dag í Utah. Jarðsetning á Íslandi auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Raymond Miller, Ragnhildur Rúriksdóttir, Rangkene Miller, RexAnne Bock Miller, Sigurlaug Halldórsdóttir og barnabörn. Okkar yndislegi og ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og tengdasonur, STEINÞÓR EYÞÓRSSON veggfóðrari og dúklagningameistari, Víðilundi 7, Garðabæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu- daginn 27. október. Útför verður tilkynnt síðar. Eiríka Haraldsdóttir, Eiríkur L. Steinþórsson, Fjóla Þorsteinsdóttir, Þórarinn L. Steinþórsson, Rut Erla Magnúsdóttir, Margrét L. Steinþórsdóttir, Mogens Gunnar Mogensen, Steinþór Örn Helgason, Helena Sif Mogensen, Fjóla Eiríksdóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær faðir okkar og vinur, HAUKUR INGASON, Hlíðarvegi 5, Ytri-Njarðvík, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 28. október. Martha Hauksdóttir, Aðalsteinn Hauksson, Haukur Ingi Hauksson, Hrafn Hauksson, Hildur Hauksdóttir, Þórður Helgi Þórðarson, Guðrún Guðmundsdóttir. ✝ Sigurður Krist-inn Guðmunds- son fæddist í Reykja- vík 22. apríl 1938. Hann lést á líknar- deild LSH í Kópa- vogi 23. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Finnborg Finnboga- dóttir húsmóðir, ætt- uð frá Siglufirði, f. 29.4. 1904. d. 28.7. 1962, og Guðmundur Pálsson, verslunar- maður og sjómaður af Álftanesi, f. 28.9. 1900, d. 10.7. 1980. Systkini Sig- urðar eru Jóhann, f. 1923, búsett- ur í Reykjavík, Ólöf Erla, f. 1926, d. 1998, Engilráð Ólína, f. 1929, búsett í Bandaríkjunum, Pálhild- ur, f. 1935, búsett í Kópavogi og Anton Svanur, f. 1937, búsettur í Kópavogi. dóttir hennar er Karen Harpa Rúnarsdóttir, f. 23. nóv. 2001, Ingibjörg Katrín Kristjánsdóttir, f. 19. apríl 1993, og Einar Víg- lundur Kristjánsson, f. 22. nóv- ember 1996. 2) Jón Ottó Rögn- valdsson, f. 16. nóvember 1960, búsettur á Kanaríeyjum, maki Andrea Baldursdóttir fótsnyrtir. 3) Kristín Rögnvaldsdóttir leik- skólakennari, f. 9. ágúst 1966, bú- sett í Reykjavík, maki Jón Þór Einarsson múrari. Börn þeirra eru Alexandra Ósk, f. 19. október 1994 og Sindri Þór, f. 25. sept- ember 1998. Sigurður og Ingi- björg slitu samvistum. Sigurður ólst upp í Reykjavík og dvaldi þar lengstum. Hann lauk fullnaðarprófi frá Melaskól- anum. 13 ára gamall fór hann fyrst til sjós en sjómennskan var hans ævistarf. Frá árinu 1998 var Sigurður búsettur hjá syni sínum og fjölskyldu. Hann sat í trún- aðarmannaráði Sjómannafélags Reykjavíkur frá árinu 1984 til dánardags. Útför Sigurðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Sigurður kvæntist 27. desember 1980 Ingibjörgu Árnadótt- ur. Sonur þeirra er Sigurður Ingi verka- maður, f. 2. maí 1975, búsettur í Vatnsholti í Villinga- holtshreppi, sam- býliskona Gerður Hreiðarsdóttir hús- móðir, f. 12. febrúar 1973. Börn þeirra eru Daðey Steinunn, f. 28. júlí 1994, og Sóley María, f. 1. des- ember 2002. Börn Ingibjargar og fósturbörn Sigurð- ar eru: 1) Margrét Rögnvaldsdótt- ir húsmóðir, f. 26. september 1959, búsett í Vatnsholti í Vill- ingaholtshreppi, maki Kristján Einarsson, skólabílstjóri og bóndi. Börn þeirra eru Heiðdís Helga Antonsdóttir, f. 14. apríl 1980, Elsku Siggi minn. Nú er kvölum þínum lokið eftir löng og erfið veikindi. Þú komst inn í líf mitt þegar þú kynntist mömmu. Þá var ég bara 2–3 ára lítil stelpa. Þú tókst mér strax sem þinni eigin dóttur og varst mér ætíð svo góður. Við vor- um ávallt miklir vinir og ég gat alltaf leitað til þín. Allt vildir þú fyrir mig gera og hvattir mig áfram. Þú hafðir óbilandi trú á því sem ég tók mér fyrir hendur. Eftir að þú og mamma skilduð minnkuðu tengslin okkar á milli en þú munt alltaf eiga þér stað í hjarta mínu, elsku Siggi pabbi minn. Kristín. Mikill er söknuðurinn að missa þig svona fljótt Siggi minn. Þú varst alltaf svo nærgætinn, elskulegur og fljótur til ef þú varst beðinn um að gera eitthvað. Ósér- hlífni og atorkusemi voru ein af þín- um sterku persónueinkennum. Við áttum eftir að gera svo margt saman en almættið var með önnur áform. Engin veit sína ævi fyrr en öll er. Ég vona að þér líði betur núna því að þú varst búinn að vera svo mikið veik- ur og þjáður. Ég hugga mig við það að svo sé. Þakka þér fyrir þennan tíma sem við áttum saman. Blessuð sé minning þín. Kært var með ykkur Sigurði Inga syni þínum en hann sýndi mikinn dugnað er hann sat hjá þér á hverjum degi þar til yfir lauk. Elsku Sigurður Ingi, ég votta ykk- ur Gerði og börnunum, systkinum hins látna og fósturbörnum mína dýpstu samúð. Megi Guð hugga þau í sorg sinni. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Þín vinkona Pálína. Elsku Siggi. Mikill er söknuður okkar. Einnig hjá börnunum, Ingibjörgu og Einari, sem alltaf hlupu í fang afa þegar þú komst til okkar. En við vitum að þú ert kominn á yndislegan stað og við biðjum Guð almáttugan að varðveita þig. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Við þökkum þér fyrir allt, elsku Siggi. Margrét, Kristján, Ingi- björg Katrín og Einar Víglundur í Vatnsholti. Lítil kveðja. Þegar myrkur yfir grúfði, og engin sáust lönd. Gatan svo grýtt og hrjóstrug, – ei glitti í sólar rönd. Þá þóttist í örvinglan finna, að mér var útrétt hönd, svo sterk – og skjólið bauð mér. Ég skildi að af Guði var send. Og þó að leiðirnar skildu, sá þráður er bundinn var þar. Hann sterklega og þétt var ofinn, og aldreigi slitinn var. Því er það mín hinsta kveðja, að Hann, er mér sendi þig. Taki þig traustum örmum, er tókst þú forðum mig. Ingibjörg. Ég kynntist Sigurði K. Guðmunds- syni fyrir tæpum 6 árum. Það var í barnaafmæli dótturdóttur minnar, sem hann reyndist Daðey góður afi og Gerði góður tengdafaðir. Sigurður var einn af heimilisfólkinu á heimili Sigga og Gerðar. Hann var ötull við að hjálpa þeim innan sem ut- an dyra þegar hann var heima á milli sjómennskunnar. Það var alltaf gam- an að ræða heimsmálin sem komu yf- irleitt upp þegar við ræddumst við fyrir austan, sem var töluvert oft, ég kom oft austur og gisti gjarnan. Her- bergið hans fékk ég alltaf ef hann var ekki heima, takk fyrir það. Sigurður var frábær faðir sem afi. Mér er minnisstætt eitt atriði sem varðaði matartíma hjá Daðey, þegar afi hjálpaði henni með matinn þar sem hún var löt við að klára og kom hlaupandi fram sigri hrósandi, búin með matinn, „en afi hjálpaði mér“. Svona er Sigurði rétt lýst, alltaf til taks og mátti ekki heyra skamm- aryrði. Daðey á eftir að skila góðum minn- ingum um afa til systur sinnar Sól- eyjar Maríu sem fékk ekki að njóta afa síns nema 11 mánuði. Ég votta Sigga, Gerði, fósturbörn- um, barnabörnum og Pálínu mína dýpstu samúð. Daðey Steinunn Daðadóttir. SIGURÐUR K. GUÐMUNDSSON AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur af- mælis- og minn- ingargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.