Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 25 Í ÞEIM verkum henn- ar sem ég þekki til fjallar Kristín Ómarsdóttir gjarnan um ástina, kyn- lífið og hvernig þessu tvennu reiðir af í heimi þar sem allt er til sölu. Kristín fellur ekki í þá gryfju að predika eða bregða sér í hlutverk heimsósómaskáldsins, heldur horfir á atgang mannskepnunnar á þessu sviði með hlutlausum, og á stundum nokkuð háðsk- um augum. Kynímyndir, kyngervi og hið fljótandi eðli kynhneigðarinnar er í forgrunni í Ástarsögu þrjú, en kynlíf og ást sem neysluvara áberandi þátt- ur í Vini mínum heimsenda. Afmæl- istertan er lítil stúdía sem snertir báða þessa þætti. Sálfræðingurinn Quintin heldur upp á fimmtugsafmælið sitt og býður gamalli vinkonu sinni og starfssystur, Marilyn, ásamt tveimur yngri mönn- um, þeim Wolf og Olaf. Eftir því sem boðinu vindur fram skýrist hverra er- inda þeir eru þarna, Wolf er kominn til að sofa hjá afmælisbarninu, kannski fyrir borgun, kannski ekki. Því að sjálfsögðu hefur Kristín engan áhuga á að skrifa ádeiluverk um vændi og félagslegar ástæður þess, enda er samband Quintins og Wolfs flóknara en það. Sama má segja um tengslin sem skapast milli Olafs og Marilyn, sem hann heillast af – að því er virðist einlæglega – og fölnandi kvenleiki hennar og viðhorf til hlut- skiptis síns er kannski veigamesti þáttur verksins. Marilyn birtist sem yfirborðsörugg og veraldarvön, en fljótlega brjótast fram biturð og ein- manaleiki hennar. Quintin er hins vegar augljóslega óöruggur með sig og samband sitt við Wolf, hann er þiggjandi og upp á Wolf kominn, sem nýtur þess að leika sér að honum. Wolf er líka valdaaðilinn í sambandi sínu við Olaf. Þetta valda- og kynjatafl er efni verksins. Hófstilling einkennir stíl Afmælis- tertunnar og á það bæði við um efnistök Kristínar, framgöngu leikaranna og stíl uppfærslunnar. Það hefur áhrif bæði til góðs og ills fyrir áhrifamátt verksins. Hvörf og sumar setningar verða sterkari fyrir það að falla að því er virðist umhugsunarlaust og kæruleysislega. En á móti kemur að það er auðvelt að láta sér fátt um finnast um vandamál og örlög þessa fólks sem virðist varla hafa áhuga á þeim sjálft. Anna Kristín Arngríms- dóttir kemst einna lengst með að komast að áheyrandanum sem Mari- lyn. Einnig voru tvíleikssamtöl henn- ar og Gísla Péturs Hinrikssonar sum sterk, og hann gerði skýra persónu úr hinum barnalega og ósjálfstæða Olaf sem vill verða eins og Marilyn. Þeim Pálma Gestssyni og Jóni Páli Eyjólfs- syni lét ekki eins vel að teikna hinn taugaveiklaða Quintin og þann kald- lynda Wolf með raddirnar einar að vopni. Mér þykir líka heldur verra hvað Kristín heldur rækilega aftur af óstýrilátu ímyndunarafli sínu í þess- ari smámynd, helstu kostir hennar sem leikskálds njóta sín lítið hér. Leikstjórn og hljóðumgjörð er einnig einföld sem mest má vera. Ef til vill hefði verið meira gaman ef allir að- standendur Afmælistertunnar hefðu leyft sér örlítið meira flug. Allt um það þá heldur Afmælistertan athygl- inni og kveikir hugsanir um kynhlut- verk, ást og girnd. Hvað viltu fá í afmælisgjöf? LEIKLIST Útvarpsleikhúsið Höfundur: Kristín Ómarsdóttir, leikstjóri: Ingólfur Níels, hljóðvinnsla: Hjörtur Svav- arsson, leikendur: Anna Kristín Arngríms- dóttir, Gísli Pétur Hinriksson, Jón Páll Eyjólfsson og Pálmi Gestsson. Frumflutt 23. október, endurtekið 30. október. AFMÆLISTERTAN Kristín Ómarsdóttir Þorgeir Tryggvason JPV-ÚTGÁFA hefur gengið frá útgáfusamning- um við danskan og finnskan út- gefanda um bók- ina Samúel eftir Mikael Torfason. Samúel kom út á síðasta ári og fjallar um auðnu- lausan öryrkja, Íslending sem býr í Danmörku. Brenglaður hugur hans horfir á heiminn frá þröngum sjón- arhóli, hann er utangarðsmaður í margs konar skilningi. Samúel er haldinn ofsóknaræði og botnlausum ranghugmyndum um samskipti fólks, ást og kynlíf. Vanmáttur hans á rætur í sjúku sambandi við móður og fjölskyldu. Það er Like í Finnlandi sem gefur Samúel út en það forlag gaf einnig út Heimsins heimskasta pabba eftir Mikael. Í Danmörku er það nýlegt útgáfufyrirtæki, Art People, sem gefur bókina út en útgáfustjóri þess var áður hjá Rosinante sem gaf út Heimsins heimskasta pabba. Samúel til Danmerkur og Finnlands Mikael Torfason SELLÓFON eftir Björk Jak- obsdóttur, uppistandseinleik- urinn sem frumsýndur var í Hafnarfirði fyrir tæpum tveim- ur árum og er nú sýndur í Iðnó við Tjörnina, verður sýndur í 150. sinn í kvöld, fimmtudags- kvöld. Einleikurinn hefur verið seldur til Evrópu, Skandinavíu og Ameríku. Sl. sumar var Sellófon frumsýnt í Zürich í Sviss. Á laugardag verður Sellófon sýnt í Félagsheimili Hvols á Hvolsvelli og tvær sýningar verða í Kiwanishúsinu Vest- mannaeyjum föstudag 7. og laugardag 8. nóvember. Síðan er ætlunin að sýna ein- leikinn áfram í Iðnó enda geng- ur sýningin enn fyrir fullu húsi. Sellófon sýnt í 150. sinn GUÐBERGURBergsson fjallarum Don Kíkóta á samnefndu fjög- urra vikna nám- skeiði sem hefst 3. nóvember í Borg- arleikhúsinu. Guðbergur fjallar um gerð skáldsög- unnar, stílinn, innihaldið og merkinguna. Einnig verður fjallað um tengsl hennar við spænskar bók- menntir og ítalskar. Cervantes dvaldi lengi á Ítalíu en lengur í herþjónustu á þeim svæðum þar sem hluti af sögu heimsins bar hæst í viðureigninni við Tyrki, múslíma. Fjallað verður um Spán, stjórn lands sem var á þessum tíma mesta heimsveldi sögunnar í nú- tímaskilningi. Allt verður þetta líka tengt spænskri myndlist. Það er Mímir – símenntun sem stendur fyrir námskeiðinu í samvinnu við Borgarleikhúsið. Námskeið um Don Kíkóta Guðbergur Bergsson MASKI SEM ENDURNÆRIR Á AÐEINS 10 MÍNÚTUM Smáralind Sérfræðingur Kanebo verður í Hagkaup Smáralind fimmtudag, föstudag og laugardag og kynnir spennandi nýjungar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.