Morgunblaðið - 30.10.2003, Síða 4

Morgunblaðið - 30.10.2003, Síða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Glitnir kemur flér í samband vi› rétta bílinn – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun ÁRNI Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir hópuppsagnir Varnarliðsins vissulega koma sér illa enda sé atvinnuleysi talsvert hátt á Suðurnesjum. Á fjórða hundrað manns séu á atvinnuleysisskrá og þar hafi konur í leit að þjónustustörf- um verið fjölmennar. „Ég geri þó ráð fyrir að flestir hafi búist við einhvers konar aðhaldsaðgerðum hjá Varnar- liðinu þótt óljóst væri hversu miklar þeir yrðu og er raunar enn óljóst.“ Árni leggur þó áherslu á að horfur í atvinnumálum á Suðurnesjum séu almennt fremur bjartar. Milljarðaframkvæmdir handan við hornið Árni minnir á að Suðurnesjamenn hafi áður þurft að ganga í gegnum hópuppsagnir, t.d. þegar BYKO hafi ákveðið að flytja gluggasmiðju sína úr landi. „Ég hef þó viljað leggja áherslu á að hér er verið að vinna hratt og markvisst að uppbyggingu atvinnu- mála og þá sérstaklega að því að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulíf- ið. Ég hef nefnt að framundan er 80 megavatta virkjunarframkvæmd á Reykjanesi. Það er framkvæmd upp á átta til níu milljarða sem er verið að ráðast í og hefði einhvern tíma þótt frétt til næsta bæjar. Þá gengur upp- bygging á iðnaðarsvæðinu í Helgu- vík mjög vel og grunnurinn að því er pípuverksmiðja sem Bandaríkja- menn eru að setja upp. Ef áætlanir þeirra ganga fram má ætla að farið verði að ráða í störf þar um mitt næsta ár. Það er talað um allt að 200 störf í þessari verksmiðju og fram- kvæmdakostnaður er áætlaður fjórir til fimm milljarðar króna.“ Árni segir aðrar jákvæðar vís- bendingar vera fyrir hendi í Helgu- vík þótt þar sé ekki verið að tala um eins mörg störf eins og t.d. hjá Ál- vinnslunni sem verði formlega opnuð innan nokkurra vikna. „Við horfum líka til alþjóðaflugvallar og uppbygg- ingar í alþjóðaflugi sem getur aldrei annað en aukist. Það er nýbúið að opna hér sérstakt flugþjónustusvæði sem ætlað er undir flugfrakt og flutninga. Einn þátturinn í flugþjón- ustunni er ferðaþjónusta og við ger- um ráð fyrir að fá hluta af ferða- mönnunum til okkar. Við erum að skapa segul sem er m.a. Íslendingur, naust hans og Víkingaheimur. Það er verkefni sem skapar ferðaþjónustu- störf og það eru fleiri konur en karl- ar sem sækja í þau störf.“ Árni segir sama gilda um heil- brigðisstofnun Suðurnesja. „Hingað kom heilbrigðisráðherra fyrir nokkr- um dögum með mjög jákvæða skoð- un á uppbyggingu heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja. Þar eru einnig störf sem konur hafa sóst eftir um- fram karla,“ segir Árni. Góðar atvinnuhorfur „ÞETTA er mjög sterkt mót á al- þjóðavísu og verður örugglega mjög spennandi,“ segir Bent Lar- sen, stórmeistari í skák og heið- ursgestur á Mjólkurskákmótinu 2003, sem hófst á Hótel Selfossi í gær. „Ég held ég veðji á það að efstu menn á mótinu í fyrra verði það einnig nú en maður veit aldr- ei, þetta verður mjög spennandi.“ Hlynur Gylfason, formaður Skákfélags Selfoss, lék fyrsta leikinn í skák Regínu Pokorna, stórmeistara frá Slóvakíu, og Stefáns Kristjánssonar, al- þjóðlegs meistara og eins efnileg- asta skákmanns landsins, og þar með hófst keppnin. Hrafn Jökulsson sagði það sér- staklega ánægjulegt að Mjólk- urskákmótið væri nú haldið í ann- að sinn. „Við höfum notið frábærs stuðnings bæjaryfirvalda í Ár- borg og starfsfólksins á Hótel Selfossi. Við viljum sjá Selfoss verða að Hastings norðursins en sá bær er þekktastur fyrir skák- mótin og í 150 ár hefur skákin varpað ljósi á bæinn,“ sagði Hrafn í ávarpi sínu við upphaf mótsins. Hann sagði að Mjólk- urskákmótið nú væri mun sterk- ara en nokkurt mót hefði verið í Hastings og þetta væri eitt sterk- asta mót sem haldið hefði verið á Íslandi. Skákskóli verður starfræktur á fyrstu hæð hótelsins í tengslum við mótið. Þá verður skákmót í íþróttahúsinu á Selfossi á laug- ardag fyrir krakka í 1.–10. bekk og sagðist Hrafn vonast til að fá 200 þátttakendur á mótið. „Við viljum endilega að krakkarnir komi hingað í hótelið til að fylgjast með,“ sagði Hrafn. Einar Njálsson setti mótið með ávarpi. „Svona atburður lyftir ímynd staðarins og menning- arlegri ásýnd, eykur baráttuvilja og trú fólks á samfélagið,“ sagði hann og kvaðst vonast til að Mjólk- urskákmótið festist í sessi og yrði árlegur viðburður. Augljóst merki um skákáhuga barnanna sem kviknaði í fyrra með Mjólkurskákmótinu kom fram á göngum Hótel Selfoss en þar gripu telpurnar í Barnakór Selfosskirkju, sem sungu við mótssetninguna, tækifærið og settust að tafli. Bent Larsen um Mjólkurskákmótið á Selfossi Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Einar S. Einarsson, yfirdómari Mjólkurskákmótsins 2003, fylgdist með þegar Hlynur Gylfason, formaður Skákfélags Selfoss, lék fyrsta leikinn í skák Regínu Pokorna, stórmeistara frá Slóvakíu, og Stefáns Krist- jánssonar, alþjóðlegs meistara. Mótið er haldið á Selfossi. „Þetta verður mjög spennandi“ Selfossi. Morgunblaðið. VEGNA framkvæmda við gangstétt og bílastæði hefur Ingólfsstræti í Reykjavík verið lokað milli Bankastrætis og Hverf- isgötu, en opnað verður fyrir umferð um leið og hægt verður og áður en fram- kvæmdum lýkur í lok nóvember. Framkvæmdirnar eru í framhaldi af við- haldsframkvæmdunum í Bankastræti í sumar, en búið er að taka niður umferð- arljósin á mótum Bankastrætis og Ingólfs- strætis og verið er að endurnýja gangstétt- ina við Ingólfsstræti að vestanverðu fyrir framan Kaffi Sólon, Íslensku óperuna og 101 Hótel. Sigurður I. Skarphéðinsson, gatnamálastjóri, segir að bílastæðin verði flutt og stöðumælar settir upp að vest- anverðu. Hins vegar verði aðstaða fyrir framan hótelið og óperuna til að stöðva bíla og skila af sér farþegum eða taka farþega, en þar verði ekki leyft að leggja bílum. Áfram verður tvístefna á milli Bankastræt- is og Hverfisgötu. Morgunblaðið/Þorkell Bílastæði í Ing- ólfsstræti færð TÖLUVERÐAR skemmdir hlutust af í eldsvoða í íbúðar- húsi við Austurgötu í Hafnar- firði í fyrrinótt. Fjórir voru fluttir á slysadeild með grun um reykeitrun en fólkið hafði bjargað sér út af sjálfsdáðum áður en slökkvilið kom á vett- vang. Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins sendi tvo dælubíla og sjúkrabíla ásamt einum neyð- arbíl á vettvang. Útkallið kom klukkan 3.40 eftir miðnætti og voru tveir reykkafarar sendir inn í húsið og slökktu eldinn á skammri stund. Slökkvistarfi var lokið klukkan 3.53. Elds- upptök eru ókunn en eru í rannsókn hjá lögreglunni í Hafnarfirði. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu urðu töluverð- ar skemmdir vegna hita og reyks. Heimilis- fólk bjarg- aði sér út af sjálfsdáðum GUNNAR Snorri Gunnarsson, ráðu- neytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, telur að Varnarliðið hafi farið heldur geyst í uppsögnum sínum á 90 starfsmönnum og ekki virt þau ákvæði laga um hópuppsagnir að raunverulegar viðræður fari fram við fulltrúa verkalýðsfélaganna. Ráðuneytið hafi þess vegna skilning á þeim sjónarmiðum sem fram komi í bréfi til þess frá ASÍ, sem telur að lög um hópuppsagnir hafi verið brot- in. Gunnar Snorri segir að þessum sjónarmiðum hafi verið komið á framfæri við sendiherra Bandaríkj- anna á Íslandi. „Sendiherrann er ekki beinn aðili að málinu því þetta er mikið rekið í gegnum varnarmálaráðuneytið bandaríska þaðan sem ákveðnar kröfur koma. Hann ítrekaði að ásetningur væri að fara að lögum og þeir ætla að fara yfir málið með sín- um lögfræðingum. Við verðum að bíða og sjá hverju það skilar,“ segir Gunnar Snorri. Hann telur að vegna krafna til Varnarliðsins um niðurskurð og hag- ræðingu í rekstri verði ekki hjá upp- sögnum komist. Þetta sé hins vegar spurning um hvernig að málum sé staðið. Trúnaðarmenn starfsmanna verði að fá tækifæri til að koma sjón- armiðum sínum á framfæri. „Ég vona að þeir gefi sér tíma til að ræða þetta af meiri alvöru,“ segir Gunnar Snorri. Utanríkisráðu- neytið tekur undir sjónar- mið ASÍ UTANRÍKISRÁÐHERRA segir að unnið sé að ákveðinni lausn á deilum Liechtenstein og Tékka og Slóvaka og sú lausn feli í sér að öll EFTA-löndin þrjú muni undirrita samninginn um aðlögun Evr- ópska efnahagssvæðisins að stækkun Evrópusam- bandsins. Halldór Ásgrímsson fundaði á þriðjudag með Jan Petersen, utanríkisráðherra Noregs og frestaði för sinni heim frá Ósló í gær. „Við [utanríksráðherra Íslands og Noregs] erum búnir að stilla saman okkar strengi og erum að reyna að vinna að ákveðinni lausn sem við getum ekki greint frá á þessari stundu. Hún á þó að reyna að tryggja að löndin geti öll skrifað undir. En við munum hittast aftur í kvöld [gærkvöld] og meta stöðuna,“ sagði Halldór. Liechtenstein neitaði að skrifa undir samninginn á þeirri forsendu að Tékkland og Slóvakía hefðu ekki viðurkennt sjálfstæði furstadæmisins með full- nægjandi hætti, sem aftur tengist eignakröfum liechtensteinsku furstafjölskyldunnar vegna eigna- upptöku í Tékkóslóvakíu. Norskir fjölmiðlar sögðu í gær að á fundi Halldórs og Jans hefði sá möguleiki verið ræddur að Íslendingar og Norðmenn skrifuðu undir samninginn til að setja þrýsting á Liechten- stein en Halldór sagði það ekki vera lausn á málinu; lausnin fælist í því að öll löndin gerðu það. Halldór segir málið vissulega vera mjög viðkvæmt. „Það eru miklar tilfinningar tengdar málinu, bæði hjá Liecht- enstein og Tékklandi og Slóvakíu enda snertir það fullveldi og sjálfstæði þessara þjóða. Hins vegar að því er varðar þær eignakröfur sem uppi eru af hálfu Liechtenstein er það mál sem við tökum enga af- stöðu til enda er það óviðkomandi þessum samn- ingum.“ Haft var eftir utanríkisráðherra Tékklands, Cyril Svoboda, í Aftenposten að Tékkland mundi aðeins undirrita samninginn um aðlögun EES óbreyttan. Það væri eina lausnin og bæði ESB og hin EFTA- löndin væru sammála um það. Hann segir Liechten- stein blanda saman tveimur óskyldum málum. EFTA-ríkin þrjú undirriti öll í einu ♦ ♦ ♦ BÚIÐ er að ganga frá nauðasamningum við flesta lánardrottna DV og stefnt er að því að ná samningum við alla í síðasta lagi á morgun, en þá rennur greiðslustöðvun félagsins út. Jó- hannes Rúnar Jóhannsson, tilsjónarmaður fé- lagsins á greiðslustöðvunartímanum, segir að auk þess bendi allt til þess að nýir fjárfestar komi að félaginu á næstu dögum og gera megi ráð fyrir hlutafjáraukningu upp á um 250 milljónir fyrir utan skuldbreytingar. Jóhannes Rúnar Jóhannsson segir að verið sé að safna saman samningum sem kröfuhafar hafi gert við útgáfufélag DV. „Það gengur mjög vel og flestir hafa skilað inn sínum samn- ingum,“ segir hann og bendir á að menn taki á sig skerðingu og fái greidd 20% krafna, taki höfuðstól sinna krafna í auglýsingum á verð- listaverði eða breyti kröfunum í hlutafé á genginu tveimur. „Örfáir eiga eftir að skila og þar af eru nokkrir sem eru búnir að sam- þykkja samninga munnlega,“ segir hann. Að sögn Jóhannesar Rúnars er stefnt að að- komu nýrra fjárfesta að félaginu og það ráðist á næstu dögum. Verið sé að tala um í kringum 250 milljónir í því sambandi fyrir utan skuld- breytingar. Hann segir það hafa legið fyrir í upphafi að hluthafar Framtíðarsýnar væru til- búnir að koma að hlutafjáraukningu. Stefnt er að nauðasamning- um vegna DV

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.