Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 294. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Einfaldir kjötréttir Sigurður á Vox töfrar fram þrjá rétti Daglegt líf 23 Vill rjúfa gat á múrinn Bók um lífskjör kínverskra kvenna Miðopna Halda merki Íslands á lofti Keflvíkingar í evrópsku bikarkeppnina Íþróttir 44 HÆTTA er á að upplausn og ömurleiki verði aftur ofan á í Afganistan verði ekki komið böndum á ópíumframleiðsluna í land- inu. Hún er nú sú mesta í heimi og eitur- lyfjahringir og hryðjuverkamenn ráða víða lögum og lofum í landinu. Á valdatíma talibana var ópíumfram- leiðslan upprætt að mestu en eftir fall þeirra hefur hún aukist svo mjög, að hún er nú 77% af heimsframleiðslunni. Kemur þetta fram í skýrslu frá Sameinuðu þjóð- unum en hún var birt í Moskvu í gær. „Afganar eru á krossgötum. Annaðhvort verður gripið til róttækra aðgerða nú þegar eða „eiturlyfjakrabbameinið“ mun breiðast út og birtast í spillingu, ofbeldi og hryðju- verkum,“ segir í skýrslunni. Ópíumógn í Afganistan Moskvu. AFP. ÁÆTLAÐ er, að um 13.000 Írakar, þar af um 4.300 óbreyttir borgarar, hafi fallið í innrásinni í Írak í vor. Er mannfallið meðal óbreyttra borgara meira en í Íraksstríðinu 1991 þrátt fyrir enn nákvæm- ari vopn og sprengjur en þá voru notuð. Mannfallið er metið út frá ýmsum bandarískum upplýsingum um átökin, fréttum fjölmiðla af þeim og upplýsingum frá íröskum sjúkrahúsum. Var miðað við tímabilið frá 19. mars til loka apríl og matið unnið af PDA (Project of De- fense Alternatives), bandarískri hugveitu. Kom þetta fram á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins, í gær. Áætlað er, að í Íraks- stríðinu 1991 hafi 3.500 óbreyttir borgarar fallið og 20.000 til 26.000 hermenn. Um 13.000 Írakar féllu BÖRNIN á leikskólanum Holtakoti á Ak- ureyri voru hin ánægðustu með að snjór- inn væri kominn á ný og voru mætt með snjóþotur á leikskólalóðina og léku þar við hvern sinn fingur. Morgunblaðið/Kristján Snjórinn kominn AFKOMA deCODE genetics móðurfélags Ís- lenskrar erfðagreiningar batnaði um 84,1 millj- ón Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Er þetta viðsnúningur upp á 6,4 milljarða íslenskra króna. Þetta kem- ur fram í frétt frá félaginu vegna afkomunnar á þriðja ársfjórðungi í ár sem birt var í gær- kvöldi. Tekjur voru tæpur einn milljarður króna eða 12,8 milljónir Bandaríkjadala á þriðja ársfjórð- ungi í ár og jukust um 42% frá sama tímabili í fyrra. Tekjurnar á fyrstu níu mánuðum ársins hafa að sama skapi aukist um 48%, úr 1,8 millj- örðum kr. eða 23,7 milljónum Bandaríkjadala í fyrra í 35,1 milljón Bandaríkjadala eða 2,7 milljarða kr. í ár. Tap félagsins minnkar verulega frá sama tíma í fyrra. Það nam 1,3 milljónum Banda- ríkjadala á þriðja ársfjórðungi í ár, en 85,4 milljónum Bandaríkjadala á sama tímabili í fyrra og eru þá meðtalin óregluleg gjöld eins og fyrra að meðtöldum ofangreindum 64,8 millj- ónum dala. Bætt afkoma í ár er rakin til auk- inna tekna og aukinnar framleiðni á síðari hluta síðasta árs. Fram kemur að rannsókna- og þróunar- kostnaður félagsins nam 14,5 milljónum Banda- ríkjadala á þriðja ársfjórðungi í ár samanborið við 23,9 milljónir dala á sama tíma í fyrra. Fyrstu níu mánuðina nam þessi kostnaður tæpri 51 milljón dala en var tæpar 67 milljónir dala á sama tímabili á síðasta ári. Minni kostn- aður að þessu leyti er rakinn til fjárfestinga í aukinni sjálfvirkni við genarannsóknir. Í frétt félagsins vegna afkomunnar þakkar Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, þenn- an rekstrarárangur aukinni áherslu á rann- sóknavinnu og nýtingu hennar beint til vöruþróunar. Með því að einbeita sér að því að auka tekjur félagsins og minnka kostnað hafi félagið náð jákvæðu greiðsluflæði á fjórðungn- um af núverandi starfsemi þess. kostnaður vegna nið- urfærslu á viðskipta- vild, starfsloka og fleira, samanlagt að upphæð 64,8 milljón- ir dala. Ef horft er fram hjá þeim kostn- aðarliðum nam tapið á þriðja ársfjórðungi í fyrra 20,6 milljón- um Bandaríkjadala, en það jafngildir því að tap félagsins hafi verið 94% minna í ár en það var á sama ársfjórðungi í fyrra, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins. Tap félagsins fyrstu níu mánuði ársins er 24,6 milljónir Bandaríkjadala í ár, en var 121 milljón Bandaríkjadala fyrstu níu mánuðina í Afkoma deCODE genetics batnar á þriðja ársfjórðungi í ár Viðsnúningur upp á 6,4 millj- arða frá sama tíma í fyrra                   MEIRIHLUTI þingmanna breska Íhaldsflokksins lýsti í gær yfir van- trausti á leiðtoga flokksins, Iain Duncan Smith. Samkvæmt lögum flokksins kemur það nú til kasta þingmanna og að síðustu almennra flokksmanna að velja eftirmann hans en allt bendir til að staða Mich- ael Howards sem eftirmanns Dunc- ans Smiths sé mjög sterk enda ljóst, að mörgum hrýs hugur við þeim átökum, sem leiðtogakjöri fylgja. „Þingflokkurinn hefur kveðið upp sinn dóm og ég mun segja af mér sem leiðtogi þegar eftirmaður minn hefur verið kjörinn,“ sagði Duncan Smith þegar úrslitin lágu fyrir. Allir 165 þingmenn Íhaldsflokks- ins greiddu atkvæði og var niður- staðan sú, að 75 studdu Duncan Smith en 90 höfnuðu honum. Þann- ig lauk margra vikna óvissu og átökum um framtíð hans í embætti en margir kenna honum um, að Íhaldsflokkurinn skuli ekki hafa hagnast á erfiðleikum Tony Blairs forsætisráðherra og minni vinsæld- um hans meðal kjósenda. Duncan Smith kvaðst mundu styðja eftirmann sinn heilshugar en harmaði, að hann yrði ekki „fyrsti Smith virðingu sína en sumir aðrir lýstu yfir létti. „Dapurlegt en óhjákvæmilegt“ „Þetta var dapurlegt en óhjá- kvæmilegt. Við þurfum leiðtoga, sem getur sigrað,“ sagði Derek Conway, þingmaður Íhaldsflokks- ins og einn þeirra, sem beittu sér mest gegn Duncan Smith. Stewart Wheeler, sem stutt hefur Íhalds- flokkinn manna mest með fjárfram- lögum, tók í sama streng en á óvart kom, að David Davis, sem var talinn mundu sækjast eftir leiðtogaemb- ættinu, sagðist ekki ætla að bjóða sig fram og lýsti yfir stuðningi við Michael Howard. Það gerðu einnig Liam Fox, talsmaður flokksins í heilbrigðismálum, Oliver Letwin, talsmaður hans í innanríkismálum, og Stephen Dorrell, fyrrverandi ráðherra. Samkomulag um Howard? Ýtti sú yfirlýsing undir vanga- veltur um einhvers konar sam- komulag á bak við tjöldin um að Howard, sem er talsmaður flokks- ins í efnahagsmálum, taki við sem leiðtogi án slítandi átaka innan hans. Talsmaður Tony Blairs vildi ekk- ert um málin segja. Sagði hann, að þetta væri innanflokksmál í Íhalds- flokknum. Komi til leiðtogakjörs í Íhalds- flokknum verða frambjóðendur að skrá sig fyrir hádegi 6. nóvember næstkomandi. Ef frambjóðandi er einn, verður hann sjálfkjörinn, en ef þeir eru fleiri, munu þingmenn kjósa um þá á þriðjudögum og fimmtudögum. Sá, sem fær fæst at- kvæði, dettur út og þannig koll af kolli þar til tveir eru eftir. Um þá munu síðan almennir flokksmenn kjósa. forsætisráðherra Íhaldsflokksins á þessari öld“. Sagðist hann ekki ætla að lýsa yfir stuðningi við neinn einn í væntanlegu leiðtogakjöri en sjálf- ur getur Duncan Smith ekki tekið þátt í því sem frambjóðandi. Stuðningsmenn Duncan Smiths leyndu ekki óánægju sinni með nið- urstöðuna en þeir skoruðu á flokks- menn að horfa til framtíðar og snúa bökum saman. Vottuðu helstu frammámenn í flokknum Duncan Iain Duncan Smith felldur sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins „Við þurfum leiðtoga sem getur sigrað“ David Davis lýsir yfir stuðningi við Michael Howard London. AP, AFP. Reuters IAIN Duncan Smith ræðir við fréttamenn að atkvæðagreiðslunni lok- inni. Kvaðst hann mundu segja af sér strax og eftirmaður sinn hefði verið kjörinn. Væntanlegir frambjóðendur í leiðtogakjörinu verða að vera búnir að skrá sig á hádegi 6. nóvember næstkomandi. Fallinn foringi Leiðtogaraunir/Miðopna ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.