Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 33 ÞESSI ávarpsorð eru valin til þess að ná til þeirra fjölmörgu sem eiga samkynhneigðan son eða dóttur. Það er alltaf gleðiefni að eiga börn og ekki síð- ur ef viðkomandi reynist vera samkyn- hneigður. Það sem á hinn bóginn vefst fyr- ir okkur er hvort við- komandi muni njóta jafnréttis við aðra og fái frið til að haga lífi sínu í samræmi við sínar til- finningar. Umhverfið er í fyrsta lagi kirkjan. Ég nefni hana fyrst vegna þeirra gíf- urlegu áhrifa sem boðun hennar og viðhorf hefur haft í áranna rás. Kirkj- an tók þá afstöðu einhvern tímann í fyrndinni að setja jafnaðarmerki milli syndar og samkynhneigðar. Hún gekk meira að segja svo langt að taka líffræðina og æxlunarhlutverk mannsins í lið með sér til að færa rök fyrir máli sínu. Sem betur fer hefur þessi afstaða kirkjunnar verið aflögð að mestu í lúterskum sið og í dag fer fram umræða meðal kirkjunnar manna um samkynhneigð og sam- kynhneigð sóknarbörn hennar og er það að vonum. Við bíðum spennt eftir að þjónum hennar takist að gera það upp við sig sem fyrst að öll séum við Guðs börn og engum sé úthýst úr kirkjunni sem þangað leita. Umhverfið er í öðru lagi lög og reglugerðir samfélagsins sem hafa tekið mið af þessari afstöðu kirkj- unnar og þess vegna haldið samkyn- hneigðum frá sjálfsögðum mannrétt- indum á ýmsa vegu. Vegna tilkomu mannréttindasáttmála og fyrir bar- áttu samkynhneigðra og annarra hef- ur tekist að leiðrétta hluta af þessu misrétti en þó er ótal margt óunnið. Þriðja tegund umhverfis eru við- horf manna til samkynhneigðar og samkynhneigðra. Er nokkur furða þótt viðhorf okkar foreldra og ann- arra séu blendin þegar skoðuð eru viðhorf og áhrif valdastofnana sam- félagsins um aldir? Ég beini því máli mínu til ykkar, foreldra samkyn- hneigðra, en einnig annarra sem láta sig málið varða. Starf foreldra og aðstandenda Frá því árið 2000 hefur verið starf- andi hópur foreldra og aðstandenda samkynhneigðra á vettvangi Samtak- anna ’78. Við höfum fundið styrk og gleði í því að starfa saman og læra að laga okkur að nýju hlutverki sem for- eldri og aðstandendur samkyn- hneigðs einstaklings. Við settum okk- ur það markmið að ná til sem flestra foreldra og aðstandenda og hafa áhrif í samfélaginu. Við höfum einnig kynnt okkur foreldrastarf í öðrum löndum sem hefur styrkt okkur í trúnni á að halda starfinu áfram. Við höfum sannfærst um að það sé mik- ilvægt fyrir foreldra og aðstandendur samkynhneigðra að taka höndum saman og standa með ástvinum okkar og vinna saman að málefnum þeirra. Við styðjum hvert annað til að horfa óhrædd fram á veginn, styðjum sam- kynhneigða og börn þeirra og leit- umst við að hafa áhrif á viðhorf og lagasetningar samfélagsins. Hvernig gerum við það? Við styðjum aðra foreldra þegar sonur eða dóttir kemur „út úr skápn- um“ með stuðningsfundum, fræðslu- efni og þátttöku í ýmsum sýnilegum athöfnum. Við vinnum að mannréttinda- baráttu samkynhneigðra og barna þeirra með samstarfi við kirkju, skóla og stjórnvöld og stuðlum með því að breyttum viðhorfum og ákvörðunum, að þekkingu í stað fordóma. Við lær- um að vinna með samkynhneigðum ástvinum og börnum þeirra að velferð þeirra og að opna hug og hjarta sam- félagsins. Við lærum að tala um þessi mál og finna orðum og hug farveg. Við trúum því að þekking og þátttaka vinni bug á fáfræði og ótta. Að lokum þetta Formlegur stofnfundur FAS, sam- taka foreldra og aðstandenda sam- kynhneigðra, verður haldinn í Safn- aðarheimili Grensáskirkju laugardaginn 1. nóvember. Ég hvet alla foreldra, aðstandendur og vini samkynhneigðra til að mæta til að leggja börnum okkar lið í einstöku verkefni þeirra og til að leggja sitt af mörkum fyrir góðu og litríku sam- félagi. Er sonur þinn hommi – er dóttir þín lesbía? Eftir Ingibjörgu S. Guðmundsdóttur Höfundur er starfandi í hópi foreldra og aðstandenda samkynhneigðra. Fram til 24. nóvember vinna Og Vodafone og Ericsson að uppbyggingu GSM kerfis Og Vodafone á höfuðborgarsvæðinu. Við biðjumst velvirðingar á truflunum sem farsímanotendur okkar kunna að verða fyrir á meðan vinna stendur yfir. www.ogvodafone.is Við eflum GSM þjónustu okkar ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 22 59 0 10 /2 00 3 Sími 552 1400 fax 552 1405 Laugavegi 170, 2. hæð, 105 Reykjavík Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur löggiltur fasteignasali Heimasíða: www.fold.is - Netfang: fold@fold.is 2ja herbergja í nágrenni miðbæjarins Viðskiptavinur, sem er tilbúinn með greiðslumat, hefur beðið okkur um að leita fyrir sig að 2ja herb. íbúð í miðbænum eða næsta nágrenni. Hlíðarnar, gamli vesturbærinn o.fl. kemur einnig til greina. Sterkar greiðslur fyrir rétta eign. Áhugasamir hafi samband við sölumenn Foldar fasteignasölu, í síma 552 1400 eða í síma sölumanna: Ævar 897 6060, Þorri 897 9757, Böðvar 892 8934 eða Helgi 897 2451 Fáðu úrslitin send í símann þinn NORRÆNT menningarsamstarf er öflugt og hefur þróast mjög hratt allt frá síðari heimsstyrjöld og fram á 21. öldina. Menn hafa getað kynnt sér hvernig hin löndin hafa skipulagt lista- starfsemi sína og byggt upp list- menntun og lista- stofnanir. Á marg- víslegum vettvangi hafa listamenn og stjórnendur haft möguleika á að skiptast á reynslu, fá leiksýningar, tónleika, listsýningar, kvikmyndir og gefa út bækur. Veitt hafa verið verð- laun í bókmenntum og tónlist og nú síðast í kvikmyndum. Framandleik- inn sem áður einkenndi samstarfið hefur vikið fyrir þekkingu á menn- ingu hvert annars. Norræna ráðherranefndin og sænska ríkisstjórnin, sem í ár fer með formennsku í norrænu samstarfi, hafa sett sér að ráðast til atlögu við þær hindranir sem landamæri setja samstarfi Norðurlanda. Fyrrverandi forsætisráðherra Dana Poul Schlüter hefur tekið það verkefni að sér og hefur náð umtalsverðum árangri og þar með afsannað þá lífseigu kenn- ingu að í norrænu samstarfi sé meg- ináhersla á kannanir og tillögugerð en minna sé um framkvæmdir. Þessi árangur, og sú staðreynd að Poul Schlüter muni halda þessu starfi áfram, hefur orðið til þess að mig langar til að vekja athygli á breytingu sem myndi hafa þýðingu fyrir listalíf Norðurlanda, en það er að gera Norð- urlönd að einum listmarkaði. Í dag er auðveldara að senda myndlistarsýn- ingu frá Íslandi, Færeyjum eða Grænlandi, svo dæmi sé tekið, til Danmerkur heldur en til Noregs. Þetta stafar af því að Danmörk er hluti Efnahagsbandalagsins, sem er einn markaður. Því er ekki þörf á að tollafgreiða leikmynd eða mynd- listasýningu milli Finnlands, Svíþjóð- ar og Danmerkur, en sé sýningin send til Noregs og þaðan síðan til Sví- þjóðar eru tollmúrar. Þessu þarf að breyta og gera Norðurlönd að einum listmarkaði. Einnig geta kröfur um tryggingar til tollyfirvalda verið litlum sýningarsal, leikhúsi eða ein- staklings ofviða. Væru Norðurlönd einn listmark- aður hefði það einnig áhrif á skatt- lagningu listamanna. Víða eru lista- menn skráðir sem sjálfstæðir atvinnurekendur. Þannig er tekið til- lit til þess að tekjur listamanns fjár- magna sköpunarferli listaverks, en í framhaldi af því væri næsta skref að tekjur listamanna af listflutningi á Norðurlöndum séu skattlagðar í heimalandi listamannsins, þar sem verkin eru frumsamin, þ.e. að Norð- urlönd verði einn listmarkaður. Þetta mundi skipta sköpun fyrir marga listamenn og ekki síður listastofnanir, sem þar með myndu einnig losna undan margskonar pappírsvinnu. Eitt sameiginlegt einkenni Norð- urlanda er að list skuli vera almenn- ingseign, en vilji þau nýta sér enn betur þann slagkraft, sem í listinni býr, ættu þau að líta til nágranna sinna Íra, sem lagt hafa áherslu á að búa þannig að listsköpun að hún njóti sérstakra ívilnana. Og þar með mundu Norðurlöndin einnig styrkja þær stofnanir eða einstaklinga sem með ótrúlegri framsýni og elju færa íbúum landanna stórfenglega list- viðburði, og er ekki vanþörf á því, þar sem fámenni takmarkar tekjur af að- gangseyri. Í staðinn mun hið fjöl- skrúðuga listalíf ekki aðeins styrkja búsetu á staðnum heldur einnig eiga sinn þátt í að vekja athygli fjölmiðla og þar með ferðamanna á borgum, löndum og þjóðum, sem að öðrum kosti ættu erfitt með að ná athygli umheimsins. Norðurlönd – einn list- markaður Eftir Helgu Hjörvar Höfundur er forstöðumaður Norræna hússins í Færeyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.