Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 27 AÐEINS tveimur dögum fyrir aðalfund Heimdallar sem haldinn var í byrjun október reyndi Bolla Thoroddsen, annar frambjóðandi til formanns, að skrá fleiri hundruð manns í Sjálfstæð- isflokkinn á mjög vafasaman hátt. Þar á meðal voru starfandi trúnaðarmenn í ungliða- hreyfingum Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. Auk þeirra voru í þessum hópi fólk sem stuðningsmenn frambjóðandans höfðu ætlað að skrá í Heimdall og Sjálfstæð- isflokkinn án vitundar þess. Í málefnalegri grein Magnúsar Þórs Gylfasonar, fyrrverandi for- manns Heimdallar, sem birtist í Morgunblaðinu á laugardag er for- saga málsins rakin. Þar kemur fram að hann hafi átt frumkvæði að því að forsendur þessara ný- skráninga væru kannaðar af fram- kvæmdastjóra SUS. Sannreynt var að sumir í þessum hópi höfðu gefið samþykki sitt fyrir einhvers konar stuðningsyfirlýsingu við framboð í stjórnarkjörinu en höfðu ekki ætl- að sér að ganga í Heimdall eða Sjálfstæðisflokkinn. Aðrir höfðu ætlað sér að ganga í Heimdall en vissu ekki að innganga í félagið þýddi inngöngu í Sjálfstæðisflokk- inn. Enn aðrir könnuðust ekkert við það að hafa verið skráðir í fé- lagið og bersýnt var að stuðnings- menn framboðs Bolla Thoroddsen höfðu reynt að fá fólk til að gera sér greiða með þátttöku á aðal- fundinum og ætlað sér að skrá þetta fólk inn í Heimdall og Sjálf- stæðisflokkinn að þeim for- spurðum. Fimmta grein laga Heimdallar gerir ráð fyrir því að stjórn félags- ins taki afstöðu til nýskráninga í félagið áður en umsækjendur hljóta inngöngu. Þegar ljóst var að stuðningsmenn annars frambjóð- andans höfðu ætlað sér að blekkja fólk til inngöngu í Heimdall í því skyni að hafa áhrif á niðurstöðu formannskjörs á aðalfundi, var ákveðið að fresta því að taka af- stöðu til þessara nýskráninga þar til að fullreynt hafði verið hverjir úr þessum hópi höfðu ætlað sér að ganga í Heimdall og Sjálfstæð- isflokkinn og hverjir höfðu verið blekktir. Ljóst var að ekki reynd- ist unnt að ganga úr skugga um þetta fyrir aðalfundinn og þessi ákvörðun varð því erfiðari og um- deildari fyrir vikið. Þó að ákvörð- unin væri erfið var hún sú eina rétta í stöðunni enda lög félagsins alveg skýr. Umræddur frambjóðandi dró framboð sitt til baka í kjölfar ákvörðunar fyrrverandi stjórnar Heimdallar og hafa stuðningsmenn hans verið stóryrtir í yfirlýsingum sínum undanfarna daga. Þeir saka fyrrverandi stjórn félagsins um andlýðræðisleg vinnubrögð og telja að brotið hafi verið á rétti fram- bjóðandans. Þeir hafa komið fram í fjölmiðlum og rætt um að kæra málið til miðstjórnar Sjálfstæð- isflokksins sem hefur úrskurð- arvald í deilumálum sem þessum. Ekkert bólar á þeirri kæru. Það er eðlilegt að menn leiti réttar síns þegar þeir telja á sér brotið. Hvet ég þá stuðningsmenn Bolla Thor- oddsen, í ljósi hótana sinna og gíf- uryrtra fullyrðinga, til þess að skjóta málinu til miðstjórnar. Ákveði þeir að gera það ekki hljót- um við hin að krefjast útskýringa á því hvers vegna það sé ekki gert. Stjórn Heimdallar tók rétta ákvörðun Eftir Jón Hákon Halldórsson Höfundur er fyrrverandi stjórnarmaður í Heimdalli og situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. HLUTHAFAR í sjávarútvegs- fyrirtækjum, eins og undirritaður, vita ósköp vel að arðsemi í grein- inni hefur síst verið umfram það sem gerist í öðrum at- vinnugreinum. Það er því eðlilegt að við óttumst hugs- anlegar breytingar sem gætu enn lækkað þá arðsemi. Fyrningarleið (uppboð á kvótum) hefur vakið upp slíkan ótta. En hvað er líklegt að gerist við upptöku hennar? Hvað verður markaðsverð kvótans? Svörin við því felast í því hver mik- il hagræðing verður af breyting- unni. Hagnaðarvon er helsti hvatinn fyrir því að fólk hefur rekstur og velur það sér því atvinnugreinar þar sem vænta má mestrar arð- semi. Ef arðsemi í sjávarútvegi eykst ekki er ekki við því að búast að nýliðar sæki í greinina og fari í samkeppni um kvótann. Þannig mun markaðsverð hans verða í samræmi við núverandi mat stjórn- valda á greiðslugetu greinarinnar samanber fyrirhugað veiðigjald, eða um 4 kr./kg þorsk. Þannig að við 4 kr./kg munu útgerðarmenn vilja veiða jafn mikinn fisk og í boði er og búið verður að eyða einu mesta ágreiningsefni samtímans, forréttindum til að veiða. Fyrningarleið gæti einnig leitt til hagræðingar sem myndi hækka markaðsverð kvóta. Fyrir því væru í meginatriðum tvær ástæður. Í fyrsta lagi gætu nýliðar séð fram á hagnaðarvon í greininni með breyttum rekstri. Þeir væru því tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir kvótann. Það er ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir því þar sem markaðsverð á leigukvóta um er 100 kr./kg. Einnig er nýliðun al- geng í öðrum atvinnugreinum og var fyrir hendi í útgerð áður en gjafakvótinn var tekinn upp og er Samherji besta dæmið um það. Hins vegar gætu útgerðarmenn séð hagræði í auknu rekstrarör- yggi sem felst í því að eignast öruggan kvóta í t.d. 20 ár í stað nú- verandi ástands þar sem kvótanum er úthlutað til eins árs í senn (meirihluti þingmanna getur breytt frekari úthlutunum). Það myndi sérstaklega gera langtímafjárfest- ingu í greininni arðbærari svo sem fasteignir og menntun starfsmanna sem borgar sig upp á löngum tíma. Þannig væru útgerðarmenn til- búnir til að greiða hærra verð fyrir kvótann. Hvað hefur þá tafið málið? Fólk óttast breytingar, óttast að heimabyggð verði undir í sam- keppni um kvótann, óttast að fjár- sterkir aðilar frekar en hagkvæmir útgerðarmenn fái kvótann, óttast að einyrkjar verði undir í sam- keppni og að allir peningarnir úr uppboðinu fari til Reykjavíkur. Hagfræðingar hafa bent á að auðveldlega er hægt að hindra ofangreindar afleiðingar með ein- földum reglum. Hægt er að veita smábátasjómönnum forkaupsrétt á einhverjum kvóta, tengja hluta kvótans við byggðarlög, innheimta greiðslu kvótans við sölu fisks og láta andvirðið renna til sveitarfé- laga á landsbyggðinni. Þar þarf að- eins að vega saman byggðarsjón- armið og hagkvæmniskröfur. Nú á tímum þegar samkeppni í atvinnulífinu nýtur almennrar við- urkenningar sem leið að bættum lífskjörum eru þeir sem reka óhag- kvæma útgerð þeir einu sem sann- arlega eitthvað hafa að óttast fyrn- ingarleið. Fyrningarleið: Ógnun hagræðingar Eftir Guðmund Örn Jónsson Höfundur er verkfræðingur MBA. Síðumúla 8 - sími 568 8410 www.veidihornid.is Sendum samdægurs Opið: Fimmtudag til kl. 20 • Föstudag 10-18 Laugardag 10-18 • Sunnudag 12-16 HEILDSÖLUVERÐ á veiðivörum Abu á heildsöluverði Fenwick á heildsöluverði Berkley á heildsöluverði Mitchell á heildsöluverði Snowbee á heildsöluverði Red Wolf á heildsöluverði Galopnum lagerinn okkar í Síðumúla 8 og seljum nú úrval af veiðivörum á heildsöluverði Takmarkað magn - Fyrstir koma fyrstir fá Rétti tíminn til jólagjafakaupa • Abu kasthjól frá kr. 3.200 • Abu Ambassadeur frá kr. 8.900 • Abu fluguhjól frá kr. 4.500 • Abu veiðistangir frá kr. 2.990 • Red Wolf veiðistangir frá kr. 1.995 • Fenwick flugustangir frá kr. 14.990 • Mitchell hjól frá kr. 1.595 • Abu Toby kr. 350 • Einnig vöðlur, jakkar, töskur, gjafavörur o.m.fl. á heildsöluverði Tækifæ ri sem býðst bara ei nu sinn i og aldr ei aftu r! aldrei af tur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.