Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 45 FÓLK  LÖGREGLAN í Malmö í Svíþjóð hefur greint frá því að engin merki hefðu fundist um notkun á ólögleg- um lyfjum í sprautum og nálum sem fundust á hótelherbergi tveggja leikmanna Sporting Lissa- bon sem voru þar á dögunum þegar þeir léku við heimamenn í UEFA- keppninni í knattspyrnu.  EMMANUEL Petit er á leið í skurðaðgerð á hné og leikur örugg- lega ekki með Chelsea næstu sex vikur. Hann meiddist í leik í síðasta mánuði en meðferð hjá sjúkraþjálf- urum Chelsea hefur ekki nægt til þess að koma Petit á ferðina á ný. Því er aðgerð óhjákvæmileg.  ANDRIY Shevchenko, miðherji AC Milan, vonast eftir að hann nái að skora sitt 100. mark fyrir liðið í stórleiknum á Ítalíu á laugardaginn – þegar AC Milan mætir Juventus. Hann hefur skorað 99 mörk fyrir liðið síðan hann kom til Mílanó frá Dynamo Kiev 1999.  ÞAÐ mættu hvorki fleiri né færri en 27.451 áhorfandi á Highbury til að sjá táningalið Arsenal leika gegn Rotherham í deildarbikarkeppninni á þriðjudagskvöldið, þar sem Ars- enal hafði betur í vítaspyrnukeppni, 9:8, eftir að leiknum lauk með jafn- tefli, 1:1. Einn af þeim leikmönnum sem skoraði fyrir Arsenal í víta- spyrnukeppninni var Ryan Smith, sem verður 17 ára 10. nóvember næstkomandi. Smith var svo sann- arlega maður leiksins, því að það er ekki á hverjum degi að leikmaður úr Arsenalhverfinu, Islington, er í sviðsljósinu á Highbury.  FRÆGASTI leikmaður Islington- hverfisins er án efa Charlie George, sem tryggði Arsenal bik- arinn 1971, er hann skoraði sig- urmark gegn Liverpool á Wembley, 2:1. Arsenal varð Englandsmeistari fimm dögum áður, með því að fagna sigri á Tottenham á White Hart Lane, 1:0.  HOLLENSKA knattspyrnusam- bandið rannsakar nú meint oln- bogaskot sem Mark van Bommel, leikmaður PSV Eindhoven, á að hafa gefið Rafael van der Vaart, leikmanni Ajax, í leik liðanna á sunnudaginn. Ekkert var dæmt á brot Bommels á 44. mínútu en á næstu mínútu var Van der Vaart rekinn af velli fyrir að sparka til annars leikmanns PSV.  EL-Hadji Diouf verður ekki með Liverpool gegn Fulham í ensku úr- valsdeildinni á laugardaginn. Hann tekur út leikbann vegna margra gulra spjalda á leiktíðinni.  TVEIR stuðningsmenn QPR voru handteknir þegar þeir veittust að Ian Wright, fyrrverandi markahrók Arsenal, er hann fagnaði marki son- ar síns, Shaun Wright-Phillips, sem skoraði tvö mörk fyrir Manchester City, er liðið lagði QPR að velli í deildabikarkeppninni í London, 3:0. ÞAÐ er ekki laust við að það sé í tísku hjá millj- ónamæringum víðs vegar um heim að kaupa knatt- spyrnulið í Englandi. Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich keypti Lundúnaliðið Chelsea í sumar og síðan hafa leikmenn verið keyptir til liðs- ins fyrir 120 millj. sterlingspunda. Í gærmorgun var sagt frá því í fjölmiðlum á Englandi að svo getur far- ið að annar auðkýfingur kaupi Lundúnaliðið Fulham – Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, sem var á ferðinni í London um sl. helgi. Mohamed al-Fayed, eigandi Fulham, sem á einnig vöruhúsið Harrods, sagði að fréttin væri ekki rétt – Fulham væri ekki til sölu. Al-Fayed er mjög ánægður með ár- angur liðsins á keppnistímabilinu og hinn óvænta sigur liðsins á Manchester United á Old Trafford sl. laugardag, 3:1. Fulham er í fimmta sæti í úrvals- deildinni. Al-Fayed segir að Fulham sé ekki til sölu EYJAMENN gera sér góðar vonir um að fá aftur leik-menn frá enska knattspyrnufélaginu Crewe Alexandra fyrir næsta keppnistímabil. Tveir leikmenn þaðan, Tom Betts og Ian Jeffs, léku með ÍBV í úrvalsdeildinni í sum- ar og Eyjamenn hyggjast leita aftur á sömu mið. Birgir Stefánsson, framkvæmdastjóri, og Gísli Hjartarson, stjórnarmaður í knattspyrnudeild ÍBV, fóru í gær til Englands og dvelja hjá Crewe til sunnudags. „Forráðamenn Crewe hafa tekið mjög vel í áframhald- andi samskipti við okkur og við förum til að ræða við þá og skoða leikmenn hjá þeim. Það er óvíst hvort við fáum Betts og Jeffs aftur, það ræðst af gengi þeirra hjá félag- inu í vetur og hvort þeim verður boðinn þar áframhald- andi samningur, en það er opið fyrir að við fáum ein- hverja aðra leikmenn þaðan í staðinn,“ sagði Birgir. Hjalti Jóhannesson og Ingi Sigurðsson eru að öllu óbreyttu hættir að leika með ÍBV – búnir að leggja skóna á hilluna, og þá er ekki frágengið hvort Birkir Kristinsson leiki áfram í marki Eyjamanna. Eyjamenn leita aftur í raðir Crewe OTTMAR Hitzfeld, þjálfari Bay- ern München, var ekki ánægður með leik sinna manna í bikarleik gegn 2. deildarliðinu Nürnberg. Bæjarar fögnuðu sigri í víta- spyrnukeppni, 6:5, eftir að leikur liðanna endaði með jafntefli, 1:1. Hann sagði að leikgleðin og krafturinn hafi verið miklu meiri hjá leikmönnum Nürnberg en sínum mönnum á Ólympíu- leikvanginum í München. „Mínir menn héldu greinilega að þeir ættu létt verkefni fyrir höndum og ætluðu sér að ganga yfir mótherja sína. Þeir léku illa og ef hugarfarið breytist ekki, þá eigum við erfiðan vetur fyrir höndum,“ sagði Hitzfeld, sem hafði varað sína menn við fyrir leikinn, en allt kom fyrir ekki. Oliver Kahn, fyrirliði Bæjara, varði tvær vítaspyrnur í víta- spyrnukeppninni, sagði að liðið væri í öldudal um þessar mundir. „Við verðum að taka okkur á. Ég hef trú á að við komum fljótlega upp á ný,“ sagði Kahn. Þjálfari Bayern óánægður Eftir allt þetta umstang og orð-róm hér í englaborg leit helst út fyrir að Lakers-liðið væri að sundr- ast áður en að fyrsta knattrekið hæfist. Svo reyndist alla- vega ekki í kvöld, en svo lítur út sem að sundrung milli þessara tveggja stoða Los Angeles sé alvarleg og versn- andi. Það er í raun grátlegt fyrir stuðningsfólk Lakers hversu þröng- sýnir og sjálfsdýrkandi þeir kappar eru þegar haft er í huga að bæði Karl Malone og Gary Payton hafa fórnað miklu til að gera forráðamönnum Lakers kleift að styrkja liðið. Það var viðeigandi þegar ég mætti á fyrsta heimaleik Lakers að hinn heimsfrægi sirkus, Cirque du Soleil, hafði sett upp stóru tjöld sín á einum af stærri bílaplönum Staples Center. Þeir Kobe Bryant og Shaquille O’Neal höfðu skipst á niðrandi um- mælum hvor um annan og enginn vissi hvers vænta mátti í opununar- leiknum. Bryant gaf í skyn að hné hans væri ekki enn nógu gott til að leika, en samherjar hans sýndu að þeir væru tilbúnir í slaginn við skeinuhætt lið Dallas. Lakers náði strax afgerandi forystu og hélt 10 til 15 stiga forystu allan leikinn. 109:90 voru lokatölurnar, Lakers í vil. Athyglisvert var að stigaskorunin hjá Lakers var mjög jöfn. Gary Pay- ton skoraði 21, Karl Malone setti 15, og þeir O’Neal, Devean George og Derek Fisher settu allir 16. Sú breyting sem var hvað augljósust í leik Lakers var hversu vel Payton keyrði upp hraðann. Lakers fékk töluvert af hraðaupp- hlaupum og Payton keyrði upp hrað- ann við hvert tækifæri. Þetta er nokkur breyting fyrir Lakers, en undanfarin þrjú keppnistímabil hafa körfur úr hraðaupphlaupum verið fáar á þeim bænum. Dallas virðist vera á sama stað og undanfarin ár. Liðið skorar sem fyrr, en ef marka má þennan leik á Mavericks enn langt í land í vörninni. Þeir Dirk Nowitzki og Antoine Walker settu báðir 19 stig fyrir Dallas, sem lék án Jóns Arnórs Stefánssonar. Gregg Elkin, blaðafulltrúi Dallas, tjáði mér fyrir leik að Jón Arnór hefði meiðst á vinsti ökkla og hefði ekki komið með liðinu til Los Angel- es. Jón Arnór er á „meiðslalista“ liðsins og er ekki leikfær næstu fimm leiki til að byrja með. AP Snillingarnir Karl Malone og Shaquille O’Neal, leikmenn Los Angeles Lakers, eru hér saman á bekknum í sigurleiknum gegn Dallas í Los Angeles, 109:93. Lakers byrjar með látum ÞÁ er sirkusinn hafinn! Los Angeles Lakers byrjaði keppnistímabil- ið með látum á þriðjudagsvköld í opnunarleik sínum gegn Dallas hér í Staples Center, sigraði 109:90. Mikið hafði gengið á hjá Lak- ers tvo dagana fyrir leikinn. Lætin hófust þegar Shaquille O’Neal fór opinberlega miður fögrum orðum um Kobe Bryant, sem svaraði daginn eftir með sinni eigin hreinskilni. Gunnar Valgeirsson skrifar frá Staples Center Svíar vilja Norðurlandadeild SVÍAR hafa gefið grænt ljós á að viðræður um Norðurlandadeild, þar sem bestu lið Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur leika í, haldi áfram. Forráðamenn knattspyrnusambanda landanna þriggja koma saman 1. desember og þá verður ákveðið hvort byrjað verði að leika í deildinni næsta haust. Það er ljóst að árangur liða í deild- inni kemur ekki til að gefa sæti í Meistaradeild Evrópu eða UEFA- keppninni.Fyrirkomulagið verður þannig að fjögur lið frá þjóð- unum þremur taka þátt í deildinni og verður leikið í þremur fjög- urra liða riðlum, heima og heiman. Tvö efstu liðin komast áfram og verður þá leikið í tveimur þriggja liða milliriðlum. Sigurvegararnir í riðlunum leika síðan um Norðurlandameistaratitil. Áætlaður kostnaður við deildina er um 500 millj. ísl. kr. hvert tímabil. Talað er um að peningar sem fást fyrir beinar útsendingar í sjónvarpi, komi til með að greiða þann kosnað og gott betur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.