Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 29 OFANGREINT nafn er öfugmæli. Gælunafn Orkuhússins við Suður- landsbraut. Nafnið er myndað úr orðasafni þeirra miðstýring- armanna heilbrigðisþjónustunnar sem elska of- stjórn og skömmtun en amast við og hamast gegn sjálfstæðum rekstri í heil- brigðisþjónustu. Þar sem áður voru aðalstöðvar Rafmagnsveitu Reykjavíkur er nú komin myndarleg heilbrigð- ismiðstöð fyrir frumkvæði nokk- urra bæklunarskurðlækna. Helstu aðilar eru Læknastöðin, áður í Álftamýri, Röntgen-Orkuhúsið, Sjúkraþjálfun Íslands og Össur hf. Hvert þessa fyrirtækja er rekið sjálfstætt en samstarf þeirra gefur möguleika á greiningu, rannsókn og meðferð sjúklinga á einum stað. Orkuhúsið er nafn hins sameig- inlega rekstrarfélags sem tekið hefur húsið á leigu. Var það form- lega opnað með hátíð 10. október 2003. Hátíð hinna brottreknu Á opnunarhátíðinni barst að gjöf málmlistaverkið Frelsi eftir Dóru Á. Rögnvaldsdóttur sem starfar í Ástralíu og kennir þar list sína. Myndin sýnir mannveru sem fagn- ar frelsi. Sá sem verkið gaf og af- henti með ræðu var faðir Dóru, Rögnvaldur Þorleifsson bækl- unarskurðlæknir, sem líklega má nefna lærimeistara og fyrirmynd margra þeirra sem hér hafa átt mest frumkvæði. Rögnvaldur var lengi yfirlæknir á Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes- kaupstað þar sem hann fékk mikla reynslu í að gera að meiðslum slas- aðra sjómanna af fjölþjóða fiski- flota sem þá var úti fyrir Aust- fjörðum. Starf hans stjórnaðist ætíð af verkefninu sem var sjúklingurinn og hagur hans. Rögnvaldur varð þekktur af verkum sínum eystra og síðar sem kennari og leiðandi læknir á Slysadeild Borgarspít- alans, ekki síst fyrir þá list að græða aftur á þá slösuðu afskorna fingur og aðra líkamshluta. Hlífðarlaus vandvirkni við fyrstu aðgerð eftir slys er oft það sem ræður mestu um hvort sjúklingur nær heilsu og hæfni á ný. Slík vinnubrögð hlutu að taka tíma sem stundum var ekki vinsælt hjá þeim sem höfðu meiri áhuga á fjárhag spítalans en hag sjúklingsins. Mælieiningin ,,Rögg“ sem mælir tíma í skurðaðgerð varð þekkt hug- tak á Borgarspítalanum, talið sex klukkustundir. Er ofstjórn magnaðist á Rík- isspítölum var Rögnvaldur þving- aður til að segja upp störfum af litlum eða engum ástæðum. Kom það honum á óvart. Var þannig að farið að erindið barst er hann var ferðbúinn til Ástralíu í langt frí. Setti þessi óskiljanlega uppsögn skugga á þá ferð. Þetta gerðist 1995. Fleiri skurð- læknar hrökkluðust af spítalanum með þann möguleika að vinna störf sín annars staðar og koma sér upp aðstöðu til þess. Þróuðust leiðir til að gera aðgerðir utan spítala sem áður kröfðust innlagnar. Sparaði það samfélaginu eðlilega stórfé þótt það kæmi hvergi fram. Ekki skorti verkefni. Sjúklingar gátu þurft að greiða talsvert úr eigin vasa eins og jafnan í utanspít- alaþjónustu, ekki síst meðan Tryggingastofnun ríkisins (T.R.) neitaði sjúklingum þeirra um þátt- töku sjúkratrygginganna. Kostaði það deilur um tíma. „Skúrkamálið“ Haustið 2002 þegar árs- skammtur fjárlaga til sjúkratrygg- inga var uppurinn hófust deilur á ný. Stóðu bæklunarlæknar frammi fyrir því að reka stofur sínar með tapi til áramóta, láta sjúklinga bíða til áramóta, eða bjóða nýjum sjúk- lingum þjónustu án aðkomu trygg- inganna. Margir gátu þegið það boð, aðrir töldu á sér brotið og kvörtuðu við T.R. Í stað þess að út- skýra aðferðir og raunar vanefndir ríkisins í tryggingamálum ásökuðu ráðamenn T.R. læknana. Kölluðu þá skúrka og okrara í fjölmiðlum. Urðu af málaferli. Hefur héraðs- dómur úrskurðað að læknarnir hafi verið í fullum rétti. Er nú beðið dóms Hæstaréttar. Tryggingastofnun og heilbrigð- isráðuneyti hafa tjáð það álit sitt að haldi læknar frelsi sínu til að vinna án greiðsluafskipta trygginga óski sjúklingar þess (t.d. ef tryggingar ársins eru þrotnar eða af öðrum ástæðum) verði ekki við það unað og þurfi lagabreytingar. Virðist hér á ferð þörf embættismanna að kúga lækna til undirgefni en í leið- inni að hneppa sjálfstæða þjónustu í fjötra fjárlagastýringar, lengja með því biðlista og koma í veg fyrir að fólk kaupi sér heilbrigðisþjón- ustu fyrir eigið fé. Barátta bæklunarlækna á hlið- stæður meðal sjálfstætt starfandi lækna. Líklega hafa þeir þó staðið í harðari frelsisbaráttu og deilum við ríkisstofnanir en flestir aðrir. En sé stefnan skýr skiptir byrinn minna máli. Stefnan er þjónusta við hinn raunverulega vinnuveit- anda, sjúklinginn. Ríkisútgerð heilbrigðismála og sjálfstæð starfsemi Ríkisrekstrarráðuneytið mikla, heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytið, ráðstafar árlega yfir 100 milljörðum af skattfé og sér um, beint eða óbeint, byggingar, fjár- mögnun, stjórnun og rekstur nær allra spítala, heilsugæslustöðv- arnar víðast um landið og ræður auk þess sjúkratryggingunum. Þetta nátttröll í nútímanum, þessi gamaldags ríkiseinokun með skattfé þrífst í skuggum fjárlaga- stýringar, fjársveltis, sparnaðar, neyðarráðstafana, lokana sjúkra- deilda og sífelldra björgunar- aðgerða. Þenst þó sífellt út og þarfnast meira skattfjár meðan þjónustunni hrakar. Evrópumet í lengd biðlista og lamaðar heilsu- gæslustöðvar segja sitt. Gömlu þreyttu ráðin, nefndaskipanir ráð- herra, skipulagsaðgerðir og auka- fjárveitingar skila engu. Stjórn- kerfið, gamaldags pýramídakerfi, virðist illa nothæft. Landspítalinn, ,,flaggskipið“, er sagt úrelt. Þegar hin ríkisreknu svið sinna ekki verkefnum sínum leitar fólk æ meir til sjálfstætt starfandi aðila sem eiga sér áratuga sögu. Sjálf- stætt starfandi heimilislæknum hefur að vísu verið nær útrýmt (12 enn eftir af 29) eftir 14 ára útrým- ingarstefnu ráðuneytisins. Þjón- usta sjálfstætt starfandi sérfræð- inga er vaxandi. Þar er bein, persónuleg þjónusta, framþróun og aukning afkasta. Þjónustan er samfélaginu afar ódýr, kostar að- eins um 3% af útgjöldum til heil- brigðismála. Meðalkostnaður við hvert viðtal og verk er jafnvel lægri en í heilsugæslunni. Þátttaka sjúklinga í kostnaði er þar lang- mest þannig að hver króna op- inbers fjár sem þangað fer nýtist afar vel. Í nýju fjárlagafrumvarpi er nú gert ráð fyrir niðurskurði á þeim sjúkratryggingum almennings sem áður nefndust sjúkrasamlög. Þeim tryggingum sem fólk á og hefur til að létta sér kostnað við þjónustu utan spítala. Þótt ríkið muni aldrei hafa úrslitaáhrif á tilveru sjálf- stæðrar heilbrigðisþjónustu ee þó þarna verið að vinna gegn því að hún nái að dafna. Að bjarga trölli Heilbrigðiströllið ríkisrekna er stórvandamál sem stækkar. Eng- inn stjórnar því í raun. Með einok- unaraðstöðu gagnvart almenningi sem oft á ekkert val um þjónustu (og heldur því þó uppi með skött- um) hefur það jafnframt einok- unaraðstöðu gagnvart fjárveit- ingavaldinu sem hefur lítið val um annað en að fóðra það í blindni með sínu úrelta afkastaletjandi kerfi fastra fjárlaga, án verðskyns og án samanburðar við aðra þjónustu. Sísvangt gleypir tröllið æ meir og reynir einnig að svelta aðra starf- semi. Ákveðin stefna hjá stjórn rík- isspítalanna er að loka lækna spít- alans inni á spítalanum sem ,,helga“ menn og banna þeim að gera nokkurn skapaðan hlut fyrir utan. Einangra stofnunina sem ríki í ríkinu. Hvað skal gera við slíkt tröll? Útrýma því eins og í sögunni um geiturnar þrjár? Það gerist ekki í einni atrennu. Þegar Skipaútgerð ríkisins var aflögð sársaukalítið fyrir áratug eftir langt starf og gott var rekstr- artapið orðið milljón á dag. En þá voru til aðrir aðilar og skipafélög sem tóku við. Gamla stofnunin dó í friði. Forstjórinn fékk annan stól, einmitt í heilsugæslunni, og ,,stjórnar“ þar enn sams konar rík- isrekstri. Í ríkisútgerð heilbrigðismála fara ríkisspítalarnir einir fram úr fjárlögum um þrjár milljónir á dag. Það tröll getur hvorki dáið né orðið mennskt og unnið fyrir sér meðan ríkið fóðrar það endalaust með skattfé en heldur því þó í fjárlaga- svelti. Eina færa leiðin til að hemja þetta fyrirbæri, bjarga því og bjarga okkur frá því virðist vera að starfsemi sjálfstæðra þjónustufyr- irtækja nái að dafna svo að fólk eigi jafnan val um þjónustu. Þannig og aðeins þannig kemur í ljós hvaða starfsemi á best heima hvar. Stjórnvöld geta aldrei ákveðið verkaskiptingu ofan frá. Hvort sem stjórnvöld halda áfram fjárlagarekstri sínum lengur eða skemur verða þau að virða frelsi sjúklinga til að velja sér þjón- ustu með aðstoð sjúkratrygginga sinna. (Vonandi leggur ríkið þær ekki niður í sparnaðarskyni ein- hvern daginn og hrekur fólk út á óvissan markað einkatrygginga). Vaxandi fjöldi fólks er það vel efnum búinn að geta veitt sér það sem skiptir mestu í lífinu, þar með heilbrigðisþjónustu. En allt frá 1936 hafa sjúkratryggingar verið og verða alltaf aðalatriði í heil- brigðisþjónustu okkar. Vægi þeirra þarf að aukast á ný. Sjúkratrygg- ingar íslensku þjóðarinnar hafa í bili villst inn í ríkisreksturinn og eru því háðar skömmtun fjárveit- ingavaldsins sem sér stundum bet- ur þarfir sinna ríkisreknu stofnana en þýðingu valfrelsis fyrir sjúk- linga. Orð heilbrigðisráðherra Heilbrigðisráðherra flutti ræðu við opnun Orkuhússins. Hann þakkaði Rögnvaldi Þorleifssyni frábær læknisstörf sem voru hon- um kunn allt frá Austurlandi. Hann óskaði Orkuhúsinu gæfu og að það mætti hafa sem best sam- starf við sjúkrahúsin. Orð ráð- herrans og góðar óskir yrðu vissu- lega máttugri ef fjárlagatillögur þróuðust þann veg að almenningur mætti njóta sjúkratrygginga sinna í vaxandi fremur en minnkandi mæli til að sækja þjónustu Orku- hússins sem aðra þjónustu. Lokaorð Undirstaða aukinnar hagkvæmni og gæða í rekstri heilbrigðisþjón- ustu er að kostur sé á samanburði, svo að hagkvæmar lausnir nái að koma í ljós. Faglegt sjálfstæði og metnaður veitenda annars vegar og hins vegar möguleikar neytenda (sjúklinga sem og tryggingaraðila) til samanburðar á gæðum og kostnaði eru forsendur árangurs í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Vöxtur sjálfstæðu þjónustunnar byggist á gæðum hennar. Sjúkling- ar ráða þeirri þróun meir en rík- isvald. Orkuhúsið er skýrt dæmi um það og tilkoma þess er gleðiefni fyrir alla. „Okurhúsið Skúrkaskjól“ Eftir Ingólf S. Sveinsson Ingólfur S. Sveinsson Höfundur er sjálfstætt starfandi sérfræðingur. ingar ekki hafa bein áhrif heldur fylgi slíkum breytingum oft los og sundrung sem valdi því að tengsl unga fólksins við fjölskylduna minnka. Viðmælendur rannsak- enda voru á einu máli um mikilvægi þess að ungt fólk væri í góðum tengslum við fölskyldur sína, vini og samfélag. Verulegur munur er á íþróttaiðk- un ungmennana í hópunum tveim- ur. Um 27% framhaldsskólanema stunda líkamsrækt að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku en aðeins 17% jafnaldra þeirra sem ekki eru í skóla. Það vekur jafnframt athygli að framhaldsskólanemar sækja frekar í ýmiss konar afþreyingu, s.s. bíóferðir, partí og bæjarferðir, en slík afþreying er þó mjög vinsæl í báðum hópum. Að ölvunardrykkju undanskilinni er neysla á vímuefnum mun algeng- ari hjá þeim sem ekki leggja stund á nám. Svipað hlutfall í báðum hóp- unum neytir áfengis en mun stærra hlutfall utanskólafólksins hefur neytt hass, svefntaflna eða róandi lyfja án lyfseðils, E-taflna, kókaíns, sniffefna og sveppa. Skýrsluhöfundar benda á að þessar niðurstöður renni stoðum undir þá kenningu að skólinn sé mikilvægur til að forða ungu fólki frá neikvæðum lífsstíl vímuefna- neyslu. Þó er mikilvægt að benda á að vímuefnavandi ungs fólks gerir oft fyrst vart við sig í skólanum með fjarvistum og öðrum vandamálum. „Mikilvægt er að gripið sé inn í sem allra fyrst sé um slíkt að ræða. Skólastofnanir verða að hafa úrræði til þess að aðstoða unga vímuefna- neytendur ef vel á að fara. Þótt ein- hver úrræði séu þegar til innan kerfisins segja sérfræðingar að þau séu ekki nægilega öflug,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni kemur fram að framhaldsskólalöggjöfin „fram- haldsskóli fyrir alla“ sem tók gildi 1988 fól í sér að allir gætu hafið nám í framhaldsskóla óháð árangri í grunnskóla. Þrátt fyrir það er hóp- ur ungs fólks í samfélaginu sem festir ekki rætur í íslenskum fram- haldsskólum. þau viðhorf að breytt fjölskyldu- gerð samtímans hefði áhrif á frammistöðu ungmenna í námi. Þar er vísað til aukinnar skilnaðartíðni, endurgiftinga foreldra og búferla- flutninga. Þó virðast þessar breyt- ng og það egt til að “ segir í tan fram- um undir nna sem ekki eru í framhaldsskóla r tengsl við kunningja Morgunblaðið/Þorkell ðurstöður rannsóknar á högum ungmenna í gær. na er að sjálfsögðu erfitt að álykta um orsaka- nd en margt bendir til þess að hér sé um ætt vandamál að ræða sem á upptök sín löngu n unga fólkið kemst á framhaldsskólaaldur. virðast einstaklingar sem ekki eru í fram- kóla telja líkamlega heilsu sína lakari en aldsskólanemendur. Þannig finnst 22–42% enna utan framhaldsskóla heilsa sín vera eg eða léleg á móti 21–25% ungs fólks í fram- kólum. eðal ru í námi „Ég vissi þetta ekki fyrr en á síðasta ári en ég skildi af hverju. Þegar maður býr yfir skelfi- legri lífsreynslu á borð við ofbeldi, nauðgun, aðskilnað frá börnum, skipulagt hjónaband, botnlausa fátækt og allsleysi þá er ekki erfitt að skilja af hverju staðan er þessi.“ „Vondar“ konur Kynlífsfræðsla hefur lengi verið forboðin í Kína og fáfræði því mikil. „Margar konur sem höfðu samband við mig í tengslum við út- varpsþáttinn skorti allan skilning á eigin kynhegðun. Þær lýstu sér gjarnan sem slæmri konu. „Ég er vond kona, líkami minn hitnar og skelfur þegar ég snerti hönd karl- manns.“ „Mér líður illa því ég get ekki hætt að horfa á eftir myndarlegum mönnum.“ Þetta eru dæmi um áfellisdómana sem ég hef heyrt þó tilfinningarnar séu bara hluti af mannlegu eðli. Það var hins vegar ekki fyrr en ég las bréf 19 ára stúlku sem framdi sjálfs- morð eftir að hafa verið kysst af dreng að ég áttaði mig almennilega á hversu hátt verð konur voru að greiða fyrir þessa skilgrein- ingu – Góða konan. Margar konur hafa þjáðst mikið vegna þessa, það hefur verið mikil ruglingur og þær hafa ekki vitað hverju átti að trúa,“ segir Xinran sem fjallar um mann- réttindabrot gegn konum í Kína í Iðnó kl. 12.15 í dag á vegum UNIFEM á Íslandi. var algjörlega orðlaus,“ segir Xinran ðst ekki hafa haft hugmynd um að ætti sér stað í sveitum Kína árið 1989. ar borgarbúi og ég hafði ekki hugmynd að viðgekkst í sveitum landsins. Á m tíma voru frásagnir fjölmiðla allar ömu og mér hafði aldrei verið sagt að nir gengju öðruvísi fyrir sig í sveitinni. g varð ég orðlaus þegar ég fékk bréfið ssu átti ekki von á, en ég varð enn reið- r viðbrögðum stöðvarstjórans og lög- nar sem ekki sýndu málinu þann skiln- m ég bjóst við og virtust alveg geta túlkuna deyja.“ ir íhlutan birgðastjóra í héraðinu var nni bjargað og í kjölfarið fór Xinran að kjörum kínverskra kvenna meira fyrir Ég fór að spyrja mig hvort ég vissi í itthvað um lífskjör þessara kvenna og að því að ég var mjög fáfróð,“ segir n og nefnir sem dæmi hve slæm mennt- kilyrði eru víða. Stór hópur fólks geti ki skrifað nafn sitt. „Ég rak mig á þetta og aftur og sá hversu mikill munur er á orga og sveita og á milli hinna yngri og sem eldri eru.“ in var átján mánuði í vinnslu og segir n að endurminningin um lífsskilyrði a kvennanna hafi fyllt sig reiði á ný. egir að það hafi því ekki komið sér mik- art að sjálfsmorð meðal kvenna eru al- ri í Kína en annars staðar í heiminum. múrinn annaei@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.