Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Áskirkja. Opið hús kl. 14–17 í neðri safn- aðarsal fyrir unga sem aldna. Organisti Ás- kirkju leiðir söng. Allir velkomnir. Fræðslu- kvöld kl. 20 í safnaðarheimilinu. Sóknarprestur fjallar um sorg og trú. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Umsjón Lovísa Guðmundsdóttir. Dómkirkjan. Foreldramorgunn kl. 10–12. Umsjón Lovísa Guðmundsdóttir. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Org- elleikur, íhugun. Léttur málsverður í safn- aðarheimilinu eftir stundina. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 20. For- eldramorgnar frá kl. 10–12. Vinafundir frá kl. 13–15. Landspítali – háskólasjúkrahús. Grensás- deild. Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12 á há- degi. Gunnar Gunnarsson leikur á orgelið frá kl. 12. Þjónustu annast Sigurbjörn Þor- kelsson. Kl. 12.30 er léttur málsverður í boði í safnaðarheimilinu. Samvera eldri borgara kl. 14. Gerðubergskórinn kemur í heimsókn og heldur uppi gleðinni. Umsjón hefur þjónustuhópur kirkjunnar ásamt kirkjuverði og sóknarpresti. Alfa-fundur kl. 19. Umsjón hefur Nína Pétursdóttir og með henni hópur sjálfboðaliða, sem langar að kynna gestum sínum grundvallaratriði krist- innar trúar. Neskirkja. Krakkaklúbburinn kl. 14.30. Starf fyrir 8 og 9 ára börn. Sögur, leikir, föndur o.fl. Stúlknakór Neskirkju kl. 16. Kór fyrir 8 og 9 ára stúlkur. Stjórnandi Stein- grímur Þórhallsson, organisti. Uppl. og skráning í síma 896 8192. NEDÓ unglinga- klúbburinn. 8. bekkur kl. 17. Spiderman- fundur, 9. bekkur og eldri kl. 19.30. Styrk- ingarfundur. Umsjón Munda og Hans. Félagsstarf aldraðra laugardaginn 1. nóv. kl. 14. Biskupshjónin, Ebba Sigurðardóttir og Ólafur Skúlason, segir frá starfi sínu meðal Vestur-Íslendinga í Norður-Dakóta. Fram verður borin létt máltíð. Þeir sem ætla að neyta matarins þurfa að tilkynna þátt- töku í síma 511-1560 milli kl. 10–13 fram á föstudag. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Helgistund í íbúðum aldraðra á Skólabraut kl. 13.30. Óháði söfnuðurinn. Tólf sporin, andlegt ferðalag í kvöld kl. 19. Árbæjarkirkja. Kl. 15.15 STN – starf með sjö til níu ára börnum í Selásskóla. Breiðholtskirkja. Biblíulestrar í samvinnu leikmannaskólans og Reykjavíkurprófasts- dæmis eystra kl. 20–22. Kennari dr. Sig- urjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur. Digraneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10. Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Unglingakór Digraneskirkju kl. 16.30–19. Starf barna 6–9 ára kl. 17– 18.30. (Sjá nánar: www.digraneskirkja.is) Fella- og Hólakirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Stelpustarf fyrir stelpur í 3., 4. og 5. bekk kl. 16.30. Biblíulestur og helgistund í Gerðubergi kl. 10.30–12 í umsjá Lilju djákna. Í kvöld kl. 20 hefst fjögurra kvölda námskeið um efri árin í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju. Sr. Svavar Stefánsson fjallar um þær breytingar sem fylgja því að eldast. Allir velkomnir án endurgjalds. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10. Dagskráin er fjölbreytt. Boðið er upp á áhugaverða fyrirlestra og skemmtilegar og fræðandi samverustundir. Kirkjukrakkar fyr- ir börn á aldrinum 7–9 ára kl. 17.30–18.30 í Grafarvogskirkju og einnig í Húsaskóla á sama tíma. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20. Hjallakirkja. Opið hús kl. 12. Kirkjuprakk- arar, 7–9 ára starf kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf með eldra fólki kl. 14.30–16 í safnaðarheimilinu Borgum. Umsjón Sigríður Baldursdóttir. Bæna- og kyrrðarstund kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til kirkjuvarðar eða presta. Kl. 17.30 Fyrstu árin. Sr. Ingþór Indriðason Ísfeld flyt- ur fræðsluerindi um Postulasöguna í safn- aðarheimilinu Borgum. Fyrirspurnir og um- ræður að erindi loknu. Allir velkomnir. Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 19 Alfa-nám- skeið í Salaskóla. Seljakirkja. KFUM 9–12 ára kl. 17.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Bænarefnum er hægt að koma til prestsins fyrir stundina. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Von- arhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund (sbr. mömmumorgunn) í dag kl. 13. Kjörið tæki- færi fyrir heimavinnandi foreldra til að koma saman og eiga skemmtilega stund í nota- legu umhverfi. Kaffi og léttar veitingar, spjall, föndur, fyrirlestrar, kynningar og fleira. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10– 12 ára krakka kl. 16.30–18. Keflavíkurkirkja. Fermingarundirbúningur í Kirkjulundi: kl. 15.10–15.50 8.A í Holta- skóla, kl. 15.55–16.35 8.B í Holtaskóla. Þorlákskirkja. Bænastund kl. 9.30. For- eldramorgnar kl. 10. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 8.30– 21. Fermingarmót í Landakirkju undir stjórn Sjafnar Þór og presta kirkjunnar. Sýnd verð- ur glæný íslensk kvikmynd og unnin verða verkefni. Unglingarnir fá léttar veitingar í kaffihléum en fara heim í hádeginu en mæta aftur um klukkan eitt. Seinni partinn fáum við góða heimsókn, Þorsteinn Haukur og hundurinn Bassi koma í heimsókn. Klukkan átta verður kvöldvaka með ferm- ingarbörnum og foreldrum í safnaðarheimili kirkjunnar, þar sem farið verður yfir afrakst- ur dagsins og slegið á létta strengi. Kl. 10 Mömmumorgunn í safnaðarheimilinu. Sr. Þorvaldur Víðisson. Kl. 20 Tólf spora-vinna heldur áfram í KFUM&K-heimilinu. Fjöl- skylduhópar hafa verið myndaðir og hefur þeim verið lokað. Kl. 20. Kóræfing hjá kirkjukór Landakirkju. Stjórnandi Guðmund- ur H. Guðjónsson. Kletturinn. Kl. 19 Alfa-námskeið. Allir vel- komnir. AD KFUM&K. Fundur í kvöld kl. 20. Kristin viðhorf í „Lovestar“. Efni í umsjón Andra Snæs Magnasonar, rithöfundar. Hugleið- ing, sr. Ragnar Gunnarsson, skólaprestur. Allir karlmenn velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í safnaðarheimili eftir stundina. Glerárkirkja. Mömmumorgunn alla fimmtu- daga kl. 10–12. Fjáröflunartónleikar vegna flygilkaupa kl. 20.30. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 20 ung- lingafundur fyrir 8. bekk og upp úr. Safnaðarstarf Í KVÖLD, fimmtu- daginn 30. október, kl. 20 hefst fjögurra kvölda námskeið í Fella- og Hólakirkju um efri árin í lífi fólks. Námskeiðið er að- allega ætlað 60 ára og eldri en allir eru að sjálfsögðu velkomnir. Auk fyrirlesara, sem allir eru með mikla sérþekkingu á þessu sviði, þá er námskeiðið þannig upp byggt að mikill tími gefst til um- ræðna og fyrirspurna. Kaffiveit- ingar verða í boði. Í lokin kl. 21.15 er kvöldandakt í kirkjunni. Námskeiðið er afar gagnlegt. Teknar verða fyrir brýnar spurn- ingar sem sækja á fólk á þessum aldri og leitast verður við að finna svör við þeim. Fyrsta kvöldið verður fjallað um þær breytingar sem fylgir því að eldast. Rætt um missi og ávinninga, trúarlegan styrk og nauðsyn samskipta. Leiðbeinandi: Sr. Svavar Stefánsson. Annað kvöld námskeiðsins fimmtudaginn 6. nóv- ember verður fjallað um þjónustu fyrir aldraða frá ríki og sveitarfé- lagi. Hvaða réttindi eldra fólk hefur og hvað er í boði. Leiðbeinandi: Kristjana Sigmundsdóttir, fé- lagsráðgjafi á Landspítalanum. Þriðjudaginn 25. nóvember er þriðja kvöld námskeiðsins. Þá verð- ur fjallað um lífeyris- og trygginga- mál. Greint verður frá bótum og að- stoð sem eldra fólki stendur til boða. Farið yfir hvernig á að sækja um og hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að eiga rétt á ákveðnum bótum. Leið- beinandi: Sæmundur Stefánsson, deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins. Fimmtudaginn 4. desember er svo síðasta námskeiðskvöldið kl. 20 eins og öll hin kvöldin. Þar verður fjallað um mikilvægi félagsskapar á efri ár- um og kynnt verður félags- og kirkjustarf sem stendur til boða. Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður félagsstarfsins í Gerðubergi, kynnir starfsemina þar. Lilja G. Hallgríms- dóttir, djákni, kynnir safnaðarstarf með fullorðnum í Fella- og Hóla- kirkju og fulltrúi frá Samtökum aldraðra kynnir starfsemi samtak- anna. Æskilegt er að þátttakendur skrái sig á námskeiðið, sem er án endur- gjalds, í síma 557 3280 sem fyrst. Námskeið um efri árin í Fella- og Hólakirkju Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsson Fella- og Hólakirkja. MÉR fannst dapurlegt að lesa grein Gísla Jónssonar, dýralæknis fisksjúkdóma, í Morgunblaðinu hinn 25. október. Þessi ágæti maður, sem umfram aðra er ætlað að framfylgja ný- breyttum reglum um innflutning eldisdýra hingað til lands, er enn að túlka lög og reglugerðir eins og hann vill að þau séu eða telur að þau ættu að vera. Hann virðist ófær um að skilja þær breytingar sem urðu á skilyrðum fyr- ir innflutningi eldisdýra með setningu bráðabirgðalaga nr. 101/2003 og þeim reglugerðum sem settar voru í kjölfar þeirra. Tilskipun 91/67EBE var inn- leidd í íslenskan rétt með áðurnefnd- um bráðabirgðalögum. Henni er bein- línis ætlað að innleiða frelsi í við- skiptum með eldisdýr á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og þannig eru áhrif hennar hérlendis sem og í öðrum löndum EES, hvort sem dýralæknir fisksjúkdóma kýs að viðurkenna það eða ekki. Báðir getum við Gísli véfengt laga- skilning hvors annars. Þar stendur orð gegn orði. En svo vill til að fyrir liggja þrjár lögfræðilegar álitsgerðir um áhrif títtnefndrar tilskipunar. Sú fyrsta er frá Stefáni Má Stefánssyni, prófessor, önnur frá Lilju Ólafs- dóttur, lögfræðingi í utanríkisráðu- neytinu og hin þriðja frá Lögmanns- stofunni Lex ehf. Öllum ber þeim saman um, að hvað varðar heilbrigð- isþáttinn sé hvergi hægt að beita hindrunum (magntakmörkunum) á innflutning eldisdýra nema með vel rökstuddum sönnunum á að slíkur innflutningur stefni í hættu „vernd lífs og heilsu manna eða dýra“ (sjá 13. gr. EES-samningsins). Hverja slíka aðgerð verður yfirdýralæknir sam- stundis að tilkynna til allra aðildar- landa samningsins sem og eftirlits- stofnunar EFTA, sem ákveður hvort aðgerðin og ástæðurnar teljist gildar. Og takið eftir að þau heilbrigðisvott- orð, sem innflutningur byggist á, eru gefin út af heilbrigðisyfirvöldum í upprunalandi. Vilji yfirdýralæknir ekki heimila innflutninginn verður hann að sýna fram á að slíku heil- brigðisvottorði sé á einhvern hátt ábótavant. Annars getur hann ekki stöðvað hann. Órökstudd synjun á innflutningi af hendi yfirvalda fisk- sjúkdóma myndi skoðast sem ólög- mæt viðskiptahindrun. Gísli segir orðrétt í grein sinni þar sem hann fjallar um hvort sækja þurfi fyrirfram um leyfi til innflutnings lif- andi fisks eða erfðaefnis: „Dettur mönnum virkilega í hug að fisk- sjúkdómayfirvöld myndu sætta sig við slíkar breytingar? Ég held ekki.“ Því miður, Gísli. Ég tel að nefnd yf- irvöld hafi nú þegar undirgengist slík- ar breytingar. Og það er ekki aðeins álit mitt, heldur einnig þeirra þriggja lögfræðinga sem ég nefndi til hér að ofan. Ég er þér sammála um að yfir- dýralæknir þarf helst töluverðan tíma til að fullvissa sig um að öll sett skil- yrði séu uppfyllt. En – því miður – það er vandi hans – ekki innflytjand- ans. Við vitum báðir vel að reynt var að setja ákvæði um umsóknarskyldu inn í reglugerð 484/2003, en yfirvöld í Brussel neituðu að fallast á slíkt. Þá var þeirri reglugerð bara kippt burtu og í nýju reglugerðinni, 526/2003, 4. gr. stendur aðeins að innflytjandi skuli tilkynna um innflutning með 24 klst. fyrirvara. Því miður eru hvergi í viðeigandi lögum né reglugerðum nein ákvæði þess efnis að sækja þurfi um innflutningsleyfi. Fram hjá því verður ekki komist. Gísli minn: Þú hefur nú þegar dreg- ið í land hvað varðar meintar heim- ildir þínar til að krefjast þess að lif- andi eldisdýr verði sett í sóttkví við komu hingað. Ég held að það sé kom- inn tími til að þú gerir það líka hvað varðar ýmsar þær heimildir, sem þú segir yfirdýralækni nú geta beitt gegn innflutningi lifandi eldisdýra. Ef þarna væri aðeins um að ræða þína persónulegu samfæringu, þá væri þetta kannske ekki mjög alvarlegt. En því miður hafa landbúnaðarráð- herra verið mjög mislagðar hendur í allri meðferð þessara mála. Margt bendir til að hann hafi byggt ákvarð- anir sínar á fullyrðingum undirmanna um að gildandi lög og reglugerðir veiti fullnægjandi vörn gegn innflutn- ingi á utanaðkomandi stofnum lax- fiska. Slík staða færir málið yfir á nýtt og alvarlegra svið, svið sem varðar ekki aðeins vandamál dagsins í dag, heldur tilveru villtra íslenska laxa- stofna um alla framtíð. Enginn vafi er á, að úr því sem komið var, varð að innleiða tilskipun 91/67EBE í íslensk lög. Um það deil- um við ekki, heldur um þá áhættu, sem gildistökunni fylgir eða kann að fylgja fyrir íslenska náttúru og dýra- ríki. Þar greinir okkur á. Hitt vil ég vona að við séum báðir sammála um nauðsyn þess að lágmarka alla slíka áhættu. Sem leið að því marki berst nú Landssamband veiðifélaga af alefli fyrir því að í lög verði leidd ákvæði sem heimili bann við innflutningi lif- andi laxfiska á grundvelli 2. mgr. í 1. grein tilskipunar 91/67EBE um verndun dýrategunda eða sérstakra stofna, sem og ákvæði Ríó-sáttmálans um viðhald á fjölbreytileika lífríkisins. Sú barátta snertir í raun ekki ágrein- ingsefni okkar hér að ofan. Því vonast ég til – og skora á þig – að leggja okk- ur kröftugt lið í því máli. Mikið er í húfi. Óskhygga og veruleiki Eftir Þorstein Þorsteinsson Höfundur er formaður veiðifélags Grímsár og Tunguár. MORGUNBLAÐIÐ birti hinn 22. okt. sl. grein eftir Braga Ásgeirsson sem hann nefndi „Manngöfgi“. Í greininni fjallar Bragi um myndlistar- manninn Guðmundu Andrésdóttur, líf hennar, baráttu, list og styrktarsjóð- inn höfðinglega sem ber nafn hennar. Sjóðinn skildi Guð- munda eftir sig við andlátið og er honum æltað að hvetja og styrkja unga og efnilega myndlistarmenn til náms. Þótt ég geti tekið undir allt það góða sem Bragi segir um þessa merku konu þá er það eitt atriði sem ég vil leiðrétta. Bragi segist í grein sinni ekki vita til þess að Guðmundu hafi verið sýndur neinn tiltakanlegur sómi af hinu opinbera í lifanda lífi. Þetta er ekki rétt. Reykjavíkurborg efndi til yfirlitssýningar á verkum Guðmundu á Kjar- valsstöðum í mars-apríl 1990. Í formála sýningarskrár sem formaður menningarmálanefndar Reykjavíkur ritar er þess getið að menningar- málanefnd Reykjavíkur bjóði listakonuna velkomna í sali Kjarvalsstaða. Þá stendur eftirfarandi orðrétt í formálanum: „Verk hennar bera það sérstakt svipmót að engum blandast hugur um að þar fer listamaður með mikla hæfileika til að rýna djúpt og opna okkur, sem verkin skoðum, nýjar víddir.“ Árið 1995 tilnefndi menningarmálanefnd Reykjavíkur síðan Guðmundu Andrésdóttur borgarlistamann þess árs en það er æðsta árlega viðurkenn- ing nefndarinnar. Þessi titill er veittur listamanni sem markað hefur djúp spor og haft sérstaka þýðingu fyrir listalífið í borginni. Í báðum framangreindum tilvikum er um viðurkenningu að ræða af hálfu opinberra aðila. Sem formaður menningarmálanefndar 1994–2002 þykir mér sjálfsagt að greina frá þessu og því einnig að menningarmálanefnd var einhuga um þessa útnefningu. Blessuð sé minning Guðmundu og þakkir færðar fyrir allt það sem hún gerði fyrir myndlistina á Íslandi. Viðurkenningin sem gleymdist Eftir Guðrúnu Jónsdóttur Höfundur er arkitekt. KIRKJUSTARF Bridsfélag Suðurnesja Á mánudag var spiluð 3. umf. í sveitarokki. Þessir fengu bronsstig. Jóhannes Sigurðss. – Karl Herm. 63 Sigríður Eyjólfsd. – Birkir Jónss. 61 Kristj. Kristjánss. – Garðar Garðarss. 59 Gísli T. – Arnór R. – Svavar Jens. 56 Fyrir lokakvöldið er þetta staðan: Krist. Kristjánss. – Garðar Garðarss. 170 Sigríður Eyjólfsd. – Birkir Jónss. 153 Svavar Jensen – Gísli Torfa – Arnór R. 152 Kristjáni formanni Kristjánssyni er hugleikið spil sem kom fyrir á dög- unum. Honum segist svo frá: Í síðustu viku sýndi ég ykkur hendi norðurs: ÁK7/ÁDG7/K876/65 eftir að makker opnar á grandi endar hann í 6 sp. og fær út hjarta. Hendi suðurs 10652/K98/ÁD10/ÁK5. Eftir að hafa trompað lauf í blindum tekur þú tvo efstu í trompi og austur setur gosa í seinna skiptið. Nú sýnist spilið öruggt ef vestur á sex rauð spil. Þú spilar 3 tígli og allir fylgja. Lokastaðan er þess suður á: 106 í spaða og 9 í hjarta. Norður á 13. tígulinn og DG í hjarta. Þú spilar tígli og bíður spenntur, því trompbragð er frekar sjaldgæft. Austur lætur hjarta í slaginn. Þú ger- ir það einnig og færð áfall þegar vest- ur trompar með áttu. Þá er bara eftir að hrósa vestri fyrir fallega vörn. Bridskvöld nýliða Sunnudaginn 26. okt. mættu 7 pör. Spilaður var tvímenningur, 21 spil. Lokastaðan: Ómar Ómarsson – Hlöðver Tómasson 65 Ásdís Ólafsd. – María K. Gunnarsd. 60 Guðmundur Gestss. – Sigurður Georgss. 59 Jórunn Kristinsd. – Hildur Valgeirsd. 52 Svandís Hauksd. – Ingibjörg Hauksd. 52 Spilað er öll sunnudagskvöld í Síðu- múla 37, 3. hæð og hefst spila- mennska kl. 19.30. Allir sem kunna undirstöðuatriðin í brids eru vel- komnir. Umsjónarmaður er Sigur- björn Haraldsson og aðstoðar hann við að finna spilafélaga fyrir þá sem mæta stakir. Sveitakeppni í Gullsmára Fimmta og sjötta umferð í sveita- keppni Bridsdeildar FEBK Gull- smára vóru spilaðar mánudaginn 27. október. Eftir sjöttu umferð er staða efstu sveita þessi: Sveit Kristins Guðmundss. 112 Sveit Guðjóns Ottóssonar 107 Sveit Einars Markússonar 107 Sveit Valdimars Lárussonar 101 Sveit Ara Þórðarsonar 100 Sjöunda og áttunda umferð verða spilaðar fimmtudaginn 30. október. Íslandsmót kvenna í tvímenningi Mótið verður haldið í Síðumúla 37 helgina 1.–2. nóvember. Mótið hefst kl. 11.00 báða dagana. Skráning í s. 587 9360 eða www.bridge.is Bridsfélagið Muninn, Sandgerði Þegar tvö kvöld af þremur eru búin í okkar árlega hausttvímenningi er staðan þannig: Kvöld 1: Karl Hermannss. – Jóhannes Sig. 135 Gunnar Guðbjörnss. – Garðar G. 119 Þröstur Ólafsson – Heiðar Sigurjóns 116 Þorgeir Ver – Garðar Þór 114 Kvöld 2: Jóhann Ben. – Sigurður Alberts. 105 Svala Páls – Grethe Íversen 95 Þorgeir Ver – Garðar Þór 89 Þröstur Ólafsson – Heiðar Sigurjóns 83 Þess má geta að Þröstur Ólafsson er nýliði hjá félaginu. Fimmtudaginn 30. okt. er síðasta kvöldið í þessari keppni þar sem tvö kvöld af þremur ráða. Spilamennska hefst kl. 19.30. Nýir félagar velkomn- ir. Bridsfélag Hreyfils Sl. mánudag var spilaður eins kvölds tvímenningur og kom upp sú sérstaka staða í lok keppni að aðeins eitt par, Óskar Sigurðsson og Sigurð- ur Steingrímsson, náði yfir 50% skor. Skor þeirra félaga var 63,7%. Loka- staðan: Óskar - Sigurður 23 Flosi og Sigurður Ólafssynir 0 Jóhanna - Sveinn 0 Næsta keppni verður tvímenning- ur sem ákveðið var að fresta fram yfir áramótin. Spilað er í Hreyfilshúsinu á mánudagskvöldum og hefst spila- mennskan kl. 19.30. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.