Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐINU hafa borist þrjár athugaemdir við ummæli Vig- fúsar Jóhannssonar, formanns Landssambands fiskeldisstöðva, sem fram koma í viðtali í Morgunblaðinu síðastliðinn þriðjudag. „Öfugmæli“ Orri Vigfússon, formaður Vernd- arsjóðs villtra laxastofna (NASF) gerir eftirfarandi athugasemd: „NASF er verndarsjóður villtra laxastofna og nýtur stuðnings veiði- réttareigenda og stangaveiðimanna í löndum sem liggja að norðurhöfum. Á Íslandi og víðast annars staðar hefur laxeldið verið þróað án vandaðs undirbúnings og án faglegra staðla. Staðreyndir: slys, óhöpp og feluleikir blasa alls staðar við á meðan lúðu- og bleikjueldi eru lýsandi dæmi um hvernig fagmannlega er staðið að eldismálum. Það er rangt hjá Vigfúsi Jóhanns- syni, formanni Landssambands fisk- eldisstöðva, þegar hann heldur því fram að framleiðendur eldislax hafi farið að settum reglum t.d. þegar lax- ar voru settir í höfnina í Neskaup- stað. Ég kalla eftir leyfi fyrir því. Að telja að NASCO hafi átt gott sam- starf við fiskeldismenn er öfugmæli. Nægir að benda á örðug samskipti þessara aðila sl. 10 ár. Auk þess er NASCO beinlínis bannað að gera til- lögur um stjórnun og nytjar á laxi innan fiskveiðilögsögu aðila. Önnur ummæli Vigfúsar eru ekki svaraverð.“ „Ekki faglegt“ Hilmar Hansson, formaður Lands- sambands stangveiðifélaga, gerir eft- irfarandi athugasemd: „Ég las viðtal í Mbl. 28 okt. við Vig- fús Jóhannsson undir fyrirsögninni „Helför gegn laxeldi“. Þar talar Vig- fús um að „faglega sé staðið að upp- byggingu laxeldis, hvort heldur sem er hér á landi eða annars staðar við Norður-Atlantshaf“. Það getur ekki verið faglegt að setja niður norskan lax sem hefur verið kynbættur á Ís- landi í 20 ár og halda að hann blandist ekki íslenska stofninum. Það er bókstaflega barnalegt að halda fram slíkum fullyrðingum. Það er heldur ekki mikil fag- mennska að hagsmunaaðilar fái ekki að fylgjast með hvað fara mörg seiði í kvíarnar og hvað komi margir laxar uppúr þeim til slátrunar. Vigfús virðist ekki vita af gífur- legri andstöðu stangaveiðimanna í Skotlandi og Noregi, og andstöðu veiðiréttareigenda og landeigenda í sömu löndum sem eru búnir að missa arðinn af sölu veiðileyfa fyrir löndum sínum. Í Skotlandi og Noregi eru bein tengsl milli hruns á villtum laxa- stofnum og laxeldis. Vigfús Jóhannsson fullyrðir að Orri Vigfússon haldi ekki á lofti sjón- armiðum íslenskra stangaveiði- manna. Sem formaður LS get ég fullvissað Vigfús um að svo er, og kunnum við Orra bestu þakkir fyrir. Það er sorglegt til þess að vita að formaður Landssambands fiskeldis- stöðva beri það á borð fyrir lesendur Mbl. að Orra sé stýrt af einhverskon- Athugasemdir vegna ummæla Vigfúsar Jóhannssonar ar öfgasamtökum eða sé stjórnað af „erlendum auðkýfingum sem vilja eignast íslenskar laxveiðiár“. Það eru alvarlegar ásakanir sem Vigfús ber formann NASF og ég tel það með hreinum ólíkindum að mað- ur sem á að vera vandur að virðingu sinni komist upp með að dylgja með þessum hætti. Fagmennskan sem Vigfús gerir svo hátt undir höfði endurspeglast í ummælum hans og lýsir að sjálf- sögðu engum nema ef vera kynni honum sjálfum.“ „Látum þetta ekki gerast“ Þá gerir Gunnar Ingi Gunnarsson, læknir og stangveiðimaður, svohljóð- andi athugasemd: „Í Morgunblaðsviðtali, þann 28. október, síðastliðinn, gerir Vigfús Jó- hannsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, fremur lágkúrulega tilraun til að sverta persónu og varn- arbaráttu Orra Vigfússonar með því að ætla Orra annarlegan tilgang með baráttu sinni og allt annan en þann eina og raunsanna, að berjast fyrir viðgangi og vexti Atlantshafslaxins og þá sérstaklega íslenska stofnsins. Í viðtalinu dregur Vigfús í efa, að Orri sé með baráttu sinni að vernda hagsmuni íslenskra stangveiði- manna. Og svo langt gengur Vigfús í þessu viðtali, að hann lætur þar í ljós þá skoðun sína, að Orri kunni að vera handbendi erlendra öfgasamtaka gegn hvers konar fiskeldi yfirleitt – og í lok viðtalsins trompar Vigfús ósómann með því að segjast telja það líklegt, að Orri kunni að starfa sem málsvari örfárra erlendra auðkýf- inga, sem vildu eignast íslenskar lax- veiðiár. Málflutningur af þessu tagi er auð- vitað til háborinnar skammar og klár vísbending um lélegar varnir um veikan málstað. Það þýðir auðvitað ekkert fyrir Vigfús og hans menn að ausa óhróðri yfir Orra Vigfússon eða einhverja aðra úr hópi þeirra þús- unda íslenskra stangveiðimanna sem standa saman og munu standa sam- an, sem einn maður, í varnarbarátt- unni gegn hruni íslenska laxastofns- ins. Í þessari baráttu okkar gildir reglan: Einn fyrir alla – allir fyrir einn. Sá, sem þetta skrifar, varaði Guðna Ágústsson við líklegum afleið- ingum laxeldisins fyrir austan – með vísan í fyrri reynslu manna og rann- sóknir – í opnu bréfi í Mogganum – áður en Guðni gaf út rekstrarleyfin. Og afleiðingarnar liggja nú fyrir, en eru því miður bara á byrjunarstigi. Útlitið er ekki gott – og kann að fara á versta veg: Að aukin og endurtekin erfða- blöndun eyði smám saman íslenska laxastofninum. Að rekstrarumhverfi íslenska lax- eldisins geri það óhæft í samkeppni við erlenda framleiðslu – og valdi endanlegu gjaldþroti. Niðurstaðan: Endanlega mis- heppnaðar tilraunir, með eldi á kyn- þroska norskættuðum laxastofni, valda hruni íslenska laxastofnsins. Stangveiðimenn! Látum þetta ekki gerast!“ FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 39 FÓLKIÐ ...á hæðina ...á breiddina ...á lengdina ...á dýptina á föstudögum! ÚT ER kominn bæklingurinn Stað- reyndir um HIV og alnæmi hjá sótt- varnasviði Landlæknisembættisins. Hann leysir af hólmi bækling um sama efni sem út kom árið 1996. Nýi bæklingurinn hefur verið endursam- inn frá grunni og verður hann innan skamms einnig gefinn út á sex er- lendum tungumálum, ensku, pólsku, rússnesku, serbó-króatísku, kata- lónsku og taílensku. Er það nýlunda í útgáfustarfi embættisins og er með því vonast til að bæklingurinn nái til alls þorra fólks í landinu. Meðal efnis í bæklingnum eru skil- greiningar á HIV-smiti og alnæmi, umfjöllun um smitleiðir, hvenær HIV smitast ekki og hvernig er hægt að koma í veg fyrir smit. Bækling- urinn er litríkur og prýddur fjölda mynda. Fyrstu eintök bæklingsins voru afhent 10. oktober sl. þeim Davíð Gunnarssyni, formanni Stúd- entaráðs Háskóla Íslands, og Jór- unni Ásmundsdóttur sem á sæti í Stúdentaráði HÍ. Þau tóku við ein- tökunum á skrifstofu Landlækn- isembættisins úr hendi Sigurlaugar Hauksdóttur, yfirfélagsráðgjafa og verkefnisstjóra um HIV/alnæm- isforvarnir, og Haraldar Briem sótt- varnalæknis. Við það tækifæri var farið yfir stöðu mála varðandi HIV- smit og alnæmi hér á landi um leið og þeim var falið það verkefni að koma bæklingnum á framfæri við samnemendur sína í Háskóla Ís- lands. Flestir sem greinast með HIV- smit eru ungt fólk á aldrinum 25–30 ára. Því þótti við hæfi að fulltrúar ungs fólks tækju við fyrstu eintök- unum. Fyrirhugað er að koma bæk- lingnum á framfæri sem víðast með- al ungs fólks auk þess sem honum verður dreift hjá heilsugæslunni, í apótekum og víðar. Hægt er að fá bæklinginn á skrif- stofu Landlæknisembættisins á Austurströnd 5, Seltjarnarnesi. Auk þess er hægt að nálgast hann á vef- setri Landlæknisembættisins, www.landlaeknir.is. Nýr bæklingur um HIV og alnæmi Haraldur Briem sóttvarnalæknir, Sigurlaug Hauksdóttir yfirfélags- ráðgjafi, Davíð Gunnarsson og Jarþrúður Ásmundsdóttir. LÖGREGLAN í Reykjavík lýs- ir eftir vitnum að slysi á gatna- mótum Ármúla og Síðumúla mánudaginn 27. október kl. 14.50 þegar ljósbrúnni Merce- des Benz-bifreið var ekið á stúlku. Ekki tókst að ná niður skrán- ingarnúmeri bílsins og eru þeir sem geta gefið upplýsingar um málið beðnir um að hafa sam- band við lögregluna í Reykja- vík. Lýst eftir vitnum NÝIR eigendur Park-Iceland ehf. hafa tekið við rekstri ítölsku versl- unarinnar Park sem opnar í dag, fimmtudaginn 30. október, í end- urbætt húsnæði á þriðju hæð Kringlunnar, rétt við Sambíóin. Áð- ur var búðin á jarðhæð Kringlunn- ar. Verslunarstjóri verður áfram Guðrún Stefánsdóttir. Nýir eigend- ur eigendur Park-Iceland ehf. eru: Guðrún Stefánsdóttir, Kristín Katr- ín Guðmundsdóttir, Sigurrós Þor- grímsdóttir og Magnús Örn Stef- ánsson, segir í fréttatilkynningu. Verslunin Park flytur um set Vorferð Kínaklúbbs Unnar. Unnur Guðjónsdóttir verður með kynning- arfund á morgun, 31. október, kl. 18 í húsi Kínaklúbbsins, Njálsgötu 33. Kynnt verður vorferð Kínaklúbbs- ins, en hún verður farin 21. maí–11. júní á næsta ári. Í ferðinni verður m.a. farið um gljúfrin þrjú í Jangtxe fljótinu, þar sem nú er ver- ið að byggja stíflu, siglt eftir Keis- araskurðinum og gengið á Kína- múrinn o.fl. Allir velkomnir á fundinn. Haustfundur Búnaðar- og garð- yrkjukennarafélags Íslands (BGÍ) verður haldinn í húsakynnum Garðyrkjuskólans á Reykjum á morgun, 31. október, kl. 13–17. M.a. verður fjallað um tilraunir og rann- sóknir búnaðarskólanna. Gestur fundarins verður Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Háskóla Íslands. Dagskrá fundarins endar á skoðunarferð um Reyki og kvöldverði í matsal skólans. Jafnrétti kynjanna í kirkjunni, borginni og heilbrigðiskerfinu. Á morgun, föstudaginn 31. október, verður haldinn morgunverð- arfundur kl. 8.15–9.30 á Grand hót- eli um jafnrétti kynjanna í kirkj- unni, hjá Reykjavíkurborg og í heilbrigðiskerfinu. Fundurinn er liður í femínistavikunni sem nú stendur yfir á vegum Femínista- félags Íslands. Gestir fundarins verða Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra, Þórólfur Árnason borg- arstjóri og Sigrún Óskarsdóttir, for- maður jafnréttisnefndar kirkjunnar. Fundarstjóri verður Kristín Ást- geirsdóttir sagnfræðingur. Allir eru velkomnir. Á MORGUN Kynning á Nordklúbbnum. Í dag, 30. október verður haldin kynning á starfsemi Nordklúbbsins í húsnæði Norræna félagsins á Óðinsgötu 7, kl. 20.30–22. Nordklúbburinn er fé- lagsskapur ungs fólks sem á það sameiginlegt að hafa áhuga á nor- rænni samvinnu og vilja kynnast henni frekar. Dagskrá hausts og vetrar verður kynnt og sagt frá ýms- um verkefnum sem Norræna félagið hefur í boði fyrir ungmenni, svo sem Nordjobb, Snorra-West-verkefninu og Café Norden, sem haldið verður hér á landi að ári. Allir áhugasamir á aldrinum 18–30 ára eru velkomnir. Í DAG Námskeiðið Stuðningur við ISO- staðla við gæðastjórnun í hugbún- aðargerð hefst hjá Endurmenntun Háskóla Íslands mánudaginn 3. nóvember. Á námskeiðinu er m.a. fjallað um hugbúnaðargæðalíkön, mælitölur og gæðamat samkvæmt ISO-stöðlunum. Kennari á nám- skeiðinu er Witold Suryn prófessor í verkfræði við École de Techn- ologie Supérieure í Montréal, Canada og verður námskeiðið kennt á ensku. Skráning og upplýsingar um nám- skeiðið er að finna á vef Endur- menntunar www.endurmenntun.is. Á NÆSTUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.