Morgunblaðið - 30.10.2003, Side 24

Morgunblaðið - 30.10.2003, Side 24
LISTIR 24 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í SVERRISSAL Hafnarborgar býður Sigríður Erla Guðmundsdótt- ir upp á fjölbreytta sýningu. Högg- myndir, lágmyndir, leirverk brennd og óbrennd, hlutbundin verk og óhlutbundin. Á sýningunni kemur skýrt fram hæfileiki Sigríðar til að gera hvorttveggja; að fást við efnið sjálft, leirinn, og möguleika hans í myndsköpun, og hins vegar að taka á hinu stóra samhengi, lífinu, dauð- anum, ástinni og himnaríki. Það er greinilegt bæði á verkun- um á sýningunni sem og í fyrri verk- um Sigríðar, eins og t.d. verkinu Dýrðleg veisla sem var röð af uppá- komum þar sem hún bauð fólki að borða góðan mat af matarstelli sem hún hafði búið til, að Sigríði nægir ekki að stunda hina hefðbundnu leirlist, hún vill teygja sig út til áhorfandans og innlima hann í list- ferlið. Verkið fingraför er hefðbundið að sjá úr fjarlægð og ekki mjög spenn- andi. Þegar maður kemur nær og les titillinn lifnar verkið við og fær rómantískan blæ. Fingur strjúka leir og móta hann. Verkið er gróft en um leið persónulegt og gert af til- finningu fyrir sambandi manns, efn- is og náttúru. Eitt af betri verkum sýningarinn- ar er án efa verk sem samanstendur af 13 geirfuglastyttum og bera fal- legu handbragði listamannsins vitni. Verkið heitir Síðasta kvöldmáltíðin. Þar taka hinir útdauðu Geirfuglar sess Jesú og lærisveina hans, en verkið er tragikómískt. Verkið „Litbrigði“ er einfalt, en gengur vel upp. Þar notar Sigríður íslenskan leir eins og hann kemur af kúnni ef svo má segja. Hans nátt- úrulegi litur og áferð fá að njóta sín óáreitt. Hún stillir leirteningum upp í fjóra ramma og býður þar upp á fínlegan leik í litum sem tengir verkin öll saman. Stærra verk í svip- uðum dúr, „Einn og Einn“, er hins vegar ekki eins áhugavert og nær ekki að lifna líkt og hitt gerir. Þá má nefna hér ágætt verk sem heitir „Ég elska þig I, II og III“. Þar lætur Sigríður höggmyndir á stöplum af pörum sitjandi á bekk með endur á höfðinu, hvað sem þær eru nú að gera þar, spila saman við ljósmyndir af sömu styttum. Fyrir ofan stytturnar á ljósmyndunum er svo máninn í mismikilli fyllingu. Þannig er verkið líkt og kvikmynd þar sem klippt eru saman nokkur tímaskeið í lífi elskenda á bekk. Verkið hefur yfir sér rómantískan og fallegan blæ. Miðað við sýningarskrána skiptir það listamanninn töluverðu máli að það komi fram hvaðan leirinn í sýn- ingunni er, hvort hann sé brenndur eða óbrenndur og svo framvegis. Í rauninni eru þær upplýsingar ónauðsynlegar þegar verkin vísa jafnsterkt út fyrir efnið og þau gera flest. Listamaðurinn er mjög með- vitaður um „æviferli“ efnisins og „ferðalag“ þess frá einum stað á annan, sem síðan endar á sýning- unni í Sverrissal. Þessi meðvitund ber vitni um óhefta listræna hugsun. Gervitunglamyndir Í aðalsal Hafnarborgar býður Pétur Halldórsson upp á stór litrík málverk sem orðið hafa til eftir átök við strigann. Hann virðist mála á striga, setja pappír á striga og mála á hann, rífa svo flyksur af lit í burtu og svo framvegis og svo framvegis þar til eftir stendur málverk sem er fullkomlega abstrakt og krefst þess af áhorfandanum annaðhvort að hann afneiti verkinu eða meðtaki það að fullu. Þó að hér sé fullyrt að sýningin sé fullkomlega abstrakt líkjast nokkur verkanna á sýningunni gervitungla- myndum, sérstaklega ef staðið er í dálítilli fjarlægð frá þeim. Það er eins og maður horfi niður á Evrópu og önnur lönd í gegnum ský og lægðir. Sýning Péturs er óróleg. Í hverju verki er farið af stað í ferðalag, en það er eins og listamaðurinn komist ekki alltaf á leiðarenda og hann skil- ur áhorfandann of oft eftir í lausu lofti. Það verk þar sem Pétur nær endum saman með hvað skýrustum hætti er verk númer 8 „Frá Þorska- firði“ en þar ganga átökin á fletinum fullkomlega upp. Kviksjár Í sýningarsal Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu tekur við ekki minni vinna fyrir auga og skynjun áhorf- andans en á sýningu Péturs í Hafn- arborg, en þar er þó um töluvert stilltari vinnubrögð að ræða. Alan James heitir listamaðurinn sem þar sýnir stórar og litlar svarthvítar teikningar. Hver og ein mynd er eins konar símynstur, en fyrirmynd- in er glögglega fengin úr kviksjám. Titill sýningarinnar er „Elusive Mornings – a kaleidoskopic world of visual dirorientation“ eða í lauslegri þýðingu: Óskiljanlegir morgnar – kviksjárheimur sjónrænna um- skipta. Í sjálfu sér er fátt um einstök verk að segja. Þau eru öll mjög svip- uð, eins og maður haldi kviksjá við augað og snúi henni reglulega til að galdra fram nýtt og nýtt mynstur. Verkin eru vönduð og draga áhorf- andann með inn í ákveðið sjónarspil og eftir því sem maður er lengur innan um myndirnar gæti ég trúað að þær færu að hafa dáleiðandi áhrif. Stóru myndirnar er langtum betri en hinar smærri og í sporum Alans hefði ég hreinlega sleppt litlu mynd- unum, þeim er ofaukið á sýningunni. Stóru myndirnar eru sterkari, bæði sökum stærðar sinnar og staðsetn- ingar sjálfrar myndarinar innan rammans. Listamaðurinn keyrir myndirnar nánast alla leið út í rammann á meðan litlu myndirnar fá góða spássíu og tapa með því kraftinum. Það að skipta salnum í tvennt er í rauninni ónauðsynlegt þegar um svo heildstæða sýningu er að ræða. Staðsetning tveggja rauðra stóla inni í öðru rýminu ruglar annars stílhreint umhverfið og er ekki til bóta. Alan er hér á áhugaverðri leið og gæti með smáögun og heildrænni rýmishugsun gert enn betri hluti í framtíðinni. Teikningar og útskurður Jens Kristleifsson hefur hrúgað sófasettinu, blómavösunum, lömp- unum og öðru stofustássi inn í geymslu og stillt upp myndlistar- sýningu í stofunni heima hjá sér. Og sýningarsalurinn er svo sannarlega ekkert slor, stílhreinn og bjartur. Verkin á sýningunni eru af tvenn- um toga, útskornar fígúrur í tré annars vegar og hins vegar blýants- teikningar. Töluverður samhljómur er í teikningunum og fígúrunum og höfundareinkenni koma sterkt fram þrátt fyrir að unnið sé í ólík efni. Teikningarnar eru frá töluvert löngu tímabili, eða allt frá árinu 1985 og fram á þetta ár. Teiknistíll Jens hefur breyst dálítið á þessum tíma. Myndirnar frá 1985 eru allar mun grófari, línan er feitari og ákveðnari. Fínni drættir eru hins vegar komnir í nýjustu myndunum sem spila þar saman með þeim groddalegu í góðu jafnvægi. Jens er góður teiknari dráttarlega séð auk þess sem hann hefur sinn sérstaka stíl þegar kemur að umfjöllunarefni. Stíllinn felst í skúlptúrískum eigin- leikum fígúranna á myndunum, en þær eru flestar nokkurs konar mannleysur, án persónueinkenna og gjarnan með áberandi stórt höfuð, sem vill minna á ákveðnar högg- myndir austurríska myndlistar- mannsins Franz West. Jens ýkir stærð höfuðsins og teiknar með skýrum dráttum form líkamans, út- lima og búks, eins og um væri að ræða úttroðnar dúkkur. Það kemur því á óvart að á löngum ferli sínum hefur Jens aldrei að því er ég best veit unnið höggmyndir að neinu marki, því af myndunum að dæma hefur hann ríka tilfinningu fyrir þrí- víðri formvinnu. Í sjálfu sér gætu teikningarnar verið skissur af ein- hvers konar þrívíðri uppstillingu. Úskurðarmyndir Jens eru ekki með eins sterka myndlistarlega eig- inleika og teikningarnar þó að þær fari aldrei út í það að vera eingöngu handverk. Þær hafa tilvísanir í frumstæða listsköpun, t.d. útskurð Grænlendinga í bein og þvíumlíkt. Fígúrurnar eru skemmtilegar, hreinar og klárar án prjáls, en skortir þá vigt sem teikningarnar hafa. Sýning Jens er vel þess virði að heimsækja því teikningar hans hafa margt það til að bera sem einkennir góð myndlistarverk. Áhrif Morgunblaðið/Kristinn Ég elska þig eftir Sigríði Erlu Guðmundsdóttur er rómantískt verk. Frá Þorskafirði. Verk Jens Kristleifssonar. Morgunblaðið/Kristinn Ein kviksjármynda Alan James. Þóroddur Bjarnason MYNDLIST Hafnarborg PÉTUR HALLDÓRSSON Sýningunni er lokið Hafnarborg SIGRÍÐUR ERLA GUÐMUNDSDÓTTIR Sýningunni er lokið Langagerði 88 JENS KRISTLEIFSSON Opið miðvikudaga til sunnudags frá kl. 13–18. Til 9. nóvember Íslensk grafík ALAN JAMES Opið fimmtudaga til sunnudags frá kl. 14–18. Til 2. nóvember. FLAMENGÓSÖNGKONAN Ginesa Ortega er einsöngvari á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands kl. 19.30 í kvöld. Hún syngur verk úr ballett Manuel de Falla: El amor brujo (Ástar- töfrar). Höfundurinn sóttist eftir því að sameina klassíska tónlist og andalúsísku sígaunatónlistina sem hann unni svo heitt. Hljóm- sveitarstjóri er Philippe Entre- mont. Árni Heimir Ingólfsson segir m.a. um verkið í efnisskrá tón- leikanna: „Þeir sem hittu Manuel de Falla (1876–1946) í fyrsta sinn voru oft hissa á því að maður sem samdi svo úthverfa og stórfeng- lega tónlist skyldi sjálfur vera smávaxinn og feiminn. En undir hæglátu yfirborðinu gat að finna óvenju frumlega listamannssál, fulla af ástríðu og næmi. Árið 1914 hóf hann að semja nýtt sviðsverk handa goðsagna- kenndum dansara að nafni Pastora Imperio, El Amor brujo (Ástartöfrar). De Falla vann verkið í samvinnu við leikhús- stjórann Martínez Sierra og konu hans Maríu, sem ráku eitt fræg- asta leikhús Madrid-borgar, Teatro de Arte. Það var María sem lagði til bæði söngtextana og söguþráðinn, sem fjallar um ungu sígaunastúlkuna Candelu, sem er ásótt af draug látins elskhuga síns. Tónlistin við ballettinn er í tíu þáttum, og er leikið á fjölbreytta strengi hinna suðrænu tilfinn- inga. Við heyrum næturmystík og óræða draugamúsík, en skap- hitinn brennur sterkt, ekki síst í sönglögunum. Frægasta atriði ballettsins er þó vafalaust Eld- dansinn, fyrir þrungið andrúms- loft og rytmíska spennu sem seint verður jöfnuð.“ Verk eftir Arriaga, Guridi og Granados Að auki verða flutt á tónleik- unum verk eftir Juan Arriaga, Sinfónía í d-moll, Goyescas-svíta í útsetningu A. Guinovart, Los requiebros (Hrós) eftir Enrique Granados og Diez Melodías vasc- as (Tíu baskasöngvar) eftir Jesús Guridi. Efnisskrá tónleikanna má sjá í heild sinni á slóðinni www.sin- fonia.is. Suðrænir ástartöfrar Flamengósöngkonan Ginesa Ortega syngur með Sinfóníunni í Háskólabíói í kvöld. Listasafn Reykjavíkur, Hafn- arhúsinu kl. 12–13 Hádegisrabb Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum: Hrafnhildur Schram listfræð- ingur flytur fyr- irlesturinn „... eins og blátt strik ...“ Sjálfs- myndir mynd- listarkvenna. Rabbið er haldið í samstarfi við Femínistafélag Ís- lands í tilefni femínistaviku. Ásmundarsalur kl. 16.30 Hjalti Rögnvaldsson les úr bókinni Inn og út um gluggann sem kemur út frá Sölku. Þar kallast á ljósmyndir og ljóð. Höfundar eru Anna Hallin, Ósk Vilhjálmsdóttir og Kristín Ómarsdóttir. Bókin er gefin út í tengslum við samnefnda sýningu í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Alþjóðahúsið kl. 20 Íslensk- japanska félagið stendur fyrir ljóðakvöldi. Pjetur Hafstein Lár- usson ljóðskáld kynnir nýútkomna bók sína Austan mána en í henni eru þýðingar á ljóðum frá Kína og Japan. Pjetur mun fjalla nokkuð um tönkuljóðformið auk þýðinga sinna sem bókaforlagið Salka gef- ur út. Aðgangur er ókeypis. Reykjavíkurakademían kl. 17 Þorleifur Hauksson íslenskufræð- ingur fjallar um rannsóknarvinnu í tengslum við bók sína Sagnalist sem nýlega er komin út. Í bókinni fæst Þorleifur við stílbrögð og frá- sagnartöfra klassískra höfunda okkar. Að fyrirlestri loknum svarar Þor- leifur fyrirspurnum. Súfistinn kl. 20 Lesið úr barna- bókum. Yrsa Sigurðardóttir les úr bók sinni Biobörn, en sú bók fékk Íslensku barnabókaverðlaunin í haust. Unnur Jökulsdóttir les úr fyrstu barnabók sinni, Eyjadís og Ólafur Gunnar Guðlaugsson les úr fimmtu bókinni um Benedikt búálf, Höfuðskepnur Álfheima. Þá lesa Kristín og Iðunn Steins- dætur hluta af smásögum sínum úr bókinni Auga Óðins en í henni glíma sjö rithöfundar og jafn- margir myndskreytar við óþrjót- andi sagnabrunn norrænnar goða- fræði. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Þorleifur Hauksson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.