Morgunblaðið - 30.10.2003, Síða 27

Morgunblaðið - 30.10.2003, Síða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 27 AÐEINS tveimur dögum fyrir aðalfund Heimdallar sem haldinn var í byrjun október reyndi Bolla Thoroddsen, annar frambjóðandi til formanns, að skrá fleiri hundruð manns í Sjálfstæð- isflokkinn á mjög vafasaman hátt. Þar á meðal voru starfandi trúnaðarmenn í ungliða- hreyfingum Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. Auk þeirra voru í þessum hópi fólk sem stuðningsmenn frambjóðandans höfðu ætlað að skrá í Heimdall og Sjálfstæð- isflokkinn án vitundar þess. Í málefnalegri grein Magnúsar Þórs Gylfasonar, fyrrverandi for- manns Heimdallar, sem birtist í Morgunblaðinu á laugardag er for- saga málsins rakin. Þar kemur fram að hann hafi átt frumkvæði að því að forsendur þessara ný- skráninga væru kannaðar af fram- kvæmdastjóra SUS. Sannreynt var að sumir í þessum hópi höfðu gefið samþykki sitt fyrir einhvers konar stuðningsyfirlýsingu við framboð í stjórnarkjörinu en höfðu ekki ætl- að sér að ganga í Heimdall eða Sjálfstæðisflokkinn. Aðrir höfðu ætlað sér að ganga í Heimdall en vissu ekki að innganga í félagið þýddi inngöngu í Sjálfstæðisflokk- inn. Enn aðrir könnuðust ekkert við það að hafa verið skráðir í fé- lagið og bersýnt var að stuðnings- menn framboðs Bolla Thoroddsen höfðu reynt að fá fólk til að gera sér greiða með þátttöku á aðal- fundinum og ætlað sér að skrá þetta fólk inn í Heimdall og Sjálf- stæðisflokkinn að þeim for- spurðum. Fimmta grein laga Heimdallar gerir ráð fyrir því að stjórn félags- ins taki afstöðu til nýskráninga í félagið áður en umsækjendur hljóta inngöngu. Þegar ljóst var að stuðningsmenn annars frambjóð- andans höfðu ætlað sér að blekkja fólk til inngöngu í Heimdall í því skyni að hafa áhrif á niðurstöðu formannskjörs á aðalfundi, var ákveðið að fresta því að taka af- stöðu til þessara nýskráninga þar til að fullreynt hafði verið hverjir úr þessum hópi höfðu ætlað sér að ganga í Heimdall og Sjálfstæð- isflokkinn og hverjir höfðu verið blekktir. Ljóst var að ekki reynd- ist unnt að ganga úr skugga um þetta fyrir aðalfundinn og þessi ákvörðun varð því erfiðari og um- deildari fyrir vikið. Þó að ákvörð- unin væri erfið var hún sú eina rétta í stöðunni enda lög félagsins alveg skýr. Umræddur frambjóðandi dró framboð sitt til baka í kjölfar ákvörðunar fyrrverandi stjórnar Heimdallar og hafa stuðningsmenn hans verið stóryrtir í yfirlýsingum sínum undanfarna daga. Þeir saka fyrrverandi stjórn félagsins um andlýðræðisleg vinnubrögð og telja að brotið hafi verið á rétti fram- bjóðandans. Þeir hafa komið fram í fjölmiðlum og rætt um að kæra málið til miðstjórnar Sjálfstæð- isflokksins sem hefur úrskurð- arvald í deilumálum sem þessum. Ekkert bólar á þeirri kæru. Það er eðlilegt að menn leiti réttar síns þegar þeir telja á sér brotið. Hvet ég þá stuðningsmenn Bolla Thor- oddsen, í ljósi hótana sinna og gíf- uryrtra fullyrðinga, til þess að skjóta málinu til miðstjórnar. Ákveði þeir að gera það ekki hljót- um við hin að krefjast útskýringa á því hvers vegna það sé ekki gert. Stjórn Heimdallar tók rétta ákvörðun Eftir Jón Hákon Halldórsson Höfundur er fyrrverandi stjórnarmaður í Heimdalli og situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. HLUTHAFAR í sjávarútvegs- fyrirtækjum, eins og undirritaður, vita ósköp vel að arðsemi í grein- inni hefur síst verið umfram það sem gerist í öðrum at- vinnugreinum. Það er því eðlilegt að við óttumst hugs- anlegar breytingar sem gætu enn lækkað þá arðsemi. Fyrningarleið (uppboð á kvótum) hefur vakið upp slíkan ótta. En hvað er líklegt að gerist við upptöku hennar? Hvað verður markaðsverð kvótans? Svörin við því felast í því hver mik- il hagræðing verður af breyting- unni. Hagnaðarvon er helsti hvatinn fyrir því að fólk hefur rekstur og velur það sér því atvinnugreinar þar sem vænta má mestrar arð- semi. Ef arðsemi í sjávarútvegi eykst ekki er ekki við því að búast að nýliðar sæki í greinina og fari í samkeppni um kvótann. Þannig mun markaðsverð hans verða í samræmi við núverandi mat stjórn- valda á greiðslugetu greinarinnar samanber fyrirhugað veiðigjald, eða um 4 kr./kg þorsk. Þannig að við 4 kr./kg munu útgerðarmenn vilja veiða jafn mikinn fisk og í boði er og búið verður að eyða einu mesta ágreiningsefni samtímans, forréttindum til að veiða. Fyrningarleið gæti einnig leitt til hagræðingar sem myndi hækka markaðsverð kvóta. Fyrir því væru í meginatriðum tvær ástæður. Í fyrsta lagi gætu nýliðar séð fram á hagnaðarvon í greininni með breyttum rekstri. Þeir væru því tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir kvótann. Það er ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir því þar sem markaðsverð á leigukvóta um er 100 kr./kg. Einnig er nýliðun al- geng í öðrum atvinnugreinum og var fyrir hendi í útgerð áður en gjafakvótinn var tekinn upp og er Samherji besta dæmið um það. Hins vegar gætu útgerðarmenn séð hagræði í auknu rekstrarör- yggi sem felst í því að eignast öruggan kvóta í t.d. 20 ár í stað nú- verandi ástands þar sem kvótanum er úthlutað til eins árs í senn (meirihluti þingmanna getur breytt frekari úthlutunum). Það myndi sérstaklega gera langtímafjárfest- ingu í greininni arðbærari svo sem fasteignir og menntun starfsmanna sem borgar sig upp á löngum tíma. Þannig væru útgerðarmenn til- búnir til að greiða hærra verð fyrir kvótann. Hvað hefur þá tafið málið? Fólk óttast breytingar, óttast að heimabyggð verði undir í sam- keppni um kvótann, óttast að fjár- sterkir aðilar frekar en hagkvæmir útgerðarmenn fái kvótann, óttast að einyrkjar verði undir í sam- keppni og að allir peningarnir úr uppboðinu fari til Reykjavíkur. Hagfræðingar hafa bent á að auðveldlega er hægt að hindra ofangreindar afleiðingar með ein- földum reglum. Hægt er að veita smábátasjómönnum forkaupsrétt á einhverjum kvóta, tengja hluta kvótans við byggðarlög, innheimta greiðslu kvótans við sölu fisks og láta andvirðið renna til sveitarfé- laga á landsbyggðinni. Þar þarf að- eins að vega saman byggðarsjón- armið og hagkvæmniskröfur. Nú á tímum þegar samkeppni í atvinnulífinu nýtur almennrar við- urkenningar sem leið að bættum lífskjörum eru þeir sem reka óhag- kvæma útgerð þeir einu sem sann- arlega eitthvað hafa að óttast fyrn- ingarleið. Fyrningarleið: Ógnun hagræðingar Eftir Guðmund Örn Jónsson Höfundur er verkfræðingur MBA. Síðumúla 8 - sími 568 8410 www.veidihornid.is Sendum samdægurs Opið: Fimmtudag til kl. 20 • Föstudag 10-18 Laugardag 10-18 • Sunnudag 12-16 HEILDSÖLUVERÐ á veiðivörum Abu á heildsöluverði Fenwick á heildsöluverði Berkley á heildsöluverði Mitchell á heildsöluverði Snowbee á heildsöluverði Red Wolf á heildsöluverði Galopnum lagerinn okkar í Síðumúla 8 og seljum nú úrval af veiðivörum á heildsöluverði Takmarkað magn - Fyrstir koma fyrstir fá Rétti tíminn til jólagjafakaupa • Abu kasthjól frá kr. 3.200 • Abu Ambassadeur frá kr. 8.900 • Abu fluguhjól frá kr. 4.500 • Abu veiðistangir frá kr. 2.990 • Red Wolf veiðistangir frá kr. 1.995 • Fenwick flugustangir frá kr. 14.990 • Mitchell hjól frá kr. 1.595 • Abu Toby kr. 350 • Einnig vöðlur, jakkar, töskur, gjafavörur o.m.fl. á heildsöluverði Tækifæ ri sem býðst bara ei nu sinn i og aldr ei aftu r! aldrei af tur!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.