Morgunblaðið - 30.10.2003, Page 47

Morgunblaðið - 30.10.2003, Page 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 47 Alltaf á laugardögum Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 500 kr.* Almennt verð er 1.689 kr. Pantanafrestur er til kl. 12.00 á föstudögum. *5 línur; tilboðið gildir til 31. desember 2003. Hafðu samband! Auglýsingadeild Morgunblaðsins, sími 569 1111 eða augl@mbl.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 21 22 0 0 9/ 20 03 FIFA, Alþjóðaknattspyrnu- sambandið, hefur komist að þeirri niðurstöðu að gömul sýni úr lyfja- prófum leikmanna úr röðum FIFA verði ekki könnuð á ný í kjölfarið á tilkomu hins nýja steralyfs, THG. Talsmenn FIFA segja að laga- legar ástæður séu fyrir ákvörðun sinni. Lögfræðingar FIFA telja sig ekki hafa heimild til þess að skoða sýnin. FIFA fundaði í gær í Sviss þar sem tekin verður ákvörðun um hvort FIFA tekur upp sömu reglur hvað lyfjaeftirlit varðar og eru í gildi hjá alþjóðaólympíunefndinni, IOC. Hins vegar getur FIFA lítið að- hafst vegna THG þar sem öll lyfja- próf á þeirra vegum eru eyðilögð eftir 30 daga. FIFA mun bíða átekta RIO Ferdinand varnarmaður Man- chester United og enska landsliðs- ins var í gær ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir að mæta ekki í lyfjapróf sem hann var boðaður í þann 23. september síð- astliðinn. Ferdinand bar við að hann hefði gleymt að mæta í lyfja- prófið þar sem hann stóð í flutn- ingum en hann gekkst undir lyfja- prófið 36 klukkustundum síðar og stóðst það. Ferdinand hefur tveggja vikna frest til að svara ákærunni en lík- legt þykir að mati sérfræðinga sem enskir fjölmiðlar ræddu við í gær að refsing Rio Ferdinands verði fjársekt en ekki keppnisbann. Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, fylgist grannt með málinu en það hefur þrýst á enska knatt- spyrnusambandið að taka hart á málinu en hámarksrefsing fyrir mál af þessum toga getur orðið tveggja ára bann. Ferdinand ákærður Evrópumeistarar Svía í handknatt-leik karla lögðu Þjóðverja, 30:25, í fyrsta leiknum í risabikarkeppninni, Supercup, sem hófst í Leipzig í Þýska- landi í gær. Svíar höfðu undirtökin nær allan tímann. Þeir höfðu tveggja marka forskot í hálfleik, 16:14, en Þjóðverjum tókst að jafna metin í 17:17 en Svíar með Marcus Alhm í broddi fylkingar voru sterkari á enda- sprettinum og fögnuðu sigri fyrir framan 3.300 áhorfendur sem fylgdust með leiknum í Leipzig. Ahlm, sem leikur með Kiel, var markahæstur í liði Svía með 9 mörk og Martin Boqvist skoraði 4. Gömlu brýn- in Magnus Wislander og Staffan Ols- son voru í liði Svía, Wislander skoraði eitt mark og Olsson tvö. Christian Schwarzer línumaðurinn sterki hjá Lemgo var atkvæðamestur í liði Þjóðverja með 6 mörk og félagi hans liði Lemgo, Florian Kehrmann, skoraði 4. Rússar eru þriðja liðið í A-riðli en þeir áttu frí í gær. Í B-riðli báru heims- meistarar Króata sigurorð af Frökk- um, 23:22. Blazenko Lakovic var at- kvæðamestur í liði Króata með 5 mörk en hjá Frökkum var Jarome Fernand- ez leikmaður Barcelona markahæstur með 9 mörk. Spánverjar eru þriðja lið- ið í B-riðli. Þá lögðu Danir lið Ungverja, 35:29, í æfingaleik í Silkeborg, Sören Stryger leikmaður Flensburg í Þýskalandi skoraði 10 mörk fyri Dani og þeir Lars Krohg Jeppesen og Lasse Boesen 4 hver en Richard Mezei skoraði 7 fyrir Ungverja. Morgunblaðið/Sverrir Ramune Pekarskyte skoraði 10 mörk fyrir Hauka í leik liðsins gegn Fram í 8 liða úrslitum bikar- keppni kvenna, SS-bikarkeppninni, í gærkvöldi. Hér fer hún framhjá Elísu Ósk Viðarsdóttur úr liði Fram. Harpa Melsted fylgist með álengdar en Haukar höfðu betur, 30:20. FH og ÍBV tryggðu sér einnig sæti í undanúrslitum í gærkvöldi. FH vann Fylki/ÍR 28:15 og ÍBV lagði Stjörnuna í Eyjum 28:24. FH 2 og Grótta/KR leika í kvöld í Kaplakrika um sæti í undanúrslitunum. Svíar skelltu Þjóðverjum í Leipzig Í GÆRKVÖLDI var dregið til fjórðu umferðar í ensku deild- arbikarkeppninni í knattspyrnu. Eiður Smári Guðjohnsen og fé- lagar hans í Chelsea drógust á móti Reading, liði Ívars Ingi- marssonar, á heimavelli og Wolv- es, sem Jóhannes Karl Guð- jónsson leikur með, sækir Arsenal heim á Highbury, en fastlega má reikna með að Ólafur Ingi Skúlason verði áfram í leik- mannahópi Arsenal í keppninni. Drátturinn varð annars þessi: Aston Villa – Crystal Palace Reading – Chelsea Tottenham – Manch. City Southampton – Portsmouth Liverpool – Bolton WBA – Manch. Utd. Arsenal – Wolves Middlesbrough – Everton Ívar mætir Eiði Smára

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.