Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 17 Frönsk undirföt Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. undirfataverslun Síðumúla 3 fyrir fjölskylduna KRINGLAN  SMÁRALIND HALLÓ KRAK KAR - ÉG H EITI BOMM SI DAGANA 30. OKTÓBER TIL 5. NÓVEMBER ERU KRAKKADAGAR Í STEINARI WAAGE BOMMSI ER MÆTTUR AFTUR MEÐ SKÍRTEININ SÍN OG NÚ VEITIR HANN ÖLLUM KRÖKKUM 10% AFSLÁTT AF NÝJUM SKÓM. (Hann heldur líka áfram að gefa Barnaspítala Hringsins 100 krónur af hverju seldu barnaskópari) Komið með gömlu skírteinin ykkar og við bætum í þau afsláttarstimplum sem eru komnir í þau nýju! -10% -10% -10% Kjarvalsstöðum | Fjórða sýningin í röð myndlistarsýninga Listar án landamæra, sem haldnar eru í norð- ursal Kjarvalsstaða, verður opnuð kl. 17 í dag, fimmtudag. Um er að ræða sýningu á samvinnuverkum Karls Guðmundssonar og Rósu Kristínar Júlíusdóttur og markar hún upphaf listahátíðar Listar án landamæra sem stendur í eina viku. Karl Guðmundsson (Kalli) stund- aði nám á barna- og unglinga- námskeiðum í Myndlistaskólanum á Akureyri í fimm ár og í nokkur ár hefur hann komið á vinnustofu Rósu Kristínar Júlíusdóttur til náms og leiks. Rósa Kristín útskrifaðist úr málunardeild Listaakademíunnar í Bologna á Ítalíu árið 1972. Hún kenndi við Myndlistaskólann á Ak- ureyri frá árinu 1980 til ársins 2000. Síðastliðið vor lauk Rósa Kristín meistaraprófsnámi frá Háskólanum á Akureyri en rannsóknarverkefni hennar fjallar um mat ungmenna á gildi listar í lífi sínu út frá tilgátu um mótun sjálfkenndar eða frá- sagnarsjálfs. Hún er lektor í mynd- listarkennslu við Háskólann á Ak- ureyri og stundakennari við Listaháskóla Íslands. Rósa Kristín hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis. Karl og Rósa Kristín hafa haldið tvær sýningar í Samlaginu listhús á Akureyri, árið 2000 og 2002 en hin síðari var einnig sett upp á Sauð- árkróki. Samvinna þeirra fer fram á tvo vegu; í fyrsta lagi „lánar“ Rósa Kristín Kalla stuðning við hönd hans þegar hann málar eða teiknar og þá á hann alfarið einn hugmynd- irnar að þeim verkum. Hins vegar vinna þau sameiginleg verk, textíl- verk þar sem Kalli málar á bómull, striga eða silki en Rósa Kristín tek- ur síðan við og setur undir efnið vatt eða stopp og bak, vattstingur síðan verkið eða saumar út í það. Eitt slíkt verk er á sýningunni á Kjarvals- stöðum en á henni eru fyrst og fremst máluð verk eftir Kalla, en hann kýs yfirleitt að mála á „óprepareraðan“ striga. Einnig verður verk þar sem teflt er saman máluðum myndum Kalla og saum- uðum myndum Rósu Kristínar. Sýningin stendur til 9. nóvember. Aðrir viðburðir á hátíðinni Föstudagur Myndlistarsýningar í Borg- arbókasafni – Aðalsafni, Kringlu- safni, Foldasafni og Gerðubergi. Myndlistar- og handverkssýn- ingar í Bankastræti 5. Sýningin er opin kl. 14–18 til 3. nóv. Laugardagur kl. 14 Fyrirlestur Karls Guðmunds- sonar og Rósu Kristínar Júlíus- dóttur á Kjarvalsstöðum. Mánudagur kl. 13–15 Opið hús í Ásgarði, Bjarkarási og hæfingastöðinni í Keflavík. Vinnu- stofur opnar daglega til 5. nóv- ember. Þriðjudagur kl. 20 Leiklist í Nýja sal Borgarleik- hússins. Perlan, Leikfélag Sólheima og leikhópar frá Ásgarði, Borg- arholtsskóla og Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Miðvikudagur kl. 20 Tónleikar í Salnum í Kópavogi. Meðal þeirra sem koma fram eru Plútó og Egill Ólafsson, Blikandi stjörnur, Rokkhundarnir, Hryn- sveitin, M&M dúettinn og KK og Bjöllukór Tónstofu Valgerðar. Listahátíð í eina viku Rósa K. Júlíusdóttir og Karl Guðmundsson vinna hér saman að listaverki. List án landamæra á Kjarvalsstöðum Reykjavík | Sjálfstæðismenn í íþrótta- og tómstundaráði Reykja- víkur telja rétt að styrkja Bretta- félag Reykjavíkur um 200 þúsund krónur til að bæta öryggismál þar sem félagið hefur aðstöðu. Segja þeir félagið hið eina sinnar tegundar á höfuðborgarsvæðinu og þjóni íþróttaiðkendum á línuskautum, hjólabrettum, BMX-hjólum og fleiru. Einnig er vilji til að skoða hvort unnt sé að styrkja félagið til að taka á leigu stærra og hentugra hús- næði sem því stendur til boða í sama húsi við Seljaveg. Brettafélag Reykjavíkur hefur einnig óskað eftir stuðningi til að ráða starfsmann á launum. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi ráðsins.    Betri brettaaðstöðu Umferðarljós | Á morgun, föstu- dag, klukkan 14.00 verður kveikt á nýjum umferðarljósum á gatnamót- um Langholtsvegar og Álfheima. Þangað til verða ljósin látin blikka á gulu ljósi. Ökumenn eru beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi á meðan. Hafnarfirði | Kynningarfundur á deiliskipulagi fyrir Hleina að Langeyrarmölum var haldinn í síð- ustu viku. Á fundinum var kynnt tillaga að breytingu á deiliskipu- lagi svæðisins vegna Eyrartjarnar. Að sögn fréttavefjar Hafnarfjarðar lögðu samtökin Eyrartjörn í Hafn- arfirði fram fyrir bæjaryfirvöld til- lögu að 48 íbúða byggingu fyrir fólk 60 ára og eldri. Húsin eiga að rísa á lóð sem samtökin hafa feng- ið vilyrði fyrir við Herjólfsgötu. Íbúðirnar eru hannaðar út frá þörfum eldri borgara og verður margskonar öryggisbúnaður í íbúðunum auk þess sem bílakjall- ari verður í húsunum. Mikilvægt er talið að hin nýja byggð falli að því byggðamynstri sem er í gamla vesturbænum. Í tillögunni er unnið með brött þök og reynt er að brjóta hvert hús upp í minni ein- ingar með stórum lóðréttum gler- flötum, útbyggingum og kvistum. Húsin verða að sögn hin vönd- uðustu, einangruð að utan og klædd álplötum, ýmis sléttum eða báruðum. Langeyrarmalirnar eru taldar góðar til búsetu og í könnun sem gerð var meðal eldri íbúa bæj- arins kom í ljós mikill áhugi fyrir búsetu á mölunum. Auk þess er þar talið um spennandi kost að ræða vegna nálægðar við sjó og miðbæ og gott útsýni til allra átta. Nýjar íbúðir fyrir eldri borgara Morgunblaðið/Jim Smart Fyrirhugað byggingasvæði við Herjólfsgötu er nálægt miðbænum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.