Morgunblaðið - 31.10.2003, Síða 12
FRÉTTIR
12 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
FRJÁLSLYNDI flokkurinn styður
ósk færeysku landstjórnarinnar um
að fá aðild að Norðurlandaráði og
norrænu ráðherranefndinni.
Í yfirlýsingu frá flokknum segir að
landstjórnin hafi borið fram óskina í
fullu umboði Lögþings Færeyja.
Eru fremsta vinaþjóð
Íslendinga
„Færeyingar eru fremsta vina-
þjóð Íslendinga meðal norrænna
þjóða. Okkur ber að styðja þá með
ráðum og dáð í baráttu þeirra fyrir
auknu sjálfstæði, sérstaklega þegar
einróma stuðningur Lögþings Fær-
eyja liggur fyrir, eins og er í þessu
tilfelli. Þingflokkur Frjálslynda
flokksins andmælir þeirri afstöðu
sem ríkisstjórn Íslands hefur tekið
til aðildar Færeyinga og telur að Ís-
lendingar hefðu átt að lýsa yfir full-
um stuðningi við umsókn frænda
okkar og vina um aðild að Norður-
landaráði. Okkur ber að styðja þá til
frelsis og fullveldis og aðild að Norð-
urlandaráði er mikilvægur áfangi í
sjálfstæðisbaráttu Færeyinga,“ seg-
ir m.a. í yfirlýsingunni.
Styðja
umsókn
Færeyinga
♦ ♦ ♦
STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands
er á móti upptöku skólagjalda við HÍ
en skorar á þingmenn að ræða einka-
leyfisgjald Happdrættis HÍ og telur
að breyting á fyrirkomulagi þess
gæti orðið fyrsta skrefið til þess að
bæta fjárhagsstöðu Háskólans.
Einkaleyfisgjaldið er 20% af hagn-
aði happdrættisins og nam 115 millj-
ónum árið 2002, að sögn Stúdenta-
ráðs, sem bendir á að allur annar
hagnaður happdrættisins fari í upp-
byggingu háskólasvæðisins og hún
gengi hraðar ef einkaleyfisgjaldið
yrði fellt niður. Stúdentaráð bendir á
að önnur peningahappdrætti þurfi
ekki að greiða einkaleyfisgjald og því
sé eðlilegast að því verði dreift á þau
öll happdrætti eða fellt niður.
„Undanfarið hefur verið töluverð
umræða í fjölmiðlum og innan há-
skólasamfélagsins um fjárhags-
vanda Háskóla Íslands og rætt hefur
verið um skólagjöld sem mögulega
lausn á þeim vanda.
Í yfirlýsingu sem Stúdentaráð
sendi frá sér á sunnudag kom fram
að ráðið er einhuga í afstöðu sinni
gegn upptöku skólagjalda við Há-
skóla Íslands og telur aðrar leiðir
færar til þess að bæta fjárhagsstöðu
Háskólans. Breyting á fyrirkomu-
lagi einkaleyfisgjaldsins er fyrsta
skrefið í þá átt,“ segir í frétt Stúd-
entaráðs.
Einkaleyfisgjald Happdrættis Háskóla Íslands
Stúdenta-
ráð vill
breytingu
Davíð Gunnarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, afhendir Hall-
dóri Blöndal, forseta Alþingis, bréf til allra þingmanna.
UNDIRBÚNINGUR fyrir stóra
flugslysaæfingu hófst í Vest-
mannaeyjum í gær en þetta er í
fyrsta skipti sem æft er eftir nýrri
flugslysaáætlun fyrir eyjarnar.
Um 200 manns munu taka þátt í
æfingunni en á morgun verður
sett á svið flugslys þar sem flugvél
með 50 farþega hlekkist á við flug-
völlinn.
Að sögn Heimis Más Pétursson-
ar, upplýsingafulltrúa Flugmála-
stjórnar, er þetta í raun æfing í
viðbrögðum við hópslysi. „Þetta
eru flugslysaæfingar sem við höf-
um haft á öllum helstu áætlunar-
flugvöllum landsins. Við æfum allt
neyðaráætlunarkerfið. Þarna er í
fyrsta skipti verið að styðjast við
nýja neyðaráætlun fyrir Vest-
mannaeyjar en það er verið að
uppfæra og endurnýja neyðar-
áætlanir fyrir alla áætlunarflug-
velli landsins sem eru undir Flug-
málastjórn.“
Samskipti við fjölmiðla æfð
Á æfingunni verða æfðar björg-
unaraðgerðir og gert ráð fyrir að
fólk sé ýmist mikið slasað, lítið
slasað, óslasað eða látið. Þá verður
passað upp á aðhlynningu við að-
standendur og reynt á samhæf-
ingu vegna slysaflutninga frá
Vestmannaeyjum, boðunarkerfið,
störf fólks á vettvangi og fleira.
Samskipti við fjölmiðla verða jafn-
framt æfð með það að markmiði að
þjóna fjölmiðlum og almenningi.
Heimir bendir á að það sé nauð-
synlegt fyrir starfsfólk að fara í
gegnum svona æfingar. „Þetta
þjálfar heimamenn og síðan allt
viðbragðsteymið í landinu.“
Stór flugslysaæfing í Eyjum
Flugslys á Fokker-
flugvél sett á svið
FÉLÖG flugmanna, flugfreyja og
flugumsjónarfólks eru með lausa
samninga og standa kjaraviðræður
yfir. Hannes G. Sigurðsson, aðstoð-
arframkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, segir óljóst hvort samn-
ingsaðilar muni stefna að gerð
samninga til skamms tíma eða lengri
tíma. Samningamenn séu að ræða
saman.
Kjarasamningar flugmanna, flug-
freyja og flugumsjónarfólks runnu
úr gildi 15. september sl. eða á sama
tíma og samningar flugvirkja en hjá
þeim er til afgreiðslu sáttatillaga.
Sturla Bragason, formaður samn-
inganefndar Flugfreyjufélags Ís-
lands, segir að lítið sé að frétta af
kjaraviðræðum félagsins við vinnu-
veitendur.
Tveir samningafundir hafi verið
haldnir í september en enginn fund-
ur hafi verið haldinn í október. Hann
segir óljóst hvort samningsaðilar
stefni að gerð langtíma- eða skamm-
tímasamnings. Hann segist þó eiga
frekar von á að gerður verði skamm-
tímasamningur.
Flugmenn og
flugfreyjur
með lausa
samninga
EINS og fram kom í frétt-um Morgunblaðsins í vik-unni er mikill og vaxandiáhugi erlendis á nútíma-
íslensku, og stöðugt fleiri útlend-
ingar sækja í að læra málið. Um 40
erlendir háskólar bjóða upp á nám í
nútímaíslensku og ef forníslenska er
talin með eru þetta uppundir 100
skólar víðs vegar um heiminn.
Á Hugvísindaþingi sem hefst í dag
verður kynnt verkefni sem kallast
Icelandic Online, en það eru Stofnun
Sigurðar Nordals, Hugvísindastofn-
un, íslenskuskor Háskóla Íslands,
háskólinn í Madison í Wisconsin í
Bandaríkjunum og fimm evrópskir
háskólar sem standa að því, en verk-
efninu er meðal annars ætlað að
koma til móts við þessa miklu sókn í
íslenskunám erlendis.
Úlfar Bragason, forstöðumaður
Stofnunar Sigurðar Nordals, segir
að unnið hafi verið að því í nokkur ár
að búa til kennsluefni á vefnum, og
að þegar séu á milli 10 og 20 manns
að vinna að verkefninu bæði erlendis
og hér heima, þar á meðal í Reyk-
holti. Ennfremur er unnið að því að
fá íslenskuskor Háskólans í Winni-
peg í Manitoba í Kanada til liðs við
verkefnið.
„Í byrjun á þetta að vera sjálfs-
námsefni, sem hver sem er getur
sótt inn á Netið. Það er fyrsti hluti
verkefnisins, og verður opnaður í
janúar. Í framhaldinu er hugmyndin
sú að hægt verði að koma á einhvers
konar fjarkennslu í tengslum við
námsefnið, og þá þannig að nem-
endur geti komist í samband við
kennara í Háskólanum hér,“ segir
Úlfar Bragason.
Þeir sem vilja læra íslensku eru
víða, og ljóst að ekki verður hægt að
koma upp formlegri íslenskukennslu
nema á fáum stöðum. Úlfar segir að
áhugi Stofunar Sigurðar Nordals á
verkefninu sé ekki síst mikill fyrir
það að með þessu móti sé hægt að ná
til mun fleiri nemenda.
„Í Bandaríkjunum, til dæmis, hef-
ur nútímaíslenska ekkert verið
kennd, eingöngu forníslenska. Þeir
sem hafa stundað nám í forníslensku
hafa sýnt því mikinn áhuga að koma
til Íslands á sumrin á námskeið í nú-
tímaíslensku. Þarna erum við að
reyna að sinna betur þessum dreifða
áhuga.“
Ungt fólk ferðast meira
„Þvert ofan í það sem margir hafa
verið að segja, að áhugi fólks beinist
fyrst og fremst að enskunni, þá virð-
ist svo vera innan landa Evrópusam-
bandins, að fólk hafi nú ennþá meiri
almennan áhuga á tungumálum.
Innan Evrópusambandsins eru
gerðar kröfur um að svo og svo
mörg mál séu notuð í samstarfinu,
og mikil vinna fer í þýðingar. Þá
hafa skiptiprógrömm fyrir stúdenta,
eins og Sókrates, leitt til þess að
stúdentar eru miklu meira á faralds-
fæti en áður; kynnast betur og fara
víðar. Erlendir stúdentar sem eru
hér í eitt misseri læra kannski ekki
mikið í íslensku, en fá kannski áhuga
á menningunni og landi og þjóð.
Smám saman getur orðið eitthvað úr
því sem verður til þess að þeir vilja
leggja sig betur eftir málinu. Þessi
hreyfanleiki ungmenna hefur haft
mjög góð áhrif, fólk er ekki bara tví-
tyngt – með móðurmálið og ensk-
una; tungumálaþekking er meiri, og
það var auðvitað ætlun Evrópusam-
bandsins þegar lagt var af stað.“
Úlfar segist ekki vilja draga fjöð-
ur yfir það að eftir að Stofnun Sig-
urðar Nordals hafi verið sett á fót,
hafi sá stöðugi áróður, sem stofnun-
in hefur borið uppi um íslensku-
kennslu erlendis, skilað sér. „Áður
var enginn sem sinnti þessu, en nú
er stöðugt verið að sinna verkefnum
af þessum toga og koma á fót sam-
böndum.“
Skilar meiru en hesturinn
Íslendingar hafa ekki sýnt því
mikinn áhuga til þessa að mati Úlf-
ars að kenna íslensku sem erlent
mál. Um þetta var rætt á þingi Ís-
lenskrar málstöðvar fyrir skömmu.
„Sjálfsmynd okkar er svo tengd
tungumálinu, og vegna þess lokum
við okkur talsvert af, og viljum helst
ekki að útlendingar læri málið vel.
Útlendingar verða varir við
ákveðnar hömlur, og Íslendingar
fara fljótt að beita ensku, um leið og
þeir heyra hreim; jafnvel þótt við-
komandi kunni litla sem enga ensku.
Þetta gerum við ósjálfrátt. Okkur
finnst íslenska svo lítið mál að það sé
næstum óeðlilegt að útlendingar
kunni það. Þó þekkjum við fjölda
manns sem tala íslensku reiprenn-
andi, jafnvel eftir að hafa lært málið
á fullorðins aldri. Mér er sagt að við-
brögð fólks séu svona, þegar sjálfs-
mynd þess sé nátengd tungumálinu.
Hér áður var rekinn mikill áróður
fyrir því að það að tala íslensku væri
það sama og að vera Íslendingur.
Það vantar líka skilning á því að það
að kenna útlendingum málið er
menningarkynning til frambúðar. Í
þessum hópi er til dæmis fólk sem
þýðir mest og best íslenskar bók-
menntir, kennir málið víða og er
stöðugir málsvarar okkar. Miðað við
kostnað held ég að þetta skili okkur
meiru en íslenski hesturinn, þótt
sumir sendikennararnir segi að
nemendur komi til þeirra og segi að
þeir þurfi að læra íslensku vegna
þess að hesturinn þeirra tali ís-
lensku!“
Íslenska á margmiðlunardiski
Auk verkefnisins Iceland Online
hefur Stofnun Sigurðar Nordals
einnig unnið lengi að evrópska verk-
efninu Carry on Icelandic, og því
lýkur innan skamms. Það var Há-
skólinn í Hull á Englandi sem
hleypti því af stað. Hugmyndin var
að búa til kennsluefni í evrópskum
tungumálum sem tiltölulega fáir
tala, til að auðvelda stúdentum sem
vilja fara sem skiptinemar til þeirra
landa, að læra tungumálin. „Þetta
eru geisladiskar sem nemendur geta
keypt áður en þeir fara til viðkom-
andi lands og fengið ákveðinn grunn
í tungumálinu, upplýsingar um land
og þjóð og áttað sig á því út í hvað
þeir eru að fara.“
Byrjað á of mörgu
Mjög illa gengur að afla fjár til
margmiðlunarverkefna af þessu
tagi, að sögn Úlfars. „Það eru fyrst
og fremst ráðuneytin sem styrkja
þetta, en svo eru til sjóðir eins og
Málræktarsjóður sem styrkti Carry
on Icelandic-verkefnið veglega. Há-
skólinn hefur líka staðið á bak við
þetta, en hefur ekki stóra sjóði til
kennslumála. Við höfum fengið evr-
ópskan Lingua-styrk til beggja
verkefnanna. Carry on Icelandic-
verkefnið hefur þó liðið fyrir það að
við erum að gera mikla hluti fyrir lít-
ið. Við ákváðum á sínum tíma að
vera með í því, þó ekki væri nema til
þess að við gætum lært hvernig
svona efni er búið til. Við vorum svo
heppin, að í vinnuhópnum var fólk
sem var mjög vel að sér í kennslu-
fræði tungumála, og ég hef skynjað
það, að kennslufræði verkefnisins er
eins og best getur verið í ljósi þeirra
kenninga sem uppi eru núna um það
hvernig fólk lærir tungumál. Í gegn-
um verkefnið höfum við líka komist í
samband við fólk sem við getum leit-
að til seinna við áframhaldandi þró-
un verkefnanna.
Í framhaldi af Icelandic Online-
verkefninu höfum við mikinn áhuga
á að vinna með Finnum að rann-
sóknum á því hvernig fólk nemur af
Netinu, en Finnar eru mjög öflugir í
þeim fræðum er lúta að því hvernig
finnska er lærð. Finnska er lík ís-
lenskunni að því leyti að hún er
beygingamál. Einu sinni var sagt að
það skipti engu máli hvernig tungu-
mál er upp byggt – fólk lærði öll mál
eins. En nú er annað að koma í ljós.
Birna Arnbjörnsdóttir ætlar einmitt
að fjalla um það á Hugvísindaþing-
inu.“
Úlfar segir mikinn akur ennþá
óunninn í kennslu íslensku sem er-
lends máls, en að nú bendi margt til
þess að stjórnmálamenn séu að
vakna til vitundar um mikilvægi
slíkra verkefna. „Menn hafa bara
verið að hleypa af stokkunum of
mörgum verkefnum, í stað þess að
velja betur úr og styðja færri verk-
efni betur. Svo er hætt að styðja
verkefni í miðju kafi, og kvartað
undan því að engu sé lokið. Það er þó
skiljanlegt, því það er lítið um fjár-
muni í þessari grein annað en það
sem kemur frá hinu opinbera.“
Nýtt námsefni í nútímaíslensku fyrir útlendinga lítur dagsins ljós
Kynning til
frambúðar
Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals.