Morgunblaðið - 31.10.2003, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 31.10.2003, Qupperneq 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 17 MAHATHIR Mohamad, forsætis- ráðherra Malasíu undanfarin 22 ár, lætur af embætti í dag en honum hefur á umdeildum valdaferli sínum tekist að gerbylta lífskjörum 25 milljón íbúa landsins. Þeir eru nú með efnuðustu þjóðum í austan- verðri Asíu, mikil áhersla er lögð á að landsmenn tileinki sér tækninýj- ungar og hlúð að útflutningsfyrir- tækjum. Jafnframt hefur tekist að koma í veg fyrir alvarleg átök milli trúflokka og þjóðarbrota en um tveir af hverjum þremur Malasíumönnum eru múslímar, hinir eru af kínversk- um eða indverskum stofni, ýmist búddatrúar eða kristnir. Malajar, frumbyggjar skagans, eru um helm- ingur íbúa landsins. Arftakinn kallaður „Góði náunginn“ Við embættinu tekur Abdullah Ahmad Badawi aðstoðarforsætisráð- herra, 63 ára gamall maður sem gengur undir gælunafninu „Góði náunginn“. Hann er sagður and- stæða Mahathirs í framkomu, hlé- drægur maður sem forðist árekstra. Hann hefur litla reynslu í efnahags- málum en heitir því að halda áfram á sömu braut og fyrirrennarinn. Margir Malasíumenn gráta sárt brotthvarf Mahathirs og segja að hann hafi gegnt landsföðurlegu hlut- verki sem ekki eigi sinn líka í sög- unni. Fjölmiðlar hafa ausið hann lofi og hann er sagður hafa endurskapað samfélagið, gefið Malasíumönnum sjálfstraust og sýnt þeim að þeir geti staðið sig jafn vel og vestrænar þjóð- ir. „Hann er sannur ættjarðarsinni sem braut niður andlegar hömlur í okkur,“ segir Abdul Razak Baginda, yfirmaður rannsóknastofnunar í stjórnmálum í Malasíu. Aðdragandinn að umskiptunum er orðinn langur. Mahathir ákvað að hverfa sjálfviljugur af vettvangi og tilkynnti þá ákvörðun sína á þingi stjórnarflokksins sumarið 2002. Hann grét sárt í ræðustólnum og um hríð virtist sem hann ætlaði að hætta við að hætta enda ákaft hvattur til þess af dyggum flokksmönnum að endurskoða ákvörðunina. Brokkgengur í flokknum Mahathir, sem nú er 77 ára gam- all, er læknir að mennt og hóf hann þátttöku í stjórnmálum 1964 er hann gekk til liðs við Þjóðarhreyfingu sameinaðra Malasíumanna, UMNO. Hann var rekinn úr flokknum 1969 fyrir að gagnrýna þáverandi for- sætisráðherra, Tunku Abdul Rahm- an. En hann fékk aftur inngöngu 1972 og klifraði smám saman upp metorðastigann þar til hann hreppti embætti forsætisráðherra 1981. Mahathir hafði áður gefið til kynna hvert hann vildi leiða þjóðina í riti sem hann gaf út 1970. Þar gagnrýndi hann þjóðbræður sína, malaja, fyrir að vera staðnaðir og árið 1982 kynnti hann þá stefnu sína að Japan ætti að verða fyrirmynd Malasíu. Fjölbreytt flóra andstæðinga Á ýmsu gekk næstu árin og að- ferðir Mahathirs þóttu ekki í fínni kantinum, t.d. rak hann 1988 úr emb- ætti æðsta dómara landsins sem ekki var nógu þægur. Mannréttindasinn- ar segja að hann hafi grafið undan tilraunum til að gera landið að nú- tímalegu lýðræðis- og réttarríki og í þeim skilningi verið dragbítur á framfarir. Sjálfur segir Mahathir að vestræn mannréttindi eigi ekki við í Malasíu og vísar með þjósti á bug að- finnslum erlendra ráðamanna. Flokkar bókstafstrúaðra harðlínu- múslíma í Malasíu eru eindregnir andstæðingar Mahathirs og nýlega varaði hann annað af sambandsríkj- unum tveimur sem þeir stjórna, Ter- engganu, við því að taka upp lög ísl- ams, sharia. Ef framfylgt yrði lögum um að grýta fólk til bana fyrir framhjáhald og aflima menn fyrir þjófnað yrði gripið til lagalegra að- gerða gegn Terengganu. Mahathir segir hnattvæðingu hafa marga ókosti og bendir á að fátæk ríki séu berskjölduð fyrir slæmum áhrifum frjálsra fjármagnsflutninga eins og oft hafi komið í ljós og þau verði að fá að beita sínum eigin að- ferðum til að byggja upp öflugt efna- hagslíf. Stundum geti þau þurft að nota verndartolla og aðrar aðgerðir sem stangist á við hefðbundnar kokkabækur hins frjálsa markaðs- kerfis. Pólitískir andstæðingar saka hann um að misbeita gróflega valdi sínu. Einn af öflugustu ráðherrum hans, Anwar Ibrahim, sem Mahathir hafði útnefnt arftaka sinn, gerðist svo djarfur fyrir nokkrum árum að gagnrýna stefnu leiðtogans. Ibrahim var handtekinn 1998, barinn illa í varðhaldinu og loks dæmdur í 15 ára famgelsi fyrir spillingu og samkyn- hneigð, sakir sem flestir fréttaskýr- endur telja að hafi verið uppspuni frá rótum. Helstu heimildir: The Washington Post, The Economist, AP, AFP. Umdeildur leiðtogi sleppir stýrinu í Malasíu Mahathir lagði grunn að endursköpun samfélagsins en er sakaður um ofríki Reuters Mahathir Mohamad, forsætisráð- herra Malasíu undanfarin 22 ár. %&   ' ( & )& * ! +,+-.+         /  0     MAHATHIR Mohamad uppfyllti væntingar manna um hefðbundin upphlaup og notaði síðustu dagana á veldisstólnum til að vekja heims- athygli. Á leiðtogafundi íslamskra ríkja fyrir nokkru sagði hann að gyðingar réðu í reynd yfir heim- inum en notuðu til þess leppa. „Þeir láta aðra berjast og deyja fyrir sig,“ sagði ráðherrann um gyðinga. Mahathir hefur áður tjáð sig með eftirminnilegum hætti, bandaríska fjármálajöfurinn George Soros hef- ur hann kallað „hálfvita“, sagt að hnattvæðingin fletji allt út, fjöl- breytni sé krydd lífsins. Það hverfi ef allir borði McDonalds-hamborg- ara, aki Ford-bílum og kaupi inn í Carrefour-stórmörkuðum. Mahath- ir segir að stríð Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum sé í reynd stríð til að ná heimsyfirráðum. Einnig hefur hann tjáð sig um dráp á óbreyttum borgurum. „Ef litið er svo á að dauði sak- lauss fólks í árásinni á Afganistan og þeirra sem hafa dáið úr skorti á mat og lyfjum í Írak sé óhjá- kvæmilegur jaðarskaði má þá einn- ig segja að dauði þeirra 3.000 manna sem týndu lífi í New York og 200 á Bali sé aðeins jaðarskaði sem ekki sé hægt að komast hjá vilji menn tryggja að aðgerðir heppn- ist?“ Dæmigert er að ummælin eru nægilega óljós til þess að Mahathir getur túlkað þau á ýmsa vegu eftir hentugleikum. Um menn af „evrópska kyninu“ segir hann að þeir séu „mjög snjall- ir, hugrakkir og gæddir óseðjandi forvitni. Því miður eru þeir líka mjög gráðugir og hneigjast til þess að leggja undir sig lönd með valdi og svipta íbúana réttindum sínum“. Alræmdur orðhákur Skrefi framar Sokkar, sokkabuxur, undirföt www.sokkar.is Kynnum vetrartískuna frá OROBLU í dag kl. 14-18 í Lyf og heilsu Austurveri, á morgun kl. 13-17 í Lyf og heilsu Kringlu. 20% afsláttur af öllum Oroblu vörum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.