Morgunblaðið - 31.10.2003, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 31.10.2003, Qupperneq 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund skapti@mbl.is Opið hús hjá Súlum | Súlur, björg- unarsveitin á Akureyri, fagnar fjögurra ára afmæli sínu um þessar mundir og af því tilefni verður opið hús í höfuðstöðvum sveitarinnar á Hjalteyrargötu 12 á morg- un, laugadaginn 1. nóvember, frá kl. 10– 17. Bæjarbúar og nærsveitamenn eru hvattir til þess að koma og kynna sér starfsemi sveitarinnar. Fjölbreytt dagskrá verður í boði á kynningardegi sveitarinnar. Sýnt verður myndband um starfsemina, skipulag leitar útskýrt, prentuðu efni með upplýsingum um sveitina verður dreift til gesta og flug- eldasala sveitarinnar verður kynnt en starfsemin er að mestu byggð upp á flug- eldasölunni. Þá mun björgunarsveitarfólk sýna hluta þjálfunar og starfa sinna í verki, tækjabúnaður sveitarinnar verður kynntur, boðið verður upp á óvæntar uppákomur og kl. 18 stendur sveitin fyrir flugeldasýningu. Þá verða veitingar í boði allan daginn. Súlur, björgunarsveitin á Akureyri, varð til við sameiningu Hjálparsveitar skáta, Akureyri (HSSA), Flugbjörgunarsveit- arinnar, Akureyri (FBSA) og Sjóbjörg- unarsveitar SVFÍ, Súlur (SVF), í eina björgunar- og hjálparsveit. Markmið með sameiningu sveitanna var að stofna eina öfluga björgunar- og hjálparsveit á Ak- ureyri sem er betur í stakk búin en eldri sveitirnar til að takast á við þau verkefni, sem til kunna að falla. Markmið sveit- arinnar er að vinna að alhliða björgunar- og hjálparstörfum, standa að þjálfun fé- lagsmanna til þeirra starfa, að stuðla að auknum slysavörnum og afla þess búnaðar sem nauðsynlegur er til starfsins. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Fagna frumvarpi | Lýðræðis- og jafnrétt- isnefnd Hafnarfjarðar ályktaði á fundi sínum á miðvikudaginn um vændisfrumvarpið sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Meirihluti nefndarinnar lagði fram ályktun þar sem frumvarpinu er fagnað. „Meirihluti Lýðræðis- og jafnréttis- nefndar Hafnarfjarðar fagnar því að fram sé komið frumvarp til breytinga á 206. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19, 1940 sem lagt hefur verið fram á Alþingi (vændisfrum- varpið). Meirihlutinn telur að frumvarpið muni leiða til þarfrar umræðu í þjóðfélaginu um kynlífsiðnaðinn og afleiðingar hans.“ Fræðslufundurverður á morgun,laugardag, á veg- um Félags hjartasjúk- linga á Eyjafjarðarsvæð- inu. Fundurinn verður haldinn á Fiðlaranum, 4. hæð, á Skipagötu 14 og hefst kl. 15. Bjarni Torfason yfirskurðlæknir á hjarta- og lungna- skurðdeild LSH, verður með erindi um allt það nýjasta sem er að gerast í hjartaskurðlækningum. Hér er um að ræða mjög fróðlegt erindi sem snertir alla hjartasjúk- linga, eins og segir í til- kynningu. Allir eru vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Veitingar á vægu verði. Þá minnir stjórnin á hefðbundna laugardags- göngu, sem hefst kl. 10.30 eins og verið hefur. Mæting er á flugvelli þar sem Flugfélag Íslands hefur aðsetur (syðsta húsið). Fræðslufundur Búðardal | Fundur var haldinn hinn 22. þessa mánaðar í Búðardal og var fundarefni stofnun sögufélags. Þrátt fyrir að Dalasýsla sé eitt söguríkasta hérað landsins hef- ur slíkur félagsskapur ekki verið starfræktur hér fyrr og er það skemmtileg tilviljun að í ár eru 1000 ár liðin frá vígi Kjartans í Laxdælu, þekktustu sögu héraðsins. Ákveðið var að félagið hlyti nafnið „Sögufélag Dala- manna“ og eru stofnfélagar 24 talsins. Frumkvöðull þessa félagsskapar er Alma Guðmundsdóttir atvinnu- og ferðamálafulltrúi Dalabyggðar. Fundarstjóri var Friðjón Þórðarson fv. þingmaður sem jafnframt sagði frá því á fundinum að Dalamönnum hlotnast fljótlega sá heiður, að fá í Dali landafundasýningu Þjóðmenning- arhússins. Stjórn þessa nýja félags skipa Þrúður Kristjánsdóttir formaður, Sigurður Þórólfsson ritari og Kristmundur Jóhannesson meðstjórnandi. Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdóttir Sögufélag Dalamanna stofnað Hjálmar Frey-steinsson, læknir á Ak- ureyri, leggur út af gagnrýni Karls Sig- urbjörnssonar biskups á draugasetur á Stokks- eyri. Um kukl og galdra varla vil vera neitt að spauga, en víst þarf kalda Karla til að kveða niður drauga. Ábyrgð læknis Hjálmar er heim-ilislæknir BjörnsIngólfssonar á Grenivík. „Mér fannst alltaf að hann bæri ábyrgð á því að ég dræpist ekki, en sá svo að það var alltof mikil krafa; ég yrði að draga úr því,“ segir Björn og yrkir: Um menntaveginn leið hans lá læknisstarfið vald’ann og ber þess vegna ábyrgð á að ég drepist sjaldan. Draugagangur Skagaströnd | Frystitogarinn Arnar HU kom til heimahafnar á Skagaströnd á miðvikudag eftir nokkrar breytingar á skipinu í Póllandi. Að sögn Jó- els Kristjánssonar, fram- kvæmdastjóra Skagstrendings, gekk allt eins og lagt var upp með, nema hvað breytingarnar tóku viku skemmri tíma en samið var um. Skipið fór utan 9. september og alls fóru í 40 dagar í breyt- ingarnar og siglingar á milli landa. Helztu breytingarnar fólust í því að slá út skut skips- ins og setja í það andveltitank fyrir framan brúna til að upp- fylla ýtrustu kröfur Sigl- ingastofnunar um sjóhæfni. Við breytingarnar jókst tankarými fyrir olíu um fimmtung þannig að ekki er lengur þörf á því að sigla í land til olíutöku þegar líður tekur á veiðiferð eins og áður þurfti. Í slippnum í Pól- landi var skipið jafnframt sand- blásið og almálað. Arnar hreppti leiðindaveður í um sól- arhring á leiðinni heim og er það samdóma álit skipstjórn- armanna að vel hafi tekist til með breytingarnar, sjóhæfni skipsins hafi aukist verulega og að það muni örugglega verða betri vinnustaður en áður með minni veltingi. Kristinn Halldórsson hjá Skipasýn H/F í Reykjavík sá um hönn- un og teikningar á endurbót- unum Arnars. „Við erum mjög ánægðir með verkið hjá Pólverjunum, en tilboðsupphæð þeirra var aðeins 32% af upphæð lægsta íslenzka tilboðsins sem við fengum,“ segir Jóel, en hann vill ekki gefa upp heild- arkostnað við breytingarnar. Arnar heldur til veiða við fyrsta tækifæri. Arnar HU 1 eftir breytingarnar í Póllandi. Skrokkurinn er áfram grænn. Arnari HU breytt í Póllandi Kostnaðurinn þar 32% af lægsta íslenska tilboðinu Nýmálaður FJÓRAR nýjar stöðvar fyrir eldi fersk- vatnsfiska hafa fengið starfsleyfi og sótt um rekstrarleyfi eftir breytingar sem gerðar voru á lögum um lax- og silungs- veiði í maí 2001. Þá fékk Samherji nýtt starfsleyfi Umhverfisstofnunar vegna 6.000 tonna stöðvar í Reyðarfirði sem gild- ir frá því í mars í vor. Þetta kom fram í svari landbúnaðarráð- herra á alþingi við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur um fiskeldis- og hafbeitar- stöðvar. Þá kom og fram í svari ráðherra að 28 fiskeldis- og hafbeitarstöðvar, sem starfað hafa á grundvelli starfsleyfis, hafi endur- nýjað rekstrarleyfi sín síðan slíkt var skylt samkvæmt bráðabirgðaákvæðum laganna frá 2001 en auk þeirra hafi Sæsilfur í Mjóa- firði og Salar Islandica í Berufirði sem starfræktar voru fyrir breytingu laganna endurnýjað leyfi sín. Fjórar eld- isstöðvar fengið leyfi frá 2001 BÚIST er við hátt í eitt hundrað kepp- endum á Þrekmeistaramót Íslands sem haldið verður á morgun, laugardaginn 1. nóvember í Íþróttahöllinni á Akureyri. Keppt er í fimm manna liðum karla og kvenna og einnig einstaklingsflokkum eldri og yngri en 39 ára. Keppnin á vaxandi vinsældum að fagna meðal þeirra sem stunda líkamsræktarstöðvar landsins enda eru keppnisgreinarnar kunnuglegar æf- ingar sem margir stunda í líkamsræktar- stöðvunum. Keppnin reynir sannarlega á bæði þol og styrk þar sem æfingarnar sem keppt er í eru fjölbreyttar og alls tíu tals- ins. Keppni hefst á laugardag kl. 13.00. Keppendur fara tveir og tveir samhliða í gegnum æfingarnar í kapp við klukkuna og því getur verið spennandi að fylgjast með keppninni. Keppt er í einstaklingsflokki og fimm manna liðum og koma keppendur m.a. frá Reykjavík, Akureyri, Vestmanna- eyjum, Selfossi, Ísafirði og Keflavík. Pálm- ar Hreinsson og Valdís Hallgrímsdóttir eiga Íslandsmetið í Þrekmeistaranum og munu bæði mæta til leiks. Hátt í hundrað taka þátt í Þrek- meistaramótinu ♦ ♦ ♦   
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.