Morgunblaðið - 31.10.2003, Page 25

Morgunblaðið - 31.10.2003, Page 25
EKKI eru öll hasarblöð blóði drifin og stútfull af ofbeldi, þó svo að hin illu öfl komi þar við sögu. Hin kristilegu hasarblöð um Power Mark og félaga hans eru æsispennandi og full af átökum, en þau færa lesendum sínum já- kvæðan boðskap kristinnar trúar. Lindin, kristileg fjölmiðlun og útvarp, gefur blöðin út en þau eru tólf að tölu í þessari fyrstu seríu sem komið hefur út á íslensku. Blöðin um Power Mark eru bandarísk en Lindin lét þýða þau á íslensku svo íslensk börn fengju að njóta þeirra. Krakkar í herför fyrir kristna trú Með kross á brjósti leggur Power Mark upp í sendiför á tækni- væddu flugvélinni Kameljón P-1, þar sem honum er ætlað að búa til sýndar- veruleikafrásagnir úr texta Biblíunnar til að koma boðskap kristinnar trúar til ungu kyn- slóðarinnar um víða veröld. Hann fær til liðs við sig ellefu börn frá mismunandi löndum en þau búa yfir hæfileikum sem koma sér vel að ógleymdri bjargfastri trú sem þau bera í brjósti. En hin illu öfl gera allt til að koma í veg fyrir sendiförina og verður hópurinn því fyrir margvíslegum árásum frá illþýði seiðkarls nokkurs. Sagan er full af tæknilegum undrum, Power Mark klæðist til dæmis gjarnan mögn- uðum framknúnum þrýsti- bomsum sem gera honum m.a. fært að fljúga ef á þarf að halda. Siri Didriksen, starfsmaður Lindarinnar, segir blöðin hafa fengið mjög góð viðbrögð. „Við gáfum þau fyrst út í áskrift, þar sem eitt blað kom út á mánuði yf- ir árið, og krakkarnir voru svo spennt og óþreyjufull á milli blaða að þau sendu okkur gjarnan tölvupóst til að spyrja hvenær næsta blað kæmi. Nú er aftur á móti hægt að kaupa alla seríuna í einu,“ segir Siri. Önnur sería á leiðinni Kærleikurinn er allsráðandi á Lindinni sem sést best á því að forsvarsmenn hennar þau Sheila og Mike Fitzgerald hafa gefið blöðin um Power Mark til Barnaspítala Hringsins, þannig að öll börn sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahúsið fá tólf blaða seríuna um Power Mark gefins. Einnig hafa blöðin verið gefin til barnadeildar Fjórðungssjúkrahúss Akureyr- ar. Íslenskir krakkar sem þekkja Power Mark og krakkana sem vinna með honum, geta lát- ið sig hlakka til því nú er nýlega hafin útgáfa á nýrri blaðaseríu í Bandaríkjunum og þegar sú sería er öll komin út, ætlar Lindin að láta þýða hana yfir á íslensku. Eins hefur verið rætt um að gera kvikmynd um Pow- er Mark. Kristilegt hasarblað  TÍMARIT Power Mark þýtur um loftin blá á framknúnum þrýstiboms- um. TENGLAR ........................ www.lindin.is Hinn illskeytti Fang Shaw er þjónn seiðkarls- ins miskunn- arlausa. Krakkahóp- urinn marg- liti sem að- stoðar Power Mark í sendiför- inni. Mark fær til liðs við sig hæfileikarík börn sem búa yfir bjarg- fastri trú DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 25 #7 BLÁA LÓNI‹ ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com HVERS VEGNA ÍSLAND? 40 ÁSTÆ‹UR 12 JÖKULSÁRLÓN DAGSKRÁ SÆNSKRAR MENNINGARVIKU SÆNSKMENNINGARVIKA2003 Í REYKJAVÍK 1.-8. NÓVEMBER

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.