Morgunblaðið - 31.10.2003, Page 30

Morgunblaðið - 31.10.2003, Page 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var elskuleg fjölskyldu- stemmning yfir söngskemmtun átta kóra Langholtskirkju sl. laugardag til styrktar gluggasjóði kirkjunnar, þar sem áheyrendur voru allt frá leikskólaaldri til eftirlaunafólks. Hefur kórum kirkjunnar fjölgað svo á seinni árum að fer að nálgast hálf- gerða kórakademíu. Kórarnir voru kynntir í aldursflokkaröð og byrjað á „Krúttakórnum“, yngsta sönghópi kirkjunnar (4–7 ára), er flutti þrjú lög við píanóundirleik, þar af tvö úr Dýrunum í Hálsaskógi. Næsta ald- ursþrep birtist með Kór Kórskóla Langholtskirkju er söng lag eftir B. Howard, en hið þarnæsta með Grad- uale Futuri (millistigi milli KKL og Gradualekórsins) er söng brazílskt lag. Flutti þá GF hið víðkunna Amazing Grace og þjóðlagið Kvölda tekur, sezt er sól. Allt fór þetta hið bezta fram. Jón Stefánsson stjórnaði öllum eldri kórunum frá og með Graduale- kór Langholtskirkju, er stofnaður var 1991 og er skipaður kórfélögum á 12–18 ára aldri. GL söng við píanó Láru Bryndísar Eggertsdóttur snotra Bítlalagasyrpu (Ticket To Ride, Nowhere Man og When I’m sixty-four) eftir ónafngreindan út- setjara og fórst mjög vel úr hendi, þó að miðlagið væri kannski fullhægt. Síðan sungu stúlkurnar 25 á 18–24 ára aldri í Graduale Nobili hið íðil- tæra Salve regina eftir Javier Busto í hrífandi stílblöndu af nútímaklös- um og síðmiðalda-fauxbourdon. Þar á eftir Barnagælu eftir Hjálmar H. Ragnarsson, skemmtilega rytmískt verk með seiðandi parlandó texta- bunusöng og m.a.s. ávæningi af djössuðum „scat“-stíl; hvort tveggja bráðfallega. Fjórtán manna Kammerkór Langholtskirkju söng eftir hlé Hjá lygnri móðu (Jón Ásgeirsson) af lát- lausu streymi og hið fagnandi Sing and rejoice (Knut Nystedt) með til- komumiklum styrkandstæðum. „Karlakór Íslands og nágrennis“, öðru nafni „Stjúpbræður“ – þ.e. karlahluti Kórs Langholtskirkju – söng að því loknu Bellmanslagið Logn og blíða, sumarsól og Enn syngur vornóttin eins og bezt verður gert – létt og óþvingað, en samt með hljómmiklum stuðningi á veikum köflum, og síðan annað þýzkt lag af léttara tagi, Rose-Marie. Loks söng hinn blandaði Kór Langholtskirkju við orgelmeðleik Hallelúja-kórinn úr Messíasi Händels, sem verður á dag- skrá í kirkjunni eftir mánuð, af glæstri tign, þótt enn skorti svolítið upp á snerpu og nákvæmni við þetta snemmbúna tækifæri. Í minningu Victors Urbancic Annað „Haustkvöld í Óperunni“ af þremur fór fram sl. laugardagskvöld við fjölmenna aðsókn. Tónleikarnir voru haldnir í minningu dr. Victors Urbancic (1903–58), er varð íslenzku tónlistarlífi ómetanleg lyftistöng síð- ustu tuttugu æviárin hér á landi, bæði sem kennari og hljómlistar- stjóri. Varla varð þýðing hans veiga- minni á sviði klassískrar óperu og óperettu í landi sem komst fyrst í lif- andi tæri við þær greinar með sýn- ingum hins nýstofnaða Þjóðleikhúss í byrjun 6. áratugar. Voru verkefni kvöldsins valin með hliðsjón af upp- færslum hans frá þeim tíma, þ.á m. frumraun leikhússins, Rigoletto (1951). Flytjendur voru fimm fast- ráðnir söngvarar Íslensku óperunn- ar ásamt nýráðnum tónlistarstjóra Íslensku óperunnar, Kurt Kopecky, er sat við flygilinn í hvarfi niðri í hljómsveitargryfju. Sjónrænt séð e.t.v. „sviðsvæn“ ráðstöfun – en á hinn bóginn dró staðsetningin óneit- anlega dempandi fjöður yfir slag- hörpuna er hlaut að bregða veruleg- um skugga á birtu hljóðfærisins. Fyrri hlutinn hófst og endaði á númeri úr Leðurblöku Johanns Strauss. Sesselja Kristjánsdóttir var bæði raddfögur og kankvís í aríu Orlofskys, Ich lade gern mir Gäste ein, og kvintett allra söngvara í lok fyrri hálfleiks, Brüderlein, heppnað- ist að styrksamvægi bezt af tveim kvintettum kvöldsins þótt fremur hæggeng væri. 2.–4. atriðin voru úr Töfraflautu Mozarts. Ólafur Kjartan Sigurðarson tók aríu Papagenos með kannski fullmyndugri raddbeit- ingu á kostnað hins óbrjálaða nátt- úrubarns (rullan var þar að auki frumsamin fyrir ófagmenntaðan söngvara), en blés hins vegar fimm- tóna panflautuskalana (á ekta pan- flautu) líkt og Zamfir væri kominn á kreik. Davíð Ólafsson gerði einum of mikið úr „profondo“ þumbalda sín- um í Sarastro-aríunnni O Isis und Osiris á kostnað heiðríkju boðskap- arins, og virtist almennt mega hleypa hvassari og hættulegri birtu- kanti í bassatóninn í hinu hlutverk- inu sem hann átti eftir, og engu kóm- ískara, þ.e. sem leigumorðinginn Sparafucile í Rigoletto-dúettunum tveimur á móti Ólafi. Hinn glettni „stama“-dúett Papagenos og Papa- genu, „Pa, pa, pa“, var aftur á móti jafn dellugælinn og óska mætti í gáskafullum meðförum Huldu Bjarkar Garðarsdóttur og Ólafs. Að smekk undirritaðs var drama- tísk tenórrödd Jóhanns Friðgeirs Valdimarssonar í það sterahlaðnasta í Lunge da lei, ljóðrænni elskhuga- aríu Alfredos úr La Traviata Verdis, auk þess sem veiku kaflar hans urðu oft fullveikir. T.a.m. í tveim dúettum úr sömu óperu á móti Huldu, þ.e. hinum heljarlanga Pura siccome un angelo (er í fjarveru hljómsveitar kom allra atriða verst út úr píanó- smækkun) og Parigi, o cara, er auk- inheldur sligaðist af silalegu tempó- vali. Hulda stóð sig þó prýðilega þar, sem og í Rigoletto-dúettinum eftir hlé á móti hertoga Jóhanns, Signor né principe, við magnaðan mótsöng Jóhanns Friðgeirs. Ómælt barkaafl tenórsins naut sín án efa bezt í ör- vinglunararíu Canios, Vesti la giubba úr I Pagliacci Leoncavallos, þó að siðblinda hertogans kæmi óvænt skemmtilega fram í hlutfalls- lega léttfleygari úttekt hans á Questa o quella eftir hlé. Hulda Björk átti mesta sólótæki- færi sitt í Caro nome, hinni frægu aríu Gildu úr Rigoletto, og fór vel með flest, þó að sumar toppnótur ættu þar sem víðar til að lafa ofurlít- ið í tónstöðu, fyrir utan hvað radd- beitingin mætti stundum vera þétt- ari í sér og fókusaðri. Túlkunar- vinninginn hlaut þó óefað Ólafur Kjartan, er fór á kostum í átakan- legri aríu Rigolettos, Cortigiani, þar sem hann lýsti nístandi harmi hirð- fíflsins í dúettinum á móti Gildu, V’no ingannato, af eftirminnilegri innlifun. Gulls ígildi Schola cantorum hélt vel sótta tónleika í Hallgrímskirkju á sunnu- dag til styrktar ferð sinni næsta dag suður um höfin í alþjóðlega kóra- keppni á Spáni. Keppir kórinn þar í flokki sextán manna kammerkóra eða smærri, og var því aðeins fjór- skipað í hverja rödd. Verkefnavalið mótaðist einnig af þörfum tilefnisins, og voru fyrstu fjögur atriðin, er mynduðu 80% af íslenzkum hluta dagskrár, öll samin við ljóð um aðal- dýrling kaþólskra: Maríukvæði og Haustvísur til Maríu eftir Atla Heimi Sveinsson, María, Drottins liljan e. Báru Grímsdóttur og Ave Maria e. Hjálmar H. Ragnarsson. Fyrstu tvö voru sungin af óviðjafn- anlegri himneskri kyrrð, helgivals Báru með mjúkri reisn, og fersku hljómaskiptin hjá Hjálmari leiddu hugann að Jóni Leifs í silkihönzkum. Tóku þá við fjögur sígild skyldu- verk fyrir keppnina. Átta radda mót- etta Purcells, Hear my prayer, var stutt en þétt ofin, og sex radda end- urreisnarmótettan Jerusalem surge eftir Gesualdo (1560–1613) tignandi innileg, enda að mestu sneydd krómatískum tilraunatónflutningum veraldlegu madrígala hans er þóttu enn nýstárlegir í byrjun 20. aldar og vöktu athygli Stravinskíjs. Krómatík Bruckners var sömuleiðis af kyrrlát- ari sortinni í hinni íhugult róman- tísku mótettu Christus factus est, og Salve Regina Poulencs næst á eftir stóð nærri opinskáum einfaldleika alþýðulagsins. Agnus Dei Hjálmars er e.t.v. frumlegast fyrir vægast sagt óhefðbundna ókyrrð í téðum niður- lagsþætti messunnar, þar sem lang- flestir hníga til viðar með stillingu, enda fjórtekin „riff“-köll verksins háskalega nærri því að verka þvæld. Brahms-mótettan Warum ist dast Licht gegeben var síðan látin niður falla og hjólað beint í spaugarann Passereau (d. 1547) sem lætur deilu eiginkvenna söngtextans um ágæti ektamaka sinna minna á hænsna- gagg í Il est bel et bon; að vísu óvenju hæverskulegt karp í fremur settlegu tempói SC. Samt var það ekki nógu hægt fyrir gímaldsheyrð kirkjunnar, og pólýfónísk radd- færslulist Wilbyes í fimmradda (SSATB) madrígalnum Weep, weep mine eyes kom sem vænta mátti of lítið fram, enda hugsuð fyrir smærri vistarverur. Minnti perla endur- reisnarmeistarans á hversu undar- lega fágætur enski madrígalinn er annars orðinn á kórpöllum okkar söngelska lands. Kannski sumpart vegna þess hvað ótrúlega fáir virðast hafa uppgötvað töfra greinarinnar í einskipuðum raddsöng af eigin raun – jafnvel þótt sérsniðin sé fyrir þarf- ir heimilanna og standi sem slík meðal beztu söngverka allra tíma. Kyrrlát mótettan Waldesnacht eftir náttúruunnandann Brahms var fremur hómófónísk að gerð og hent- aði vel Hallgrímskirkju í unaðsfag- urri mótun SC. Sama gilti um Fjórar þjóðlagaútsetningar Hafliða Hall- grímssonar (edenssælan Nú vil ég enn í nafni þínu, Hættu að gráta hringaná, Disneydraumurinn Sof þú blíðust barnkind mín og hin eld- hressa Veröld fláa) er undirritaður freistaðist helzt til að kalla „frábær- ar“. Vitanlega fyrst og fremst eftir hreint makalausa túlkun Scholae cantorum, sem skildi hlustandann eftir svo orðlausan að grípa þurfti til klissjunnar í nauðvörn. Vonandi fer eins um dómarana suður á Spáni. Þessi söngur var a.m.k. gulls ígildi. Úlfur laus í listasafni Kammersveit Reykjavíkur fagnar þrítugu á þessum vetri, og er af því tilefni óvenjumargt forvitnilegt á vertíðarskrá hennar af bæði gömlu og nýju. Tónleikarnir í Listasafni Ís- lands á sunndagskvöld buðu upp á verk eftir sígildu meistarana Brahms og Dvorák, er mátu hvor annan mikils, enda nutu báðir ekki ósvipaðs þjóðlegs jarðsambands í tónsköpun þrátt fyrir ólíka skap- gerð. Hafizt var handa með hinum sjaldheyrða fyrri sextett Brahms fyrir tvær fiðlur, tvær víólur og tvö selló í B-dúr Op. 18 frá 1858–61, fyrsta kammerverki hans fyrir strengi sem var gefið út. Það er all- stórt í sniðum, nærri fjörutíu mín- útur að lengd, og rithátturinn að auki í þykkildislegra lagi, að maður segi ekki knúsaður, þó að radda- fjöldinn bjóði að vísu upp á það. Ekki bætti glymjandi hljómburður salar- ins upp á sakirnar, sem hafði til- hneigingu til að herða til óbóta myrruhljóðið úr strengjum Kamm- ersveitarinnar. Hefði hún því að lík- indum mátt fara gætilegar í forte- kaflana. Né heldur bætti úr skák hálfgerður „úlfur“ salarendans, er magnaði upp sellóin á kostnað efri strengja, að ekki sé talað um skruðn- ingshljóðin úr hljómaakkorðum þeirra neðstu, svo minnti í versta falli á þegar stólum er bylt eftir flísa- lögðu gólfi. Að sama skapi gerði sal- urinn hverfandi lítið fyrir hljómgæði efri strengja, og pizzicató þeirra heyrðust varla. Spurning er hvort teppi yfir endaveggnum hefði getað lagað verstu heyrðarannmarkana, eða hvort sveitinni hefði kannski betur verið stillt upp fyrir miðjum langvegg. Bezt af öllu hefði líklega verið að flytja bæði þetta og seinna verkið í einhverri af vannýttum kirkjum höfuðborgarsvæðisins. Allt um það léku sexmenningarnir margt fallega – einkum neðan við mezzo- forte – og víbratólaus meðferðin á „lírukassatilbrigðinu“ í Andante- þættinum (II) var innblásið snilld- arstrik. Hljómburðarvandinn hrelldi og fjórþætta blásaraserenöðu Dvoráks frá 1878 eftir hlé, en ekki í sama mæli. Helzt urðu hornin stundum of sterk í undirleikshlutverki, þótt sízt vildi maður úr þeim draga þegar þau fóru með stefræn aðalatriði, enda áttu þau þar marga sópandi spretti, auðvitað einkum þegar hressandi karlmennska hernaðar og dýraveiða sveif fyrir hugskotssjónum tón- skáldsins. Í hnotskurn má annars segja að býsna mikið þurfi til að klúðra þessari bráðfallegu kvöld- lokku, sem líkt og „Gran Partita“ Mozarts lýsir dæma bezt hvað eðl- ismunurinn á alvarlegri og skemmt- andi tónlist í hágæðaflokki er í raun sáralítill. Enda hefði þeim tólfmenn- ingum sennilega aldrei tekizt það jafnvel þótt hefðu verið allir af vilja gerðir. Þvert á móti bar fáguð en drífandi spilamennskan aðalsmerki þess er bezt kann að miðla ánægju sinni málsmetandi áheyrendum. Og þó að aðstæður hefðu kannski gefið tilefni til ívið meiri gætni í styrk og beitingar „þurrara“ stakkatós en ella væri aðeins sparðatínsla að hamra á því. Snilldarverk fyrir þarfir heimilanna Morgunblaðið/Ásdís Ólafur Kjartan Sigurðarson. Í baksýn eru Hulda Björk Garðarsdóttir og Jóhann Friðgeir Valdimarsson. Hörður ÁskelssonJón Stefánsson Rut Ingólfsdóttir Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Langholtskirkja KÓRTÓNLEIKAR Söngskemmtun til styrktar gluggasjóði. Krúttakórinn, Kór Kórskóla Langholts- kirkju, Graduale Futuri, Gradualekór Langholtskirkju, Graduale Nobili, Kamm- erkór Langholtskirkju, Karlakór Íslands og nágrennis, Kór Langholtskirkju. Undir- leikur: Lára Bryndís Eggertsdóttir og Jón Stefánsson. Stjórnendur m.a. Bryndís Baldvinsdóttir, Harpa Harðardóttir og Jón Stefánsson. Laugardaginn 25. október kl. 16:00. Íslenzka óperan ÓPERUTÓNLEIKAR Atriði úr Leðurblökunni, Töfraflautunni, La traviata, I Pagliacci og Rigoletto. Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sess- elja Kristjánsdóttir mezzosópran, Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór, Ólafur Kjart- an Sigurðarson barýton og Davíð Ólafs- son bassi. Kurt Kopecky, píanó. Laug- ardaginn 25. október kl. 20. Hallgrímskirkja KÓRTÓNLEIKAR Kórverk eftir Atla Heimi Sveinsson, Báru Grímsdóttur, Hjálmar H. Ragnarsson, Purcell, Gesualdo, Bruckner, Poulenc, Passerau, Wilbye, Brahms og Hafliða Hallgrímsson. Schola cantorum u. stj. Harðar Áskelssonar. Sunnudaginn 26. október kl. 17. Listasafn Íslands KAMMERSVEITARTÓNLEIKAR Brahms: Strengjasextett nr. 1 í B-dúr Op. 18. Dvorák: Serenaða í d-moll op. 44. Kammersveit Reykjavíkur. Sunnudaginn 26. október kl. 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.