Morgunblaðið - 31.10.2003, Síða 31

Morgunblaðið - 31.10.2003, Síða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 31 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Fyrirtæki sem geta treyst á faglega flutningsfljónustu njóta gó›s af vir›isaukandi áhrifum fless a› allt gengur grei›lega fyrir sig. Eimskip hefur flekkingu, reynslu og úrræ›i til a› laga fljónustu sína a› flörfum íslenskra fyrirtækja og tryggja fleim grei›a lei› í flutningum um allan heim. Listasafn Íslands Sýningunni Vefur lands og lita – Júlíana Sveinsdóttir lýkur á sunnu- dag. Á sýningunni gefst tækifæri til að kynnast list Júliönu en svo yfir- gripsmikil sýning á verkum hennar hefur ekki verið haldin áður. Gerðarsafn Sýningu Guðrúnar Gunnarsdóttur í vestursal, Þræðir, lýkur á sunnu- dag. Verkin eru unnin úr vír, papp- írsþráðum og límbandi. Gerðarsafn er opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Sýningunum Yfir bjartsýnisbrúna og Vögguvísur lýkur á sunnudag. Þann sama dag verður leiðsögn um sýningarnar kl. 15. Hafnarhúsið er opið alla daga kl. 10–17. Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41 Sýningu Óskar Vilhjálmsdóttur og Önnu Hallin, „Inn og út um gluggann“, lýkur á sunnudag. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 13–17. Aðgangur er ókeypis. Listasafnið á Akureyri Tveimur sýningum lýkur á sunnu- dag: Þjóð í mótun: Ísland og Íslend- ingar fyrri alda og Abbast upp á Ak- ureyri. Opið kl. 12–17 alla daga, nema mánudaga. Sýningum lýkur Listaháskóli Íslands, Laugarnesi, kl. 10.30 Adam Barker-Mill mynd- listarmaður fjallar um verk sín. Adam er fæddur í Englandi árið 1940 og menntaður við háskóla í Ox- ford og Kvikmyndaskóla Lundúna og segir hann ljósið vera drifkraft verka sinna. Hann hefur unnið við kvikmyndagerð, flutt fyrirlestra um kvikmyndir og sett upp sýningar um árabil. Hann á verk í þekktum lista- söfnum í Bretlandi og á meginlandi Evrópu. Sýning á verkum Adam Barker-Mill verður opnuð í Safni við Laugaveg á morgun. Gallerí Nema hvað, Skólavörðu- stíg Arnajaraq Olsen opnar sýningu á verkum sínum kl. 19.30. Arnajarq er grænlenskur nemi á mynd- listabraut við Listahá- skóla Ís- lands. „Verk henn- ar end- urspegla sterkt menningarheim hennar sem og spurningar um sérkenni og stjórn- mál,“ segir í fréttatilkynningu. Hún hefur aðallega unnið með gjörninga, ljósmyndir og samsettar ljósmyndir og mun sýningin inni- halda samsettar ljósmyndir og prent. Sýningin er opin laugardag, sunnu- dag, þriðjudag og miðvikudag kl. 14– 17.30. Í DAG Verk eftir listakonuna Arnajaraq Olsen.  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Leikarar í sýningunni á Sporvagninum Girnd saman- komnir á fyrsta samlestrinum í Borgarleikhúsinu. Æfa Sporvagninn Girnd ÆFINGAR á leikritinu Sporvagninum Girnd hófust í Borgarleikhúsinu á dögunum. Verkið er eitt af meist- araverkum bandaríska leikskáldsins Tennessee Will- iams, en hann er þekktastur fyrir Sporvagninn og verkin Glerdýrin og Köttur á heitu blikkþaki. Þýðandi er Örnólfur Árnason. Sýnt verður á Nýja sviðinu. Þetta er leikrit um sjálfsblekkingu og draumaveröld, en einnig lánleysi, þrá, girnd og ást. Hér segir frá Blanche sem kemur í heimsókn til systur sinnar Stellu og mannsins hennar, Stanleys. Smám saman komast þau að raun um að Blanche segir ekki alltaf satt. Leik- endur eru: Sigrún Edda Björnsdóttir, Harpa Arnar- dóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Björn Ingi Hilm- arsson, Pétur Einarsson og Þór Tulinius. Snorri Freyr Hilmarsson sem gerir leikmyndina. Stefanía Adolfsdóttir sér um búninga. Jón Hallur Stef- ánsson semur tónlist. Lýsingu hannar Kári Gíslason. Leikstjóri er Stefán Jónsson. SÝNINGUM á Hættulegum kynn- um í Borgarleikhúsinu fer senn að ljúka, en síðustu sýningar verða í kvöld, föstudagskvöld, og annað kvöld. Hættuleg kynni eru byggð á samnefndri bók eftir Chodorlos de Laclos, en bókin kom fyrst út árið 1782. Fjölmargar leikgerðir hafa lit- ið dagsins ljós en einna kunnust þeirra er leikgerð Christophers Hamptons sem einnig var kvik- mynduð og svo notuð sem undirstaða unglingamyndarinnar Cruel Inten- tions. Í nýrri leikgerð hópsins sem stendur að sýningunni í Borgarleik- húsinu er farin önnur leið til að koma sögu bókarinnar til skila, þar sem túlkun á atburðum og persónum er sýnd á einfaldan og nútímalegan hátt. Hættuleg kynni af fjölunum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.