Morgunblaðið - 31.10.2003, Síða 50

Morgunblaðið - 31.10.2003, Síða 50
DAGBÓK 50 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Þerney RE, Chiyo Maru og Taiwa Maru og út fer Mánafoss. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag eru væntanleg Mango og Ludvik And- erson. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 14 bingó. Hársnyrt- ing, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 13– 16,30 smíðar. Bingó spilað 2. og 4. föstudag í mánuði. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 vefnaður og spilað í sal. Kl. 13.30 félagsvist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og hárgreiðslustofan opin, kl. 14 söngstund. kl. 9–16.30 púttvöll- urinn opinn þegar veð- ur leyfir. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 verslunin opin. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, myndlist ofl., kl. 9.30 gönguhóp- ur, kl. 14 spilað. Kl. 14 verður opnuð mál- verkasýning Jórunnar Axelsdóttur. Haukur Þórðarson frá Keflavík syngur við opnunina. Spilamennskan fellur niður í dag. Félagsstarfið Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „opið hús“ spilað á spil. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Kl. 9 Moggi, rabb og kaffi. Leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.30. Tréútskurður og brids kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Útvarp Saga 94,3 í dag kl. 12.20. Þáttur um málefni eldri borgara. Gerðuberg, fé- lagsstarf, sími 575 7720. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. bókband kl. 13. Kl. 10 „Gleðin léttir limina“. Létt ganga o.fl. Frá há- degi spilasalur opinn. Kl. 13.30 kóræfing. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 myndvefnaður, kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bók- band. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin frá kl. 9–17 virka daga. Kl. 14–15 bingó. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, baðþjónusta, fótaað- gerð og hárgreiðsla. Bingó kl. 14. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9–12 postulínsmálning, kl. 14.30 spænska, framh. Kl. 14.30 Föstu- dagskaffi. Hársnyrting. Fótaaðgerðir. Norðurbrún 1. Kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl. 10–11 kántrý dans. Kl. 13.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurgeirs. Kl. 14.30 dansað við lagaval Halldóru, gott með kaffinu. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bókband og morgun- stund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 12.30 leir, kl. 13.30 bingó. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Félag einhleypra. Fundur á morgun kl. 21 í Konnakoti, Hverf- isgötu 105, Nýir félagar velkomnir. Heitt á könnunni. Munið göng- una mánu- og fimmtu- daga. Framsóknarfélag Mos- fellsbæjar. Félagsvist í kvöld kl. 20.30 í Fram- sóknarsalnum, Háholti 14, 2. hæð. Veglegir vinningar. Allir vel- komnir. Sunnuhlíð. Hinn árlegi haust- og jólabasar Dagdvalar í Sunnuhlíð verður laugardaginn 1. nóv. kl. 14. Einnig kaffisala í matsal þjón- ustukjarna til styrktar Dagdvölinni. Margt fal- legra muna, kökur og lukkupakkar. Í dag er föstudagur 31. október, 304. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Þeir lofuðu Guð og höfðu vinsældir af öllum. En Drottinn bætti daglega við í hópinn þeim, er frelsast létu. (Post. 2, 47.)     Þorbjörg Helga Vigfús-dóttir skrifar á Frelsi.is um ríkisrekstur fjölmiðla og Velunnara Ríkisútvarpsins. „Markmið samtakanna er að verja Ríkisútvarpið með því að gagnrýna alla þá umræðu sem upp kem- ur um hlutafélaga- eða einkavæðingu ríkisfyr- irtækisins Ríkisútvarpið. Segja má að samtökin séu sérstök að því leyti að þau eru hollvinasamtök ríkisafskipta. Með að- gerðum sínum og um- ræðu hvetja samtökin beinlínis ríkið áfram til afskipta af sjónvarps- og útvarpsrekstri og dag- skrárgerðar sem er í beinni og harðri sam- keppni við aðra ljós- vakamiðla. Þau hvetja ríkið til að taka þátt í samkeppni um íþrótta- viðburði, um framhalds- þætti í sjónvarpinu og um auglýsingamarkaðinn. Stjórn hollvinasamtak- anna leggur því áherslu á að snúa vörn í sókn í um- ræðu um hlutafélagavæð- ingu og halda ríkis- útvarpi í almannaeign áfram.“     Þorbjörg hefur eftirMargréti Sverr- isdóttur, formanni Vel- unnara Ríkisútvarpsins, að samtökin telji starf- semi RÚV vera í þágu lýð- ræðisins, enda sé því skylt að gæta óhlutdrægni og halda uppi fjölbreyttum skoðunum. „Rökin fyrir áframhaldandi afskiptum ríkisins af fjölmiðla- rekstri eru veik. Rík- isrekið sjónvarp og út- varp getur ekki mögulega haldið í heiðri fyllstu óhlutdrægni frek- ar en aðrir fjölmiðlar í einkarekstri. Ein- staklingar taka afstöðu um fréttir, dagskrárgerð, kaup á þáttum og samn- ingum um sýningarrétt og einstaklingar eru aldr- ei fullkomlega óhlut- drægir. Ákvarðanir RÚV um sýningar á Bráða- vaktinni, barnaefni, Spaugsstofunni og enska fótboltanum koma óhlut- drægni og lýðræði ekkert við – einungis markaðs- öflunum. Íslenskri dag- skrárgerð er minna sinnt á RÚV en á öðrum sjón- varpsstöðvum og rík- issjónvarpið er í harðri samkeppni á auglýs- ingamarkaði þrátt fyrir afnotagjöld sem allir eig- endur sjónvarpstækja greiða til þeirra. Þegar vel er að gáð kemur í ljós að RÚV er rekið eins og hvert annað fyrirtæki – nema að því undanskildu að skattgreiðendur borga brúsann. Heilbrigð lýðræð- isþróun er ekki tryggð í höndum ríkisrekins fjöl- miðils. Lýðræðisþróun á sér stað þegar frelsi til tjáninga og athafna er tryggt. Ef við treystum einstaklingunum ekki til þess að gagnrýna upplýs- ingar sem koma frá ljós- vakamiðlum í einka- rekstri gætum við sagt það sama um vörur frá öðrum aðilum. Sam- félagið yrði fullt af holl- vinasamtökum – fólki sem hefur vit fyrir öðru fólki.“ STAKSTEINAR Hollvinasamtök ríkisafskipta Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur tekið eftir því aðsumir hafa ekki áttað sig á því hvernig fjölmiðlun nútímans virkar. Frétt, sem sögð er í einu landi, berst um heiminn á örskotsstundu, ekki sízt eftir að Netið kom til sögunnar. Það þýðir að t.d. niðurstöður al- þjóðlegra kannana, sem kynna á samdægurs víða um heim, geta birzt í fréttum hér á landi án þess að búið sé að segja frá þeim „opinberlega“ á Íslandi. Það þarf ekki annað en að blaðamannafundur sé haldinn nokkrum klukkustundum áður í ein- hverju öðru landi, t.d. Rússlandi, þá getur fréttin birzt á Netinu ör- skömmu síðar og verið komin í ís- lenzkum fjölmiðlum áður en fulltrú- ar viðkomandi samtaka eða stofnunar á Íslandi hafa svo mikið sem opnað munninn á blaðamanna- fundi. x x x ÞETTA þykir þeim stundum súrt,sem ætluðu að njóta sinna mín- útna í sviðsljósinu með því að boða til blaðamannafundar á Íslandi. Það dregur óneitanlega úr áhuga fjöl- miðla á blaðamannafundinum, ef bú- ið er að segja fréttina, sem er tilefni hans. Við þessu er hins vegar ekkert að gera – nema þá að samstilla enn betur hvenær upplýsingar eru gerð- ar opinberar, frá landi til lands. Sama á við ef erlendir fjölmiðlar hafa opinberað upplýsingar, sem þeir áttu ekki að hafa aðgang að; það er ekki hægt að fara fram á það við íslenzka miðla að þeir segi ekki frá þeim fréttum. Og ef upplýsingar hafa á annað borð verið settar á Net- ið, t.d. skýrsla verið sett inn á vef stofnunar eða samtaka í útlöndum, þá eru íslenzkir fjölmiðlar fljótir að þefa upplýsingarnar uppi með leit- arvélum og vefvökturum, sem leita kerfisbundið að upplýsingum um Ís- land og Íslendinga á erlendum vefj- um. x x x VÍKVERJI tekur eftir því að fólksýnir hinni væntanlegu krón- prinsessu Danmerkur, Mary Don- aldson, talsverða athygli. Í dönsku blöðunum hafa t.d. birzt ham- ingjuóskir til Friðriks krónprins og Mary frá Íslendingum. Auðvitað finnst Íslendingum þeir eiga svolítið í danska kóngafólkinu – þetta er nú einu sinni okkar gamla konungs- fjölskylda. Afi Friðriks krónprins, Friðrik níundi, var á sínum tíma síð- asti krónprins Konungsríkisins Ís- lands, sem leið undir lok 1944 með lýðveldisstofnuninni. Víkverji hefur gaman af að velta fyrir sér hvað hefði gerzt ef mál hefðu þróazt öðruvísi, Íslendingar hefðu sleppt því að stofna lýðveldi og væru áfram sjálfstætt konungsríki með danskan kóng. Ætli það hefði t.d. ekki verið gerð skýlaus krafa, í takt við nýja tíma, til Friðriks krón- prins um að hann talaði lýtalausa ís- lenzku, og Mary svitnaði nú yfir ís- lenzkunámi sínu, sem ruglaði hana auðvitað stöðugt í dönskunni? Reuters Íslenzkunámið er að fara með mig, Friðrik. Geturðu ekki fengið þá til að stofna lýðveldi? ÉG rak augun í forsíðufrétt Dagblaðsins um daginn og þar stóð „Fylliríið er hafið, góðærið byrjað“. Nú þegar góðærið er farið að herja á okkur aftur hef ég verið að velta fyrir mér, hvað það er sem fær landann til að hlaupa til og kaupa nýja bíla, stærri hús, stærri tjaldvagna, stærri sjónvörp og stærri ísskápa um leið og við heyrum á góðærið minnst? Hvað er þetta góðæri eiginlega? Er þetta ein- hvers konar smitsjúkdóm- ur eða farsótt? Ef svo er hvernig smitast maður? Berst þetta í and- rúmsloftinu? Smitast menn kannski á gangi í Kringl- unni og verða að hlaupa í næstu verslun og kaupa eins og eitt stykki gasgrill ásamt öllum aukahlutum? Af því sem má lesa úr fjöl- miðlum er greinilega eitt- hvað stórhættulegt hér á ferð. Bílainnflutningur margfaldast, skuldir heim- ilanna stóraukast, gjald- þrotabeiðnum fjölgar og ef eitthvað er að marka aug- lýsingarnar sem hellast yfir okkur er enginn maður með mönnum ef hann kaup- ir ekki einhvern óþarfa á léttgreiðslum, raðgreiðsl- um, kaupleigu eða yfir- drætti. Þessi faraldur herj- ar jafnt á unga sem aldna eins og kom fram í kvöld- fréttum á einhverri stöð- inni um helgina. Þar ræddi fréttamaður við nokkur ungmenni sem sáu sér ekki annarra kosta völ en að hætta námi til að greiða kreditkortaskuldir sínar. Nú kann svo að vera að maður spyrji sig hvað sé til ráða? Hvernig skal lækna fólk af góðæri? Tel ég að sumir séu svo smitaðir að þeim verði eng- in björg veitt. Til að lækna þjóðina af góðærinu er best að byrja á yngstu kynslóð- inni. Með því að taka upp fjármálakennslu í öllum grunn- og framhaldsskól- um landsins er enn von að við náum til hennar áður en lífsgæðakappaksturinn (ég kalla þetta kappakstur því allir eru löngu hættir að hlaupa) tekur við. Með því að kenna komandi kynslóð- um hvernig skal haga fjár- málum sínum af kostgæfni, og sýna þeim fram á að stundum þarf einfaldlega að spara fyrir hlutunum, gæti það virkað sem ein- hvers konar móteitur áður en við vöknum af fylliríinu og við tekur samviskubitið og þynnkan. Davíð Klemenzson, nemi í Viðskipta- háskólanum á Bifröst. Hvar er Jóhannes? ÞAÐ undrar mig að hafa ekkert heyrt lengi af Jó- hannesi Ó. Jóhannessyni básúnuleikara, eða eins og frændfólkið kallaði hann „Jóhannes frá Básúnu“. Minnistætt var er hann spilaði Satisfaction með Rolling Stones í brúðkaupi æskuvinar míns Jakobs (Kobba) Klírens hér um ár- ið. Nú nálgast stórafmæli í ættinni og vil ég fá Jóhann- es til að spila. Jóhannes. Gefðu þig fram! Kveðja, Arnar Jón Agnarsson, píanóleikari. Yndisleg kvöldstund FÖSTUDAGINN 17. okt. naut ég, ásamt fleirum, yndislegrar kvöldstundar á Veitingastaðnum A. Han- sen í Hafnarfirði. Einstak- lega huggulegur staður í gömlu húsi við höfnina. Þjónustan var þægileg í alla staði, fetaði þann gullna meðalveg sem svo oft er vandfundin og var laus við alla ýtni. Maturinn var meiriháttar, við mælum eindregið með humrinum og plankasteikinni. Kvöldið var okkur ógleymanlegt, takk fyrir okkur. Mikaela. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Fylliríið er hafið Morgunblaðið/Sverrir Leikið á Ingólfstorgi. LÁRÉTT 1 tilkynnir, 8 bætir, 9 blíðuhót, 10 lélegur, 11 búi til, 13 ræktuð lönd, 15 karp, 18 sæti, 21 skyn- semi, 22 furða, 23 stéttar, 24 yfirgangsmenn. LÓÐRÉTT 2 sundfærum, 3 nálægur, 4 ráfa, 5 reiður, 6 lítil flaska, 7 ókeypis, 12 hest- ur, 14 smábýli, 15 fór hratt, 16 gamli, 17 rell, 18 þrep, 19 mynnin, 20 halarófa. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 bakki, 4 högni, 7 tomma, 8 kúgun, 9 not, 11 rask, 13 fann, 14 orrar, 15 karl, 17 ílar, 20 þró, 22 potar, 23 gusum, 24 nenna, 25 tinna. Lóðrétt: 1 bitur, 2 kumls, 3 iðan, 4 hökt, 5 gegna, 6 inn- an, 10 okrar, 12 kol, 13 frí, 15 kápan, 16 rætin, 18 lasin, 19 rimma, 20 þróa, 21 ógát. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.