Morgunblaðið - 31.10.2003, Side 57

Morgunblaðið - 31.10.2003, Side 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 57 BAKHJARL þessarar nýju safn- plötu og útgefandi, Steinar Berg, lagði mikið uppúr því að velja falleg- an kveðskap en útgangspunktur hans var einmitt ljóðasafnið Íslensk ástar- ljóð sem Snorri Hjartarson ljóðskáld tók saman 1949. Steinar fylgdi sömu stefnu og Snorri, valdi kvæði, sem fjalla um „ástir og örlög karla og kvenna, ungra og aldinna á breiðum grunni“, eins og segir í gagnlegum inngangsorðum Jónatans Garðars- sonar að plötunni. Stór hluti lagana sem fyrir valinu urðu eru einmitt við sígild ljóð úr þessu ljóðasafninu og fyrir þær sakir einar er hér á ferð einstök plata – því fallegri kveðskapur verður vart fundinn á plötu sem út kemur fyrir þessi jól. Þrír ástarsöngv- arnir eru svo öllu yngri; eftir Bubba, Megas og Magnús Þór Sigmundsson. Af sextán jafnsterkum og vel flutt- um mansöngvum gnæfir einn þeirra uppúr, fyrir þær sakir að það er ekki á hverjum degi sem maður heyrir nýtt lag og veit upp á hár að það er þegar komið í hóp annarra sígildra ís- lenskra mansöngva, þ. á m. þeirra sem prýða plötuna. Er hér að sjálf- sögðu um að ræða gullfallegt upp- hafslag plötunnar, eitt af þremur nýj- um lögum Magnúsar Þórs Sigmundssonar, þetta við ljóð Sig- urðar Nordals „Ást“. Hugljúfasti ís- lenski mansöngur sem til hefur orðið lengi, hrein perla. Er það ekki hvað síst að þakka framúrskarandi flutn- ingi Ragnheiðar Gröndal, nýjustu söngstjörnu landsins, sem syngur tvö önnur lög á plötunni, „Þú bíður (alla- vega) eftir mér“ – einhver besta túlk- un annars söngvara á lagi eftir Meg- as – og „Vísur Vatnsenda-Rósu“. Langt er síðan annað eins söngefni hefur komið fram hérlendis, í senn þroskuð, þægileg og umfram allt sér- lega skemmtileg söngrödd, sem minnir mann á allt það besta í okkar dáðustu söng- konum undanfarin ár, Ellen, Emilíönu, Björk og Röggu Gísla. Önnur lög er almennt vel flutt. Eiríkur Hauksson sýnir á sér mjúku hliðina með því að fara ágætlega með „Dagný“ Tómasar og Sigfúsar og „17 ára í síðri kápu“, nostalgískt ástarljóð Davíðs Oddssonar sem Gunnar Þórðarson hefur lagað að skemmtilegu en um margt óvenjulegt lagi sem vinnur glettilega vel á. Gunn- ar á tvö önnur fín lög hér, „Þrá“ við ljóð Jakobs Jóhann- essonar Smára, prýðilega sungið af Sverri Daysleeper Bergmann – sem einnig kemst ágætlega frá „Ég bið að heilsa“ – og „Nótt“, við ljóð Þorsteins Erlingssonar, sung- ið af nýliðanum Friðriki Óm- ari Hjörleifssyni. Friðrik Óm- ar sýnir þar, og í dúettinum „(Ást) Við fyrstu sýn“ á móti Regínu Ósk, að hann er mikið efni sem á örugglega eftir að láta meira að sér kveða, reyndar eins og Regína Ósk. Stefán Hilmarsson fer mjög vel með einfalt en hrifmikið lag Jóns Ólafssonar við ljóð Steins Stein- ars „Siesta“. Félagi Jóns Ný dansk- ur, Björn Jörundur Friðbjörnsson, túlkar svo af alkunnri einlægni tvö lög, gullfallegt lag Jóns Ásgeirssonar við ljóð Nóbelsskáldsins „Hjá lygnri móðu“ og eitt nýju laganna hans Magnúsar Þórs, við ljóð Stefáns frá Hvítadal, „Þér konur“. Andrea Gylfa- dóttir er að sama skapi sannfærandi í túlkun sinni á lagi Magnúsar Þórs við ljóð Þórbergs „Aldrei flýgur hún aft- ur“ og á ástarsöng plötunnar, lagi Hallbjargar Bjarnadóttur við 17. ald- ar ljóð Stefáns Ólafssonar „Björt mey og hrein“. Tregafullt og nýju lífi gætt í flutningi Andreu. Síður sannfærandi er flutningur Páls Rósinkranz á „Fyrir átta árum“, sem hefur yfir sér svolítinn af- greiðslubrag, þótt útsetningin sé góðra gjalda verð. Góður flutningur Heru Hjartardóttur fer aftur á móti fyrir lítið á „Talað við gluggann“, í sjálfu sér ekki vegna þess að útsetn- ingin sé vond heldur hentar hún þessu trúbadúrlagi Bubba engan veginn. Hann er greinilegur metnaðurinn sem legið hefur að baki gerðar þess- arar nýju íslensku safnplötu. Hvergi hefur auðvelda leiðin verið valin, heldur kapp lagt á að gera allt sem best úr garði. Lagaval Steinars í flesta staði mjög vel til fundið, útsetn- ingar Jóns Ólafssonar smekkvísar og flutningur allra til fyrirmyndar. Slík vinnubrögð skila sér alltaf margfalt til baka og því er Íslensk ástarljóð sem safnplata vel yfir meðallagi góð. Kápan er aftur á móti afleit, væm- in, venjuleg og gefur kolskakka mynd af innihaldinu. Minnisstæðir mansöngvar Ýmsir flytjendur Íslensk ástarljóð Sextán nýjar upptökur með íslenskum ástarsöngvum í flutningi tíu íslenskra söngvara. Eftirfarandi syngja lög á plöt- unni: Ragnheiður Gröndal, Hera Hjart- ardóttir, Eiríkur Hauksson, Andrea Gylfa- dóttir, Stefán Hilmarsson, Páll Rósinkranz, Sverrir Bergmann, Björn Jör- undur Friðbjörnsson og Friðrik Ómar Hjör- leifsson. Guðmundur Pétursson gítar, mandólín, Jón Ólafsson hljómborð, bak- raddir, Birgir Baldursson trommur, Ró- bert Þórhallsson bassi, Regína Ósk Ósk- arsdóttir bakraddir, Matthías Stefánsson fiðla. Upptökustjórn og útsetningar Jón Ólafsson. Upptökumenn Jón Ólafsson í Eyranu og Hrannar Ingimarsson í Sýrlandi júlí og ágúst 2003. Steinsnar ehf. Ragnheiður Gröndal fer á kostum á Ís- lenskum ástarljóðum og syngur m.a. perlu plötunnar, upphafslagið „Ást“. Morgunblaðið/Sverrir Skarphéðinn Guðmundsson Eyjólfur Kristjánsson & ÍSLANDS EINA VON leikur á dúndurdansleik í kvöld Leikhúsgestir 15% afsláttur, munið spennandi matseðil Halli Reynis spilar alla helgina Hamraborg 11 – Kópavogi Aðgangur ókeypis Í EFTIRFÖRINNI virðist leikstjórinn Peter Berg taka þá ákvörðun að búa til hasarmynd í anda þeirra „gömlu góðu“, sem gengur first og fremst fyrir slagsmálum, sprengingum og stirðum samskiptum hetjuparsins sem rekur söguþráðinn áfram. Enginn Matrix-leðurfatnaður og engir hátæknivæddir loftfimleik- ar, þó svo að stíltilburðir í anda John Woo og Tarantino setji mark sitt á myndina og verði að teljast fremur tilgerðarlegir í samhengi við þessa einfeldnings- legu spennumynd. Sögusviðið eru frumskógar Brasilíu, (sem minnir á stórsmelli á borð við Rambó og Indiana Jones) og í aðalhlutverki er hreinræktað vöðvatröll (The Rock) sem berar vöðvana eins oft og handritið getur fundið afsökun fyrir. Málglaður og dálítið pirrandi félagi (Seann William Scott) er á sínum stað, og einum velvöldum kvenkosti (Rosario Dawson) er fundinn tryggur stað- ur í sögunni. Rakið illmennið (Christopher Walken) hefur síðan hóp af málaliðum í kringum sig sem eru tilvalið slagsmála- og byssufóður. En það er kannski ástæða fyrir því að hasarmyndin þróaðist í eitt- hvað annað en hún var á níunda áratugnum, og hefur Eftirförin í raun litlu við greinina að bæta, nema að para saman hinn vinsæla Stifler úr Amerísku bökunni, Seann William Scott, og nýjasta harðjaxlinn af gamla skólanum, sem kallar sig því lýsandi nafni The Rock. Útkoman er í raun nokkurs konar barnamynd, nægi- lega einfeldningsleg er hún að minnsta kosti, og hetjurnar eru allar góðar inn við beinið og vilja helst ekki drepa, bara slást dálítið. Þeir Scott og Rock standa sig þó sæmilega í gamanleiknum sem heldur myndinni á floti, og athygl- isgáfu áhorfandans vakandi. Christopher Walken er potað inn í myndina af sömu ástæðu, til þess að skapa einhvers konar nærveru og húmor, en jafnvel þótt sá virti leikari hafi látið sjá sig í ýmsum furðumyndum í gegnum tíðina, á hann erfitt með að dylja áhuga- leysi sitt á þessu barnalega ill- mennishlutverki. Hann á þó sína takta, og sterka lokasenu, hefur líklega verið svo glaður að þetta væri búið. Kvikmyndagestur sem ekki fór á myndina einungis með þær kröfur að geta skellt upp úr við og við, og séð mikið af slag- málum, getur þó ekki annað en samglaðst Walken þegar myndin er á enda. „Barnslega einfaldar hasarhetjur.“ KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjórn: Peter Berg. Handrit: R.J. Stewart, James Vanderbilt. Aðalhlutverk: The Rock, Seann William Scott, Rosario Dawson, Christopher Walken. Lengd: 102 mín. Bandaríkin. Universal Pictures, 2003. THE RUNDOWN / EFTIRFÖRIN Heiða Jóhannsdóttir Félagar í frum- skóginum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.