Morgunblaðið - 31.10.2003, Side 58

Morgunblaðið - 31.10.2003, Side 58
58 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 4. með ísl. tali. Miðav erð kr. 50 0 BRJÁLUÐ BÍÓUPPLIFUN!  Kvikmyndir.com Skonrokk FM909 HJ MBL „Snilldarverk“ HK DV „Brjálæðisleg Kvikmynd“ 4. myndin frá Quentin Tarantino Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. Yfir 15000 gestir 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Sýnd kl. 4 og 6. Sýnd kl. 4, 6, 8, 10 og geggjuð grínsýning kl. 12. B.i. 10 ára. kl. 6, 8.30 og 11. B.i. 16. Sýnd kl. 5.30, 8, 10.30 og powersýning kl. 12. B.i. 16. YFIR 20 000 GESTIR Powersýningkl. 12. Kl. 8. B.i. 16. Geggjuðgrínsýningkl. 12. j í i l. . TOPP MYND IN Í USA! Stærsta grínmynd ársins! FRUMSÝNING Þú deyrð úr hlátri enn og aftur! Stærsta október opnun allra tíma í USA!  ÞÞ FBL „Frábær mynd“ Sýnd kl. 8. B.i. 16 ára.Sýnd kl. 6, 8, 10 og 12. B.i. 10 ára. Sýnd kl. 10.10. B.i. 16 ára. 4 myndin fráQuentin Tarantino BLÓÐBAÐIÐ ER BYRJAÐ Miðav erð kr. 50 0 Sýnd kl. 6. Skonrokk FM909  Kvikmyndir.com HJ MBL „Snilldarverk“ HK DV „Brjálæðisleg Kvikmynd“ „Frábær mynd“  ÞÞ FBL Þú deyrð úr hlátri enn og aftur! Stærsta október opnun allra tíma í USA! Yfir 15000 gestir FRUMSÝNING Stærsta grínmynd ársins! TOPP MYNDIN Í USA! NOKKRIR alþingismenn komu saman í stúd- íói á dögunum og sungu lag inn á nýjan geisladisk, Betri tíma, sem Mæðrastyrks- nefnd og Fjölskylduhjálp Íslands gefa út. Lagið er gamli Jim Reeves slagarinn „Wel- come to my World“ með íslenskum texta Þor- steins Eggerstssonar, en þingmennirnir syngja það í rólegum kántrístíl. „Þau leyndu á sér og voru mun betri en ég átti von á,“ segir Árni Scheving sem útsetti lögin á plötunni. „Það var afar þægilegt að vinna með þeim og þau virtust hafa gaman af þessu enda var mikið fjör.“ Hann segir reyndar greinilegt að þingmennirnir hafi sungið mismikið um ævina en þau sem minna hafi gert af því hafi verið fljót að læra. Ljúf og róleg lög Mæðrastyrksnefnd er 75 ára á árinu og er markmiðið með útgáfunni að safna fé til stuðnings skjólstæðingum hennar og Fjöl- skylduhjálpar Íslands. „Við sem vinnum hjálparstarf verðum að hafa augun opin fyrir nýjum fjáröflunarleiðum,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Mæðrastyrks- nefndar og Fjölskylduhjálpar Íslands. Lands- þekktir söngvarar koma fram á diskinum m.a. Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Andrea Gylfadóttir, Ragnheiður Gröndal. „Þetta eru fyrst og fremst ljúf og róleg lög sem Gerður G. Bjarklind útvarpsþula valdi. Mér finnst þau öll afskaplega falleg,“ segir Ásgerður. Alþingismenn taka lagið Bryndís Hlöðversdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir og Jón Gunnarsson í góðum fíling við upptökur. Útgáfutónleikar Betri tíma verða haldnir á Hótel Borg í kvöld og hefjast þeir kl. 21.00. Þar munu söngvarar af disknum koma fram en aðgangur er ókeypis. NORSKIR gagnrýnendur halda vart vatni yfir myndinni um Nóa albínóa eftir Dag Kára en myndin var tekin til almennra sýninga í kvikmyndahúsum í Noregi í vik- unni. Þeir gera mikið úr því hversu íslensk hún er og segja aðalpersónuna sem Tómas Le- marquis leikur, undarlega heillandi. „Þvílíkur tómleiki, þvílíkur snjór og þvílíkt makalaust ráða- leysi!“ segir gagnrýnandi á net- útgáfu Verdens Gang í grein þar sem hann notar orðið „stórfeng- legt“ sem fyrirsögn. Hann segir að í myndinni megi finna næstum „pervertíska“ fegurð og að á óút- skýranlegan hátt nái aðalpersón- an tökum á áhorfandanum og haldi athygli hans. Myndin fjalli um næstum tilgangslaust líf Nóa í samfélagi sem sé næstum til- gangslaust. „Það er ótrúlegt að á litla Ís- landi séu svo margir góðir leik- stjórar,“ segir gagnrýnandi blaðsins Vårt Land. Hann segir Tómas túlka hinn kauðalega Nóa á framúrskarandi hátt og ná að skapa andhetju sem heilli áhorf- andann sífellt meira eftir því sem á líður. Sjaldan hafi landslag átt betur við atburði og persónur í mynd. Þá segir gagnrýnandi Adresseavisen að Nói sé í ætt við bæði Elling og Regnmanninn. Gagnrýnandi Bergens Tidende kallar myndina „íslenskt eldfjall“ og hvetur fólk til að fylgjast með Degi Kára sem sé virkilega spennandi leikstjóri. Hann bend- ir á að Nói, hin 17 ára söguhetja sem á erfitt geti auðveldlega ver- ið tákngervingur fyrir hið harð- býla Ísland. „Nói albínói er eins og íslensk kvikmyndagerð af bestu gerð á að vera: full af svört- um húmor og þunglyndi. Og und- ir öllu saman sýður eldfjallið…“ Nói albínói hefur nú fengið tólf verðlaun í Evrópu, m.a. Norrænu kvikmyndaverðlaunin, er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverð- launanna auk þess sem hún hlaut sex Eddu-verðlaun og var valin sem framlag Íslendinga til Ósk- arsins 2004. Þá hefur aðstand- endum myndarinnar verið boðið á um 70 kvikmyndahátíðir víðs vegar um heiminn. Sýningar standa enn yfir á myndinni í Háskólabíói en nú hafa um 18 þúsund manns séð myndina. Kalla myndina íslenskt eldfjall Gagnrýnendur gera mikið úr því hversu íslensk myndin er. Norðmenn hrifnir af Nóa albínóa HLJÓMSVEITIN Miðnes gefur út aðra plötu sína í dag og kallast hún Alein. Fyrsta plat- an kom út árið 2000 og ber heitið Reykjavík Helvíti. „Hátíð í bæ,“ segir Freyr Eyjólfsson, Miðneskappi með meiru. „Á síðustu plötu skoð- uðum við dekkri hliðar Reykjavíkurborgar en nú er komið að síðari hlutanum. Ef við hugsum þetta eins og Hinn guðdómlega gleðileik Dante þá erum við búnir að fara til hel- vítis og nú er það himnaríki. Það er því bjartara yfir þess- ari plötu en hinni, platan gæti alveg eins heitið Reykjavík himnaríki.“ Freyr segir nokkurn mun vera á þessum tveimur plötum, t.d. sé meira um raddanir á þessari. „Svo njótum við full- tingis Silfurfálkans sem er öndvegis hammond- og píanó- leikari.“ Silfurfálkinn er Sig- urður nokkur Guðmundsson, meðlimur Fálkanna frá Kefla- vík. Ásamt Frey eru í Miðnesi þeir Stefán Már Magnússon, Herbert Viðarsson og Andri Geir Árnason. Silfurfálkinn er svo sérlegur aðstoðarmaður. „Upptökur eru búnar að standa yfir í rúmt ár með mörgum og löngum hléum,“ útskýrir Freyr. „Við erum búnir að melda þetta dálítið með okkur, hentum t.d. þrem- ur lögum og tókum upp þrjú ný í staðinn. Við erum búnir að vera að dunda okkur við þetta en upptökur fóru að- allega fram í hljóðveri Rúnars Júlíussonar, Geimsteini. Hann gefur plötuna jafnframt út og syngur meira að segja lokalag- ið. Hann á margar þakkir skildar og má segja að hann sé eins konar guðfaðir plöt- unnar.“ Freyr segir að það hafi ver- ið gaman að taka upp plötuna í Keflavík, en þar sé Mið- nesheiðin sjálf ekki langt und- an. „Svo verður einhver meiri spilamennska í kjölfarið á þessum útgáfutónleikum,“ seg- ir Freyr glaðværri en ákveð- inni röddu að lokum og víst að Miðnes er komið enn og aftur í gírinn. Reykjavík himnaríki Miðnes kynnir nýja plötu á Grand rokk Það verður eldheit stemning á útgáfutónleikum Miðness! Alein er komin út. Tónleik- arnir hefjast kl. 23.00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.