Morgunblaðið - 31.10.2003, Side 60
60 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
KRINGLAN
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
SG DV
Empire
Kvikmyndir.is
SV MBL
KRINGLAN
Sýnd kl. 6.
KRINGLAN
Sýnd kl. 8 og 10.
Með hinum hressa Seann William Scott úr
„American Pie“ myndunum og harðjaxlinum
The Rock úr „Mummy Returns“ og „The
Scorpion King.“
Beint á
toppin
n
í USA
Ævintýraleg spenna, grín og hasar
ROGER EBERT
KVIKMYNDIR.IS
The Rundown
er mikil
rússíbanareið
og hún nær
þeim
ævintýrablæ
og húmor sem
einkennir m.a.
Indiana Jones
myndirnar.
H.K. DV.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10.
Sýnd kl. 10.
SG DV
Empire
Kvikmyndir.is
SV MBL
“Fyndnasta barátta
kynjanna á tjaldinu
um langa hríð.”
ATH!AUKASÝNINGKL. 9.05
Sýnd kl. 6 og 8.
Sýnd kl. 6 og 8.
„Ein besta
gamanmynd ársins-
fyrir fullorðna“
Sýnd kl. 5.50, 8, 9.05 og 10.15.Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15.
SV MBL
Tvímælalaust ein albesta mynd ársins
sem slegið hefur rækilega í gegn í USA
Stórmynd sem engin má missa af.
Nýjasta mynd Coen bræðra.
Frábær rómantísk gamanmynd sem bragð er að.
Heimsfrumsýning
5. nóv.
MON ONCLE
sýnd kl. 6.
PLAYTIME
sýnd kl. 10.30.
"Skotheldur leikur
og frábært handrit."
HP KVIKMYNDIR.COM HK.DV
SV MBL
KVIKMYNDIR.IS
6 Edduverðlaunl
M.a. Besta mynd ársins
FRUMSÝNING
Helen Mirren og Julie Walters fara á kostum í nýrri og bráðskemmtilegri
breskri gamanmynd í anda „Full Monty“. Mynd sem kemur skemmtilega á óvart
enda ein stærsta mynd ársins í Bretlandi.
ÞAÐ er fríður flokkur sem stígur
á sviðið í Broadway um þessar
mundir og flytur gamla og góða
slagara frá bílabænum Detroit, en
viðurnefni borgarinnar styttist í
meðförum hljómplötuútgáfunnar
frægu úr „Motortown“ í „Motown“.
Það þótti nýlunda í Bandaríkjum
við lok sjötta áratugarins þegar þel-
dökkir hófu að gefa út á plötum tón-
list sem sótti nokkuð jafnt fyrir-
myndir á vinsældalista svartra sem
hvítra og sló í gegn á hvorum
tveggju. Hljómurinn í upptökunum
fyrsta áratuginn var einstakur,
þetta gjallandi málmhljóð er engu
líkt og felur iðulega hve flytjend-
urnir kunnu lítið fyrir sér þegar
þeir tóku fyrstu skrefin í sönglist-
inni. Þeir bættu þetta upp með
sjarma og ungæðislegri túlkun á
textunum og sum laganna slógu í
gegn um veröld víða enda einkenndi
bílabæjarbítið fjölbreytt hrynjandi
og grípandi laglínur. Þegar hljóm-
plötuútgáfunni óx fiskur um hrygg
og söngvurunum ásmegin urðu lög-
in lengri, útsetningarnar flóknari og
textarnir tóku jafnvel mið af þeim
þjóðfélagshræringum sem voru efst
á baugi í Bandaríkjunum á þessum
tíma. Mestur hluti framleiðslunnar
var samt áfram ýmist gleðipopp eða
vandaðar ballöður og það var ekki
fyrr en hljómplötuútgáfan jafnt sem
flytjendurnir fóru að fjarlægjast
rætur sínar að tónlistin missti að-
dráttaraflið og vinsældirnar dvín-
uðu.
Það er allt annað en auðvelt að
finna söngvara og hljóðfæraleikara
hér á landi sem geta gert þessari
tónlist verðug skil. Það auðveldar
ekki verkið að tekin hefur verið sú
ákvörðun að líkja eftir stjörnunum í
útliti og framkomu jafnt sem söng.
Alls koma tólf söngvarar fram og
bregða sér í ýmis gervi. Páll Óskar
Hjálmtýsson kynnir lögin, rekur
sögu hljómplötuútgáfunnar og
syngur lög Marvin Gaye. Hann tek-
ur þann pól í hæðina að koma fram
sem hann sjálfur, herma hæfilega
mikið eftir fyrirmyndinni í söng en í
raun gera lögin að sínum. Sérstak-
lega tókst þetta vel í „Sexual Heal-
ing“ þar sem Páll Óskar fór á kost-
um í túlkun. Tvísöngur hans og
Ragnheiðar Gröndal í lögum sem
Marvin Gaye og Tammi Terrell
gerðu fræg var líka einstaklega vel
heppnaður.
Sá sem lengst gekk í að leika ein-
hvern söngvaranna var Harold
Burr leikstjóri en hann brá sér í
gervi Stevie Wonder. Hann náði
töluverðu flugi í hlutverkinu og
hljómsveitin náði stórskemmtilegri
sveiflu í „Signed, Sealed, Delivered“
og „Superstition“. Annars kom
mjög skemmtilega út að fá hljóm-
sveit með vel mótaðan hljóm og
ákveðinn stíl til að leika undir. Lög-
in virtust aftur á móti liggja svolítið
misvel fyrir hljómsveitarmeðlimun-
um og er líklegt að samspilið verði
þéttara með meiri æfingu.
Alls var flutt á fjórða tug laga,
flest í hópi kunnustu laga sem Mo-
town hefur gefið út. Samt var
greinilegt að ekki voru endilega val-
in vinsælustu lögin heldur þau sem
hentuðu ákveðnum flytjendum vel.
Sem dæmi náði Friðrik Ómar mjög
góðum tökum á „You Really Got a
Hold on Me“ sem frægt er í flutn-
ingi Smokey Robinsons og Alan
Thomas Jones tókst ágætlega upp
sem Michael Jackson í „Billie
Jean“.
Stór hluti dagskrárinnar var
helgaður sönghópum – Four Tops,
Supremes, Martha and the Vandell-
as og Temptations. Þar komu upp
skemmtileg augnablik eins og þegar
Jason Harden kom svo skemmti-
lega á óvart með drynjandi og
flosmjúkri bassarödd og hvernig
Ameliu Samuel tókst að nálgast
túlkun Diönu Ross í nokkrum lög-
um. Það var hins vegar langt frá því
að þátttakendurnir kæmust með
tærnar þar sem The Temptations
höfðu hælana í fótafimi þó að sam-
hljómur raddanna væri oft ágætur
eða að bakraddasöngurinn hjá
stelpunum ætti eitthvað skylt við
hljóminn í The Supremes eða The
Vandellas. Þetta minnir á að ástæð-
an fyrir því að útgáfufyrirtækið
Motown átti slíkri velgengni að
fagna sem raun bar vitni er sú að
það tókst að velja efnilega unglinga
úr óendanlegum fjölda umsækjanda
og gera þá að stjörnum með þrot-
lausri vinnu og töluverðum tilkostn-
aði. Það er ekki von að hér á Íslandi
takist að ná sömu gæðum með
nokkurra vikna æfingum þó að þeir
sem taki þátt séu ýmist efnilegir
eða þrautþjálfaðir söngvarar. Það
verður bara að fagna því að hér
gefst tækifæri til að rifja upp
gömlu, góðu lögin og láta hrífast
með þeim skemmtilega anda sem
næst í sýningunni. Ekki er verra að
fram eru bornar ágætis veitingar að
hætti Sigga Sig. – indversk sjáv-
arréttasúpa, lambatimbali og fleira
gómsætt – svo að hægt er að kýla
vömbina áður en reikað er í hug-
anum aftur til Detroit sjöunda ára-
tugarins.
Bílabæjarbítið
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Íslensku Supremes koma að sjálfsögðu við sögu í Motown-sýningunni:
Amelia Samuel, Anna Hlín Sekulic og Kenya Emilíudóttir.
SKEMMTANIR
R’n’B Jazz Entertainment í sam-
vinnu við Broadway
MOTOWN
Framleiðandi: Arnar Laufdal. Leikstjórn:
Harold Burr og Marc Anthony. Búningar:
Harold Burr og Marc Anthony. Sviðs-
mynd: Harold Burr. Danshöfundur: Yezm-
ine Olson. Hljóð: Bjarni Bragi og Ásgeir
Jónsson. Lýsing: Gísli Berg og Þorleifur
Gíslason. Hljóðfæraleikur: Börkur Hrafn
Birgisson (gítar), Daði Birgisson (hljóm-
borð), Daniel Rourke (saxófónn), Ingi
Snær Skúlason (bassi), Kjartan Há-
konarson (trompet), Samúel Jón Sam-
úelsson (básúna) og Sigfús Örn Ótt-
arsson (trommur). Söngvarar: Alan
Thomas Jones, Amelia Samuel, Anna
Hlín Sekulic, Friðrik Ómar, Harold Burr,
Jason Harden, Kenya Emilíudóttir, Páll
Óskar Hjálmtýsson, Ragnheiður Gröndal,
Sandra Þórðardóttir, „Teddy“ Olufela
Owolabi og Örn Washington. Laug-
ardagur 18. október.
Sveinn Haraldsson
Trumbusláttur
(Drumline)
Drama
Bandaríkin 2002. Skífan VHS. Öllum
leyfð. (118 mín.) Leikstjórn Charles
Stone III. Aðalhlutverk Nick Cannon,
Orlando Jones, Zoe Saldana.
AÐ leika í lúðrasveit hefur nú
aldrei verið talið það svalasta sem
táningur hefur tekið sér fyrir
hendur. En innst inni öfunda þó
flestir þessa
krakka fyrir að
geta leikið svona
vel á hljóðfæri sín.
Devon er ekki
ungur og efnileg-
ur fótboltamaður
og ekki hefur
hann hæðina með
sér í körfuna. En
hann á sér fáa
jafnoka þegar kemur að trumbu-
slættinum. Hann fær því náms-
styrk út á þá hæfileika sína og
gengur beint inn í lúðrasveit
menntaskóla síns, sem þykir með
þeim betri í landinu. Þar ræður
ríkjum íhaldssamur og metnaðar-
fullur stjórnandi sem leggur mikið
upp úr samleiknum, að enginn sé
stærri en hljómsveitin sjálf, sama
hversu góður hann er á hljóðfæri
sitt. Það á ungi Devon erfitt með
að sætta sig við enda hefur hann
vanist því af götum fátækrahverf-
isins þar sem hann ólst upp að til
þess að ná árangri þurfi að bíta frá
sér, sýna öðrum hver sé bestur og
öðlast þannig virðingu.
Þetta er hin ágætasta þroska-
saga, inniheldur hollan og góðan
boðskap og verður aldrei leiðinleg
þótt klisjurnar séu reyndar allt að
kæfa. Skarphéðinn Guðmundsson
Myndbönd
Úr takti