Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 51 DAGBÓK Hann? Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, fjölskylduráðgjafi Skemmtilegt námskeið fyrir konur á öllum aldri af öllum stærðum og gerðum verður haldið í Brautarholti 4a, laugardaginn 15. nóvember 13-17. Efni námskeiðsins er m.a:  Eigi vil ek hornkerling vera  BE- ástandið  “Þóknast þér“ skeiðið  Seinkunartæknin  Hverjir voru heimsmeistarar í sektarkennd 2002 Skráning í símum 588 2092 og 862 7916 Góðir hálsar!!! Pantið tíma í síma 511 1551 Hársnyrting Villa Þórs er komin á Krókháls 1 Reiki-, heilunar- og sjálfstyrkingarnámskeið Skráning á námskeið í síma 553 3934 kl. 10–12 virka daga. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. Hvað fá þátttake ndur út úr slíkum námsk eiðum? Læra að nýta sér orku til að lækna sig (meðfæddur eiginleiki hjá öllum) og/eða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvægi. Læra að beita hugarorkunni á jákvæðan og uppbyggilegan hátt í staðinn fyrir að beita henni til niðurrifs. Læra að hjálpa öðrum til þess sama. Ath! Þeir, sem hafa áhuga á dagnámskeiði, hafi samband Námskeið í Reykjavík 8.-9. nóv. 1. stig helgarnámskeið 10.-12. nóv. 1. stig kvöldnámskeið 24.-26. nóv. 2. stig kvöldnámskeið Afmælisþakkir í tilefni af áttræðisafmæli mínu 26. október. Börnum, frændum, frænkum, góðum grönnum, gömlum vinum, nýjum, trúum, sönnum. Ég fyllstu þakkir flyt af alhugheitum. Sem glöddu mig með gjöfum, blómum, heimsóknum og skeytum. (Hjörtína) Kristín Geirsdóttir, Birkiteigi 6, Keflavík. Skemmtifundur hjá Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík í Glæsibæ kl. 15.00 í dag Meðal harmonikuleikara er Guðbjörn Kristinsson. Kynntur nýr diskur „Lögin hans Valda“ með gömlu dönsunum frá Eskifirði. Kaffikonur sjá um veitingar. Mætum öll og tökum með okkur gesti. Skemmtinefndin. Félag harmonikuunnenda í Reykjavík STJÖRNUSPÁ Frances Drake SPORÐDREKI Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú átt erfitt með að sjá hvern- ig hægt er að skipta hlutunum bróðurlega, hvort sem um er að ræða ábyrgð eða eignir. Farðu varlega. Naut (20. apríl - 20. maí)  Hafðu ekki áhyggjur þótt þú hafir ekki sett þér lang- tímamarkmið. Þú munt gera það innan tíðar. Þetta getur þó gert samræður þínar við yf- irmann þinn innihaldslausar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú átt erfitt með að gera ferðaáætlanir og áætlanir varðandi útgáfumál og fram- haldsmenntun. Þú ert ekki nógu ákveðin/n í því hvað þú vilt gera. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er hætt við misskilningi eða ruglingi í ástarmálunum í dag. Reyndu að vera ekki með stjörnur í augunum yfir því sem ekkert er. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Dagurinn hentar ekki vel til að taka mikilvægar ákvarðanir varðandi heimilið. Það er ólík- legt að þú fáir þitt fram. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Farðu varlega í mikilvægum samningaviðræðum í dag og forðastu að lofa upp í ermina á þér. Það er hætt við að þú of- metir möguleika þína og getu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Reyndu að vera raunsæ/r í því sem þú tekur þér fyrir hendur í dag. Það er hætt við að Nept- únus dragi úr raunsæi þínu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ýttu frá þér öllum efasemdum um eigið ágæti. Láttu það alls ekki eftir þér að einangra þig þeirra vegna. Það mun ein- ungis gera illt verra. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú átt auðvelt með að sjá feg- urðina í kring um þig. Á sama tíma er hætt við að þú sjáir ekki hlutina í réttu ljósi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú eyðir peningum í dag. Forðastu líka að lána öðrum peninga og að fá peninga að láni. Það er hætt við að þú sjá- ir ekki heildarmyndina. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ef þú efast um hæfni þína til að fást við áhrifamikið fólk, frestaðu því þá til morguns. Þegar svona stendur á skiptir sjálfstraustið miklu máli. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú átt erfitt með að einbeita þér og því ættirðu að reyna að fresta öllum verkefnum sem krefjast rökhugsunar. Hafðu þó engar áhyggjur. Hugur þinn þarf bara á hvíld að halda. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Afmælisbörn dagsins: Þú ert sterkur leiðtogi. Þú hefur góða aðlögunarhæfni en vilt þó breyta hlutunum til hins betra. Á árinu þarftu að taka mikilvægar ákvarðanir. HLUTAVELTA 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 0-0 6. Be2 e5 7. 0-0 Ra6 8. Be3 Rg4 9. Bg5 De8 10. h3 h6 11. Bc1 exd4 12. Rxd4 Rf6 13. Bf3 Rh7 14. h4 Rc5 15. He1 De5 16. Be3 Re6 17. Rxe6 fxe6 18. Dd2 Df6 19. Bxh6 Dxh4 20. Bxg7 Kxg7 21. g3 Rg5 22. Bg2 Rh3+ 23. Bxh3 Dxh3 24. Dd3 Hh8 25. Df3 e5 26. Rd5 Dh2+ 27. Kf1 Bh3+ 28. Ke2 Haf8 29. Hh1 Staðan kom upp í Evrópumeistaramóti ungmenna sem lauk fyrir nokkru í Budva í Júgóslavíu. Andrey Zhigalko (2.478) hafði svart gegn Timothy Wood- ward (2.336). 29. ... Bg4! og hvítur gafst upp enda fátt til varnar. Spennan fer vaxandi á Mjólkurskákmótinu sem fram fer á Hótel Selfossi en 5. umferð er haldin í dag. Skákáhugamenn eru hvattir til að fjölmenna á skákstað. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. KVÖLDVÍSA Dags þegar rennur fagur fákur faxi glóanda’ í vestrið inn, hoppar í augun hreppastrákur á hverri stúlku, vinur minn. En hvítur sveinn á svæfla-mar situr og dregur ýsurnar. Sveinbjörn Egilsson LJÓÐABROT Keppnisspilarar vita vel að opnun á veiku grandi er mikill sveifluvaki í sveita- keppni. Ástæðurnar fyrir því eru einkum tvær. Í fyrsta lagi getur farið illa þegar makker opnarans er veikur og andstæðingarnir reiða til höggs með dobl- miðanum. En á hinn bóg- inn er grandið skilvirk hindrunarsögn, sem oft kemur í veg fyrir að and- stæðingarnir finni upplagt geim. Þriðju ástæðuna má nefna. Hún er sú að spil- arar kunna almennt ekki til verka í sagnbaráttunni þegar veika grandið er doblað. Lítum á spil frá Yokohama-mótinu: Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ K82 ♥ 1072 ♦ ÁK986 ♣D5 Vestur Austur ♠ G5 ♠ ÁD76 ♥ KG54 ♥ Á96 ♦ G2 ♦ D10 ♣109863 ♣ÁK74 Suður ♠ 10943 ♥ D83 ♦ 7543 ♣G2 Á einu borðinu vakti Ísak Örn Sigurðsson á veiku grandi í norður. Makker hans í suður var Páll Valdimasson, en í AV voru Júlíus Sigurjónsson og Hrannar Erlingsson: Vestur Norður Austur Suður Hrannar Ísak Júlíus Páll Pass 1 grand Dobl Pass Pass Redobl Pass 2 tíglar Pass 3 tíglar Pass Pass Pass Ísak og Páll eru ekki vanir samherjar, en virð- ast þó hafa rætt saman um flóttaleiðir úr doblinu. Júl- íus og Hrannar fundu ekki svar við þessum sögnum og lögðu niður vopnin við þremur tíglum. Sá samn- ingur fór fimm niður! Út kom lauf og Júlíus tók þar tvo slagi. Spilaði næst hjartaás og hjarta, þar sem Hrannar átti tvo slagi í viðbót. Spaðagosinn kom svo í gegnum kónginn og spaðastunga í kjölfarið. Loks spilaði Hrannar þrettánda hjartanu og tryggði makker slag á trompdrottninguna. Eins og legan er, standa fimm lauf og fjögur hjörtu í AV, svo NS máttu vel við una að spila þrjá tígla ódoblaða. Þrjú pör sögðu geim og unnu. Snorri Karlsson og Aron Þor- finnsson fundu fallega leið upp í fimm lauf gegn Stef- áni Jóhannssyni og Ragn- ari Magnússyni: Vestur Norður Austur Suður Aron Stefán Snorri Ragnar Pass 1 tígull Dobl Pass 1 hjarta Pass 2 tíglar * Pass 3 lauf Pass 3 hjörtu Pass 4 lauf Pass 5 lauf Allir pass BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Í ÞESSUM pistlum hefur áður verið rætt um so. að deyja og önnur sagnorð, sem í raun tákna hið sama, en eru samkv. mál- tilfinningu minni og vafa- laust margra annarra ekki eða tæplega „gjald- geng“ í öllum sambönd- um. So. að deyja virðist hins vegar vera á góðri leið með að ýta til hliðar öðrum sagnorðum, sem merkja vissulega hið sama, en þar sem hún á helzt ekki heima, en er engu að síður oft notuð í fjölmiðlum. Hér er t.d. átt við sagnorð eins og að drepast, látast, falla frá, en þau hafa áður verið umræðuefni í pistlum þessum. Aftur á móti mun so. að farast ekki hafa verið sérstaklega hér til umfjöllunar. Talað er um, að svo og svo margir hafi dáið í inflúensunni, en engum dytti í hug að nota so. að farast í því sam- bandi. Svo er jafnan talað um, að margir hafi farizt í bílslysi eða flugslysi, en síður dáið, þótt afleiðing- in hafi orðið hin sama. Ég hef séð í blaði þessa fyr- irsögn: Fangar deyja. Í sjálfri frásögninni kom í ljós, að eldur í fangelsi hafi orðið „67 föngum að bana“. Það orðalag á við hér, en í fyrirsögninni hefði verið eðlilegt að segja: Fangar farast, enda þótt því verði ekki neitað, að þeir dóu í þess- um eldsvoða. Svo stóð þetta í öðru blaði um þennan atburð: Sextíu og sjö fangar týndu lífi í gær. Þannig má vitaskuld orða þess konar frásögn. Þar sem ég hef áhuga á því að hafa spurnir af, hvort les- endur þessara pistla hafi svipaða tilfinningu og ég um notkun eða blæmun ofangreindra sagnorða í máli okkar, bendi ég á síma minn 557 4977 eða tölvufang mitt, jaj@sim- net.is – J.A.J. ORÐABÓKIN Deyja – farast          Morgunblaðið/Sigríður Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu kr. 2.095 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau eru: Ólafur Þorri Sigurjónsson, Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir, Signý Kristín Sigurjónsdóttir, Svana Rós Helgadóttir og Snæ- fríður Birta Einarsdóttir. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.